Morgunblaðið - 02.03.2012, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 02.03.2012, Blaðsíða 27
einhverjum hætti. Gera svo eitthvað í málinu og finna þannig hugsjónum okkar gefandi farveg og lífi okkar til- gang. Stöndum saman vörð gegn ofbeldi, kúgun og hvers konar misrétti. Styðj- um þau með öllum tiltækum ráðum sem hallar á sökum fötlunar, fátækt- ar, félagslegrar einangrunar eða ann- ars misréttis. Tvær gerðir af fólki Það eru nefnilega til tvær gerðir af vel meinandi fólki. Þau sem tala um kærleikann og mannréttindi, fátæka og sjúka, öryrkja og aldraða. Og svo hinir sem gefa sér tíma til þess að sinna þeim og tala við þá. Væri ekki allt miklu þægilegra og betra ef við bara stöðugt ræktuðum með okkur listina að elska og þá vandasömu en gefandi iðju að vera vinir. Klappa hvert öðru á bakið og leitast við að vera vinir? Boðberar kærleikans Því að boðberar kærleikans eru jarðneskir englar sem leiddir eru í veg fyrir fólk til að veita umhyggju, miðla ást, fylla nútíðina innihaldi og tilgangi og veita þannig framtíðarsýn vegna tilveru sinnar og kærleiks- ríkrar nærveru. Þeir eru jákvæðir, styðja, uppörva og hvetja. Þeir sýna hluttekningu og faðma, sýna nær- gætni og raunverulega umhyggju, í hvaða kringumstæðum sem er, án þess að spyrja um endurgjald. » Til eru tvær gerðir af vel meinandi fólki. Þau sem tala um kær- leikann, mannréttindi, fátæka og sjúka, ör- yrkja og aldraða og svo hin sem tala við þau. Höfundur er rithöfundur. UMRÆÐAN 27Bréf til blaðsins MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. MARS 2012 Húsnæðislaus maður sem hefur þurft að gista í gistiskýli var fyrir helgi sviptur því eina sem gaf honum gleði í lífinu. Hann á hund, en vegna reglna getur hann ekki haft hundinn hjá sér á næturnar. Hundurinn er vel hirtur af eig- anda sínum sem greip til þess ör- þrifaráðs að láta hundinn sofa í búri, í bíl sínum. Eigandinn sér um að hundurinn fái næga hreyfingu og hann er geymdur í þurru og hlýju búri með nægan mat og nægt vatn. Lögreglan hafði tal af manninum sem útskýrði stöðu sína og að hann væri búinn að fá pláss fyrir hundinn í sveit innan 1-2 daga. Og þetta virtist ekki vera neitt vandamál hjá lögregl- unni. Í síðustu viku þegar eigandinn, sem er örorkulífeyrisþegi, kom úr gistiskýlinu var hundurinn horfinn. Hann var í lokuðu búri í læstum bíl og hefur ekki komist út að sjálfs- dáðum. Ekki sást að átt hefði verið við bílinn. Eigandinn hafði samband við lög- reglu vegna þessa atviks. Þar fékk hann þau svör að þetta væri ekki lögreglumál. Innbrot í bíla væri ekki lögbrot. Það sem eftir stendur er að eigandinn er sviptur hundinum án nokkurs fyrirvara. Eigandanum tókst eftir mikla leit að finna hundinn sem hundaeftirlits- maður hafði komið með að Leirum. Þar er honum sagt að hundurinn hafi verið laus úti. En það fer tveim sög- um af því hvar hundurinn hafi verið. Nú er eigandanum gert að greiða rúmlega 80.000 kr fyrir hundinn og reikningurinn hækkar með hverjum deginum. Á örorkubótum á þessi maður ekki mikla möguleika á því að greiða þetta gjald. Alls staðar sem hann hefur leitað hefur hann komið að lok- uðum dyrum. Hvers á hann að gjalda að fá þessa meðferð frá yfir- völdum? Og síðan hvenær varð lög- legt að brjótast inn í bíla og fjar- lægja eigur annarra. Hvernig lögreglan hefur brugðist við í þessu máli er mikil hneisa. Ég hélt að sömu lög gengju yfir alla borgara þessa lands. En eftir þessu er það ekki svo. Ég hvet lögregluna og hundaeftir- litið til að koma hreint til dyranna í þessu máli og veita þessum manni þá hjálp sem hann þarf á að halda. Hundurinn er jú einn af bestu og tryggustu vinum mannsins og þegar maður stendur einn uppi er mikils virði að eiga slíkan vin. ÁRDÍS JÓNMUNDSDÓTTIR OG ERLA GUÐMUNDSDÓTTIR, Hlutverkasetri, Borgartúni 1, Reykjavík. Einelti vegna þjóðfélagsstöðu Frá Árdísi Jónmundsdóttur og Erlu Guðmundsdóttur Hún lætur ekki mikið yfir sér sam- þykkt borgarráðs frá 9. febrúar síð- astliðnum en á þeim fundi undir dagskrárlið númer 24 var eftirfar- andi bókað: „Lagt fram bréf sviðsstjóra framkvæmda- og eignasviðs frá 2. þ.m. þar sem óskað er heimildar til að hefja vinnu við verkhönnun vegna viðbyggingar við Klettaskóla ásamt breytingum á eldra húsnæði. Jafnframt lagt fram bréf sviðs- stjóra skóla- og frístundasviðs frá 3. s.m. varðandi málið. Samþykkt.“ Fyrir meginþorra borgarbúa skiptir þessi samþykkt sennilega litlu máli en fyrir nemendur, kenn- ara og annað starfsfólk Klettaskóla þýðir þessi samþykkt að áratuga barátta sé loks að skila árangri. Klettaskóli er nýr sérskóli sem starfræktur er í Reykjavík. Hann tók til starfa haustið 2011 þegar forverar hans, Safamýrar- og Öskjuhlíðarskóli, voru sameinaðir. Ákveðið var að þessi nýi sérskóli, sem hlaut nafnið Klettaskóli, yrði starfræktur í húsnæði Öskjuhlíð- arskóla en sá skóli var starfræktur frá árinu 1975, fyrst á vegum rík- isins en við flutning alls reksturs grunnskóla til sveitarfélaga tók Reykjavíkurborg yfir reksturinn á árunum 1996-1997 og núna er Klettaskóli því einn af grunn- skólum Reykjavíkur en hann er sérskóli fyrir nemendur með það sem nefnt er miðlungs, alvarlega og djúpa þroskahömlun með eða án viðbótarfatlana eða væga þroska- hömlun og alvarlegar viðbótarfatl- anir s.s. einhverfu, daufblindu og fjölfötlun. Þrátt fyrir að Öskjuhlíðarskóli hafi starfað í full 35 ár þá tókst aldrei að ljúka við byggingu skól- ans og öll árin sem skólinn starfaði þurftu nemendur m.a. að sækja sund og aðrar íþróttir eitthvað ann- að þar sem sú aðstaða var fyr- irhuguð í þeim áfanga sem aldrei var byggður við skólann auk þess sem ýmislegt annað vantaði til þess að skólinn gæti talist fullbyggður og sambærilegur við aðra grunn- skóla hvað aðbúnað snertir. Þess vegna er það mikið gleðiefni að á fyrsta starfsári nýs sérskóla sameinast borgarstjórn í að veita 180 milljónum króna í fjárhags- áætlun borgarinnar til fram- kvæmda við skólann og fylgir því síðan eftir með samþykkt sinni frá 9. febrúar þar sem tekin er ákvörð- un um að heimila að hafinn verði undirbúningur að 3.400 m² nýbygg- ingu við skólann, sem byggð verði á árunum 2012- 2015 og síðan í kjöl- farið ráðist í endurbætur á eldra húsnæði skólans. Ef þessar áætl- anir ganga eftir og nægilegt fé verður veitt á næstu árum til fram- kvæmda við skólann verður lokið við bygginguna á árinu 2016, rúm- lega 40 árum eftir að fyrstu nem- endurnir hófu þar nám. Það má því segja að þessi ein- falda bókun borgarráðs veki vænt- ingar um stórkostlegar breytingar í Klettaskóla og er það von allra sem hlut eiga að þessu máli að sú sam- staða sem tekist hefur um þetta mál innan borgarstjórnar haldist og nú verði lokið við byggingu þessa mikilvæga sérskóla borgarinnar. ÓLAFUR HILMAR SVERRISSON, faðir nemanda í 9. bekk í Klettaskóla. Nýbygging Klettaskóla rís Frá Ólafi Hilmari Sverrissyni Þrotabú Skjaldar ehf auglýsir neðangreindar fasteignir til sölu Hafnarstræti 19 (Rammagerðarhúsið) Skrifstofu- og verslunarhúsnæði á 3 hæðum, auk kjallara samtals 1.110 m2 Hafnarstræti 18 Skrifstofu- og verslunarhúsnæði á 2 hæðum auk kjallara, samtals ca. 680 m2. Hafnarstæti 17 Skrifstofu- og verslunarhúsnæði á 2 hæðum auk kjallara, samtals ca. 700 m2. Fasteignirnar eru staðsettar við Hafnarstræti 17, 18 og 19 í miðbæ Reykjavíkur. Eignirnar seljast í því ástandi sem þær eru nú. Áskilinn er réttur til að taka eða hafna hvaða tilboði sem er. Tilboð sendist til skrifstofu skiptastjóra, Jóhanns Baldurssonar hdl, Ásvallagötu 28, 101 Reykjavík, merkt þb. Skjaldar ehf, kt. 590269-7009. Nánari upplýsingar veitir skiptastjóri í síma 896-5020.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.