Morgunblaðið - 02.03.2012, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 02.03.2012, Blaðsíða 34
34 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. MARS 2012 ✝ Sigurður Guð-mundsson var fæddur á Núpi í Fljótshlíð 26. maí 1930. Hann lést á Kanaríeyjum 15. febrúar sl. Foreldrar hans voru: Guðmundur Guðmundsson smiður og bóndi, fæddur 5. október 1883, dáinn 11. apr- íl 1970, og Katrín Jónasdóttir húsmóðir, fædd 1. febrúar 1896, dáin 6. október 1983. Sigurður átti níu systkini og eina uppeldissystur og eru þau: Guðmunda, f. 1923, d. 2011, Ragnheiður f. 1924, Matthildur f. 1925, d. 2002, Kristín f. 1927, Jónas f. 1928, d. 2004, Sig- ursteinn f. 1931, d. 2004, Sigríð- ur f. 1935, Auður f. 1936, Högni f. 1938, Unnur f. 1935. Sigurður kvæntist Ágústu Þórhildi Sigurðardóttur þann 26. maí 1951. Ágústa Þórhildur var fædd á Stokkseyri 8. ágúst 1930, dóttir Sigurðar Ingvars Grímssonar frá Stokkseyri og Sesselju Símonardóttur frá Sel- fossi. Hún lést 29. apríl 2011. Börn Sigurðar og Ágústu Þór- hildar eru: Guðmundur fæddur 1950. Með fyrri konu sinni, Þóru Grétarsdóttur, á hann einn son sem á tvö börn. Með seinni konu sinni, Önnu Árnadóttur, á hann tvær fósturdætur sem eiga fjög- ur börn. Ingvi Rafn fæddur 1952, kvæntur Laufeyju Kjart- ansdóttur. Þau eiga þrjár dætur og tíu barnabörn. Sesselja fædd 1955, gift Erni Grétarssyni. Þau eiga tvær dætur og fjögur barnabörn. Sigurður Þór fædd- ur 1957, kvæntur Kristínu Gunn- arsdóttur. Þau eiga tvö börn og fjögur barnabörn. Óðinn fæddur 1966, var kvæntur Kristínu Kristjánsdóttur. Þau eiga þrjú börn. Sigurður og Ágústa Þórhildur bjuggu allan sinn búskap á Selfossi. Lengst af að Smá- ratúni 15 í húsi sem þau reistu sér 1955. Þar ólust öll börn þeirra upp. Síðustu árin bjuggu þau að Dælengi 17. Sigurður ólst upp á Núpi og eftir hefðbundna barnaskólagöngu í Hvolsskóla lá leiðin í Héraðs- skólann á Laugarvatni. Þegar skólagöngu Sigurðar lauk á Laugarvatni lá leiðin á Selfoss, þar sem hann lærði húsasmíði hjá Kristni Vigfússyni. Eftir að smíðanámi lauk hóf hann fljót- lega sjálfstæðan atvinnurekstur við húsbyggingar og viðhald húsa. Í fyrstu hafði hann aðstöðu fyrir smíðarnar í bílskúrnum að Smáratúni. Þegar starfsemin óx og dafnaði byggði hann iðn- aðarhúsnæði við Eyrarveginn. Þar stofnaði hann ásamt fjöl- skyldu sinni S.G. einingahús, sem var stærsti framleiðandi timbureiningahúsa á Íslandi. Einnig starfrækti hann um tíma byggingavöruverslun samhliða húsaframleiðslunni. Á starfs- ævinni útskrifaði Sigurður 38 sveina í húsasmíði. Um tíma gerði hann út langferðabíl og var það aukabúgrein með smíð- unum. Sigurður hafði yndi af ferðalögum og þá einkum inn til fjalla og fór í þær ferðir með fjölskyldu og vinum. Sigurður tók virkan þátt í fé- lagsmálum á Selfossi, var meðal annars í hreppsnefnd á árunum 1958-1962 fyrir Sjálfstæðisflokk- inn. Félagi var hann í Lions- klúbbi Selfoss og frímúrarast- úkunni Röðli um langt skeið. Útför Sigurðar fer fram frá Selfosskirkju í dag, 2. mars 2012, og hefst athöfnin kl. 13. Í dag kveðjum við þig, elsku afi Gúmm, en það varst þú alltaf kallaður af þeim sem þekktu þig, Gúmmarinn. Það er sárt að kveðja ástvini, en þá er gott að hugsa til baka til allra skemmti- legu og góðu stundanna sem við áttum með þér, og af þeim er af nógu að taka. Alltaf varstu boð- inn og búinn til þess að hjálpa til og gefa af þér, ef eitthvað þurfti að gera við eða laga. Strákarnir okkar sóttu í það að vera í kring um afa Gúmm, og nutu stund- anna með þér, t.d. hlökkuðu þeir alltaf til þess að fá að fara með þér að bera út Lions-blaðið fyrir jólin, úr þeim ferðum komu þeir alltaf heim með bros á vör og fulla poka af nammi sem voru launin fyrir hlaupin með blöðin. Eins var það með happdrætt- ismiðana sem strákarnir áttu að selja sem fjáröflun fyrir knatt- spyrnudeildina, þá var best að byrja hjá afa Gúmm, hann keypti alltaf miða og þá yfirleitt fleiri en einn. Þú varst einn hressasti maður sem við höfum kynnst og yfirleitt þegar við hittum þig og spurðum hvernig þú hefðir það kom oftast sama svarið „eins og þrjú ljón“ sagðir þú kankvís, kvörtunargjarn varst þú ekki, t.d. þegar við Ósi vorum að hjálpa þér að helluleggja inn- keyrsluna hjá þér og ég var eitt- hvað illa fyrirkallaður, þá spurðir þú mig hvernig hausverkur lýsti sér, þú hafðir bara aldrei prófað það að fá hausverk. Þú vildir allt- af hafa fallegt og snyrtilegt í kringum þig, og eftir að þú hætt- ir að vinna fannst þú þér alltaf eitthvað að gera og hélst þínum hefðum, svo sem að koma heim í hálf tíu kaffi og leggja þig í há- deginu. Síðustu jól varst þú í fyrsta skiptið einn eftir að amma Gústa dó, en hefðirnar hélstu og ísinn var góður hjá þér að vanda þegar við kíktum til þín á að- fangadagskvöld. Á nýársdag fengum við okkur göngutúr til þín og þú tókst á móti okkur hress og kátur að vanda, nýbúinn að borða hamborgarhrygg og meðlæti, og fannst okkur þú ótrúlega flottur að hafa dottið það í hug að elda svona flottan mat fyrir þig einan. En nú ert þú kominn aftur til ömmu Gústu, og þið eruð örugglega farin að ferðast um og bralla ýmislegt saman eins og þið voruð svo dug- leg að gera. Við kveðjum þig með söknuð í hjarta, en vitum að þú ert á góð- um stað, og örugglega farinn að gleðja alla í kringum þig með glaðværð þinni og hressleika. Ástarkveðja til þín, afi okkar Gúmm. Þórhildur, Óskar, Ingvi Rafn, Arilíus, Jóhann Fannar ogSteinþór Blær. Ömmu ertu nú búinn að hitta aftur, elsku afi minn. Minningarnar og samveru- stundirnar með þér eru svo ótal- margar. Þegar ég var stelpa var það oft sem ég hljóp yfir til ykkar ömmu og við tvö settumst niður inni í stofu og þú hlýddir mér yfir heimalesturinn. Í seinni tíð höfð- um við svo sameiginlegan smekk á bókalestri en lestur ævisagna var í miklu uppáhaldi. Á þínum vinnuárum varstu á fullu við að reka þitt flotta SG fyrirtæki. Eftir að þú hættir því hélt sama vinnugleðin áfram. Þú varst alltaf að dytta að einhverju eða hjálpa öðrum. Mér og Stein- ari hjálpaðir þú við að standsetja okkar tvær fyrstu íbúðir sem við keyptum. Ég var í fæðingarorlofi í bæði skiptin svo við náðum að eiga frábærar stundir saman. Þú hafðir mikið gaman af því að vera í kringum börnin og fannst þér ekki leiðinlegt að taka þau upp og fá eitt gott knús. Þessar minn- ingar eru mér afar dýrmætar og þakklætið auðvitað efst. Elsku yndislegi, góði, gjaf- mildi og hressi afi minn, nú kveð ég þig með miklum söknuði og eftirsjá. Ég veit að við fjölskyldan munum um ókomna tíð hoppa eitt skref fram, sveifla hendinni upp og kalla gúmmara „ííííí“ þér til heiðurs. Guð geymi þig, afi minn. Þín sonardóttir, Eva Dögg. Komið er að kveðjustund. Elskulegur bróðir Sigurður eða Siggi, eins og hann var ávallt kallaður, hefur kvatt þetta líf. Kallið kom óvænt. Fyrir nokkrum dögum kvaddi hann glaður og hress og hélt til sólar- strandar. En ferðin varð lengri en ætlað var í fyrstu og lauk á hinni einu sönnu sólarströnd. Ströndinni sem bíður okkar allra. Þar hafa kærir ástvinir sem farn- ir eru beðið með opinn faðminn og fagnað honum vel. Það fækkar í systkinahópnum en þeim mun dýrmætari eru minningarnar og þakklæti kemur upp í hugann fyrir það sem liðið er. Siggi var alltaf glaður og hress og sá björtu hliðarnar á líf- inu. Stutt var í húmorinn á góð- um stundum og ávallt var hann til í að gera góða stund enn betri. Ógleymanleg er gleðin og já- kvæðnin sem fylgdi þeim hjónum þegar stórfjölskyldan kom sam- an. Þeim stundum verður seint gleymt. Nú þegar við kveðjum Sigga bróður okkar koma margar minningar upp í hugann, ekki síst frá æskuárunum á Núpi. Í minningunni var eilíft sólskin og alltaf eitthvað skemmtilegt að gerast. Systkinahópurinn var stór og samrýmdur og bárum við mikla umhyggju hvert fyrir öðru. Á þessum árum var það mikið tilhlökkunarefni að skreppa á hestbak og fara í góðan reiðtúr. Oft var margt um manninn og ekki alltaf til hestar handa öllum. Þegar þannig stóð á sagði Siggi að það væri allt í lagi, hann færi bara á hjólinu sínu. Siggi var enginn hestakarl eins og hinir bræðurnir en hann undi sér þeim mun betur við rennibekkinn í smíðahúsinu hjá föður okkar og smíðaði þar ótrúlegustu hluti. Minnisstætt er þegar hann smíð- aði handa okkur hringa sem hann renndi úr koparröri. Við litlu stelpurnar kölluðum þá trúlofun- arhringa og bárum þá með mik- illi gleði. Áhugi Sigga á smíðum kom fljótlega í ljós og ungur að árum hóf hann nám í húsasmíði hjá Kristni Vigfússyni frænda sínum á Selfossi en húsasmíði átti síðan eftir að verða hans ævistarf. Stóra gæfan í lífi Sigga var hans elskulega eiginkona Ágústa Þórhildur eða Gústa eins og hún var kölluð. Þau settust að á Sel- fossi og byggðu sér fallegt hús í Smáratúninu. Börnin fæddust hvert af öðru og veittu foreldrum sínum sanna gleði. Seinna bætt- ust í hópinn tengdabörn, barna- börn og barnabarnabörn. Allt stendur þetta fólk þétt saman og er bundið sterkum fjölskyldu- böndum. Kom það vel í ljós núna þegar árunum fjölgaði að Siggi var ekki einn og átti góða að. Nú er komið að leiðarlokum. Við systkinin þökkum okkar elskulega bróður fyrir allt það sem hann var okkur og biðjum honum Guðs blessunar. Elsku Guðmundur, Sessa, Ingvi Rafn, Siggi Þór, Óðinn og fjölskyldur, góður Guð styðji ykkur og styrki. Sigríður Guðmundsdóttir. Virðingin fyrir lífinu og því sem það gefur okkur styrkist við dauðann. Við áttum okkar best á því, hvað við höfum átt, þegar það er frá okkur tekið. Hinn 15. febrúar sl. lést Sig- urður Guðmundsson húsasmíða- meistari. Hann kom í október 1947 frá sínum æskustöðvum, Núpi í Fljótshlíð, þá 17 ára, og hóf nám í húsasmíði hjá Kristni Vigfússyni, föður mínum, þegar Sigurður heimsótti föður minn og falaðist eftir námi í smíði, hafði hann með sér forláta, vel smíðaða svipu, sem hann hafði smíðað. Faðir minn handlék svip- una og sagði, að þessi smíði lýsti miklum hagleik, eins og er í okk- ar ætt. Katrín, móðir Sigurðar, og faðir minn voru systkinabörn. Þá var til siðs að skaffa lærlingum fæði, húsnæði og þjónustu og voru þeir til heimilis í Árnesi hjá mínum foreldrum. Lærlingar voru þá 4 í heimilinu eða alls 8 manns í heimilinu. Við Sigurður voru nemar í húsasmíði á svip- uðum tíma hjá föður mínum. Þá störfuðum við Sigurður meðal annars við endurbyggingu Mjólkurbús Flóamanna, Lands- bankahúsið á Selfossi, Sýslu- mannshúsið og viðbyggingu við elsta hluta Barnaskólans, vestur- álmuna. Lífið er leikur í leit og fram- kvæmdum mikilla verkefna. Hinn raunverulegi árangur er oft fólginn í viljafestu, hugsuninni og góðleikanum. Þeir sem hafa slíkt verða lofaðir, virtir og ná miklum árangri í lífinu, sem var einkenni Sigurðar var einhver svipheiðasti maður er ég hef kynnst, síglaður, hreinlyndur, úrræðagóður, en þó ljúfur í framkomu og vildi öllum gott gera. Við fráfall Sigurðar er mikill söknuður kveðinn að ást- vinum hans. En hér má það vera hin mesta raunabót, að hvergi var blettur á heiðri hins horfna vinar. Hann hverfur nú af landi lifenda, til ástvina sinna. Kæri vinur, vertu sæll að sinni. Þinn gamli vinnufélagi Sigfús Kristinsson. Enn einn samferðamaður okk- ar hefur kvatt. Það var mikill hryggð og söknuður í huga okk- ar, þegar barst sú fregn að Sig- urður Guðmundsson, bróðir og mágur okkar, væri allur. En það er víst hlutskipti þeirra sem verða aldraðir að sjá á bak ætt- ingjum og samferðamönnum. Misjafnt er samt það skarð sem skapast þegar samferðamennirn- ir kveðja. Hugur okkar reikar til þeirra fjölda ára sem við áttum samleið með Sigga Gumm, eins og hann var ævinlega kallaður meðal fjölskyldunnar og vina. Okkur hjónum, ásamt Sigur- steini bróður Sigga og konu hans Oddnýju, datt í hug að smíða okkur sumarhús og nefndum það við Sigga. Var það svo sjálfsagt mál og það var honum mikið kappsmál að við eignuðumst sumarhús. „Þið komið bara í sumarfríinu og ég lána ykkur verkstæðið og vélarnar,“ sagði hann. Vorum við svo þarna í hálf- an mánuð að smíða sumarhúsin og Siggi snérist í kringum okkur við að finna til efni. Sendi svo Sigurður einn sinn besta smið að reisa húsið með okkur. Svo tók við að greiða efnið og vinnu smiðsins og alltaf sagði Siggi: „Það liggur ekkert á að borga þetta.“ Og við síðustu greiðslur spurði hann hvort við værum ekki búin að borga nóg og með herkjum fékkst hann til að taka við greiðalunni. Þannig var Siggi, greiðugri mann höfum við ekki þekkt. Ef okkur vantaði spýtu var hann rokinn út í port og kerr- an var orðin full fyrr en varði. Erum við hrædd um að mörg spýtan hafi farið án þess að greitt hafi verið fyrir hana, bæði til okkar og margra annarra. Hann hugsaði ekki alltaf um sinn hag, en með dugnaði og víðsýni komst hann vel fram með reksturinn. Ógleymanlegar voru ferðir sem við fórum með þeim Sigurði og Ágústu um landið. Eða heim- sóknir til þeirra bæði á Selfossi og sumarhús í Vaðnesi. Einnig komu þau oft til okkar. Má þá segja að gleðin hafi verið við völd. Siggi var mikill gleðimaður og hrókur alls fagnaðar, en ekki mikið fyrir að sitja auðum hönd- um. Hann varð alltaf að vera á fullu, að heimsækja gamla félaga eða bara aka um og skoða landið. Þegar Ágústa kona Sigga lést snögglega á síðasta ári var það mikið áfall fyrir hann. Þau höfðu verið samrýnd og samhent alla ævi. Við fyrstu sýn virtist Siggi ná sér fljótt eftir missinn. En nú fór Siggi Gumm að tala um að hann væri að verða gamall, en ef spurt var um heilsuna var hún alltaf góð. Þannig var Siggi, ekk- ert víl eða væl, alltaf bjartsýnn og raunagóður. Samt fór ekki fram hjá manni að þessi aldni víkingur var farinn að láta á sjá, þrátt fyrir að hann bæri sig alltaf vel. Því héldum við að hann ætti enn eftir mörg góð ár. Því kom það okkur á óvart hvað kallið kom fljótt og snöggt. En alveg í anda Sigga. Þannig er oft um menn sem bera ekki vandamál sín á torg. Við hjónin þökkum Sigurði alla greiðviknina og góðu stundirnar sem við átt- um saman og kveðjum hann með söknuði. Því maður eins og hann var er vandfundinn og stórt skarð er í höggvið í fjölskylduna og samferðamenn okkar, sem verður vart fyllt. Fjölskyldu hans, ættingjum og vinum vottum við innilega samúð okkar. Auður og Jóhannes. Lífið er magnað, oft á tíðum getur ein ákvörðun á lífsleiðinni mótað mann það sem eftir er æv- innar. Mér er alltaf minnisstætt þegar mamma og pabbi heim- sóttu mig í sveitina þegar farið var að líða á sumarið 1975, ég, unglingurinn, óráðinn hvað tæki við um haustið, framtíðin opin. Pabbi hafði verið að keyra Lions- klúbbinn á Selfossi og mamma hafði farið með í ferðina, þar höfðu þau hitt Gúmmarann og nánast ráðið mig í vinnu hjá hon- um þegar sveitavinnunni lyki. Þar með var líf mitt ráðið á margan hátt um ókomna framtíð, því hjá Sigurði og hans fjölskyldu hef ég unnið nánast allt mitt líf, beint og óbeint fram til seinni hluta árs 2008. Um vorið fór ég á samning hjá Sigurði eins og svo margir, margir aðrir, fór síðan og lærði byggingariðnfræði og varð húsasmíðameistari hjá SG með Sigga. Sigurður hóf sjálfstæðan at- vinnurekstur í bílskúrnum heima hjá sér árið 1959, rekstur sem síðar varð SG Einingahús og SG Hús þegar félaginu var skipt upp í tvö fyrirtæki. SG hefur á þess- um árum framleitt á sautjánda hundrað timburhús út um land allt eða um 200.000 m². Sigurður stjórnaði ekki með harðri hendi, en við vissum alveg hvenær hon- um líkaði ekki það sem við vorum að gera. Hann ráðlagði mér þeg- ar ég fór að stjórna daglegum rekstri hjá SG að gæta þess að birtast í tíma og ótíma, láta strákana, stelpurnar, ávallt eiga von á að ég birtist, þau gætu allt- af átt von á mér, ná gagnkvæmri virðingu og láta þau vita um það sem vel væri gert, eða betur mætti fara, birtast á vinnustað, þannig stjórnaði Siggi og farn- aðist vel. Margs er að minnast á þessum árum bæði í starfi og leik. Starfs- mannaferðirnar voru og eru ógleymanlegar, oft var farið í Þórsmörkina. Eitt sinn var tek- inn smá hjáleið og kíkt í Fljóts- hlíðina þar sem bræðurnir Sig- urður og Sigursteinn sem vann hjá SG, kynntu okkur ættaróðal- ið Núp og sögðu okkur sögur úr sveitinni. Í mörkinni sá Ágústa eiginkona Sigurðar um að setja upp leikrit eða eitthvert skemmtilegt grín sem Gústa gerði oft í þessum ferðum, en Gústa lést 29. apríl 2011. Auk þess að fara í Þórsmörkina fórum við í margar aðrar starfsmanna- ferðir, innan- og utanlands. Söngtextarnir sem hafa orðið til í þessum ferðum eru margir, textar er geyma sögu SG, sögu vinnufélaga, sögu Sigga og Gústu um ókomna tíð. Við minnumst þessara ferða enn í dag, vinnu- félagarnir, með gleði og þakk- læti, ekki hvað síst til hjónanna. Við Rúna viljum þakka Sigurði Guðmundsyni og Ágústu Þór- hildi Sigurðardóttur fyrir sam- fylgdina í gegnum árin, samveru sem hefur verið okkur til ánægju og gleði, blessuð sé minning þeirra hjóna. Óskar G. Jónsson. Hér sit ég á svölunum á hóteli á Kanaríeyjum og reyni að skrifa kveðjuorð um góðan vin og fé- laga, Sigga Gúmm, eins og hann var alltaf kallaður. Minninga- brotin flæða áfram í gegnum mörg ár, unglingur á heimili Gústu og Sigga með Sessu dóttur þeirra, sem seinna varð svo mág- kona mín og tengdust fjölskyldur okkar á marga vegu. Foreldrar okkar byggðu bæði sælureit í Vaðnesinu þar sem fjölskyldurn- ar komu oft saman. Þegar við Denni byggðum svo bústað í Vað- nesinu varð samgangur okkar órjúfanlegur, stór partur var það þegar X 35 renndi í hlaðið, þá var nú spáð og spekúlerað eins og hann sagði og tekið upp skemmtilegt spjall, jafnvel eldað- ur góður matur og glösum lyft. Siggi Gúmm var mikill hugmaður og var nánast allt í öllu í Vaðnes- inu, það verður erfitt að fylla það skarð, en næsta kynslóð verður að halda uppi merkjum frum- byggjanna og halda áfram. Gúmmarinn dýrkaði Kanar- íeyjarnar eins og svo margir og var hann með okkur Denna hérna fyrir fjórum árum og naut hann sín sem endranær enda gleðimaður mikill og hrókur alls fagnaðar. Núna í febrúar vorum við aftur saman hérna og var Gúmmarinn samur við sig í fullu fjöri þó svo að það leyndi sér ekki að hann var orðinn veikur. Og skjótt skipast veður í lofti. Gúmmarinn lést að morgni 15. febrúar. Hver getur óskað sér betri dauðdaga en að deyja í fullu fjöri á Kanaríeyjum? Að minnsta kosti var það ósk hans. Þar sem við Denni erum ennþá á Kanarí og getum ekki verið við útför hans viljum við þakka honum fyr- ir samverustundirnar sem við höfum átt saman og erum óend- anlega þakklát fyrir að hafa verið með honum síðustu daga hans í þessu lífi. Fjölskyldu Sigga sendum við okkar innilegustu samúðarkveðj- ur. Ég flyt einnig kveðjur frá Hrefnu og Gústa, Lillu og Tryggva, svo og samferðafólkinu hérna á Kanarí. Blessuð sé minning Sigga Gúmm. Sigurbjörg (Sibba) og Steindór (Denni). Í dag kveð ég góðan vin minn, Sigurð Guðmundsson. Kynni okkar Sigga hófust árið 1977 þegar ég fór að vinna hjá honum hjá SG einingahúsum. Með okk- ur tókst fljótt góður vinskapur sem átti eftir að vaxa og dafna með árunum. Við áttum margar góðar samverustundir í gegnum árin og margar þær bestu núna í seinni tíð. Fjallaferðir á Trölla og veiðiferðir á Núpi, þar sem við renndum fyrir þorsk, voru skemmtilegar og góðar stundir sem ég minnist með þakklæti. En bestar voru þó alltaf stundirnar sem við áttum saman í stofunni í Dælenginu þar sem við ræddum um allt milli himins og jarðar og drukkum kannski einn eða tvo bjóra. Ég kveð þig með söknuði, kæri vinur, hafðu þökk fyrir allt. Steinþór Óskarsson og fjölskylda. Sigurður Guðmundsson  Fleiri minningargreinar um Sigurð Guðmundsson bíða birtingar og munu birt- ast í blaðinu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.