Morgunblaðið - 02.03.2012, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 02.03.2012, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. MARS 2012 Tekin er til starfa ný dægradvöl aldraðra í Kópavogi, sem Sjó- mannadagsráð, eigandi Hrafnistu- heimilanna, og Kópavogsbær sömdu um í janúar síðastliðnum. Það var Ingibjörg Þórunn Jóhanns- dóttir, íbúi í Boðaþingi, sem klippti á vígsluborðann s.l. þriðjudag ásamt Ármanni Kr. Ólafssyni, bæj- arstjóra Kópavogs, og Guðmundi Hallvarðssyni formanni Sjó- mannadagsráðs. Nú þegar hefur allnokkur fjöldi verið skráður í dægradvölina, en alls er gert ráð fyrir að um níutíu manns geti nýtt sér þjónustuna í heild í viku hverri, þar sem hver og einn getur sótt hana tvisvar til þrisvar í viku. Dægradvölin í Boða- þingi léttir verulega á brýnni þörf fyrir dægradvöl í Kópavogi, en fyr- ir hafa Kópavogsbúar haft dagvist- arúrræði í Sunnuhlíð. Þetta er eitt af þeim úrræðum sem boðið er upp á til að fólk geti búið sem lengst heima. Ný dægradvöl aldr- aðra opnuð í Boða- þingi í Kópavogi Bláfjallagangan 2012 fer fram við skála Ullunga við Suðurgilslyftuna í Bláfjöllum á morgun, laugardag kl. 13. Henni verður frestað til sunnu- dags ef veður verður óhagstætt. Nú er óvenjumikill snjór í Bláfjöllum og færi gott. Bláfjallaganga er liður í Ís- landsgöngunni, almenningsmótaröð Skíðasambands Íslands. Gangan er fyrir allan almenning og eru trimm- arar, ferðaskíðafólk og þeir kappasamari hvattir til að taka þátt og gera gönguna að hápunkti skíðavertíðarinnar í Bláfjöllum. Þess er vænst að hátt í 100 manns taki þátt því allir finna vegalengdir við hæfi og ljóst er að áhuginn á skíðagöngu fer stöðugt vaxandi. Æskilegt er að fólk skrái sig í gönguna á heimasíðu Ullunga, www.ullur.is, fyrir kl. 18 á föstudag. Búist við góðri þátttöku í Bláfjallagöngunni Mannréttindaskrifstofa Reykjavík- urborgar og MARK – miðstöð margbreytileika og kynjarann- sókna við Háskóla Íslands standa að útgáfu bæklings sem nefnist „Klám- væðing er kynferðisleg áreitni“. Í tilefni útgáfunnar verður haldin kynning í Ráðhúsi Reykjavíkur, föstudaginn 2. mars kl. 14:30. Í upphafi flytur Jón Gnarr borg- arstjóri ávarp. Thomas Brorsen Smidt flytur erindið „Klámvæðing er kynferðisleg áreitni,“ en hann er höfundur efnisins. Þorgerður Ein- arsdóttir, prófessor í kynjafræði, flytur erindið „Þó fyrr hefði verið“. Allir eru velkomnir. Bækling- urinn er á íslensku og ensku og mun verða aðgengilegur á vef borg- arinnar og Háskóla Íslands. Kynna bækling Árleg byssusýning Veiðisafnsins á Stokkseyri verður laugardag og sunnudag 3.-4. mars klukkan 11-18 báða dagana í húsakynnum Veiði- safnsins á Eyrarbraut 49 á Stokks- eyri. Þar er fjöldi uppstoppaðra villtra dýra til sýnis. Fjölbreytt úrval skotvopna verð- ur á sýningunni, bæði úr eigu Veiði- safnsins og úr einkasöfnum. Þar á meðal eru herrifflar, sérsmíðuð skotvopn og veiðihnífar svo og gamlar íslenskar haglabyssur. Byssusýning STUTT Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Nýliðinn febrúarmánuður var mjög umhleypingasamur og hlýr. Hlýind- in voru að tiltölu mest austanlands þar sem hiti á Fljótsdalshéraði var meira en fjórum stigum ofan með- allags. Úrkoma var mikil um allt sunnan- og vestanvert landið og var á stöku veðurstöð meiri heldur en hún hefur áður mælst í febrúar. Þetta kemur fram í yfirliti Trausta Jónssonar veðurfræðings. Meðalhiti í Reykjavík var 2,6 stig og er það 2,2 stigum ofan við með- allag. Þetta er áttundi hlýjasti febr- úar sem vitað er um í Reykjavík. Á Akureyri var meðalhitinn 2,3 stig, 3,8 stigum ofan við meðallag og er mánuðurinn sá fimmti hlýjasti frá upphafi samfelldra mælinga á Ak- ureyri. Á Höfn í Hornafirði var með- alhitinn 3,7 stig og -2,4 á Hveravöll- um. Hæsti meðalhiti mánaðarins mældist í Surtsey, 4,6 stig, þar á eft- ir komu Vestmannaeyjabær og Kvísker með 4,1 stig. Lægstur var meðalhitinn á Þverfjalli -4,0 stig, næstlægstur var meðalhitinn í Sand- búðum, -3,8 stig. Lægsti meðalhiti í byggð var -1,0 stig í Svartárkoti. Hæsti hiti mánaðarins mældist 14,8 stig á Teigarhorni þann 14. Á mannaðri stöð mældist hæsti hitinn á Sauðanesvita þann 7., 13,4 stig. Lægsti hiti mánaðarins mældist á Sátu þann 18. og á Setri þann 20., -18,2 stig. Mest frost í byggð mæld- ist við Mývatn þann 20, -15,9 stig. Lægsta lágmark á mannaðri stöð mældist -11,7 stig. Það var í Staf- holtsey þann 18. Í yfirliti Trausta kemur fram að eitt dægurlandshámarkshitamet hafi verið slegið í mánuðinum þegar hiti fór í 14,8 stig á Teigarhorni við Berufjörð þann 14. Gamla metið var 13,0 og var sett á Sandi í Aðaldal ár- ið 2004. Mjög úrkomusamt var á Suður- og Vesturlandi en úrkoma í með- allagi eða lítillega minni en það um landið norðaustanvert. Í Reykjavík mældist úrkoman 135 millimetrar og er það um 90% um- fram meðallag. Úrkoma í febrúar hefur alloft mælst meiri en þetta í febrúar, síðast 2008. Úrkoma mæld- ist 40,2 mm á Akureyri og má það heita í meðallagi. Endanlegt uppgjör liggur ekki fyrir víðar en svo virðist sem mán- aðarúrkomumet fyrir febrúar hafi verið slegin á nokkrum stöðvum. Á stöðvum sem athugað hafa í 20 ár eða meir var meiri úrkoma í febrúar nú heldur en dæmi eru um áður: Í Stafholtsey, á Brekku í Norður- árdal, Hjarðarfelli á Snæfellsnesi, Vík í Mýrdal, Vatnsskarðshólum og Hjarðarlandi í Biskupstungum. Í Vík hefur úrkoma verið mæld linnu- lítið frá 1926. Vindhraði í byggð var rétt undir meðallagi í mánuðinum. Bráðabirgðaniðurstöður virðast gefa til kynna að mesti 10 mínútna með- alvindhraði hafi mælst á Gagnheiði þann 14., 33,7 m/s, en mesta hviða hafi mælst á Miðfitjahól á Skarðs- heiði þann 2., 55,4 m/s. Úrkomumetin voru víða slegin  Nýliðinn febrúarmánuður var mjög umhleypingasamur og hlýr  Í Vík í Mýrdal hefur úrkoman ekki mælst meiri síðan mælingar hófust 1926  Í Reykjavík var úrkoman 90% umfram meðallag Morgunblaðið/Sigurgeir S. Rok og rigning Það kom oft fyrir að regnhlífar dugðu ekki í vindinum. Lítið sást til sólar í febrúar. Sól- skinsstundir í Reykjavík mæld- ust 37 og er það 15 stundum undir meðallagi. Ámóta sól- arlítið var síðast 2005. Á Akureyri mældust sólskins- stundirnar 38,6 og er það tveimur stundum yfir með- allagi. Þá var fremur snjólétt á land- inu lengst af. Alhvítir dagar voru sjö í Reykjavík og er það þremur dögum færra en í meðalári (1961 til 1990). Á Ak- ureyri voru alhvítu dagarnir einnig sjö og er það 13 dögum undir meðallagi sem verður að teljast afar mikið. Meðalloftþrýstingur í Reykja- vík mældist 1003,7 hPa og er það 1,1 hPa yfir meðallagi Snjólétt var og sólarlítið SÓLARSTUNDIR AÐEINS 37 Ráðstefna á Grand Hótel, laugardaginn 3. mars kl. 10:30 • Viðfangsefni ráðstefnunnar er að skýra hvaða áhrif það hefði að taka upp annan gjaldmiðil á Íslandi. Fjallað verður um upptöku Kanadadollars með tvíhliða samningum við þarlend stjórnvöld eða með einhliða upptöku. • Hver yrðu áhrif á ríkisfjármál, peningamálastjórn, verðtryggingu, vexti, verðlag, erlenda sem innlenda fjárfestingu, afnám gjaldeyrishafta og svo framvegis. • Er líklegt að upptaka annars gjaldmiðils yrði í heild sinni farsæl og þjóðinni til hagsbóta. 10.30 Setning Sendiherra Kanada á Íslandi Alan Bones og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins 11.00 Frummælendur verða: • Orri Hauksson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins • Ólafur Ísleifsson, lektor við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík • Ársæll Valfells, lektor við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands 12.00 Hádegishlé. Súpuspjall. 12.30 Pallborð og spurningar úr sal. Vigdís Hauksdóttir, alþingismaður, stjórnar pallborði og tekur saman niðurstöðu ráðstefnunnar. 13.30 Ráðstefnulok. Ráðstefnustjóri er Dr. Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Júpíters rekstrarfélags. Stjórn peningamála og gjaldmiðlamál eru stærstu mál samtímans og snerta alla þætti daglegs lífs Íslendinga. Aðgangur ókeypis. Grand Hótel selur súpu eða hádegisverð á sanngjörnu verði. Allir hjartanlega velkomnir! Framsóknarfélag Reykjavíkur Er annar gjaldmiðill lausnin? DAGSKRÁ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.