Morgunblaðið - 02.03.2012, Síða 9

Morgunblaðið - 02.03.2012, Síða 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. MARS 2012 Guðni Einarsson gudni@mbl.is Loðnuflotinn var í gær að veiðum á Faxaflóa. Ólafur Einarsson, skip- stjóri á Álsey VE, sagði að menn hefðu farið að kasta eftir hádegið í gær þegar lygndi. Þegar leið á dag- inn fór aftur að hvessa og var spáð brælu í nótt og fram eftir degi í dag. Mikið er í húfi að veiða loðnuna nú til að ná hrognunum. „Það var ágætisveiði hér í dag þegar menn fóru að kasta,“ sagði Ólafur þegar rætt var við hann síð- degis í gær. Hann kvaðst vona að menn næðu í afla svo þeir gætu landað í brælunni. Víkingur AK var á leið á miðin í gær eftir að hafa landað fullfermi, 1.350-1.400 tonnum, á Vopnafirði. Magnús Þorvaldsson skipstjóri sagði að farmurinn hefði skilað um 180 tonnum af hrognum sem þætti gott. Hann reiknaði með að koma á miðin í kvöld. Hrognavinnsla fyrir Jap- ansmarkað byrjaði í fyrrinótt hjá Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum. Sindri Viðarsson, sviðsstjóri upp- sjávarsviðs, sagði unnið á vöktum við loðnuvinnsluna. Þrír bátar voru á leið til Eyja í gærkvöldi með afla til Vinnslustöðvarinnar, þeir Sig- hvatur Bjarnason VE, Ísleifur VE og Kap II VE. Sindri sagði veð- urspána næstu daga vera stærsta höfuðverkinn þessa dagana. „Það eru gloppur í þessu en öldu- spáin er slæm. Það verður örugg- lega talsverð kvika og það er erfitt að kasta nót í mikilli kviku,“ sagði Sindri. „Við hljótum að ná að slíta þetta upp þegar dúrar á milli.“ Sindri vonaði að 10-14 dagar gæfust til viðbótar til loðnuveiða áður en loðnan legðist á botninn. Veitt er fremst úr loðnugöngunni en þar heldur þroskaðasta loðnan sig. Vilhjálmur Vilhjálmsson, deild- arstjóri uppsjávarfisks hjá HB Granda, sagði að allt væri á fullu í loðnuvinnslum fyrirtækisins, bæði á Akranesi og Vopnafirði. Hann sagði óhætt að segja að rífandi gangur hefði verið í loðnuveiðinni. Að vísu hefði verið vont veður fram eftir degi í gær og ekki veiðiveður, en svo hefði ræst úr því og menn farið að kasta. Góð loðnuveiði en brælu spáð á miðunum í dag Ljósmynd/Börkur Kjartansson Á loðnu Aflaskipið Víkingur AK landaði fullfermi af loðnu á Vopnafirði.  Loðnuflotinn að veiðum á miðjum Faxaflóa í gær Skarphéðinn Berg Steinarsson, for- stjóri Iceland Express og Jan Cejka, forstjóri Holidays Czech Airlines, undirrituðu í gær sam- starfssamning á blaðamannafundi á flugvellinum í Prag. Samstarf þessara fyrirtækja hófst í nóvember síðastliðnum og sagðist Skarphéðinn vera ein- staklega ánægður með samstarfið. Hann lét þess getið að síðan þeir hófu samstarf við tékkneska fyr- irtækið hafi engin bilun komið upp og öll þjónusta verið lýtalaus. Að sögn Skarphéðins tryggir samning- urinn Iceland Express yngsta flug- vélaflota sem í boði er í áætl- unarflugi til og frá Íslandi. Samningurinn er gerður til eins árs. Flugvélarnar sem Iceland Ex- press mun fá frá Holidays eru Air- bus A320 til farþegaflugs. Iceland Express ætlar að hefja beint flug til Tékklands í sumar og það kom fram á blaðamannafund- inum að verið væri að skoða hvort ekki ætti að fljúga beint til Prag all- an ársins hring. Forstjóri Holidays Czech Airlines sagði að samning- urinn væri þeim mikilvægur og væri um það bil fjórðungur af allri veltu fyrirtækisins. Morgunblaðið/Börkur Undirskrift í Prag Gunnar Pedersen, fjármálastjóri Iceland Express, Skarphéðinn Berg, forstjóri Iceland Express, Jan Cejka, forstjóri Holidays Czech Airlines, og Stanislav Zeman, framkvæmdastjóri flugvallarins í Prag. Iceland Express sem- ur við Holiday Czech Heitir Rökkurrymur Í Finni á fimmtudag var viðtal við Kristínu Ólafsdóttur sem leikur í sýningu Herranætur. Þar var leik- ritið ranglega kallað Rökk- urmyrkur. Hið rétta er að spuna- verkið drungalega heitir Rökkurrymur. Er beðist velvirð- ingar á villunni. LEIÐRÉTT –– Meira fyrir lesendur PÖNTUN AUGLÝSINGA: Fyrir kl. 16, mánudaginn 5. mars. FERMINGAR Fermin g SÉRBLAÐ Föstudaginn 9. mars kemur út hið árlega Fermingarblað Morgunblaðsins. Fermingarblaðið hefur verið eitt af vin- sælustu sérblöðumMorgunblaðsins í gegnum árin og verður blaðið í ár sérstaklega glæsilegt. NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is MEÐAL EFNIS: Veitingar í veisluna. Mismunandi fermingar. Fermingartíska. Hárgreiðslan. Myndatakan. Fermingargjafir. Fermingar erlendis. Hvað þýðir fermingin? Viðtöl við fermingarbörn. Nöfn fermingarbarna. Eftirminnilegar fermingargjafir. Fermingarskeytin. Boðskort. Ásamt fullt af spennandi efni. Laugavegi 53, s. 552 3737 – Opið mán.-fös. 10-18, lau. 10-17 Litrík vor/sumar 2012 Nýjar myndir „Heilar“ peysur Munstraðar og einlitar Verð 5.900 kr. Ríta Tískuverslun Bæjarlind 6, sími 554 7030 Eddufelli 2, sími 557 1730 www.rita.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.