Morgunblaðið - 02.03.2012, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 02.03.2012, Blaðsíða 24
24 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. MARS 2012 Hún fer nú að verða þreytandi umræðan um „olíumálin á Dreka- svæðinu“ sem birtist okkur með reglulegu millibili, einkum fyrir tilstilli Stöðvar 2, sem hefur verið ötull frétta- miðill varðandi pólitíska umræðu um olíuleit á „íslenska land- grunninu“ eins og það er orðað, en ekki á því svæði íslenska landgrunnsins þar sem setlög hafa þó sannanlega fundist, og sem ætla má að olíu sé að finna. Það var á Skjálfandaflóa sem olíu- félagið SHELL Intl. uppgötvaði 5 km þykk setlög, sótti um leyfi til að taka sýni á svæðinu en fékk neitun íslenskra stjórnvalda. – Um það svæði ríkir þögnin ein og spekingar í embættismannakerfinu sem Stöð 2 dregur fram til að vekja hinn sofandi Dreka verða kindarlegir þegar þeir greina frá útboðum og sérleyfum til olíuleitar til 12 ára og vinnsluleyfi til 30 ára! Drekasvæðið fyrir hverja? Það er ástæða til að spyrja til hverra verið er að höfða þegar Drekasvæðið er dregið fram í dags- ljósið í hverjum fréttatímanum eftir öðrum, og hinir íslensku embætt- ismenn leiða líkur að því að nú hafi „niðurstöður nýrra rannsókna á Drekasvæðinu staðfest ummerki um olíu frá júratímabilinu“. Þessar nið- urstöður segja þeir að hafi þýðingu fyrir yfirstandandi útboð sérleyfa. Aðeins sé rúmur mánuður til stefnu. – Hafa menn heyrt þetta áður? Það skyldi þó ekki vera staðreynd, að íslenskir ráðamenn séu, allir sem einn, þeirrar skoðunar, að best sé að halda umræðunni um olíuleit og hugsanlega vinnslu á olíu eða gasi sem lengst frá Íslandi – helst utan ís- lenskrar lögsögu. Af tvennu illu, Skjálfandaflóa og Drekasvæði, sé það síðara ólíklegra til að valda mis- klíð í umræðunni hér á landi, og sé þó á mörkunum að umhverfisvernd- arsinnar hefji heykvíslar sínar á loft gegn hverjum þeim sem vogar sér að minn- ast á olíuleit í íslenskri lögsögu yfirleitt. Þjónustumann- virkin gleymd Hér í eina tíð, og ekki fyrir svo löngu, boðuðu ráðherrar iðn- aðar og utanríkisráðu- neytis – ásamt þing- mönnum Norðaustur-kjör- dæmis mikil tíðindi fyrir íbúa þessa svæðis. Þar áttu að hefjast framkvæmdir í beinu fram- haldi af olíuleit á Drekasvæðinu; vega- og hafnarframkvæmdir, jafn- vel þyrlupallar á svæðinu. Allt til að auðvelda þjónustu við framkvæmdir sem tengdust olíuleitinni miklu við Jan-Mayen – á Drekasvæðinu. Þetta hefur nú ekki gengið eftir. Ekki frekar en framkvæmdir við Húsavík og á Bakka þar sem miklar framkvæmdir bíða síns tíma, og þingmenn kjördæmisins fara huldu höfði og veðja nú einkum á „Nupo- létt“ láns- og leigukjörin kínversku. Það verður því líklega ekkert af neins konar framkvæmdum á Norð- austurlandi í bráð í tengslum við olíu- leit eða vinnslu langt norður í hafi, á Drekasvæðinu. Ekki fyrr en frekari fréttir af sýnum úr hinu þúsund metra háa fjalli. Sigurði (Fáfnisbana, samkv. fréttaskýringu í Mbl. sl. laug- ardag) eru komin í „hús“. Langhlaup eða spretthlaup Í umræðunni um hið sagnavæna Drekasvæði segir í upplýsingum frá Orkustofnun, að þrátt fyrir yf- irstandandi útboð sérleyfa til rann- sókna og vinnslu kolvetna á svæðinu sé erfitt að fullyrða hvort hinar ný- birtu upplýsingar hafi áhrif á þátt- töku í útboðinu. Eftir fyrstu útboð á sérleyfum á svæðinu hefðu tvö tilboð borist, en bæði dregin til baka. – Annað félagið sem gerði tilboð hefði ekki einu sinni haft samband við Orkustofnun. Sérleyfi til olíuleitar á Drekasvæð- inu eru bundin við tólf ár. Þá er hægt að fá framlengingu í fjögur. Taki fé- lag svo ákvörðun um olíuvinnslu er vinnsluleyfi veitt til 30 ára, segir í umsögn Orkustofnunar. Jafnvel er erfitt að segja til um hvort og þá hve- nær mögulega geti hafist olíuvinnsla á Drekasvæðinu. – „Þetta er lang- hlaup og það tekur tíma,“ segir yf- irverkefnastjóri auðlindastefnu Orkustofnunar í fréttaskýringu Mbl. Vafalítið er hagkvæmara fyrir Ís- lendinga að hætta langhlaupinu að Drekasvæðinu og hefja spretthlaup að setlögunum á Skjálfandaflóa og því mikla og víðfeðma Tjörnes- brotabelti, þar sem gasið streymir upp svo til sjálfkrafa þegar borað er á svæðinu. Heykjast stjórnmálamenn? Þar sem staðfest er að Dreka- svæðið er lítið annað en „langhlaup“ og hugsanlega einungis „blórabögg- ull“ kjarklítilla stjórnmálamanna í samstarfi við leiðitama fréttamiðla til að forðast árásir einkavina sinna úr kjósendahópi er líklega fátt til ráða í þjóðfélagi sem þjáist af fjárþröng. Baráttan við hugleysið er löngum or- sök en ekki afleiðing þeirrar stöðu. Frá 7. apríl 2011 hefur nefndarálit frá meirihluta iðnaðarnefndar um ol- íu- og gasrannsóknir á landgrunni Íslands undan Norðausturlandi legið fyrir Alþingi og verið vísað til rík- isstjórnarinnar. Hvort samstaða verður um felu- leikinn eina umferðina enn hlýtur að koma í ljós fyrr en síðar. Það kann þó að snúast enn og aftur um það hvern- ig haldið verður á því við skákborðið hjá ESB og notað sem tromp skuld- ugrar þjóðar og aðgöngumiði að fjöl- þjóðasamsteypunni. – Umræðan um orkunýtingu á Íslandi undir rós er niðurlægjandi til lengdar. Umræða um olíumál undir rós Eftir Geir R. Andersen » Vafalítið er hag- kvæmara fyrir Ís- lendinga að hætta lang- hlaupinu að Drekasvæðinu og hefja spretthlaup að setlög- unum á Skjálfandaflóa. Geir R. Andersen Höfundur er blaðamaður. Nokkur umræða hefur verið um launa- kjör stundakennara við Háskóla Íslands (HÍ) sem dokt- orsnemar hafa sinnt í auknum mæli á síð- ustu árum. Lítið hefur miðað í baráttu fyrir bættum kjörum og réttindum þessa hóps – svo umræðan er þörf. Um 2000 manns eru stundakennarar við HÍ og sinna um 30% af kennslunni. Það er mikil aukning frá 2008, en í Árbók Há- skólans kemur fram að stundakenn- arar voru 1097 það ár (KHÍ/ menntavísindasvið ekki með). Mikil fjölgun stundakennara virðist tengj- ast beint fjölgun doktorsnema við skólann. Varaformaður BHM benti nýlega á það í fjölmiðlum að Háskólinn ákvarðar sjálfur einhliða launin og að kennsla stundakennara spari Há- skólanum 400 milljónir á ári. Margbreytileg staða Laun stundakennara eru mismun- andi eftir því hvaða stöðu þeir gegna. Undirrituð hefur sinnt stundakennslu við HÍ í hartnær ára- tug og kynnst stöðu og réttindum þessa hóps ágætlega, bæði sem starfsmaður og nemandi. Sem starfsmaður á rann- sóknarstofnun HÍ um árabil var greidd yf- irvinna fyrir stunda- kennslu og félagsgjöld til Félags háskólakenn- ara. Allt önnur kjör blöstu við mér sem nemanda. Undirrituð hóf dokt- orsnám við fé- lagsvísindadeild HÍ haustið 2005, nám sem nánast var á byrj- unarreit. Um miðja önn kynnti umsjónarmaður dokt- orsnáms réttindi og skyldur nem- enda. Þar var m.a. tilgreint að dokt- orsnemar við félagsvísindadeild HÍ ættu að ganga fyrir um stunda- kennslu við deildina. Á deildarfundi það haust hafði forseti deildar tekið til umræðu og mælst til að svo yrði. Þetta var túlkað og ætlað sem hlunnindi til tekjuöflunar enda slæm staða margra doktorsnema þekkt. Síðan kom í ljós að Háskólinn ætlaði doktorsnemum ósæmandi laun fyrir stundakennslu og réttindaleysi. Eru stundakennarar beittir mismunun? Sem nemandi sinnti undirrituð stundakennslu við HÍ frá 2006 og nánast í fullu starfi á vorönn 2008- 2010. Leitað var til deildar 2008 og óskað eftir því að HÍ skilaði fé- lagsgjaldi og launatengdum gjöldum til stéttarfélags. Það gekk ekki og sú ástæða tilgreind, að stundakennarar væru ekki í neinu stéttarfélagi. Undirrituð leitaði til f.v. stétt- arfélags, Félags háskólakennara, en kom að lokuðum dyrum. Marg- þættir hagsmunir launþega eru í húfi ef HÍ borgar ekki stéttarfélags- gjöld né launatengd gjöld í almenna sjóði; stundakennarar eiga ekki veikindarétt og enga möguleika á að nýta þjónustu stéttarfélags eins og styrktarsjóði, starfsmenntunarsjóði eða sjúkrasjóði, svo eitthvað sé nefnt. Það er jafnframt afar sérkennileg staða að standa frammi fyrir nem- endum HÍ og fjalla um „mismunun“ (e. discrimination) gagnvart ein- stökum hópum, m.a. dæmi tekið af vinnumarkaði – verandi sjálf í stöðu innan slíks hóps sem stundakennari – og allt eins mætti nefna Háskóla Íslands sem dæmi. Að sækja rétt sinn – eins og færa Esjuna úr stað? Þegar það lá fyrir að undirrituð kenndi fulla kennslu á vormisseri 2009 ákvað ég að snúa mér til deild- arstjóra launadeildar HÍ og óska eftir því að greitt yrði af launum í stéttarfélag innan BHM sem ég til- heyrði. Deildarstjóri tók erindinu vel og tjáði að kerfið byði ekki upp á slíkt, og breyting þar á yrði að koma frá fjársýslu ríkisins, fjármálaráðu- neytinu og yfirmönnum innan Há- skólans. Það skal tekið fram að deildarstjóri sýndi mikinn skilning og vilja í verki til að aðstoða und- irritaða í þessu máli. Deildarstjóri launadeildar sendi strax fyrirspurn til fjársýslu ríkisins og fjár- málaráðuneytis og ennfremur erindi til lögfræðings starfsmannasviðs HÍ. Þrátt fyrri ítrekanir fékk deild- arstjóri ekki svar frá viðkomandi að- ilum. Þessi vinnubrögð vöktu furðu. Hvað nafn hæfir slíkum vinnubrögðum? Undirrituð ákvað að leita til stétt- arfélagsins og óska eftir aðstoð. Lögfræðingur BHM kom til liðs og átti síðan fund með lögfræðingi starfsmannasviðs og starfs- mannastjóra HÍ. Eftir fundinn tjáði lögfræðingur BHM að áðurnefndir starfsmenn hefðu sagt að ekkert væri því til fyrirstöðu að Háskóli Ís- lands borgaði í stéttarfélag af laun- um mínum. Þegar eftir þessu var gengið við deildarstjóra launadeild- ar, hafði ekkert heyrst frá áð- urnefndum aðilum. Ítrekað var að þetta væri ekki hægt nema gerðar væru ákveðnar breytingar í kerfinu sem þeir yrðu að sjá um. Deild- arstjóri launadeildar sendi aftur er- indi til lögfræðings launadeildar HÍ og starfsmannastjóra. Ennfremur hafði BHM samband við starfs- mannastjóra HÍ, sem sagði að hann mundi ganga í málið. Niðurstaðan var sú að hvorki starfsmannastjóri né lögfræðingur HÍ svöruðu erindi frá deildarstjóra launadeildar HÍ, þeir hunsuðu málið algjörlega sem og fjársýsla ríkisins og fjár- málaráðuneytið. Eru slík vinnu- brögð sæmandi einni æðstu mennta- stofnun landsins? Lokaorð Þegar þarna var komið hafði félag doktorsnema verið stofnað við HÍ og mikil þörf á því. Þrátt fyrir bar- áttu þess félags síðan virðist ekkert hafa þokast í málefnum dokt- orsnema um kjör og réttindi stunda- kennara. Framkoma Háskóla Ís- lands er fáheyrð og samræmist illa háskóla sem ætlar sér að komast í tölu hinna bestu í heiminum. Eftir Hörpu Njáls Harpa Njáls »Hvorki starfsmanna- stjóri né lögfræð- ingur HÍ svöruðu erindi frá deildarstjóra launa- deildar, þeir hunsuðu málið algjörlega sem og fjársýsla ríkisins. Höfundur er félagsfræðingur. Eru kjör og réttindi stundakennara sæmandi? Aftur eru komar fram hugmyndir um að skattleggja lífeyr- issparnað fyrirfram. Í þetta skipti á að nota skattinn til að leiðrétta verðtryggð lán. Áður var lagt til að skatt- urinn yrði notaður til að styrkja fjárhags- stöðu ríkissjóðs eftir efnahagshrunið. Flutn- ingsmenn tillögu virðast í báðum til- vikum við fyrstu sýn hafa fundið fé til að leysa erfið viðfangsefni. Svo er þó ekki. Lífeyrissparnaður er lagður til hliðar til að fjármagna framfærslu einstaklinga þegar þeir fara á eft- irlaun. Einstaklingar þurfa eftirlaun þegar þeir hætta að vinna til að greiða fyrir eigin neyslu og fyrir sameiginlega neyslu í formi skatta. Þess vegna er lífeyrissparnaður lagð- ur fyrir af launum fyrir skatta. Sá sem sparar frestar neyslu og skatt- greiðslu í nútíð til að nota í framtíð. Ef stjórnvöld ákveða að taka skatt af lífeyrissparnaði fyrirfram eru þau í raun að eyða tekjum fyrirfram. Með slíkri aðgerð er vegið að grunn- hugsun lífeyriskerfisins sem er að hver kynslóð sparar og byggir upp eftirlaunasjóð til að greiða fyrir neyslu og skatta. Eftir stendur að þegar núverandi kynslóð fer á eft- irlaun vantar tekjur til að fjármagna samneyslu. Einnig er líklegt að trú- verðugleiki séreignarsparnaðar bíði varanlega hnekki. Hvernig eigum við að treysta því að stjónmálamenn framtíðarinnar skattleggi ekki aftur þann sparnað sem eftir verður? Þessi áhrif verður að taka með í reikning- inn. Það er líka kostn- aðarsöm aðgerð að breyta lífeyriskerfinu og búa til tvöfalt lífeyr- iskerfi, skattlagt og óskattlagt. Þá peninga getum við nýtt í annað. Enginn deilir um að verðtryggð lán hafa hækkað umfram laun og fasteignaverð á síðustu árum og margir búa við skuldavanda. Sá vandi verður ekki leystur nema með því að einhver greiði fyrir. Ef stjórnvöld ákveða að taka skatt af séreignarsparnaði fyrirfram er það ákvörðun um að skattgreiðendur greiði fyrir lækkun verðtryggðra skulda. Vilji stjórnvöld að kostnaður- inn lendi á skattgreiðendum mæli ég með að það verði gert með öðrum hætti en að taka áhættu með lífeyr- issparnaðinn. Það hefur aldrei verið jafnmikilvægt og núna að leggja fyrir aukalega til eftirlaunaáranna vegna fyrirsjáanlegra breytinga á aldurs- samsetningu þjóðarinnar (sjá mynd) og lengri lífaldurs. Við höfum ekki efni á að velta vandanum yfir á næstu kynslóð. Gömul og vond hugmynd Eftir Gunnar Baldvinsson Gunnar Baldvinsson »Ef skattur af sér- eignarsparnaði verður notaður til að greiða fyrir lækkun verðtryggðra skulda lendir kostnaðurinn á endanum á skattgreið- endum Höfundur er framkvæmdastjóri Almenna lífeyrissjóðsins. Fjöldi 65 ára og eldri sem hlutfall af fjölda íbúa 15-64 ára Mannfjöldaspá Hagstofunnar gerir ráð fyrir breyttri aldurssamsetningu þjóðarinnar á næstu áratugum. Samkvæmt spánni mun hlutfall eftirlaunaþega sem hlutfall af fjölda vinn- andi fólks hækka úr 18% árið 2010 í 39% árið 2050. 40% 35% 30% 25% 20% 15% 2010 2020 2030 2040 2050 18% 21% 32% 24% 28% 35% 36% 38% 39%

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.