Morgunblaðið - 02.03.2012, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 02.03.2012, Blaðsíða 38
38 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. MARS 2012 Viðamikil yfirlitssýning á verkum Rúríar verður opnuð í Listasafni Ís- lands í kvöld klukkan 19.00. Sýningin er í öllum sölum safnsins og eru á henni um 100 verk, lítil og stór, inn- setningar, ljósmynda- og mynd- bandsverk, og skráning á gjörn- ingum, svo eitthvað sé nefnt, og veita þau góða yfirsýn yfir feril listamanns- ins. Sýningarstjóri er Christian Scho- en, listfræðingur og fyrrverandi framkvæmdastjóri Kynning- armiðstöðvar íslenskrar myndlistar. Hluti sýningarinnar verður síðan opnaður í Kubbnum í Listaháskóla Íslands, Laugarnesi, á föstudaginn kemur. Fræðsludagskrá verður í Lista- safni Íslands á næstu vikum í tengslum við sýninguna og þá hefur verið stofnað til samstarfs við nokkra norræna listamenn sem koma að dag- skránni á næstunni, undir yfirskrift- inni Listir, náttúra og stjórnmál. Nánari upplýsingar má sjá á vefnum www.panora.is. Rætt verður við Rúrí og Christian Schoen í Sunnudagsmogganum á morgun, um list hennar og feril. Ljósmynd/Kristinn Ingvarsson Litið yfir feril Verk Rúríar á sýn- ingunni spanna fjóra áratugi. Yfirlitssýn- ing Rúríar Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Þetta er verk sem spilar á allan til- finningaskalann. Það fjallar um sam- mannleg málefni á borð við fátækt, neyð og misrétti en líka vonina um betri daga og baráttuviljann,“ segir Selma Björnsdóttir, leikstjóri Vesa- linganna eftir Alain Boublil og Claude-Michel Schönberg í þýðingu Friðriks Erlingssonar, sem Þjóð- leikhúsið frumsýnir á stóra sviðinu annað kvöld kl. 19.30. Aðspurð segir Selma Vesalingana lengi hafa verið í miklu uppáhaldi hjá sér. „Sem barn sá ég Vesa- lingana sem teiknimynd og hún leið mér aldrei úr minni því hún snerti mig svo djúpt. Ég kynntist hins veg- ar ekki tónlistinni fyrr en ég var komin á unglingsár, en tók þegar í stað ástfóstri við hana enda mikil áhugamanneskja um söngleiki,“ seg- ir Selma og tekur fram að það hafi því verið mikil gleði og hátíðarstund þegar hún sá loks Vesalingana á sviði í London árið 2008. Ljúfsár tilfinning að frumsýna Óhætt er að segja að Vesaling- arnir séu umfangsmesta leiksýn- ingin sem Selma hefur leikstýrt til þessa. Aðspurð hvernig glíman við þennan fræga söngleik hafi verið segir Selma ferlið í reynd hafa geng- ið eins og í sögu allt frá því hún fékk verkefnið upp í hendurnar fyrir tæpu ári. „Í raun hefur ekki veitt af þessum langa undirbúningstíma, enda er þetta margþætt sviðsverk og flókin uppsetning sem spannar 17 ár og kallar á 27 sviðsskiptingar auk þess sem margar senur eru mjög fjölmennar. Margar persónur verks- ins taka líka út heilmikinn þroska sem koma þarf til skila. Ég flýtti mér því að lesa bók Victors Hugo og fór strax að kafa ofan í verkið með mínu listræna teymi. Eins gaf ég mér góðan tíma til að velja leikhóp- inn í framhaldi af prufum og er ótrú- lega ánægð með það hversu góður leikhópurinn er. Við erum alltaf að eignast fleira hæfileikafólk sem er jafnvígt í leik, söng og dansi, sem er mjög ánægjulegt,“ segir Selma, en þess má geta að á þriðja tug leikara tekur þátt í uppsetningunni. Spurð hvort ekki verði skrýtið að sleppa tökunum af sýningunni eftir þennan langa undirbúningstíma svarar Selma því játandi. „Það er alltaf ljúf- sár tilfinning að frumsýna.“ Meðal þeirra sem unnu að sýning- unni er Kate Flatt sem hannaði sviðshreyfingar verksins, en hún samdi einnig sviðshreyfingarnar fyr- ir frumuppfærslu verksins á sínum tíma. „Hún hefur starfað við þessa sýningu í 26 ár og því eru fáir sem þekkja þetta verk eins vel og hún. Kate reyndist okkur óþjótandi upp- lýsingabrunnur sem gott var að leita í, auk þess sem hún hefur ósvikna ástríðu fyrir þessu verki enn þann dag í dag, sem segir mikið um söng- leikinn,“ segir Selma. Aðrir listrænir stjórnendur sýn- ingarinnar eru Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson, sem er tónlistarstjóri, Finnur Arnar Arnarson sem hannar leikmyndina. Búninga hannar María Th. Ólafsdóttir, lýsingu þeir Lárus Björnsson og Ólafur Ágúst Stef- ánsson, hljóðmynd Sigurvald Ívar Helgason og myndvinnslu annast Henrik Linnet. Vesalingarnir spila á allan tilfinningaskalann  Fjallar um mis- rétti en líka von- ina um betri daga Hæfileikar „Við erum alltaf að eignast fleira hæfileikafólk sem er jafnvígt í leik, söng og dansi,“ segir Selma. Ívestursal Kjarvalsstaða getur að lítatvær sýningar sem kunna að virðastóskyldar en eiga þó sitthvað sameig-inlegt. Þegar inn er komið sjást líkön, myndir og textar frá norsku arkitektastof- unni Snøhetta en á vinstri hönd glittir í rauð- málaðan vegg með málverkum eftir danska listmálarann Karen Agnete Þórarinsdóttur (1903-1992) er ólst upp á borgaralegu heimili í Kaupmannahöfn þar sem hún hlaut list- menntun sína skömmu áður en hún settist að hér á landi. Málverkasýningin ber heitið „Draumlandið mitt í norðri“ sem vísar til hrifningar listakonunnar á bændasamfélaginu sem hér var við lýði og sem varð henni að innblæstri í listsköpun. Starf norsku arki- tektanna snýst að miklu leyti um túlkun, ímyndunarafl og að skapa eins konar æv- intýrahallir, eða a.m.k. stórhýsi þar sem draumar geta ræst. Af verkum Snøhettu má nefna norska þjóðaróperu- og ballethúsið í Osló, hús klætt hvítum marmara með hallandi þaki er geng- ur eins og jökultunga fram í sjóinn þar sem húsið stendur við höfnina. Norskar „snæhett- ur“ svífa þarna yfir vötnum og móta ásýnd borgarinnar á tilkomumikinn en jafnframt hógværan hátt. Söguhetjur Jules Verne ganga inn í Snæfellsjökul, í átt að miðju jarðar en í Osló er gestum boðið að stíga inn í „snævi þakið“ mannvirkið á vit listrænna ævintýra á miðlægum menningarvettvangi. Meðal ann- arra verkefna arkitektastofunnar má nefna ævintýralegar byggingar sem rísa úr eyði- mörkum í suðri og minna einna helst á geim- skip. Svipmót bókasafnsins í Alexandríu er hógværara en það er, líkt og önnur hús Snø- hettu, hlaðið táknrænni merkingu sem tengist náttúru – jörð/hafi, sjónbaugi, himni – jafnt sem menningarheimum í sögu og samtíð. Kynningin á hönnun Snøhettu hefur tekist vel. Uppsetning er fagmannleg, skýr og skipulögð í salnum en það var Eva Madshus, yfirsýningarstjóri Byggingar- og hönn- unardeildar Norska lista-, arkitekta- og hönnunarsafnsins í Osló sem hafði umsjón með henni. Starfsemi Listasafns Reykjavíkur beinist aðallega að myndlist en á und- anförnum misserum hefur þar verið efnt til fjölda vandaðra sýninga á arkitektúr og hönnun. Með því móti skapar safnið samræðu milli listar og hönnunar. Verk Karenar Agnete prýða mörg íslensk heimili og hún var virtur málari á sinni tíð. Hún hefur þó ekki verið áberandi í umræðu eða á sýningum hérlendis og hefur nafn eig- inmanns hennar, Sveins Þórarinssonar, borið oftar á góma. Það var í foreldrahúsum hans í Kílakoti í Kelduhverfi, N-Þingeyjarsýslu, sem Karen Agnete komst í kynni við íslenskt sveitalíf. Þau hjónin sýndu saman víðs vegar um landið en fyrstu einkasýninguna hér hélt Karen í Reykjavík 1984, þá komin á níræð- isaldur. Hrafnhildur Schram listfræðingur og sýningarstjóri sýningarinnar hefur stuðlað ötullega að auknum sýnileika myndlist- arkvenna og leitast við að rétta hlut þeirra í íslenskri listasögu. Náttúra og menning tvinnast saman í hversdagslegum ævintýrum Karenar Agnete sem eiga sér stað í lágreistum torfbæjum þar sem skáldaðar og raunverulegar persónur sjást við ýmsa iðju, kaffidrykkju og spila- mennsku. Sérstæður stíll hennar á rætur í dimmleitum norrænum symbólisma en í verkunum gætir einnig áhrifa frá módern- ískum hræringum. Fólkið er líflegt, athafna- samt og fremur stórskorið, málað með til- tölulega grófum pensilstrokum. Frásögn Karenar einkennist af kímni og vænt- umþykju sem undirstrikuð er með hlýlegum gul-, rauð- og blámáluðum veggjum sem mynda líflega umgjörð um verkin, auk þess að draga fram litauðgi þeirra, ekki síst kyrralífsmyndanna. Í öðrum verkum, sem bera svipmót altaristaflna (og meðal þeirra er reyndar ein altaristafla), eru viðfangsefnin tengd kristinni trú og sagnaheimi, gjarnan heimfærð á íslenskar aðstæður, þar sem við sögu koma heilagur andi og peysufataklædd- ar konur, álfaborgir og miðaldaskemmtun. Þarna má líka sjá portrettverk, myndir af húsdýrum í haga og húsamyndir frá sjáv- arsíðunni en það eru fyrst og fremst óvenju- leg sjónarhorn og viðfangsefni mannlífs- mynda hennar sem veita henni sérstöðu í íslenskri listasögu. Í heild er hér um að ræða prýðilega unna sýningu sem gefur gott yfirlit yfir ævi og störf Karenar Agnete Þórarins- dóttur. Draumalönd Morgunblaðið/Sigurgeir S. Yfirlit „ ... en á vinstri hönd glittir í rauðmálaðan vegg með málverkum eftir danska listmál- arann Karen Agnete Þórarinsdóttur.“ Frá sýningunni „Draumlandið mitt í norðri“. Listasafn Reykjavíkur – Kjarvalsstaðir Karen Agnete Þórarinsson – Draumlandið mitt í norðri / Snøhetta – Arkitektúr, landslags- hönnun, innanhússhönnun bbbbn Til 4. mars 2012. Opið alla daga kl. 10-17. Aðgangur kr. 1000. Hópar 10+ kr. 600. Frítt fyrir börn yngri en 18 ára, eldri borgara og öryrkja. Árskort kr. 3000 kr. Sýningarstjórar: Hrafnhildur Schram (Draumlandið mitt í norðri) og Eva Madhus (Snø- hetta). ANNA JÓA MYNDLIST

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.