Morgunblaðið - 02.03.2012, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 02.03.2012, Blaðsíða 20
20 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. MARS 2012 ● Eimskip hefur gengið frá kaupum á þremur frysti- og kæliskipum sem smíðuð voru í Árósum í Danmörku. Eimskip hefur verið með skipin á leigu síðan árið 2005. Skipin þrjú hafa verið mikilvægur hlekkur í frysti- og kæli- flutningum Eimskips, en þau henta mjög vel fyrir flutninga á frystum sjávarafurðum á Norður-Atlantshafi, segir í tilkynningu. Eimskip er með 18 skip í rekstri og eru nú 12 þeirra í eigu félagsins, eftir þessa fjárfestingu. Eimskip fjárfestir í þremur skipum Flutningar Skipið Ice Bird er nú í eigu Eimskips eftir að hafa verið leigt frá 2005. BAKSVIÐ Hörður Ægisson hordur@mbl.is Íslenska hagkerfið þarf ekki að tengjast öðru myntsvæði til að vera fullgildur þátttakandi á al- þjóðlegum fjármálamörkuðum og koma böndum á verðbólguna. Ekkert mælir gegn því að Íslend- ingar geti náð þeim markmiðum með íslensku krónuna sem gjaldmiðil – en þá þarf líka góða stjórn peninga- og efnahagsmála. Þetta kom fram í máli Martins Feldsteins, hagfræðiprófessors við Harvard-háskóla, á efna- hagsráðstefnu Landsbankans í gær um stöðu og þróun innlendra og erlendra markaða. Hann tel- ur margt mæla gegn því að Ísland gerist aðili að evrópska myntbandalaginu og segist ekki geta ímyndað sér hvernig Íslendingum hefði tekist að glíma við þá erfiðleika sem efnahagslífið stóð frammi fyrir í kjölfar hruns bankakerfisins ef ekki hefði verið mögulegt að fella gengi gjaldmið- ilsins. Feldstein segir að leiðtogum Evrópusam- bandsins hafi verið mislagðar hendur í björgun- araðgerðum sínum á evrusvæðinu. Hann hefur litla trú á áformum aðildarríkja ESB að innleiða stöðugleikasáttmála sem miðar að því að stemma stigu við halla á ríkisrekstri. Slíkt ríkisfjármála- bandalag sé bitlaust tól sem taki ekki á grundvall- arvanda myntbandalagsins – ójafnvægi á við- skiptajöfnuði evruríkjanna. Að sögn Feldsteins má rekja orsakir þeirra efnahagshremminga sem evruríkin glíma við um þessar mundir til upptöku evrunnar. Hann bætti því við að öllum væri ljóst að Grikkir væru í von- lausri stöðu og sú staðreynd að þeir væru með evru gerði illt verra. Hann segist vonast eftir því að grískir ráðamenn sjái að sér og Grikkland segi skilið við evrusamstarfið og taki upp drökmuna á ný. Þörf væri á snarpri gengisfellingu eigi Grikkj- um að takast að endurreisa samkeppnishæfni hagkerfisins. Fram kom í erindi Más Guðmundssonar, seðlabankastjóra, að þrátt fyrir að Ísland hafi enn sem komið er ekki orðið fyrir miklum búsifjum vegna kreppunnar á evrusvæðinu þá væri auðvit- að ljóst að slíkt ástand myndi ekki vara til lengdar ef allt færi á versta veg í heimshagkerfinu. Már sagði það vera erfiðleikum bundið fyrir lítið land eins og Ísland að reka sína eigin peningastefnu og á sama tíma sækjast eftir fjármálalegri samþætt- ingu við umheiminn. Hins vegar sé erfitt að segja á þessari stundu að hvaða marki upptaka evr- unnar væri lausnin fyrir íslenskt hagkerfi þar sem evrusvæðið glími í augnablikinu við sams- konar erfiðleika og Ísland í aðdraganda hrunsins. Eggert Guðmundsson, forstjóri HB Granda, gagnrýndi harðlega þau áform ríkisstjórnarinnar að ráðast í breytingar á fiskveiðistjórnunar- kerfinu. „Kynntar hafa verið ýmsar misheimsku- legar tillögur. En það hefur nánast ekkert verið fjallað um hvernig megi breyta kerfinu þannig að hægt sé að auka verðmæti sjávarafurða,“ segir Eggert. Hann telur ljóst að núverandi hugmynd- ir um breytingar á kerfinu séu til þess fallnar að auka á skammsýni í ákvörðunartöku sjávarút- vegsfyrirtækja og þannig draga úr verðmæta- sköpun. Ísland þarf ekki að kasta krónunni Hagfræðiprófessor Martin Feldstein segir margt mæla gegn því að Ísland taki upp evru.  Hagfræðiprófessor við Harvard segir Ísland ekki þurfa að tengjast öðru myntsvæði  Seðlabanka- stjóri telur evrusvæðið glíma við samskonar erfiðleika og Ísland fyrir hrun bankakerfisins ● Heildarviðskipti í Kauphöllinni með hlutabréf í febrúar námu 3.844 millj- ónum eða 183 milljónum á dag og juk- ust um liðlega hálfan milljarð frá því í janúar. Veltan með hlutabréf í janúar nam 3.294 milljónum eða 150 millj- ónum á dag. Mest voru viðskipti með bréf Ice- landair 1.594 milljónir, með bréf Marel 1.337 milljónir og með bréf Haga 585 milljónir. Úrvalsvísitalan (OMXI6) hækk- aði um 2,6% milli mánaða og stendur nú í 981 stigi, samkvæmt yfirliti frá NASDAQ OMX Iceland. Kauphöll Viðskiptin jukust í febrúar. Viðskipti jukust um hálfan milljarð í febrúar ● Eignabjarg, dótturfélag Arion banka, seldi í fyrradag 13,33% hlut í Högum til fjárfesta í lokuðu útboði. Heildarsöluandvirði útboðsins nam tæpum 2,8 milljörðum króna. Hæsta gengi á tilboðum fjárfesta sem samþykkt voru án skerðingar nam 17,20 kr. á hlut en lægsta gengi á tilboðum fjárfesta sem sam- þykkt voru án skerðingar nam 17,05 kr. á hlut. Eftir söluna er hlutur Eignabjargs kominn niður í 5,98%, en ákvörðun selj- anda um endanlega stærð útboðs tók mið af þeim tilboðum sem bárust. Fjár- málaeftirlitið hafði staðfest að það gerði ekki athugasemd við að Eignabjarg héldi eftir allt að 10% eignarhlut eftir söluna. 13,33% í Högum seld á 2,8 milljarða ● Í febrúar varð heildarveltuaukning á Visa kreditkortaviðskiptum um 8,6% ef miðað er við sama tímabil í fyrra. Notk- un innanlands jókst um 8,3% en er- lendis var aukningin tæp 10,6%. Tímabilið sem miðað er við er frá 22. janúar til 21. febrúar, annars vegar 2011 og hins vegar 2012. Veltan jókst um 8,6% Gengi norsku krónunnar held- ur áfram að styrkjast gagn- vart öðrum helstu gjald- miðlum og er hún nú á pari við dönsku krónuna en það hefur ekki gerst síðan árið 2003, samkvæmt samantekt á mbl.is Ástæðan fyrir styrkingu norsku krónunnar er sögð vera flótti fjár- festa úr evrunni í gjaldmiðla sem taldir eru standa styrkari fótum vegna efnahagskrísunnar á evru- svæðinu. Fram kemur í frétt norska viðskiptafréttavefsins E24 að á sama tíma og mörg evruríki glími við mik- inn skuldavanda búi Norðmenn að stækkandi olíusjóði. Haft er eftir Arne Lohmann Rasmussen hjá danska greining- arfyrirtækinu Danske Markets að fjárfestar telji fyrir vikið litla áhættu felast í því nú um stundir að fjárfesta í norsku krónunni. „Láns- hæfismatið er mjög mikið. Olíu- sjóðurinn sér til þess að norska ríkið nýtur mesta lánstrausts í heim- inum,“ segir Rasmussen. Sjá nánar á mbl.is Norska krónan styrkist Gengi Norska krónan styrkist. Atvinnuleysi á evrusvæðinu í janúar mældist vera 10,7% og hafði aukist frá því í desember. Hagstofa Evr- ópusambandsins greindi frá nýjum tölum í gær og þar kom fram að 16,9 milljónir manna eru án atvinnu í evrulöndunum 17 en 24,3 milljónir alls í Evrópusambandinu. Á Spáni er ástandið áfram lang- verst, þar sem atvinnuleysi mælist 23,3%. Á Ítalíu jókst atvinnuleysi í janúar og mælist nú 9,2% sem Hag- stofa Ítalíu segir vera það mesta frá því að mælingar hófust. Atvinnuleysi mælist á hinn bóginn aðeins 4% í Austurríki. Atvinnuleysistölurnar voru birtar í gær, aðeins degi eftir að tilkynnt var sú ákvörðun Evrópska seðla- bankans að lána 800 bönkum á evru- svæðinu 530 milljarða evra, 90 þús- und milljarða króna, til þriggja ára, á 1% vöxtum. Steen Jakobsen, aðalhagfræðing- ur Saxo bank, sagði í samtali við BBC í gær, að þótt markaðir hafi heldur tekið við sér í fyrradag og hlutabréf í bönkum hafi hækkað í verði, þegar tilkynnt var um banka- lánið, óttaðist hann að nýju atvinnu- leysistölurnar sýndu að efnahagslíf í Evrópu væri síður en svo að rétta úr kútnum. Atvinnuleysið væri fé- lagslegt böl sem kæmi í veg fyrir nauðsynlegan vöxt. Atvinnuleysi á evrusvæðinu vex  Ástandið sýnu verst á Spáni og best í Austurríki AP Spánn Atvinnuleysið mælist 23,3%. Borgun hf. hefur gert samning við kínverska kreditkortafyrirtækið Union Pay og býður nú við- skiptavinum sínum upp á færslu- hirðingu á kínverskum kortum. Union Pay eru mest notuðu kort- in í Kína en með vaxandi hagvexti og farsæld í Kína fjölgar stöðugt þeim Kínverjum sem ferðast er- lendis, samkvæmt tilkynningu frá Borgun. Samkvæmt upplýsingum frá Al- þjóðaferðamálastofnuninni (UNWTO) er gert ráð fyrir því að árið 2020 muni 100 milljónir Kín- verja ferðast erlendis. Gert er ráð fyrir að fjöldi Kín- verja sem ferðast til Evrópu fjór- faldist á milli áranna 2011 og 2020 og verði um 20 milljónir. Árið 2010 komu rúmlega 5000 kínverskir ferðamenn til Íslands. Í dag eru 2,2 milljarðar Union Pay-greiðslukorta í notkun en kort- in eru gefin út í 16 löndum víðs- vegar í Asíu. Ætla að þjónusta kínversk kreditkort Lántökukostnaður Portúgals held- ur áfram að aukast þrátt fyrir að áætlun um lækkun skulda á síðasta ári hafi gengið eftir. Fram kom í FT í gær að greiningaraðilar spái því að skuldir portúgalska ríkisins eigi eftir að hækka á árinu 2012 samhliða samdrætti í bygging- ariðnaði landsins. Stofnanir ESB gera ráð fyrir að skuldir landsins verði 118% af landsframleiðslu árið 2013. Lánin verða bara dýrari                                            !"# $% " &'( )* '$* +,-.// +//.0, +,1.-, ,,.0/2 ,,.-++ +3.340 +03.+1 +.2-++ +/0.10 +11.2, +,2.,/ +//.3 +,1.4/ ,,.-1+ ,,.-44 +3./,3 +03.22 +.2-21 +/-.,+ +11.// ,,/.5504 +,2.2/ ,55.,3 +,4.+1 ,,.2,4 ,,.2-0 +3./30 +03./- +.225+ +/-.4/ +14.-1 Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á Forstjóri Marel, Theo Hoen, sagði í erindi sínu að það væri ekkert launungarmál að gjaldeyrishöft og takmarkanir á fjárfest- ingum erlendra aðila hér á landi gerðu al- þjóðlegu fyrirtæki á borð við Marel erfitt um vik. Viðræður við mögulega erlenda fjárfesta hefðu iðulega runnið út í sandinn vegna þess að fjárfestar hefðu ekki verið reiðubúnir að taka á sig þá áhættu sem höftin og íslenska krónan fælu í sér. „Í vissum skilningi er Marel því komið að endimörkum. Við þurfum erlenda fjár- festa.“ Að endimörkum FORSTJÓRI MARELS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.