Morgunblaðið - 11.02.2012, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 11.02.2012, Qupperneq 31
UMRÆÐAN 31 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. FEBRÚAR 2012 Þann 30. júní næst- komandi stöndum við frammi fyrir því að kjósa nýjan einstakling í embætti forseta Ís- lands. Þessar kosn- ingar eru um margt frábrugðnar síðustu forsetakosningum árið 2008, en síðan þá hefur umhverfi okkar, lífs- viðhorf og raunveru- leiki umturnast. Sú trú okkar að við byggjum við hagsæld og góða stjórn er brostin og eftir situr óvissa, ótti og reiði. Okkur hefur opinberast raunveruleiki þar sem réttur almennings til lífsvið- urværis er fótum troðinn. Raunveru- leiki þar sem sérhagsmunir og fjár- magn hafa forgang á hagsmuni samfélagsins og einstaklinganna sem í því búa. Okkur hefur opinberast raunveruleiki þar sem peningavaldið er yfirherrann en almenningur rétt- laus. Það sem skiptir mestu í þessum kosningum er að við ákveðum í hvernig samfélagi við viljum búa og ekki síst, hvernig forseta við viljum fá. Ætlum við að kjósa virkan forseta sem tekur afstöðu til mála, er örygg- isventill á gjörðir Alþingis og gætir hagsmuna almennings? Eða ætlum við að kjósa óvirkan forseta sem tek- ur skipanir frá ríkisstjórn, sem hefur í verki, allt vald Alþingis í hendi sér? Nýja Ísland Við stöndum frammi fyrir þeirri staðreynd að hið gamla Ísland er ekki að hverfa, heldur hafa ráðandi öfl leitast við að endurvekja kerfið sem féll 2008. Kerfi sem er öruggt með að falla aftur með sömu for- sendubrestum og eymd. Hið nýja Ísland mun ekki rísa nema með samhentu átaki almenn- ings. Valið er okkar og valið mun eiga sér stað 30. júní nk. Það er því mikilvægt að við gætum að okkur, svo ekki verði fyrir valinu fulltrúi sérhagsmuna, heldur forseti sem gætir hagsmuna al- mennings og er tilbúinn til að leiða okkur áfram til réttlátara samfélags. Ég trúi því að við getum skapað hér á landi samfélag þar sem enginn þarf að líða skort. Samfélag þar sem réttur almennings er tekinn fram fyrir sérhagsmuni. Samfélag þar sem hagsældin kemur í formi eignar en ekki skuldar. Ég trúi því að við getum skapað hér samfélag réttlætis, sanngirni og frelsis. Valdið er fólksins Við stöndum frammi fyrir þeirri ákvörðun hvort við viljum alvöru lýð- ræði eða ekki. Við stöndum frammi fyrir því að velja hvort við lútum valdi sérhagsmunahópa eða ráðum örlögum okkar og frelsi. Við stönd- um frammi fyrir því að kjósa forseta sem ver fólk en ekki sérhagsmuni. Við stöndum frammi fyrir því að velja forseta sem fylgir stjórn- arskránni almenningi til heilla. Við þurfum að velja forseta sem lætur sig varða hlutskipti almennings. Sem forseti, mun ég láta leggja fyrir Alþingi frumvarp til laga um þjóðaratkvæði, þar sem almenningi verði gefinn kostur á að hafa áhrif á líf sitt og framtíð, án skilyrða. Sem forseti mun ég vinna að því að hagsmunir almennings og sam- félagsins í heild verði látnir ganga framar sérhagsmunum. Sem forseti mun ég leggja til að á Íslandi verði fjármálakerfið endur- hannað með hagsmuni samfélagsins að leiðarljósi. Fjármálakerfi sem byggir upp, en brýtur ekki niður. Sem forseti mun ég leitast við að skapa sátt milli þings og þjóðar. Ég mun leggja mitt af mörkum til að skapa hér umhverfi þar sem Alþingi getur starfað án þrýstings frá fram- kvæmdavaldinu. Umhverfi sem styrkir Alþingi, en veikir það ekki. Með raunverulegum aðskilnaði löggjafar-, dóms- og framkvæmda- valds, ásamt sterkum aðgangi al- mennings að ákvörðunum vald- stjórnarinnar munum við byggja upp samfélag þar sem hagsmunir sam- félagsins eru teknir fram fyrir sér- hagmuni. Samfélag þar sem valdið liggur hjá fólkinu. Til að geta losað okkur úr hlekkj- um fortíðar og haldið áfram til fram- tíðar, þá þurfum við að ákveða hvernig forseta við viljum. Það er mikilvægt að í næstu kosningum hafi almenningur val á milli þess að við- halda hinu gamla eða sækja fram á nýjum forsendum. Það er mikilvægt að þetta val sé fyrir hendi. Ég býð mig fram til að tryggja þetta val. Tryggja það að hagsmunir almennings verði hafðir í fyrirrúmi. Ég kalla eftir aðstoð ykkar til að veita mér það brautargengi, að þið fáið tækifæri til að hafa þetta val. Það mun ekki nást sátt um framtíð- arsýn samfélagsins, nema þetta val sé fyrir hendi. Ef þið veitið mér þetta braut- argengi mun ég vinna að því að skapa með ykkur samfélag þar sem einstaklingurinn getur lifað í full- vissu þess að ekki verði gengið að honum eða eignum hans vegna kerf- isvillu. Samfélag þar sem sérhver ein- staklingur mun búa við frelsi til að skapa sér þá hamingju sem hann óskar sér. Samfélag þar sem hagsmunir heildarinnar eru látnir ganga fyrir hagsmunum hina fáu. Samfélag þar sem við almenn- ingur erum frjáls. Samfélag þar sem við almenn- ingur ráðum. Horfum til framtíðar 30. júní 2012 Eftir Jón Lárusson »Ég trúi því að við getum skapað hér samfélag réttlætis, sanngirni og frelsis Jón Lárusson Höfundur hefur gefið kost á sér í embætti forseta Íslands og heldur úti vefsíðunni www.jonlarusson.is Launasjóður fræðiritahöfunda auglýsir eftir umsóknum um starfslaun úr sjóðnum sem veitt verða frá 1. júní 2012. Rétt til að sækja um laun úr sjóðnum hafa höfundar alþýðlegra fræðirita, handbóka, orðabóka og viðamikils upplýsingaefnis á íslensku. Meginhlutverk Launasjóðs fræðiritahöfunda er að auðvelda samningu bóka,                    veitt til hálfs árs, en heimilt er að veita þau til allt að þriggja ára. Þeir sem hljóta                                !   Umsóknarfrestur er til 22 mars, kl. 16:00 Tekið verður við umsóknum frá og með 15. febrúar næstkomandi. Umsóknir eru rafrænar og ber að að sækja um á www.rannis.is. Nánari upplýsingar eru veittar í síma 515 5800 og á www.rannis.is Auglýsing um starfslaun Launasjóður fræðiritahöfunda Umsóknarfrestur er til 22. mars 2012 Laugavegi 13, 101 Reykjavík sími 515 5800, rannis@rannis.is www.rannis.is Hlutverk Rannís er að veita faglega aðstoð og þjónustu við undirbúning og     " #     $          og tæknisamfélagsins og hefur umsjón með opinberum samkeppnissjóðum s.s. Rannsóknasjóði og Tækniþróunarsjóði. Rannís sér um greiningu á rannsóknum og nýsköpun og gerir áhrif þeirra á þjóðarhag sýnileg. Rannís er miðstöð upplýsinga og miðlunar alþjóðasamstarfs vísinda- og tæknisamfélagsins. islandsstofa.is Borgartún 35 | 105 Reykjavík Íslandsstofa býður upp á námskeið í markaðs- og söluþjálfun sem er sniðin að þörfum starfsmanna fyrirtækja sem markaðssetja og selja sjávarafurðir á erlendum mörkuðum. Námskeiðið stendur yfir í fjóra mánuði og verður ein vinnustofa í mánuði. Þátttökugjald er 100.000 kr. á fyrirtæki miðað við einn þátttakanda. Óski fyrirtæki eftir að senda fleiri þátttakendur er kostnaður kr. 25.000 á hvern auka þátttakanda, en einungis þrír þátttakendur komast að frá hverju fyrirtæki. Innifalið í þátttökugjaldi eru námsgögn, fyrirlestrar og veitingar. Samningatækni og menningarmunur 28. febrúar frá 12.00–17.30 Sala og þjónusta á markaði erlendis 28. mars frá 12.00–17.30 Markaðsupplýsingar og tímastjórnun 18. apríl frá 13.00–16.30 Kynningartækni á sölufundum 22. Maí frá 12.00–17.30 Þeir sem hafa áhuga á að skrá sig í verkefnið gera það fyrir fimmtudaginn 23. febrúar með tölvupósti á bjorn@islandsstofa.is Nánari upplýsingar veita Björn H Reynisson verkefnisstjóri, bjorn@islandsstofa.is Ottósson, forstöðumaður markaðsþróunar, hermann@islandsstofa.is “Þetta námskeið lyfti mér upp úr þessu daglega harki og hjálpaði mér að ná betri yfirsýn yfir þá þætti sem skipta máli.” Svavar Þór Guðmundsson, framkvæmdastjóri Sæmarks Markaðs- og söluþjálfun fyrir starfsmenn fyrirtækja sem selja sjávarafurðir á erlendum mörkuðum Ármúla 38 Sími 588 5011 Verð: 93 800 Staðgreitt: 69 900 FIMM LITIR Afmæli!

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.