Morgunblaðið - 02.03.2012, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 02.03.2012, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. MARS 2012 Sigmundur Ernir Rúnarsson,þingmaður Samfylking- arinnar, sagði frá því á sínum tíma að hann væri stoltur yfir þeirri ákvörðun sinni að greiða atkvæði gegn því að fjórir fyrrverandi ráð- herrar yrðu dregnir fyrir landsdóm.    Um mitt ár ífyrra sagði hann einnig á bloggi sínu: „Geir Hilmari Haarde mælist rétt. Lands- dómsmálið er póli- tísk aðför að honum. Og hreinsun, finnst mér; kattahreins- un.“    Þar sagði hann jafnframt að súákvörðun Alþingis að stefna einum manni fyrir dóm fyrir ábyrgðina á óförum landsins væri vægast sagt billeg og seint eða aldr- ei teldist hún stórmannleg. Hún væri röng og lítilmannleg.    Í janúar sl., þegar greidd voru at-kvæði um frávísun á tillögu Bjarna Benediktssonar um nið- urfellingu ákærunnar á hendur Geir H. Haarde, var Sigmundur Ernir erlendis en sagðist ella hefðu greitt atkvæði gegn frávísun og að hann mundi styðja tillögu Bjarna.    Í gær fékk hann tækifæri til aðsnúa við ákvörðuninni sem hann telur að sé „pólitísk aðför“ og „lít- ilmannleg“.    Þess í stað notaði hann atkvæðisitt til að ákærunni yrði haldið áfram.    Hvaða orð ætli Sigmundur ErnirRúnarsson leggi til að verði notuð um þessa framgöngu hans? Sigmundur Ernir Rúnarsson „Lítilmannleg“ og „pólitísk aðför“ STAKSTEINAR Geir H. Haarde Veður víða um heim 1.3., kl. 18.00 Reykjavík 1 snjókoma Bolungarvík -2 alskýjað Akureyri 0 skýjað Kirkjubæjarkl. 0 skýjað Vestmannaeyjar 3 alskýjað Nuuk -17 léttskýjað Þórshöfn 6 skýjað Ósló 8 heiðskírt Kaupmannahöfn 10 léttskýjað Stokkhólmur 6 heiðskírt Helsinki 1 skýjað Lúxemborg 15 heiðskírt Brussel 7 þoka Dublin 11 léttskýjað Glasgow 11 skýjað London 15 heiðskírt París 11 skýjað Amsterdam 10 þoka Hamborg 8 skýjað Berlín 8 skýjað Vín 14 skýjað Moskva -2 alskýjað Algarve 12 skúrir Madríd 20 léttskýjað Barcelona 15 heiðskírt Mallorca 15 léttskýjað Róm 18 heiðskírt Aþena 6 léttskýjað Winnipeg -2 alskýjað Montreal -5 snjókoma New York 4 skúrir Chicago 2 alskýjað Orlando 25 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 2. mars Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 8:30 18:50 ÍSAFJÖRÐUR 8:40 18:51 SIGLUFJÖRÐUR 8:23 18:33 DJÚPIVOGUR 8:01 18:19 Þráðormur greindist í þremur hund- um á höfuðborgarsvæðinu í síðustu viku. Fram kemur á vef Matvælastofn- unar, að tveir hundanna komu ný- lega frá hundabúinu á Dalsmynni á Kjalarnesi. Við frekari rannsókn kom í ljós að ormasmit er að finna í nær 50% þeirra sýna sem voru tekin að Dalsmynni. Eigendum hundabúsins hefur ver- ið bannað að afhenda hunda frá búinu þar til staðfest hafi verið að smit sé ekki lengur til staðar. Tekið er fram á vef stofnunar- innar, að ekki beri á sýnilegum veik- indum hjá hundunum á Dalsmynni og hundar búsins hafi verið orma- hreinsaðir reglulega af dýralækni búsins. Þráðormurinn er af tegundinni strongyloides stercoralis. Er þetta í fyrsta sinn sem þessi ormategund finnst í hundum hér á landi utan ein- angrunarstöðvar. Ekki er vitað hvernig þeir hundar sem hér um ræðir hafa sýkst af orm- inum. Lirfur ormsins lifa í jarðvegi og geta smitað fólk og dýr um húð og meltingarveg. Oft veldur sýkingin engum einkennum en fram geta komið væg lungnaeinkenni, kvið- verkir, ógleði og niðurgangur. Sýk- ingin er ekki talin hættuleg fólki nema fyrir einstaklinga með ónæm- isbælingu vegna sjúkdóma eða lyfja,“ segir á vef Matvælastofnunar. Þráðorm- ur greinist í hundum  Ekki útilokað að ormurinn berist í fólk KORTIÐ GILDIR TIL 31. maí 2012 MOGGAKLÚBBURINN – MEIRA FYRIR ÁSKRIFENDUR 2 FYRIR 1 Á TAPAS BARNUM AF FRÁBÆRU TAPAS AÐ HÆTTI HÚSSINS MOGGAKLÚBBUR Framvísið Moggaklúbbs- kortinu áður en pantað er. Tilboðið er í boði frá sunnudegi til miðvikudags og gildir frá 8. janúar til 28. mars 2012. ATH! Gildir ekki 14. febrúar 2012 eða með öðrum tilboðum. RESTAURANT- BAR Vesturgötu 3B | 101 Reykjavík | Sími 551 2344 | www.tapas.is FÁÐU ÞÉR ÁSKRIFT Á MBL.IS/ASKRIFT EÐA Í SÍMA 569 1122 Allir fastir áskrifendur Morgunblaðsins eru sjálfkrafa félagar í Moggaklúbbnum og njóta ýmissa fríðinda og tilboða. Hægt er að fylgjast með hvað er í boði hverju sinni á mbl.is/moggaklubburinn. Glatist kortið sendu þá póst á askrift@mbl.is.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.