Morgunblaðið - 02.03.2012, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 02.03.2012, Blaðsíða 1
F Ö S T U D A G U R 2. M A R S 2 0 1 2  Stofnað 1913  52. tölublað  100. árgangur  HJÖRTUR FETAR Í FÓTSPOR EIÐS SMÁRA Í HOLLANDI MISRÉTTI EN VON UM BETRI DAGA ALÞJÓÐLEG KVIKMYNDAHÁTÍÐ Í GRUNDARFIRÐI VESALINGARNIR 38 NORTHERN WAVE 40SAMDI VIÐ PSV ÍÞRÓTTIR Morgunblaðið/Golli Flokkur Rætt var á fundinum um að banna merki glæpasamtakanna.  Góður árangur hefur náðst í bar- áttu lögreglunnar gegn skipulagðri brotastarfsemi. Þetta kom fram á fundi allsherjar- og mennta- málanefndar Alþingis í gær. Þar mættu m.a. innanríkisráðherra og yfirmenn lögreglunnar. Björgvin G. Sigurðsson nefnd- arformaður sagði að sér sýndist að tekist hefði að draga mjög úr um- fangi glæpasamtaka hér. »22 Verulegur árangur í baráttunni við glæpasamtök „Það var búið að ákveða þetta fyrir lifandis löngu og það er búinn að vera þrýstingur frá því Kastljós- þátturinn var sýndur 17. nóvember síðastliðinn,“ sagði Gunnar Þ. And- ersen í samtali við Morgunblaðið. Hann telur að á bak við aðdrag- andann að brottrekstrinum standi eitthvað stórt sem erfitt sé að sjá eða festa hendur á. Rannsaka þurfi hverjir stóðu á bak við Kastljós- þáttinn. Aðalsteinn Leifsson, stjórnarfor- maður Fjármálaeftirlitsins, afhenti Gunnari í gær- morgun upp- sagnarbréf og var Gunnari gert að hætta strax. Aðalsteinn sagði að ástæðan fyrir uppsögninni væri aðkoma Gunnars að af- landsfélögum á vegum Lands- bankans og upplýsingagjöf til FME um þau. Stjórn FME kærði Gunnar í gær til lögreglu eftir að henni bárust ábendingar um að hann gæti hafa brotið af sér í starfi og aflað sér trúnaðarupplýsinga úr bankakerf- inu með ólögmætum hætti. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins er talið að þar sé átt við að Gunnar eigi að hafa nýtt sér að- stöðu sína til að ná í upplýsingar um fjármál Guðlaugs Þórs Þórð- arsonar alþingismanns í gegnum starfsmann Landsbankans. Gunn- ar lýsti sig saklausan af þessu. »4 Búið að ákveða fyrir löngu  Telur að atburðarásinni hafi verið stýrt á bak við tjöldin Gunnar Þ. Andersen  Allnokkur óhöpp hafa orðið í umdæmi lög- reglunnar á Blönduósi síð- ustu daga og vik- ur þegar hálkan hefur verið hvað mest. Kristján Þorbjörnsson yf- irlögregluþjónn segir hálkuvörn á þjóðvegum mega vera mun betri. Eftir óhapp í Miðfirði í fyrrakvöld þar sem vörubíll lenti þversum á þjóðvegi 1 kallaði lögregla út verk- taka hjá Vegagerðinni til að hálku- verja og hreinsa vegina. »12 Bæta þyrfti varnir gegn hálkunni Hjónin Hildur M. Jónsdóttir og brúðugerðarmeistarinn Bernd Ogrodnik hafa neyðst til að loka dyrum Brúðuheima í Englendingavík í Borgarnesi. Ástæða lokunarinnar er fjárhagslegar þrengingar á Íslandi; sjóðþurrð og niðurskurður styrkja til handa menningarstarfsemi. „Við höfðum alls ekki óraunhæf markmið, hvorki hvað varðar staðsetn- inguna né uppbygginguna,“ segir Hildur. Brúðuheimar; leikhús, safn, gallerí og kaffihús, hafi enda fengið afar góðar viðtökur. En án stuðnings sé vonlítið að setja á stofn nýtt leikhús og setja á svið ný leikverk. Hildur og Bernd halda nú vestur um haf þar sem Bernd hefur getið sér góðan orðstír en halda jafnframt áfram samstarfi sínu við Þjóðleikhúsið, þar sem sýningar þeirra munu nú hafa lögheimili á Íslandi. »4 Tjaldið fellur á brúðurnar í Borgarnesi en sýningar halda áfram í Þjóðleikhúsinu Guðni Einarsson gudni@mbl.is Skaginn hf. á Akranesi og Kæli- smiðjan Frost ehf. á Akureyri und- irrituðu í gær samninga vegna sölu á stórri verksmiðju til vinnslu á uppsjávarfiski til Varðin Pelagic P/F í Færeyjum. Útflutningsverð- mæti samningsins er hátt í þrír milljarðar króna. Fjöldi íslenskra fyrirtækja og birgja víða um land kemur að verkefninu og hafa sum fyrirtækjanna fjölgað starfsfólki vegna þess. Verksmiðjan verður að mestu leyti sjálfvirk. Hún mun afkasta 600 tonnum á sólarhring til að byrja með og verður síðan stækkuð í 1.000 tonna afköst. Þetta er fyrsta heila vinnslulínan sinnar gerðar sem seld er til útlanda. Tæknin sem beitt er í verksmiðj- unni hefur verið þróuð hér á landi á undanförnum árum og sparar hún bæði mannafla, mikla orku og um- búðir, að sögn Ingólfs Árnasonar, framkvæmdastjóra Skagans. Matís rannsakaði tæknina sem Skaginn beitir og árangur hennar. Rannsóknin sýndi að aðferð Skag- ans er hagkvæm og árangursrík. Frystikerfið sem Kælismiðjan Frost hannar og setur upp í nýju verksmiðjunni er stærsta og af- kastamesta kerfið sem fyrirtækið hefur sett upp. „Við töldum að þetta væri besta verksmiðjan sem við gætum feng- ið,“ sagði Bogi Jacobsen, fram- kvæmdastjóri Varðin Pelagic P/F, að lokinni undirritun samninganna. Hann sagði að verksmiðjan upp- fyllti þær kröfur sem Varðin Pela- gic gerði. Einnig skipti miklu að hægt væri að afhenda verksmiðjuna hinn 1. júlí í sumar. Í verksmiðj- unni á að vinna og frysta makríl, síld og kolmunna. MFullkomin fiskverksmiðja »18-19 Stór sala til Færeyja  Varðin Pelagic P/F hefur samið um kaup á fullkominni fiskverksmiðju af íslenskum fyrirtækjum  Útflutningsverðmætið er hátt í þrír milljarðar króna Morgunblaðið/RAX Sáttir Bogi Jacobsen (t.v.) og Ing- ólfur Árnason skrifuðu undir í gær. Alþingi samþykkti í gær frávísunartillögu vegna tillögu formanns Sjálfstæðisflokksins um að fall- ið yrði frá ákæru á hendur Geir H. Haarde, fyrr- verandi forsætisráðherra, fyrir landsdómi. Atli Gíslason alþingismaður, sem stýrði nefnd- inni er lagði til að fjórir fyrrverandi ráðherrar yrðu ákærðir, segir afdrif tillögu Bjarna Bene- diktssonar mikil vonbrigði. Allur þessi mála- tilbúnaður og reyndar það sem gerðist síðar hafi verið afbökun á ákæruvaldi, jafnræði, réttlæti og virðingu Alþingis. Ögmundur Jónasson inn- anríkisráðherra segir að ákæran sé ekki eitt- hvert uppgjör við hrunið og aðdraganda þess. „Menn hljóta að vera hugsi. Ég er það mjög,“ segir hann. »14 Morgunblaðið/Árni Sæberg Afbökun á ákæruvaldi og virðingu Alþingis  Jarðskjálftarnir við höfuðborg- arsvæðið í fyrrinótt gefa fólki til- efni til að fara yfir jarðskjálfta- varnir heimilanna, að mati Páls Einarssonar jarðeðlisfræðings. Hann segir lítið þurfa til að koma í veg fyrir alls konar smátjón. T.d. að athuga hillufestingar, hluti í hill- um og gá hvort þungir hlutir séu nálægt rúmum. »6 Áminning um skjálftavarnir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.