Morgunblaðið - 02.03.2012, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 02.03.2012, Qupperneq 17
FRÉTTIR 17Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. MARS 2012 Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráð- herra, sagði á Alþingi í gær, að rík- isstjórnin væri að skoða leiðir til að koma til móts við þá lántaka fast- eignalána sem verst eru staddir. Jóhanna sagði einnig mikilvægt að hraða þeim málum sem varða ágrein- ing um lögmæti lána gegnum dóms- kerfið. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, spurði Jóhönnu hvort hún ætlaði að beita sér fyrir því að hraða meðferð þeirra mála sem nú væru í dómskerfinu og vörðuðu lög- mæti lána. Jóhanna sagði sjálfsagt að skoða það og gera lagabreytingar ef þörf er á. Það væri verið að skoða í þingnefndum þær óleystu spurningar sem upp komu í kjölfar gengislána- dóms Hæstaréttar. Hún sagði að rætt hefði verið um að lögmenn kröfuhafa og lögmenn þeirra sem gæti hagsmuna lántaka kæmu saman til fundar til að ræða leiðir til að flýta þessum málum. Fram kom í gær, að efnahags- og viðskiptaráðuneytið hyggst fá tvo óháða lögfræðinga til þess að rýna í álit lögmannsstofunnar Lex um lög- fræðileg álitaefni vegna dóms Hæsta- réttar í febrúar um gengislán. Sú álitsgerð var unnin að ósk Samtaka fjármálafyrirtækja. Skoða leiðir til að koma til móts við þá verst stöddu Morgunblaðið/Árni Sæberg Á Alþingi Alvarlegir þingmenn á svip hlusta á umræður um mikilvægt mál í Alþingishúsinu í gær.  Rætt um að lögmenn hlutaðeigandi komi saman til fundar Fyrrverandi bæjarstjóri í Kópavogi, Guðrún Pálsdóttir, verður samkvæmt starfslokasamningi á bæjarstjóra- launum í eitt ár frá 1. apríl og 1. sept- ember mun hún taka við stöðu sviðs- stjóra hjá sveitarfélaginu. Gamli meirihlutinn hugðist sem kunnugt er segja Guðrúnu upp störfum. Haf- steinn Karlsson, bæjarfulltrúi Sam- fylkingarinnar í Kópavogi, álítur að kjörin séu betri en tilgreint sé í upp- haflegum ráðningarsamningi Guð- rúnar. Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri sendi í gær frá sér svohljóðandi yf- irlýsingu vegna máls Guðrúnar: „Starfslokasamningur við Guðrúnu Pálsdóttur, fyrrverandi bæjarstjóra, grundvallast á þeim ráðningarsamn- ingi sem fyrrverandi meirihluti gerði. Ég taldi það skyldu mína að bærinn næði sátt við Guðrúnu Pálsdóttur sem á að baki 25 ára farsælan starfsferil hjá sveitarfélaginu. Hún hafði mátt þola óbilgjarna umræðu en nú hefur náðst góð sátt um að hún haldi áfram störfum hjá bænum. Í ráðningarsamningi Guðrúnar Pálsdóttur segir að laun bæjarstjóra taki sömu breytingum og þingfarar- kaup og þar sem kjararáð úrskurðaði um hækkun frá 1. október bar að hækka laun hennar. Lögfræðiálit um launakjör hennar var unnið í tíð fyrr- verandi meiri- hluta. Það var andsvar við sjón- armiðum lög- manns Guðrúnar Pálsdóttur sem fyrrverandi meirihluti hafði ákveðið að segja upp störfum og verður því að skoða í því ljósi. Hluti af sam- komulaginu felur í sér útgreiðslu ótekins orlofs, samkvæmt tímaskrán- ingarkerfi bæjarins. Meginreglan er sú að ótekið orlof er ekki greitt út en fordæmi eru fyrir slíku við sérstakar aðstæður og þær voru svo sannarlega uppi í þessu máli. Gagnrýni minnihlutans í bæjar- stjórn á samkomulag við fyrrverandi bæjarstjóra kemur úr hörðustu átt. Til alls þessa var stofnað af þeirra hálfu. Þau bera ábyrgð á ráðningar- samningi og uppsögn bæjarstjóra. Það var núverandi meirihluta að greiða úr þeim flækjum og er ég ánægður með að það skuli hafa tekist í sátt við Guðrúnu Pálsdóttur.“ Ármann sagðist í samtali við Morg- unblaðið í gær engu hafa við yfirlýs- inguna að bæta né vildi hann tjá sig um málið efnislega. Mikilvægt að ná sátt við fráfar- andi bæjarstjóra  Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri ver starfslokasamninginn við forvera sinn Ármann Kr. Ólafsson Hringdu eða sendu okkur lí nu og fáðu fagleg a ráðgjöf Öll teppin sem við bjóðum eru afrafmögnuð, ofnæmisprófuð og með óhreinindavörn. Yfir 25 ára reynsla. Mikið úrval. · · · Ármúla 32 · 108 Reykjavík · Sími 568 1888 og 533 5060 · parketoggolf.is · Þú finnur okkur líka á Facebook Parket & gólf - Sérfræðingar í gólfefnum! Slitsterk og endingargóð teppi á stigaganginn þinn

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.