Morgunblaðið - 02.03.2012, Blaðsíða 28
28 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. MARS 2012
✝ Magnea Sigríð-ur Guðmunds-
dóttir (Magga)
fæddist 23. nóv-
ember 1946 í
Reykjavík.
Hún lést á Land-
spítalanum við
Hringbraut 19.
febrúar sl.
Foreldrar henn-
ar voru hjónin
Halldóra Helga
Magnúsdóttir (Dóra) f. 17. júní
1921 í Hrísási, Melasveit, Hvít-
ársíðuhreppi í Borgarfirði, lát-
in 11. ágúst 2011, og Guð-
mundur Jóhann Magnússon
fæddur 26. maí 1914 í Mýr-
arsýslu, látinn 21. júní 1990.
Þann 4. júní 1966 gengu þau
Magnea Sigríður og Jóhann
Gilbertsson (hét áður John Gil-
bert Grum Moestrup) í hjóna-
band . Fyrsta árið
bjuggu þau hjá for-
eldrum Magneu í
Bólstaðarhlíð 16,
en fluttu síðan í
sína eigin íbúð að
Hraunteigi 21 í
Reykjavík og
bjuggu þar allar
götur síðan.
Þau eignuðust
eina dóttur, Önnu
Maríu J. Moestrup,
sambýlismaður Sveinbjörn
Hrafnsson. Börn Önnu Maríu
eru: Harpa Heiðrún Hann-
esdóttir fædd 28. júlí 1990,
Hjalti Freyr Hannesson fæddur
28. júlí 1990, látinn 14. febrúar
1991. Mikael Freyr Hannesson
fæddur 18. október 1993.
Útför Magneu fer fram frá
Laugarneskirkju í dag, 2. mars
2012, og hefst athöfnin kl. 15.
Móðir mín er látin og í hjarta
mínu býr þung sorg og tómleiki.
Við mamma vorum nánar og
góðir vinir. Þó hefur þakklæti
fyrst og fremst fyllt huga minn
undanfarna daga.
Svo kveð ég syrgjandi síðast þig
og sendi mín ljóð til austurfjalla!
Og jafnt sem þú deyjandi mundir
mig
ég minnist þín daga alla.
Nú finnst mér svo tómlegt og eyðilagt
allt;
hver elskar mig framar sem þú?
Og nú finnst mér allt svo veikt og
valt
og vorið mitt dapurt og kalt.
En við hittumst, – og það er mín hjart-
fólgin trú,–
fyrir handan – ég og þú!
(Guðmundur Guðmundsson.)
Guð blessi og varðveiti minn-
ingu elsku móður minnar.
Þín dóttir,
Anna María.
Það fyrsta sem kemur upp í
huga minn um Magneu tengda-
móður mína, var hlýja og gleði.
Hún gat alltaf séð eitthvað
spaugilegt við tilveruna, og leit á
lífið með jákvæðni í huga. Hún
vann nær alla tíð við verslunar-
störf , þar af 35 ár á Laugaveg-
inum, í hartnær tvo og hálfan
áratug vann hún við afgreiðslu á
úrum og skartgripum og lauk
störfum sínum við þá iðju.
Magnea hafði einstaka og fág-
aða framkomu, og mikla þekk-
ingu á allskyns skarti enda í sér-
flokki á sínu sviði, gat hreinlega
galdrað í fólki, með persónutöfr-
um sínum, og sannfært að kaupin
væru verðskulduð, enda var ótví-
rætt innistæða fyrir rökum henn-
ar.
Magnea var alltaf hugguleg,
vel til fara enda stórglæsileg að
mínu mati, eins og fyrirsögn í Alt
for Damerne, þá hefði án vafa
verið skrifað eitthvað á þessa
leið: „Hun er så charmerende
elegant og smuk.“
Magnea reyndist mér einstak-
lega vel, alltaf reiðubúinn að gera
mér greiða ef þess þurfti, sýndi
mér afskaplega mikla velvild alla
tíð. Það fór nú svo að hún á inni
hjá mér.
Seinni part ársins 2007 kemur
í ljós að hún stendur frammi fyrir
að vera greind með krabbamein,
en tók því nú með sinni jákvæðni
og var svo sem ekkert að velta
sér upp úr því, svona var þetta
bara.
Þó að þrautin væri þung tók
hún þessu af slíku æðruleysi, og
gat jafnvel séð skoplega hlið á
þessu en þarna komu einmitt sér-
einkenni hennar best í ljós, ekki
gefast upp þó á móti blási, já-
kvæðni út í eitt. Er leið á, dalaði
heilsan eðlilega, en þó voru ágæt
tímabil þess á milli. Undir það
síðasta var orðið ljóst hvert
stefndi. Það er gríðarlega erfitt
að tefla við jafn öflugan óvin og
krabbameinið, enda nær ósigr-
andi, varnirnar brustu smátt og
smátt, og að lokum var sjálf
drottningin fallinn.
Einstök kona er fallin frá, og
er hennar minnst með hlýju og
virðingu.
Hafðu þökk fyrir allt og allt.
Sveinbjörn Hrafnsson.
Elsku amma mín var alveg ein-
stök kona, falleg að utan jafnt
sem innan.
Ég mun varðveita minningu
þína í hjarta mínu alla ævi.
Þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu þá
aftur huga þinn, og þú munt sjá, að þú
grætur vegna þess, sem var gleði þín.
(Kahlil Gibran.)
Þín,
Harpa Heiðrún.
Elskuleg Magga frænka tap-
aði orustunni um lífið sunnudag-
inn 19. febrúar síðastliðinn. Í
nokkur ár var baráttan við veik-
indin háð og með óbilandi já-
kvæðni og bjartsýni kom hún úr
hverri læknismeðferð með bros á
vör og vel tilhöfð, ákveðin í að
verða sigurvegari. Magga vann
ýmis verslunarstörf, í apóteki,
seldi tískufatnað og ekki síst gull
og skart og fór allt einstaklega
vel úr hendi. Ráðleggingar við
jóla- og afmælisgjafir hittu ætíð í
mark enda smekkvís og nösk á
hvað hverjum hentaði. Hún talaði
svo sannarlega með hjartanu og
að henni löðuðust ungir sem
gamlir. Við óskum okkar elsku-
legu frænku velfarnaðar á ferða-
laginu um óravíddir himingeims-
ins og þökkum fyrir að hafa átt
hana að. Guð blessi minningu
Möggu frænku.
Þeir segja mig látinn, ég lifi samt
og í ljósinu fæ ég að dafna.
Því ljósi var úthlutað öllum jafnt
og engum bar þar að hafna.
Guðríður, Anna og Auður.
Fyrstu kynni mín af Magneu
voru þegar hún mætti í atvinnu-
viðtal fyrir mörgum árum. Ég
var ekki lengi að taka ákvörðun.
Eftir skamma stund sagði ég við
hana: „Þú getur fengið starfið ef
þú vilt.“ Þar hreppti ég stóra
vinninginn, enda fannst mér ég
skynja að við yðum vinkonur.
Magnea var mörgum kostum
búin, fyrir utan að vera stór-
glæsileg. Hún var ein skemmti-
legasta manneskja sem ég hef
kynnst. Húmorinn var alltaf rétt
handan við hornið og ósjaldan var
hlegið dátt þegar Magnea fór í
gamanleikarahlutverk og lék
sjálfa sig á pínlegum stundum.
Ég minnist þessara stunda með
brosi og þakklæti í hjarta.
Magnea var alltaf kát og glöð.
Jafnvel þegar óveðursskýin
hrönnuðust upp sá hún til sólar.
Það var gott að heyra hana tala
um John sinn og fjölskylduna af
mikilli ást og hlýju. Dóttirin,
Anna María, var hennar stoð og
stytta í gegnum erfið veikindi.
Magnea var sérlega hrifin af
dóttur sinni svo ekki sé minnst á
Hörpu og Mikael. Það var aug-
ljóst að hún unni fjölskyldu sinni
heitt og innilega.
Magnea var búin þeim mann-
kosti að gefa af sér. Það kom ekki
síst í ljós í sambandi hennar við
Dóru, móður hennar, sem hún
hafði samband við daglega og
jafnvel oftar en tvisvar á dag. Svo
þurfti að sinna Dísu í kjallaran-
um. Það var fallegt að vita að ekki
þurfti blóðbönd til að gefa þeim
sem minna máttu sín.
Magnea og John voru ekki
bara hjón heldur voru þau bestu
vinir. Þau fóru árlega til útlanda
og þá oftar en einu sinni og oftast
tvö ein. Gaman var að hlusta á
ferðasögurnar sem hún sagði svo
skemmtilega, m.a. um ævintýra-
legar bústaðaferðir í Ölfusborgir.
Mikil tilhlökkun fylgdi þeim ferð-
um, t.d. gleðin að klæða sig upp
fyrir kvöldið og njóta til fulls
samverustunda með John og
Dóru meðan hennar naut við.
Magnea hafði alveg einstaka
rithönd. Þegar hún skrifaði tæk-
isfæriskort voru orðin rituð
rauðu bleki og álímdar skraut- og
glansmyndir svo unun var að
horfa á það hvað mikið var lagt í
hvert kort, því hún var afar ná-
kvæm og vandvirk í vinnu. Magn-
ea var frábær starfskraftur og
iðulega töluðu viðskiptavinir um
hversu hjálpsöm og þolinmóð hún
væri.
Undir það síðasta var Magnea
mjög veik. En glæsileika og
þokka bar hún alla tíð. Hún var
ævinlega óaðfinnanlega og
smekklega klædd, kunni þá dul-
arfullu list að beita förðun sem
töfrum.
Fyrir nokkrum árum færði
Magnea mér að gjöf litla bók með
handskrifuðum ljóðum sem henni
þótti vænt um. Langar mig til að
setja eitt þeirra í þessi eftirmæli.
Eitt hlýlegt bros, eitt hlýlegt orð frá
þér
er hundrað sinnum betra og meira
virði
en þó að allir aðrir gæfu mér
öll hin dýru heimsins faguryrði.
Við krossgöturnar kveðjum
við hana og þökkum samfylgdina,
þökkum ljósið hennar og þá birtu
sem það varpaði á lífsbraut okkar
hinna sem vorum svo lánsöm að
mega kynnast henni og njóta
nærveru hennar. Blessuð sé
minning hennar.
Helga Jónsdóttir.
Nú er sál þín rós
í rósagarði Guðs
kysst af englum
döggvuð af bænum
þeirra sem þú elskaðir
aldrei framar mun þessi rós
blikna að hausti
(Ragnhildur Pála Ófeigsdóttir.)
Ég kveð kæra vinkonu mína,
Magneu Guðmundsdóttur, með
tár í augum og trega í hjarta.
Eftir langa samferð kemur
margt upp í hugann. Þessar línur
eru ekki ætlaðar til að segja ævi-
sögu heldur þakka samfylgdina.
Það eru tæplega 40 ár síðan ég sá
hana fyrst þessa fallegu, bros-
mildu konu sem hafði ráðið sig í
afgreiðslu í Borgar Apóteki. Hún
var lítið eitt eldri en með okkur
tókst vinátta sem aldrei bar
skugga á. Það var eins og við
hefðum alltaf þekkst. Ævistarf
Magneu varð afgreiðsla í ýmsum
verslunum, lengst af í Gullkúnst
þar sem hún naut sín vel hjá
skarti og listmunum. Margt sam-
starfsfólk hef ég átt í gengum ár-
in en hún var allra best. Hafði
meðfædda þjónustulund, geisl-
andi framkomu og með áhuga á
þörfum viðskiptavinarins var
honum leiðbeint á kurteislegan
hátt.
Árið 2007 greindist Magnea
með illkynja sjúkdóm. Í gegnum
ótal lyfjagjafir og geisla barðist
hún af æðruleysi með vonina að
vopni. Þessa óbilandi von og
bjartsýni. Á þessum erfiða tíma
áttum við ómetanlegar samveru-
stundir.
Ég mun sakna kaffihúsaferð-
anna, sérstaklega á Muffins bak-
arí þar sem við áttum uppáhalds-
borð við gluggann. Ef þrekið var í
lágmarki var gott að sitja í eld-
húsinu á Hraunteignum í nota-
legu kvistíbúðinni þar sem öllum
hlutum var komið fyrir af ein-
stakri smekkvísi.
Ég mun sakna ferðanna á
bókasafnið til að velja lesefni og
spjalla um bækur.
Ég mun sakna löngu símtal-
anna. Við ræddum allt milli him-
ins og jarðar. Oftast um allt ann-
að en sjúkdóminn. Aldrei fór á
milli mála að fjölskyldan og henn-
ar velferð var efst í huganum.
Þessari baráttu er nú lokið.
Eitt sinn skal hver deyja, við vit-
um að það bíður okkar allra. Því
kalli verður að hlýða hvort sem
okkur líkar betur eða verr. Þó
ljóst sé að hverju stefnir er and-
látsfregnin þungbær. Eftirfar-
andi ljóðlínur lýsa lífsviðhorfi
Magneu vel, hún tók öllu með
opnum huga:
Grátið mig ekki því ég er frjáls,
ég fylgi veginum sem Guð lagði fyrir
mig.
Ég tók hans hönd þegar kallið kom
snéri við og yfirgaf allt.
Kannski virtist dvöl mín hér allt of
stutt
En lengið hana ekki með djúpri sorg.
Léttið á hjarta ykkar og samgleðjist
mér
Guð vildi mig núna og tók á móti mér.
(Irvin R.Karon.)
Fjölskyldunni votta ég dýpstu
samúð.
Hvíl í friði, kæra vinkona.
Guðný Margrét Ólafsdóttir.
Magnea Sigríður
Guðmundsdóttir
✝ Ingibjörg Júl-íusdóttir fædd-
ist í Hólskoti í
Vatnsdal í A.-Hún.
13. ágúst 1919. Hún
lést á Hjúkr-
unarheimilinu
Droplaugarstöðum
23. febrúar síðast-
liðinn.
Foreldrar henn-
ar voru Júlíus S.
Jónsson, f. 3. maí
1886 á Borðeyri í Strand., d. 22.
september 1959, bóndi í Hólskoti
í Vatnsdal, síðar verkamaður í
Reykjavík, og kona hans Helga
Björnsdóttir, f. 1. júlí 1890 í Holti
í A-Hún., d. 12. júlí 1972, hús-
móðir í Hólskoti og í Reykjavík.
Ingibjörg var yngst fjögurra
barna þeirra, hin voru; Finn-
bogi, f. 23. maí 1911, d. 18. júní
2004, Magnús, f. 10. apríl 1913,
d. 24. ágúst 1944 og Guðrún, f.
22. febrúar 1917, d. 24. sept-
ember 1981. Ingi-
björg fór tæplega
þriggja ára í fóstur
til móðursystur
sinnar, Þórunnar
Björnsdóttur f.
1891, d. 1979 og
eiginmanns hennar
Björns Þorsteins-
sonar f. 1877, d.
1953 að Miðhópi í
Vatnsdal. Ingibjörg
stundaði nám við
Kvennaskólann 1934-7 og fór í
læri í kjólasaum hjá Guðlaugu
Jónsdóttur, sem rak Saumastofu
Guðlaugar að Lækjargötu 4.
Starfaði hún lengst af við kjóla-
saum á heimili sínu. Fyrri eig-
inmaður Ingibjargar var Guðjón
Högni Ágústsson f. 12. júní 1917,
d. 4. mars 2004, sjómaður og
verkamaður í Reykjavík. Þau
slitu sambúð. Börn þeirra: 1)
Ágústa Högnadóttir f. 15. des-
ember 1940. Eiginmaður hennar
er Eyjólfur Ólafsson f. 13. apríl
1932. Börn þeirra eru a) Júlíus
Helgi Eyjólfsson f. 1. maí 1967,
kvæntur Svölu Huld Hjaltadótt-
ur, f. 11. júlí 1969. Börn þeirra
eru Katrín Lilja Júlíusdóttir f. 5.
júlí 2001 og Guðjón Ágúst Júl-
íusson f. 31. desember 2008. b)
Elín Ingibjörg Eyjólfsdóttir f.
24. maí 1979. 2) Magnús Högna-
son f. 28. apríl 1942 – d. 21. júlí
1942. Seinni eiginmaður Ingi-
bjargar var Ellert Ólafsson f. 24.
apríl 1917, d. 17. janúar 1984.
Börn þeirra: 1) Ólafur Ellerts-
son, f. 3. júní 1956. Eiginkona
hans er Guðmunda Árnadóttir, f.
8. september 1963. Þeirra synir
eru: a) Ellert Ólafsson, f. 24.
ágúst 1990 og b) Óskar Ólafsson,
f. 30. júní 1992. 2) Baldur Ell-
ertsson, f. 14. september 1958.
Sambýliskona hans er Ásthildur
Hannesdóttir, f. 7. maí 1951.
Dóttir þeirra er María Rós Bald-
ursdóttir, f. 24. júlí 1987, gift
Rúnari Pétri Þorgeirssyni f.
1981. Dóttir hennar er Elísabet
Ósk Haraldsdóttir, f. 29. janúar
2005.
Útför Ingibjargar fer fram frá
Grafarvogskirkju í dag, 2. mars
2012, og hefst athöfnin kl. 13.
Elsku Ingibjörg.
Ég kveð þig með söknuði. Þú
varst svo tilbúin að kveðja og ég
er viss um að Ellert hefur tekið
vel á móti þér og eflaust eruð þið
farin að spila brids með Óskari
og Önnu.
Ég er svo þakklát fyrir allar
stundirnar, sem við áttum saman
síðustu ár og nú síðast á Drop-
laugarstöðum. Margt brölluðum
við saman og marga stundina
sátum við og töluðum um gamla
tíma og oft las ég ljóð fyrir þig.
Það þótti þér ekki leiðinlegt. Ég
var rétt nítján ára þegar þú fórst
með ljóð fyrir mig og sagðir:
Með þessum orðum vil ég biðja
þig að minnast mín. Nú 29 árum
síðar uppfylli ég þessa ósk þína.
Þótt ég sé látinn, harmið mig ekki
með tárum, hugsið ekki um dauðann
með harmi eða ótta. Ég er svo nærri,
að hvert eitt tár ykkar snertir mig og
kvelur, þótt látinn mig haldið. En þeg-
ar þið hlæið og syngið með glöðum
hug, lyftist sál mín upp í mót til ljóss-
ins. Verið glöð og þakklát fyrir allt
sem lífið gefur og ég, þótt látinn sé,
tek þátt í gleði ykkar yfir lífinu.
(Kahlil Gibran.)
Það gefur okkur Óla mikið að
hafa verið hjá þér allar stundir
síðustu dagana og fengið að
halda í hendina á þér þegar þú
kvaddir.
Öllu starfsfólki Droplaugar-
staða á 3B þökkum við fyrir
góða umönnun. Þið eruð einstök,
öll saman.
Takk fyrir allt, elsku Ingi-
björg og guð geymi þig.
Þín tengdadóttir,
Guðmunda.
Ingibjörg
Júlíusdóttir
HINSTA KVEÐJA
Nú legg ég augun aftur,
ó, Guð, þinn náðarkraftur
mín veri vörn í nótt.
Æ, virst mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
(Sveinbjörn Egilsson.)
Takk fyrir allt, elsku
Inga amma.
Ellert og Óskar.
Til hamingju með afmælið,
mamma mín. Það er erfitt að
sætta sig við að geta ekki tekið
upp símann og sagt þetta við
þig í dag. Elsku mamma, við
vorum svo nánar og töluðum
helst saman á hverjum degi.
Það var svo gott að geta spjall-
að við þig um hitt og þetta, og
geta sagt þér hvernig dagurinn
var eða hvað börnin mín voru að
gera. Hvar sem ég var, í Vest-
mannaeyjum eða Bandaríkjun-
um, var sambandið okkar mikið
og gott. Það styrktist bara
meira með hverju árinu.
Þegar ég flutti í bæinn, eftir
4 ára búsetu í Vestmannaeyj-
um, reyndum við að hittast í há-
deginu á hverjum degi og það
gerðum við nánast í 2 ár. Það
var eins og við værum að bæta
upp þessi ár sem við höfðum
misst af. Mamma, þú varst allt-
af til staðar fyrir mig. Þegar ég
þurfti að fara til útlanda vegna
veikinda þá fylgdir þú mér og
varst mín stoð og stytta. Þú
sýndir mér þessa miklu um-
hyggju sem ég er þér svo þakk-
lát fyrir og ég bjó að þegar ég
annaðist þig í þínum veikind-
um.
Í byrjun febrúar fékk ég leyfi
frá vinnuveitanda mínum til að
Guðrún Lillý
Sigmundsdóttir
✝ Guðrún LillýSigmunds-
dóttir fæddist í
Reykjavík 2. mars
1935. Hún lést á
heimili sínu,
Kirkjusandi 3 í
Reykjavík, 9. febr-
úar 2012.
Útför Lillýjar
var gerð frá Dóm-
kirkjunni 17. febr-
úar 2012.
minnka við mig
vinnu í hálfan dag
svo ég gæti komið
til þín og pabba og
verið ykkur til að-
stoðar, en það kom
aldrei til þess þar
sem þú varst orðin
svo mikið veik og
lést nokkrum dög-
um síðar.
Elsku mamma
mín, ég á svo ótal
margar minningar um okkur og
þessar minningar eru vel
geymdar í hjarta mínu.
Með þessu litla fallega ljóði
vil ég þakka þér fyrir allt.
Þagna sumars lögin ljúfu
litum skiptir jörðin fríð.
Það sem var á vori fegurst
visnar oft í fyrstu hríð.
Minning um þann mæta gróður
mun þó vara alla tíð.
Viltu mínar þakkir þiggja
þakkir fyrir liðin ár.
Ástríkið og umhyggjuna
er þú vina þerraðir tár.
Autt er sætið, sólin horfin
sjónir blindna hryggðar-tár.
Elsku mamma, sorgin sára
sviftir okkur gleði og ró.
Hvar var meiri hjartahlýja,
hönd er græddi, og hvílu bjó
þreyttu barni og bjó um sárin,
bar á smyrsl, svo verk úr dró.
Muna skulum alla ævi,
ástargjafir bernsku frá.
Þakka guði gæfudaga
glaða, er móður dvöldum hjá.
Ein er huggun okkur gefin,
aftur mætumst himnum á.
(Höf. ók.)
Þín dóttir,
Vilborg Erla.