Morgunblaðið - 02.03.2012, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 02.03.2012, Blaðsíða 32
32 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. MARS 2012 ✝ Þórður Ólafs-son fæddist á Núpi í Dýrafirði 26. júlí 1948. Hann lést á líknardeild Land- spítalans í Kópa- vogi að kvöldi þriðjudagsins 21. febrúar. Foreldrar Þórð- ar voru hjónin Ólafur Helgi Krist- jánsson, f. 11. des- ember 1913, d. 5. apríl 2009, frá Þambárvöllum í Bitrufirði, kennari á Núpi í Dýrafirði og síðar skólastjóri á Reykjum í Hrútafirði og Sólveig Kristjáns- dóttir, f. 27. mars 1918, d. 11. ágúst 2001, frá Tröð í Önund- arfirði, handavinnukennari á Núpi og síðar á Reykjum. Bræð- ur Þórðar eru Kristján, f. 1943, Sigurður Páll, f. 1945 og Ást- mar Einar f. 1956. Uppeld- issystir er Hulda Friðþjófsdóttir f. 1943. Þórður kvæntist 6. september 1969 Láru Alexandersdóttur kerfisfræðingi, f. 4. maí 1948, frá Ólafsvík. Foreldrar hennar eru Björg Hólmfríður Finn- bogadóttir húsfreyja og org- anisti, f. 1921 á Búðum í Stað- arsveit, og Alexander Stefánsson sveitarstjóri, alþing- ismaður og félagsmálaráðherra, AGS til þess að veita Eystra- saltsríkjunum aðstoð við að byggja upp seðlabanka og fjár- málaeftirlit í samvinnu við seðlabanka Norðurlanda. Árið 1998 hóf Þórður störf sem sér- fræðingur hjá AGS í Wash- ington DC og starfaði þar til dánardags. Árin 2005-2007 starfaði Þórður fyrir CARTAC sem er stofnun á vegum ríkja í Karíbahafinu í samvinnu við AGS sem veitir ráðgjöf í efna- hagsmálum og við uppbyggingu fjármálakerfis á svæðinu. Þórð- ur tók þátt í ýmsum fé- lagsstörfum, sat m.a. í stjórn NEMA, Nemendafélags Mennta- skólans á Akureyri, um tíma og var endurskoðandi þess um ára- bil. Varaformaður handknatt- leiksdeildar FH, 1986-88. Í dóm- stóli KSÍ frá 1986-1998. Í yfirkjörstjórn Reykjanes- kjördæmis frá 1987-98, formað- ur frá 1991. Þórður var íþróttamaður og æfði margar greinar. Hann fylgdi einnig börnum sínum og barnabörnum þétt eftir á keppnisvellinum og var mikill stuðningsmaður FH. Þórður hafði yndi af tónlist og söng með Fóstbræðrum um hríð. Þórður og Lára áttu heima í Hafn- arfirði en bjuggu í nágrenni Washington D.C. frá árinu 1998. Útför Þórðar fer fram frá Víðistaðakirkju í Hafnarfirði í dag, 2. mars 2012, og hefst at- höfnin kl. 13. f. 1922 í Ólafsvík, d. 2008. Þórður og Lára eignuðust þrjú börn en þau eru: 1) Gígja sjúkraþjálfari, f. 1973, býr í Kópa- vogi og gift Páli Liljari Guðmunds- syni. Börn þeirra eru Sölvi, f. 1996, Lára, f. 2002 og Laufey, f. 2004. 2) Orri kennari og knatt- spyrnuþjálfari, f. 1975, býr í Hafnarfirði. 3) Silja lyfjafræð- ingur, f. 1982, býr í Hafnarfirði, sambýlismaður hennar er Jó- hann Gunnar Jónsson. Þórður ólst upp á Núpi í Dýrafirði og Reykjum í Hrúta- firði. Stúdent frá MA 1968. Lög- fræðingur frá HÍ 1975. Fram- haldsnám í banka- og fjármála- rétti við Oslóarháskóla 1980-81. Þórður hóf störf í bankaeftirliti Seðlabanka Íslands árið 1975, forstöðumaður frá 1978. Þórður sat í ýmsum nefndum og ráðum tengdum hans starfi, m.a. í sér- fræðingahópi EFTA-ríkjanna um fjármagnsviðskipti 1988-92 og var formaður vinnuhóps til að aðlaga íslenska löggjöf og reglur á sviði fjármálastarfsemi að lögum ESB vegna EES 1991- 92. Árið 1992 var hann ráðinn af Elsku hjartans pabbi minn. Ljónshjartað stóra. Það er ólýsanleg sorg í mínu hjarta að þurfa að kveðja þig svona snemma en á einhvern undraverðan hátt hefur gleðin yf- ir að hafa átt þig að og að hafa fengið að vera hjá þér þegar yfir lauk verið öllu öðru sterkari síð- ustu daga. Ég hef alltaf verið mikil pabba- stelpa, dýrkaði þig og dáði sem barn og finn það og sé nú að sú að- dáun minnkaði ekki með árunum. Í byrjun fannst mér þú sætasti, skemmtilegasti og besti pabbinn í heiminum en með árunum bættist við aðdáunina mikil virðing fyrir þér sem persónu og stolt yfir öllu því skemmtilega sem þú tókst þér fyrir hendur í leik og starfi. Þú varst fyrst og fremst fjölskyldu- maður, trúr sjálfum þér, rétt- sýnn, framtakssamur og sýndir öðrum einlægan áhuga. Betri og heilsteyptari fyrirmynd hefði ég ekki getað óskað mér. Þú varst afar natinn við okkur systkinin og æskan einkenndist af gleði, hlýju og metnaði. Þú leið- beindir og hvattir okkur áfram í öllu því sem við tókum okkur fyrir hendur og þú og mamma hafið verið okkar allra bestu stuðnings- menn. Þú söngst mikið fyrir okk- ur sem börn, last ævintýri og sagðir ótal sögur frá æskuárun- um. Alltaf fórstu með bænirnar fyrir okkur á kvöldin, tefldir og spilaðir, bæði spil og á hljóðfæri. Þú hafðir áhuga á mjög mörgu, vissir svo ótal margt, varst glað- lyndur, hlýr, eldklár og einstak- lega skemmtilegur enda ófá hlát- ursköstin þar sem við tvö náðum vart andanum yfir eigin fyndni. Íþróttir skipuðu stóran sess á heimilinu enda varstu íþrótta- og keppnismaður en sá eiginleiki lif- ir áfram í öllum afkomendum þín- um. Mikil ferðalög tengdust vinnunni og þú upplifðir margt sem aðra dreymir um og ófáar stundir sátum við með athygli að hlusta á ferðasögur frá framandi ríkjum og öðrum menningar- heimum. Þú stóðst örfáum metr- um frá górillum á landamærum Rúanda og Kongó, varst eltur af fíl og klóraður af ljónsunga í Suð- ur-Afríku, syntir með skjaldbök- um í Karíbahafinu, sigldir á skútu um Miðjarðarhafið og ferðaðist til óteljandi landa í öllum heimsálf- um nema Eyjaálfu. Þótt þú hafir búið í annarri heimsálfu síðustu 14 ár þá áttirðu fallegt og einlægt samband við afabörnin þín sem þú varst svo þakklátur fyrir og stoltur af og nýttir til hins ýtrasta þær stundir sem þú áttir með þeim. Þeirra missir er mikill enda hænd að afa sínum og ömmu. Flest af því skemmtilegasta sem ég hef gert með minni fjölskyldu síðustu ára- tugina hefur tengst ferðalögum út til ykkar mömmu, jólunum sem við eyddum alltaf saman, spila- kvöldum, matarboðum og ferða- lögum innanlands með ykkur. Við vorum eins og ítölsk fjölskylda, ætíð glatt á hjalla, mikið hlegið og rætt um lífið og tilveruna. Gest- risni og tilhlökkun ykkar mömmu var alltaf mikil og ég er óendan- lega þakklát fyrir ykkur bæði. Elsku pabbi minn. Við systk- inin munum umvefja mömmu ást og hlýju og passa hana vel. Ég veit að þú munt vaka yfir okkur öllum og minningin mun lifa áfram í hjarta mínu að eilífu. Gígja. Elsku pabbi labbi. Hvað þú varst orkumikill, kát- ur, duglegur og hlýr. Ég á svo óteljandi minningar um frábæran pabba sem var svo áhugasamur um lífið og fólkið í kringum sig. Morgunhress með eindæmum tókstu á móti manni í eldhúsinu nýstrokinn og fínn með bros á vör, búinn að setja morg- unmat á borðið og á leiðinni með kaffi í rúmið til mömmu. Fórst brosandi í vinnu að morgni og komst alltaf brosandi heim. Ég dáðist að því hvað þú varst víð- sýnn og fróður og sagðir svo skemmtilega frá upplifun þinni af ferðalögum, stöðum og fólki. Þið mamma fylgdust alltaf svo vel með öllu sem við krakkarnir vorum að gera, hvort sem það tengdist íþróttum, skóla, vinnu eða félagslífi og áttuð svo auðvelt með að sýna hvað þið voruð stolt af okkur. Við deildum nánast vandræðalegum áhuga á jólalög- um og vorum dugleg að senda tóndæmi á milli í tölvupósti löngu fyrir jól til að koma hvort öðru í rétta gírinn. Jólin voru alltaf svo mikið tilhlökkunarefni hjá okkur fjölskyldunni því þá vorum við öll saman eins og klessur upp á hvern einasta dag og söfnuðum minningum hvort sem var hér á Íslandi, í Bandaríkjunum eða Barbados – því eins og þú hefðir sagt með tilheyrandi hlátrasköll- um „this is the season to be merry". Elsku pabbi, manstu hvað Gína mamma var sorgmædd þegar Píla pína hvarf? Þá notaði hún alla ástina sem hún bar til Pílu pínu í að sýna nýfæddu börnun- um sínum umhyggju. Depill litli fær alla þá hlýju sem sorgbitið hjarta mitt hefur að gefa. Ég ætla að kenna honum bænirnar eins og þú kenndir mér og kyssa á augn- lokin fyrir háttinn eins og ég lof- aði þér. Ég heyri röddina þína hljóma í höfði mér, þú segir hvetjandi „keep it up Molly!“ Þín Silja. Kæri tengdapabbi. Ég kynnist Gígju minni haust- ið 1994 og stuttu síðar ykkur Láru, Orra og Silju. Mér var afar vel tekið í fjölskyldunni ykkar og við Gígja héldum mikið til á Sæv- angi þar til Sölvi okkar kom í heiminn og við fórum að búa. Það var líf og fjör á Sævangi og mér þótti nóg um á stundum – útvarp- ið og sjónvarpið í gangi og rök- ræður við matarborðið – allt í einu. Alla tíð síðan hjálpuðumst við oft tveir að við að ganga frá og spjalla og það eru margar minn- ingar sem tengjast þessum stund- um – merkilegt hvað litlir og hversdagslegir hlutir verða manni mikilvægir. Þegar börnin okkar komu í heiminn fór ekkert á milli mála hvað afi var glaður, og þar sem pabbi minn lést 1998 fékkstu enn stærra hlutverk í þeirra lífi. Þau munu búa að því að hafa fengið að kynnast þér, sögunum þínum, söngnum og vináttu. Ferðirnar þeirra hvers fyrir sig til ykkar til Washington eru hápunktar þeirra ævi hingað til og munu lík- lega verða meðal þeirra um ókomna tíð. Áður en ég bað Gígju að giftast mér kom ég við á Sævangi og bað um hönd hennar, þú varst að mála herbergið hennar Silju og sam- þykktir fyrir þitt leyti – ég held að við höfum bara báðir verið nokk- uð ánægðir með það, það fékk ég að minnsta kosti á tilfinninguna. Brúðkaupsundirbúningurinn var líka mjög skemmtilegur tími og ég veit að foreldrum mínum þótti gaman að standa í honum með ykkur og okkur, og svo var auð- vitað brúðkaupsdagurinn sjálfur mikill gleðidagur. Þegar þið Lára svo flytjið út verða samskiptin jafnvel enn betri, þannig að í sumarfríum og jólafríum varð mikil samvera og í raun ótrúlega margt sem fjöl- skyldan hefur gert saman hér heima, í Washington, Delaware og Barbados. Góðar og gleðilegar stundir, sem þið Lára höfðuð lagt töluvert á ykkur til að gera sem allra bestar. Þá hefur jólaundirbúningurinn skipað sérstakan sess hjá mér undanfarin ár, „Ó helga nótt“ með Jussi Björling mun minna okkur á þig um ókomna tíð og ég mun búa að því að þú hafir kennt mér handtökin við að gera að rjúp- unni, sem þarf að sjálfsögðu að gera með púrtvínsbragð í munni. Ég minnist þín þannig að þú hafir verið síkátur, hrifinn af góð- um mat, góðu víni, góðum sam- ræðum, söng og gleði og varst góður félagsskapur og það er sárt að fá ekki að fara með þér á rjúpu, gæs og svartfugl eins og við höfð- um verið að stefna að. En þó ekki heyrist lengur hrotur öðru hverju úr sófanum eftir góðan mat, drykk og tiltekt veit ég að það verður margt annað til að minna okkur á þig. Það er með þakklæti og hlýhug sem ég kveð þig í dag. Takk fyrir allt og allt, minn kæri. Páll Liljar. Þrátt fyrir að Tóti hafi búið í útlöndum alla tíð frá því við Silja kynntumst fyrir þrettán árum, þá hélt hann góðum tengslum við börnin sín og barnabörn á Íslandi. Öllum fríum var eytt í faðmi fjöl- skyldunnar, ýmist á Íslandi, Washington eða á Barbados. Hvort sem það var jólakalkúnn í DC eða afslöppun á Barbados þá voru hjónin sérstaklega gestrisin og allt eins og á fimm stjörnu hót- eli. Eftirminnilegasti tíminn með Tóta var líklega þegar við Silja bjuggum hjá þeim í Washington í um hálft ár og unnum að loka- verkefnum okkar. Tóti var alltaf eldhress á morgnana og lagaði kaffi og undirbjó morgunmat, svo á kvöldin gekk hann frá öllu þann- ig að fljótlegt væri að taka til morgunmat daginn eftir. Hann var sannkallaður snyrtipinni og gekk frá og gerði fínt með bros á vör. Alltaf var létt yfir Tóta og hann var duglegur og drífandi. Hann var sérstaklega áhugasamur þeg- ar hann spurði fólkið sitt um dag- inn og veginn og var ekkert smá- vegis stoltur af börnunum sínum og barnabörnum. Þau hafa ef- laust erft eitthvað af keppnis- skapinu sem einkenndi Tóta. Hann hafði mikinn áhuga á íþróttum og stundaði golf, skvass og körfu eins og hann best gat síð- ustu árin. Þótt hann hafi verið kominn af sínu léttasta skeiði þá hafði keppnisskapið líklega ekk- ert minnkað. Síðasta sumar vann hann mig í körfu og í desember hafði hann mig í skák þótt hann hafi verið orðinn ansi þróttlítill. Það er mikil eftirsjá að Tóta því hann hafði marga góða eig- inleika og var einn af þeim sem var alltaf gott að vera nálægt. Jóhann Gunnar Jónsson. Elsku besti, yndislegi afi minn. Ég vildi að þú gætir komið til okkar aftur og við gætum farið í körfubolta, teflt eða gert eitthvað sniðugt saman. Við höfum brallað margt í þessi 15 ár sem ég hef fengið að njóta samveru þinnar. Þú varst ekki bara besti afi í öllum heiminum heldur varstu jafnframt frábær vinur og kennd- ir mér svo ótal margt. Þú hafðir alltaf ótrúlega skemmtilegar sög- ur að segja og hafðir farið út um allan heim. Þar lentirðu í ótal æv- intýrum og komst heim reynsl- unni ríkari og sagðir okkur frá þeim. Þú hugsaðir til allra og hlust- aðir á allt sem allir gerðu með miklum áhuga og tókst virkan þátt í því sem ég gerði, það skipti ekki máli hvað það var, allt fannst þér áhugavert. Það gerði það að verkum að um leið og maður afrekaði eitthvað þá varst þú fyrsta manneskjan til að hringja í til að segja þér frá. Kannski er það tilviljun en kannski ekki að nánast allir komu til ykkar í haust. Ég verð ykkur ömmu ævinlega þakklátur fyrir að hafa boðið mér til ykkar. Við fórum til New York og áttum góð- ar stundir saman. Við tveir upp í Empire State að kvöldi til var ótrúlega spennandi og Ground Zero líka. Þegar við komum aftur til DC þá fórum við í Alþjóða- gjaldeyrissjóðinn þar sem við skoðuðum alla króka og kima og þú montaðir þig af afastráknum þínum við alla sem á vegi okkar urðu. Þú sagðir að ég myndi ekki ná að vinna þig í asna fyrr en þú yrð- ir 70 ára og svei mér þá ef þú stóðst ekki við það eins og allt annað, en ég vann þig samt nokkrum sinnum í skákinni. Ég man enn þegar þú lofaðir mér ferð á United-leik í ferming- argjöf. Enda rukkaði ég þig um það þegar þar að kom. Þegar um þetta var samið var ég enn „Unit- ed-fan“ en síðar sá ég ljósið og byrjaði að halda með Chelsea. Þá kom ekkert annað til greina en að fara á leik milli þessara stórliða. Við leyfðum United-stuðnings- manni númer 1 að koma með og sjá tap sinna manna, Orra. Við fórum oft að veiða en kom- um oftar en ekki heim með öng- ulinn í rassinum. Ein ferðin upp í Silungatjörn er mér sérstaklega minnisstæð en þá fékk ég að sjá Tóta mink í öllu sínu veldi. Gróa amma var að kvarta undan mink sem gæti hugsanlega drepið fugla í nágrenninu. Þegar þú komst svo auga á minkinn stökkstu til, tókst risastóran lurk og þaust á eftir honum á milli allra þúfnanna og komst með minkinn steindauðan til baka. Við klipptum af honum skottið á Sunnuveginum og þú ætlaðir að fá fyrir það pening ein- hvers staðar til að gefa afastrákn- um þínum. Eitthvað fannst körlunum þar þú hafa farið vitlaust að og að þú hefðir drepið minkinn með of villi- mannslegum hætti til að þeir gætu tekið við skottinu. Þú gafst mér skottið og ein- hvern eyri með. Amma geymir ennþá lurkinn uppi í bústað ef þig skyldi bera að garði. Nú horfi ég á eftir einni af mín- um mestu fyrirmyndum, ef ekki þeirri mestu, með sorg í hjarta. Þú þurftir að leika tvöfalt afahlut- verk og fyrir það gef ég þér full- komna 10. Nú kveð ég þig að sinni, elsku afi minn. Þú verður alltaf í mínu minni, hjartans vinurinn. Sölvi afastrákur. Elsku afi minn. Takk fyrir að vera svona góður afi. Ég sakna þín alveg rosalega mikið. Takk fyrir að leyfa mér að koma til Ameríku og Barbados. Manstu þegar við fórum til Ak- ureyrar að veiða og ég veiddi makríl? Og manstu þegar ég kom til Washington og við fórum í Kings Dominion-skemmtigarðinn og svo til New York í Empire State og sáum Lion King á Broadway? Mér fannst gaman að telja alla gulu leigubílana í gegn- um gluggann á hótelherberginu. Manstu þegar við vorum á Barba- dos og syntum í sjónum með stóru skjaldbökunum? Það var sko gaman. Mér fannst alltaf svo gaman þegar við vorum öll saman á jólunum með Orra, Silju og Jóa og borðuðum góðan mat og spil- uðum. Þú kenndir mér að tefla, sagðir mér margar sögur frá Þambárvöllum um kettlingana og lambið sem var sett í ofninn til að hlýja því og varst líka góður við vinkonur mínar. Ég gleymi þér aldrei, afi minn. Þín afastelpa, Lára. Elsku besti afi. Ég sakna þín alveg óendanlega mikið. Ég veit samt að þú ert fyrir ofan mig. Manstu þegar við vor- um á Barbados, syntum með skjaldbökunum og fórum oft og mörgum sinnum niður á strönd? Þú vannst líka oft í keilu. Þú varst líka alltaf svo fyndinn og það var gaman að hlæja með þér. Ég vildi að ég hefði getað tekið krabba- meinið úr þér með því að fara inn í þig og blása það burt. Viltu gera það fyrir mig að muna það að ég gleymi þér aldrei, aldrei, aldrei og ég ætla að muna eftir að fara með bænirnar og senda þér ljós á hverju kvöldi. Takk fyrir allt, afi minn. Knús og kossar, þín afastelpa Laufey. Mér þótti ákaflega leitt að eiga þess ekki kost að kveðja Þórð bróður minn áður en hann lést. Því langar mig til að rifja upp ým- islegt minnisvert úr okkar upp- vexti og fullorðinsárum sem við áttum saman og ég minnist með hlýju og þökk. Á okkur Þórði var fimm ára aldursmunur. Við vorum því ekki eiginlegir leikbræður árin sem við ólumst upp á þeim fagra stað, Núpi við Dýrafjörð, þar sem for- eldrar okkar voru kennarar. Þeg- ar Þórður var átta ára gamall og ég þrettán ára fluttum við með foreldrum okkar, bræðrum tveimur og uppeldissystur að Reykjum við Hrútafjörð, þar sem faðir okkar gerðist skólastjóri. Á báðum þessum stöðum nutum við öll góðs atlætis, frelsis en þó aga. Agi var sjálfsagður hlutur í okkar uppvexti enda „heimilið“ jafnan stórt á vetrum þar sem saman komu um og yfir eitthundrað nemendur og þurftum við að sjálfsögðu að lúta sömu reglum og nemendurnir enda bjuggum við í skólahúsinu þar sem nem- endur bjuggu einnig. Um og eftir fermingaraldur Þórðar var komið að því að við ættum fleira sameig- inlegt en fyrr. Þar má einkum til- taka margvíslega íþróttaiðkun – knattspyrnu og frjálsar íþróttir á sumrum en körfubolta á vetrum. Frelsið sem ég nefndi fyrr var m.a. fólgið í því hversu greiðan aðgang við fengum að íþróttaað- stöðu staðarins – íþróttahúsi og sundlaug. Það gerði að verkum að við urðum liðtækir í mörgum greinum íþrótta og kepptum á þessum árum saman á mörgum mótum. Þórður hafði gríðarlegt keppn- isskap og náði góðum árangri í mörgum greinum og nefni ég frjálsar íþróttir sem dæmi. Í minningunni var þetta mjög dýr- mætur tími sem við áttum saman og nutum að ég hygg báðir og er vert að þakka bróður mínum fyrir hans þátt nú að leiðarlokum. Að námi loknu tók við brauð- stritið – vinna, barnauppeldi, kaup á húsnæði og jafnvel bygg- ingastúss. Báðir uppteknir við sitt og samfundir strjálir í fyrstu. Ef ekki hefði verið fyrir það að við settumst að í sama bæjarfélagi og bjuggum í sama hverfinu og ætt- um börn á svipuðum aldri hefði samgangur okkar á milli verið enn strjálli. Synir okkar Orri og Hrafnkell fæddust sama ár, voru bekkjarfélagar allan grunnskól- ann og iðkuðu báðir handbolta og fótbolta með FH. Í kringum þessa íþróttaiðkun sonanna kom af sjálfu sér að samfundum fjölg- aði verulega. Aftur sameinuðu íþróttirnar. Við bræður og fjöl- skyldur fórum í allmargar útileg- ur saman, m.a. í Skaftafell þaðan sem við gengum í Morsárdal og sum okkar á Kristínartinda. Þá er ógetið margra ferða í sumar- bústaði sem Þórður hafði aðgang að í gegnum starf sitt og má þar nefna Holtsdal á Síðu, Þingvelli og Varmahlíð í Skagafirði. Þessi ár voru mjög skemmtileg, lífleg og gefandi fyrir okkur öll að ég hygg. Fyrir það ber að þakka Þórði sem iðulega hafði frum- kvæðið að þessum ferðum. Ég er ekki í vafa um að vel verður tekið á móti Þórði „hinum megin“ – þar bíða foreldrar okkar og Hrafnkell minn. Bið þig Þórð- ur minn að faðma þau fyrir mig. Þórður Ólafsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.