Morgunblaðið - 02.03.2012, Side 22

Morgunblaðið - 02.03.2012, Side 22
22 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. MARS 2012 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Atkvæða-greiðsla áAlþingi í gær um tillögu Bjarna Benedikts- sonar varðandi landsdómsákæru bætti ekki upplitið á þjóðþinginu. Þvert á móti. Þó mátti ætla að botn- inum væri náð. En engu að síður var atkvæðagreiðslan og skýr- ingar tengdar henni upplýsandi um þróun og stöðu málsins. Sú mynd sem blasir við verður ekki falin með pólitískum loddara- gangi. Þegar yfirlýsingar einstakra þingmanna eru skoðaðar er full- ljóst orðið, að ekki stendur leng- ur meirihluti til þess að ákæra Geir H. Haarde fyrir brot á lög- um um ráðherraábyrgð. Álykt- unin um ákæru stóð á sínum tíma mjög tæpt. Allmargir þingmenn sem stóðu að samþykkt ákæru þá, hafa nú opinberlega lýst því yfir að þeim hafi snúist hugur og þeir vilji fá tækifæri til að greiða atkvæði um að fallið yrði frá ákærunni. Þegar þannig háttar til er auðvitað sjálfsagt að hinn nýi þingvilji ákærandans fái að koma fram. En til að tryggja líf núverandi ríkisstjórnar hafa þingmenn látið hafa sig í að koma í veg fyrir að afstaða þingsins kæmi formlega fram, þótt sú afstaða sé augljós orðin. Sjálfur forsætisráðherrann, sem margoft hefur lýst því yfir að „ekki sé neitt tilefni“ til þess að fara með ákæru á hendur Geir H. Haarde, tekur þátt í því að koma í veg fyrir að sá vilji fái að koma fram. Jóhanna Sigurð- ardóttir veit að nú er meirihluti þingsins sömu skoðunar og hún sagðist vera og segist vera: að „ekki sé neitt tilefni“ til að standa að slíkri ákæru. Beinlínis vegna þess að henni er orðið þetta ljóst tekur hún þátt í því að öllu afli sé beitt til að koma í veg fyrir efnislega afgreiðslu. Þetta er lágkúruleg framkoma, svo ekki sé fastar kveðið að. Atli Gíslason alþingismaður, sem var fyrsti flutningsmaður fyrir tillögunni um ákæru á sín- um tíma, en telur að forsendur hafi breyst fyrir þeirri ákvörðun, upplýsti í gær að þingmenn hefðu verið undir mjög miklum þrýstingi um að koma í veg fyrir að málið fengi efnislega meðferð. Ráðherra dómsmála, sem greiddi atkvæði með ákæru á sínum tíma, telur eins og Atli Gíslason að forsendubrestur hafi orðið í málinu, eins og ráð- herrann rakti í ýtarlegri grein í Morgunblaðinu. Ráðherrann lýsti í gær óánægju sinni og undrun yfir því að komið hefði verið í veg fyrir að málið fengi efnislega umræðu og efnislega ákvörðun. Sigmundur Davíð Gunnlaugs- son, formaður Framsóknar- flokksins, harmaði einnig að forystumenn stjórn- arliðsins hefðu krafist þess að til- lögu Bjarna Bene- diktssonar væri vís- að frá af „tæknilegri ástæðu“. Sigmundi varð tíðrætt um pólitískt eðli máls- ins. Áður hafi því verið lýst yfir að hefja ætti mál af þessu tagi yfir pólitík og hver þingmaður skyldi greiða atkvæði í samræmi við sannfæringu sína án slíkra þvingana. En nú hefði hið póli- tíska eðli málsins ekki verið falið lengur. Pólitísk flokksfélög hefðu jafnvel verið látin álykta um hlýðni við málstaðinn. Sam- fylkingarfélagið í Reykjavík hefði gengið svo langt að hóta sínum þingmönnum því að þeir fengju ekki sæti á lista í næstu kosningum, ef þeir stæðu að því að fallið yrði frá ákærunni. Árni Páll Árnason, fyrrver- andi ráðherra, lýsti því í ræðu hversu pólitískt málið væri orðið. Það undirstrikaði hann í raun- inni enn frekar með því að tala í öllum efnum gegn ákæru, en sitja svo hjá um tillöguna. Flutningsmaður tillögunnar sem komið var í veg fyrir að fengi efnislega meðferð, Bjarni Benediktsson, hefur haldið mjög vel á þessu máli frá upphafi, bæði af sanngirni og yfirvegun. Hann sýndi fram á að nú liggur fyrir að ekki sé raunverulegur meirihlutastuðningur fyrir þeirri forsendu fyrir ákæru að veruleg líkindi standi til sektar ákærða. Í hans tilviki, sem og allra ann- arra, væri það frumforsenda þess að málatilbúnaði gegn hon- um í refsimáli væri haldið áfram. Nú getur ekki farið á milli mála að embættislegum sak- sóknara er orðin þessi staða ljós. Ákæran var ákveðin að viðhöfðu nafnakalli. Það liggur því fyrir hverjir studdu hana. Með sama hætti liggur ljóst fyrir að all- margir þeirra sem þar komu að máli hafa lýst því yfir að þeir séu ekki lengur þeirrar skoðunar. Enginn sem greiddi atkvæði gegn ákærunni hefur komið fram og lýst því að hann hafi skipt um skoðun. Hins vegar hafa sumir þeirra sem greiddu atkvæði gegn ákærunni komið fram og stutt frávísunartillögu með þeirri einu röksemd að þeim væri óheimilt að taka nýja afstöðu til málsins. Nú vill þannig til að hinn emb- ættislegi ákærandi, Sigríður Friðjónsdóttir, hefur opin- berlega lýst því yfir að sú afstaða byggist á misskilningi á lög- unum. Þegar til alls þessa er horft er ljóst að saksóknarinn á aðeins tvo kosti: Að krefjast þess af þeim aðila, sem fer með ákæruvaldið, Alþingi, að það leiði þegar í ljós þingviljann, eða að hinn embættislegi saksóknari leggi til að frá ákæru verið þegar fallið. Það ríkir enginn vafi á því lengur að ekki er meirihluti að baki ákæru á hendur Geir H. Haarde} Ekki meirihluti fyrir ákæru H afi bloggheimar sem og raun- heimar einhverntímann logað glatt, þá er það undanfarna daga. Neistinn sem kveikti gríð- armikið bál var samantekt konu á ýmsum ummælum, sem birst höfðu á op- inberum vettvangi, en hún telur ummælin sýna fram á kvenfyrirlitngu þeirra sem þau við- höfðu. Titill samantektarinnar er sláandi: Karlar sem hata konur og hafa margir gagnrýnt það. Meðal annars á þeim forsendum að þarna sé allt of sterkt til orða tekið, hatur sé afar sterkt orð og þó að menn láti hitt og þetta út úr sér þegar þeim sé heitt í hamsi í dagsins önn sé ekki þar með sagt að þeir hati alla kvenþjóðina eins og hún leggur sig. Skárra væri það annars; að fara í gegnum lífið, berandi hatur í brjósti til helmings mannkyns. Við skulum rétt svo vona að fáir þeirra sem um ræðir standi undir þessum titli. Öll höfðu ummælin sem um getur birst á opinberum vettvangi, þar sem allir þeir sem aðgang hafa að netinu geta lesið þau. Samkvæmt Hagstofunni nota 93% Íslend- inga eldri en 16 ára netið daglega. Það munu vera um 230 þúsund manns. Tæp kvartmilljón Íslendinga (og heims- byggðin öll) hefur sumsé haft óheftan aðgang að þessum ummælum í lengri eða skemmri tíma. Sum þeirra vöktu einhver viðbrögð þegar þau voru sett fram, en ekkert í lík- ingu við þau sem samantekt konunnar fékk, en hún hefur verið kölluð viðurstyggilegum nöfnum og henni gerðar upp hinar fjölbreytilegustu og annarlegustu hneigðir. Og fyrir hvað? Að safna saman á einn stað ummælum, sem á þriðja hundrað þúsund Ís- lendinga hefur haft óheftan aðgang að. Vissulega kemur það á óvart við lestur sam- antektarinnar hversu margir virðast tilbúnir til að opinbera kvenfyrirlitningu og reyndar al- menna mannfyrirlitningu á opinberum vett- vangi. En það kemur enn meira á óvart hversu lítil viðbrögð þessi ummæli hafa fengið, allt þar til athygli var vakin á þeim með fram- angreindum hætti. Mest kemur þó á óvart hversu ofsafengin viðbrögð samantektin hefur fengið. Það er reyndar ekkert nýtt. Stjórnmálakona nokkur hefur um skeið bent á að talsvert færri konur en karlar séu í hópi viðmælenda í um- ræðuþáttum í sjónvarpi. Fyrir það hefur hún verið gagn- rýnd mjög og uppskorið ýmsar nafngiftir, sem ekki verða hafðar eftir hér þar sem Morgunblaðið er fjölskyldublað. Öfgar eru gildishlaðið orð, sem virðist vera mörgum tamt á tungu. Það er auðvelt að afgreiða gagnrýni með því að væna fólk um öfgar. En ef öfgafemínismi felst í því að opna augu okkar fyrir ýmsu sem aflaga fer eins og kven- fyrirlitningu, launamisrétti, mansali, kynferðislegu ofbeldi og úreltum hugmyndum sem bæði karlar og konur tapa á, þá er fátt annað að segja heldur en: Já, takk. Okkur vantar fleiri öfgafemínista. Helst strax! annalilja@mbl.is Anna Lilja Þórisdóttir Pistill Öfgafemínistar? Já, takk! STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon BAKSVIÐ Andri Karl andri@mbl.is L ögregla hefur náð veru- legum árangri í barátt- unni gegn glæpa- samtökum hér á landi. Betur má þó ef duga skal og á næstunni verður hafin vinna við aðgerðaráætlun gegn skipulagðri glæpastarfsemi sem taka á til allt að fimm ára. Málið var rætt á fundi alls- herjar- og menntamálanefndar Al- þingis í gærmorgun. Nefndin boðaði á fundinn innanrík- isráðherra, lögreglustjóra höfuðborg- arsvæðisins og ríkislögreglustjóra, auk fulltrúa ráðuneytisins og um- ræddra embætta. „Við fengum ekki alls fyrir löngu skýrslu Europol þar sem skipulögð glæpasamtök, aðallega vélhjólasamtök, voru kortlögð. Sú skýrsla kveikti mikinn áhuga hjá nefndarmönnum og við vildum halda áfram með málið. Ég hef einnig átt ágætissamræður við innanrík- isráðherra um málið, og var því ákveðið að fá umrædda aðila á fund nefndarinnar, svona til að glöggva okkur betur á málinu,“ segir Björgvin G. Sigurðsson, formaður nefnd- arinnar. Lögregla mjög skipulögð Ríkisstjórnin samþykkti í mars á síðasta ári að veita 47 milljónir króna í tólf mánaða átak lögreglunnar til að vinna gegn skipulagðri brota- starfsemi. Björgvin segir að á fund- inum hafi komið fram hjá lögreglu- yfirvöldum, að árangurinn af þessari sérstöku baráttu sé mjög góður. „Það hefur tekist að höggva vel í þessi mál, og í raun verulegur árangur á stutt- um tíma. Lögregla er mjög skipulögð í aðgerðum sínum en það þarf þó að bæta við ýmislegt, s.s. í tækjasafnið, til að ná meiri og betri árangri.“ Spurður hvort lögreglu hafi tekist að halda glæpasamtökum hér á landi í skefjum segir Björgvin að svo sé. „Mér sýnist sem tekist hafi að draga mjög úr umfangi samtakanna en ekki síður því umfangi sem þau ætla sér hér á landi. Þessa stundina er lög- regla með nokkuð gott tangarhald á samtökunum. Menn hafa verið færðir í gæsluvarðhald og með mjög virku landamæraeftirliti hefur þeim tekist að koma fyrir að menn frá erlendum samtökum hafa komist hingað til lands. Lögreglu hefur því orðið mjög framgengt í því að sporna gegn út- breiðslunni, og það er að heyra á lög- reglu að vel hafi tekist að sigta út þá sem ætla sér að koma hingað til lands í þessum erindagjörðum.“ Átaksverkefnið framlengt Sökum þess hversu vel hefur geng- ið á liðnu ári er stefnt að því að fram- lengja átak lögreglunnar um eitt ár. „Við erum búin að óska eftir því við fjármálaráðuneytið að færð verði fjárveiting á fjáraukalög. Því hefur verið tekið vel og ég er bjartsýnn á að það verði gert. Þó á enn eftir að taka lokaákvörðun.“ Farið var fram á sömu fjárhæð og veitt var í fyrra. Með fjárveitingunni setti lögregla af stað sérstaka teymisvinnu. Björg- vin segir það skipta verulegu máli að fá frekari fjárveitingu, til að lögregla geti haldið teyminu úti sem einbeiti sér að skipulagðri glæpastarfsemi. Fleira var þó til umræðu á fund- inum í gærmorgun, nefnilega hvað fleira þurfi að gera til að sporna við glæpasamtökum. Meðal þess var rætt um hvort banna ætti glæpa- samtök, eða jafnvel merki vélhjóla- samtaka. Þá hefur frumvarp um for- virkar rannsóknarheimildir þegar verið afgreitt frá þingflokkunum og verður lagt fyrir þingið von bráðar. Björgvin segir fundinn í gærmorg- un marka upphafið að formlegu starfi nefndarinnar til að ná utan um skipu- lagða glæpastarfsemi á Íslandi, og fyrsta skrefið í að Alþingi taki þátt í baráttunni gegn slíkri vá. Verulegur árangur náðst á stuttum tíma Morgunblaðið/Sigurgeir S. Toppar Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra, Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri og Stefán Eiríksson, lögreglustjóri höfuðborgarsvæðis. Ögmundur Jónasson innanrík- isráðherra segir ljóst að ef ekki hefði verið farið í umrætt átak væri ástandið hér á landi mun verra. „Þetta hefur tekist mjög vel og samtökin ekki eflst á meðan á átakinu stendur. Lög- reglan hefur því unnið mjög gott starf.“ Hann fagnar því að allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis skuli óska eftir nánara sam- starfi í baráttunni gegn skipu- lagðri glæpastarfsemi. Það sé mjög þarft og skipti verulegu máli. Samtökin ekki eflst FAGNAR NÁNU SAMSTARFI Ráðist gegn vélhjólasamtökum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.