Morgunblaðið - 02.03.2012, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 02.03.2012, Blaðsíða 19
þessara fyrirtækja er forsenda þró- unar vinnslulínunnar, að sögn Ing- ólfs. Sparar orku og umbúðir Frystiaðferð Skagans sparar 50% orku við frystinguna samanborið við blástursfrystingu. Ingólfur sagði orkusparnaðinn mjög mikilvægan. Hann nefndi að 3,5 MW þurfi til að keyra færeysku verksmiðjuna á fullum afköstum. Það er meiri orka en öll almenn raforkunotkun á Suð- urey í Færeyjum. Með blást- ursfrystum hefði þurft 4,5-5 MW til að keyra verksmiðjuna, að sögn Ingólfs. Annar kostur vinnslulínu Skag- ans er umbúðasparnaður. Verk- smiðjan getur notað mun ódýrari umbúðir en ef beitt væri blást- ursfrystingu. Nota þarf sterkari kassa í blástursfrystinguna. Sterku kassarnir einangra meira og því er lengur verið að frysta í þeim. Þá sparar vinnslulínan vinnuafl. Vinnslurás sem afkastar 400-500 tonnum á sólarhring krefst 20-25 starfsmanna sem vinna á tvískiptum vöktum. Sannkallað klasaverkefni Stærsti hluti vinnslulínunnar er smíðaður hjá systurfyrirtækjunum Skaganum og Þorgeiri og Ellert á Akranesi þar sem vinna um 100 manns. Þeirra hlutur í verkefninu er að verðmæti samtals um tveir milljarðar. Skaginn smíðar pökk- unarlínur og vinnslukerfin. Þorgeir og Ellert framleiða frystana. Þá smíða þrjár vélsmiðjur á Akranesi hluta af tækjabúnaðinum og raf- verktakinn Straumnes þar í bæ sér um rafbúnað. Kælismiðjan Frost á Akureyri er með verksamning vegna frystivéla. Einnig koma SR vélsmiðjan á Siglufirði og 3X á Ísa- firði að smíðinni. Vigtarbúnaðurinn er keyptur af Marel. Flokkararnir eru íslensk hönnun og smíði frá Style International í Garðabæ. Þar til viðbótar eru um 20-30 efn- isbirgjar. Umbúðafyrirtækið Sam- hentir útvegar kassavélar og mun sjá um alla umbúðaþróun. Þá mun íslenskt fyrirtæki taka að sér að selja afurðirnar. „Þetta er íslenskt verkefni alla leið. Ef menn eru að tala um klasa- verkefni þá er þetta klasi í sinni skýrustu mynd,“ sagði Ingólfur. „Við leggjum áherslu á að þetta er séríslensk lausn, það eru ekki neinir aðrir með neitt sambærilegt.“ Einkaleyfi eru á ákveðnum þátt- um í kerfinu. Uppsjávarkerfi Skag- ans hefur verið í stöðugri þróun í 15 ár í samvinnu við fyrirtæki í vinnslu uppsjávarfisks. Ingólfur sagði að í fyrstu hefði þótt „yfirnáttúrulegt“ að vera með 50-70 tonna afköst á sólarhring. Nú afkastar ein vinnslu- lína allt að 500 tonnum. Í verksmiðj- unni í Færeyjum verður sett upp tvöföld vinnslulína eða tvær vinnslu- rásir og þannig nást 1.000 tonna af- köst á sólarhring. 19 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. MARS 2012 Færeyjar Thorshavn Tvøroyri Suðuroy Sandoy Vágar Streymoy Eysturoy Norðoyar Morgunblaðið/Golli Samningur Gunnar Larsen, framkvæmdastjóri Kælismiðjunnar Frosts, og Bogi Jacobsen, framkvæmdastjóri Varðin Pelagic, skrifuðu undir í gær. Guðmundur Hannesson, sölu- og markaðsstjóri KF, fylgdist með. Morgunblaðið/RAX Hátíð Fánar Færeyja og Íslands skreyttu smiðju Skagans í gær. Örlygur Sveinsson, starfsmaður Skagans, var þar við störf. Íslensk tækni » Skaginn hf. á Akranesi var stofnaður 1998 við sameiningu stáldeildar Þorgeirs og Ellerts hf. og IÁ. » Skaginn fæst einkum við smíði vélbúnaðar fyrir fisk- iðnað, jafnt heilar vinnslulínur og einstaka hluta þeirra til notkunar á landi eða í skipum. » Kælismiðjan Frost ehf. á Ak- ureyri hefur verið í fararbroddi við uppbyggingu og þjónustu við kæli- og frystikerfi allt frá 1993. Fyrirtækið hefur sinnt verkefnum víða um heim. nýrrar verksmiðju fyrir uppsjávarfisk sem seld hefur verið til Færeyja Frystikerfið sem Kælismiðjan Frost ehf. (KF) á Akureyri hannar og setur upp fyrir nýju verksmiðj- una í Færeyjum er stærsta og af- kastamesta kerfi Frosts til þessa. Guðmundur Hannesson, sölu- og markaðsstjóri Kælismiðjunnar Frosts, sagði að þeir hefðu þróað og aðlagað frystikerfið sérstaklega fyrir frysta og vinnslulínu Skag- ans. „Þessa þróun hefur KF unnið í samstarfi við íslensk sjáv- arútvegsfyrirtæki og Skagann undanfarin 20 ár, enda hefur Frost afhent frystikerfi í allar stærstu uppsjávarvinnslur á Íslandi,“ sagði Guðmundur. Raforkuverð er afar hátt í Fær- eyjum og þess vegna verður frysti- kerfið, sem er tveggja þrepa dælu- kerfi, hannað sérstaklega með rekstrarhagkvæmni í huga. Guðmundur sagði að erlend verkefni hefðu verið vaxandi þátt- ur í starfsemi Kælismiðjunnar Frosts á undanförnum árum og hafa verkefni fyrir erlenda aðila skilað um helmingi af veltu fyr- irtækisins. „Með verkefninu í Fær- eyjum og öðrum verkefnum sem unnin hafa verið á undanförnum árum skipar KF sér í flokk fremstu kæliverktaka í Evrópu,“ sagði Guðmundur. Frost mun þurfa að auka við sig mannskap vegna aukinna verkefna og er gert ráð fyrir að ráða tíma- bundið á þessu ári 25-30 starfs- menn. Rafverktakafyrirtækið Raf- eyri á Akureyri verður undirverktaki Frosts með stýri- búnað fyrir frystikerfin. Einnig mun Frost sjá um uppsetningu á frystikerfi í nýja 20.000 m3 frysti- geymslu samhliða uppsjáv- arvinnslunni. „Það er sérstaklega ánægjulegt að fyrirtæki frá Íslandi standist samkeppni við öll helstu kælif- yrirtæki í Evrópu,“ sagði Guð- mundur. „Það á jafnt við í þessu verkefni sem og skipaverkefnum sem Frost hefur tekið að sér und- anfarin ár bæði erlendis og hér heima í samstarfi við Slippinn og Rafeyri á Akureyri.“ Stærsta frystikerfi Frosts til þessa Morgunblaðið/Skapti Kælismiðjan Frost F.v.: Guðmundur Hannesson, sölu- og markaðsstjóri, og Gunnar Larsen framkvæmdastjóri standa við hólka sem eru hluti af frystikerfinu sem notað verður í verksmiðjunni í Færeyjum. „Þessa þróun hef- ur KF unnið í samstarfi við ís- lensk sjáv- arútvegsfyrirtæki og Skagann.“ Guðmundur Hannesson Frystur fiskur sem unninn er í vinnslukerfi Skagans rýrnar minna þegar hann er þíddur en fiskur sem frystur er með blást- ursfrystingu. Plötufrysting Skag- ans er sannkölluð hraðfrysting og allt að þrefalt hraðvirkari en blást- ursfrysting. Þetta kom m.a. í ljós í rannsókn sem Matís gerði síðast- liðið sumar á þeirri tækni sem Skaginn beitir í vinnslulínu sinni. Prófunin beindist aðallega að frystingu á makríl og síld. Rann- sóknin var styrkt af AVS rann- sóknasjóði í sjávarútvegi og At- vinnusköpun í sjávarbyggðum. „Við sáum að það var minni rýrnun í plötufrystingunni en blástursfrystingu,“ sagði Sigurjón Arason, yfirverkfræðingur hjá Matís. Samkvæmt upplýsingum Skagans var rýrnunin 0,5% minni í vörum úr kerfi Skagans en úr blástursfrystingu. Þetta getur t.d. skilað verksmiðju P/f Varðin Pela- gic 3-5 tonna betri nýtingu á sólar- hring. Frystitíminn var mikið skoðaður í rannsókninni. Sigurjón sagði að 115 millimetra þykk blokk t.d. af makríl sé um 6-7 tíma að frjósa í plötufrysti en 16-20 tíma í blást- ursfrysti. Frystitíminn er mun styttri á venjulegri 65 eða 75 milli- metra þykkri blokk. Sigurjón sagði ljóst að hraðfrysting hefði betri áhrif á vöruna en hægfryst- ing. Snertingin við blokkina í plötufrystinum veldur mun jafnari og hraðari frystingu en verður í blástursfrystum og eykur það á gæði vörunnar. Sigurjón sagði einnig að minni einangrun umbúða sem notaðar eru í plötufrystum flýti fyrir frystingunni. „Þú nærð meiri vinnuhagræð- ingu með því að nota plötufrysta í vinnslulínu því þeir eru hraðvirk- ari en blástursfrystar. Auk þess taka þeir minna pláss,“ sagði Sig- urjón. Hann sagði stærð hráefn- isins ekki skipta meginmáli heldur þykkt blokkanna. Þá skiptir máli hvort fiskurinn er mjög feitur eða ekki, því fitan virkar sem ein- angrun og dregur úr varmaleiðni. „Aðferð Skagans er bæði hag- kvæm og árangursrík. Þetta skilar sér vel,“ sagði Sigurjón. Veldur minni rýrnun  Vinnslulína Skagans frystir hráefnið hraðar en aðrar vinnslulínur  Fiskurinn rýrnar minna við uppþíðingu Ljósmynd/Skaginn Sjálfvirkt Vinnslulína Skagans er sjálfvirk að mestu. Mannshöndin kemur hvergi nærri hráefninu og það fer sjálfkrafa í frystitæki eins og hér sjást. „Aðferð Skagans er bæði hagkvæm og árangursrík. Þetta skilar sér vel,“ Sigurjón Arason. .

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.