Morgunblaðið - 02.03.2012, Blaðsíða 33
Ég færi Láru, börnum og
tengdabörnum Þórðar og ekki
síst afabörnunum mínar innileg-
ustu samúðarkveðjur.
Kristján Ólafsson.
Í meira en 40 ár höfum við
hjónin átt ánægjulega samleið
með Þórði eftir að hann gekk að
eiga Láru. Margs er að minnast
frá öllum þessum árum, ferða-
laga, veiðiferða, afmæla og ferm-
inga í stórfjölskyldunni svo eitt-
hvað sé nefnt. Er við hittum Þórð
í fyrsta skipti fór ekki milli mála
að þar var á ferðinni mikill efn-
ispiltur, ljós yfirlitum, vel máli
farinn og frjálslegur í fasi. Hann
var hlýlegur maður og lét sér
annt um börn okkar systkina
Láru, sýndi þeim umhyggju og
áhuga á hugðarefnum þeirra.
Notalegt var að koma á fallegt
heimili Þórðar og Láru hvort sem
það var í Hafnarfirði eða í Vest-
urheimi og fór ekki á milli mála
að þar ríkti mikil samheldni og
kærleikur.
Þórður var mjög glaðlyndur
maður, söngelskur og ávallt
hrókur alls fagnaðar. Hann söng
með Fóstbræðrum í nokkur ár.
Þórður aflaði sér góðrar lög-
fræðimenntunar í Lagadeild Há-
skóla Íslands og í framhaldsnámi
í Noregi. Þar nam hann sérstak-
lega bankarétt og fjármunarétt
tengdan bankastarfsemi. Nýttist
það nám honum vel í störfum í
Seðlabanka Íslands sem varð
hans aðalvinnustaður um langt
árabil. Voru honum fljótlega falin
vandasamari verkefni sem fylgdu
meiri ábyrgð. Leið ekki á löngu
þar til hann var ráðinn til að
gegna starfi forstöðumanns
Bankaeftirlitsins og gegndi hann
því starfi á farsælan hátt um ára-
bil.
Góður orðstír Þórðar varð til
þess að leitað var eftir starfs-
kröftum hans og sérfræðiþekk-
ingu í endurreisnarstarfi í mörg-
um ríkjum Austur Evrópu
nokkru eftir fall Berlínarmúrsins
þegar mörg ríki á þessu svæði
öðluðust fullt sjálfstæði og Sov-
étríkin liðuðust í sundur. Þá kom
á daginn að í þessum ríkjum
skorti ýmsar þær grunnstoðir,
stofnanir og löggjöf sem þurfa að
vera til staðar í nútíma lýðræð-
isríki. Við þessar aðstæður var
Þórður fenginn til þess að taka
þátt í hópstarfi sérfræðinga.
Vegna þessara starfa sinna
ávann Þórður sér virðingu.
Kaflaskipti urðu hjá þeim
hjónum Láru og Þórði er Þórði
var boðin staða sérfræðings hjá
Alþjóðagjaldeyrissjóðnum í
Washington. Þar hafa þau búið
um árabil. Þórður og Lára voru
einstaklega gestrisin og nutu
margir gestrisni þeirra í Wash-
ington, þar á meðal við hjónin, en
við áttum þess kost árið 2004 að
heimsækja þau. Það voru góðir
dagar og skemmtilegir. Helgar-
ferð fórum við með þeim til New
York. Þessir dagar voru engu lík-
ir og munu aldrei gleymast.
Um tíma bjuggu Þórður og
Lára á eyjunni Barbados í Kar-
íbahafinu. Við áttum þess kost að
heimsækja þau þangað og fannst
okkur við vera komin í allt aðra
veröld, eins konar Paradís. Ekki
stóð á gestrisninni og þar var
okkur sýnd öll eyjan og farið með
okkur á alla staði og markaði sem
þóttu áhugaverðir.
Við leiðarlok viljum við þakka
fyrir að hafa fengið að kynnast,
þekkja og umgangast jafngóðan
mann og Þórð og viljum við jafn-
framt þakka honum og Láru fyrir
alla gestrisnina sem þau sýndu
okkur. Við biðjum algóðan Guð
að blessa minningu Þórðar og að
vernda, Láru, börn þeirra, barna-
börn, tengdasyni og ófædda afa-
barnið.
Sigríður og Finnbogi.
Mig langar í fáum orðum að
minnast vinar míns, svila og
svaramanns, sem í dag er borinn
til hinstu hvílu, eftir erfið en stutt
veikindi.
Fundum okkar bar fyrst sam-
an, er hann kom suður sem stúd-
ent frá MA, og lagði stund á lög-
fræði í Háskóla Íslands. Hann var
þá trúlofaður Láru, eftirlifandi
eiginkonu sinni. Þórður æfði
körfuknattleik með Íþróttafélagi
stúdenta. Kom ég þar nokkuð við
sögu sem dómari, ekki veit ég
hvort hann var ánægður með mig
þar, en hann lét það aldrei í ljós.
Þegar við Svana giftum okkur,
leitaði ég til Þórðar, eða Tóta,
eins og hann var alltaf kallaður af
vinum sínum, að vera svaramaður
minn, þar sem fjölskylda mín var
búsett erlendis. Það var auðsótt
mál.
Með náminu vann hann í
Bankaeftirliti Seðlabankans, þar
sem hann var fastráðinn að námi
loknu. Þar starfaði hann í um það
bil 25 ár. Frá árinu 1998 var hann
ráðinn sem sérfræðingur hjá Al-
þjóðagjaldeyrissjóðnum í Wash-
ington á sviði fjármálastofnana,
með ráðgjöf til seðlabanka aðild-
arríkja sjóðsins.
Við hjónin minnumst margra
samverustunda með Tóta og
Láru. Gestrisni þeirra áttu sér
ekki takmörk. Glaðlyndi og
kímnigáfa var alltaf í hávegum
höfð. Við heimsóttum þau um
páska í Kringsja, þar sem Tóti
var við framhaldsnám í Háskól-
anum í Ósló. Einnig til Barbados,
en þar var hann í 3 ár hjá CAR-
TAC, á vegum AGS.
Þegar við Svana „stungum af“
úr landi í þrígang vegna „stóraf-
mæla“, þá varð Washington hjá
Tóta og Láru fyrir valinu. Síðast í
desember síðastliðinn, þar sem
við Tóti gátum tekið nokkrar
hraðskákir. Hann hafði þá greinst
með sjúkdóm þann, sem að lokum
batt enda á lífsferilinn, þrátt fyrir
hetjulega baráttu.
Nú þegar leiðir skiljast þökk-
um við Svana fyrir allt og erum
þakklát fyrir að hafa kynnst heið-
ursmanninum Þórði Ólafssyni.
Láru og fjölskyldu sendum við
innilegar samúðarkveðjur.
Marinó H. Sveinsson.
Traustur, hlýr, glaðvær, kapp-
samur. Þessi orð koma í hugann
þegar við hugsum til Tóta, vinar-
ins kæra, sem við kveðjum í dag.
Trygg vinátta Láru og Tóta í
áratugi hefur ætíð verið okkur
mikils virði. Á þá vináttu hefur
aldrei borið skugga og ekkert
breyst, þótt dvöl þeirra erlendis á
síðustu árum hafi orðið til þess að
samverustundirnar urðu færri.
Það var auðvelt að leita til Tóta.
Hjálpsemi var honum í blóð bor-
in.
Okkar kynni hófust á mótunar-
árum okkar í Menntaskólanum á
Akureyri. Skólastjórasonurinn
var, eins og við öll, að byrja að
takast á við lífið, og til í gleðskap
og ærsl eins og ungu fólki er tamt.
Allt var það saklaust og skemmti-
legt. Hann hafði fengið í heiman-
mund úr föðurhúsum ábyrgðar-
kennd og samkennd með
meðborgurum sínum, sem voru
eiginleikar sem fylgdu honum alla
tíð, þótt gamanmál fylgdu gjarn-
an með. Í MA var mikið sungið og
við lærðum ýmis lög og texta, sem
gjarnan hafa fylgt hópnum. Þar
var Tóti á heimavelli, enda söng-
elskur mjög.
Við höfðum hlakkað til þess að
þau flyttu aftur heim og gerðum
ráð fyrir að við ættum eftir að
eiga margar góðar stundir sam-
an. Við söknum góðs vinar, sem
kvaddi alltof snemma. Eftir lifa
minningar um góðan dreng.
Hann var svo lánsamur að eignast
frábæran lífsförunaut og vel gerð
börn, tengdasyni og barnabörn.
Síðustu vikur hefur hugur okkar
verið hjá þeim og við höfum dáðst
að samheldni og æðruleysi þeirra
allra.
Láru, Gígju, Orra, Silju og fjöl-
skyldum þeirra vottum við okkar
dýpstu samúð.
Sigrún og Hákon.
Fleiri minningargreinar
um Þórð Ólafsson bíða birt-
ingar og munu birtast í blað-
inu næstu daga.
MINNINGAR 33
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. MARS 2012
✝ Ingibjörg Eyj-ólfsdóttir
fæddist í Reykjavík
23. október 1925.
Hún lést á Hrafn-
istu í Hafnarfirði
24. febrúar 2012.
Foreldrar henn-
ar voru Eyjólfur
Jóhannsson f.
27.12. 1895, d. 1.4.
1959 og Helga Pét-
ursdóttir f. 12.3.
1894, d. 5.1. 1979. Systkini henn-
ar voru Ásthildur Eyjólfsdóttir
Finley f. 28.9. 1917, d. 22.7. 2006
og Jóhann Eyjólfsson f. 19.5.
1919, d. 3.1. 2006. Eiginmaður
hennar var Kristján Ragnar
Hansson f. 10.1. 1926, d. 22.9.
1958. Börn þeirra hjóna eru
Hans Kristjánsson
f. 27.9. 1945, d.
13.6. 2008. Helga
Kristjánsdóttir f.
25.11. 1948, d. 6.1.
1955. Eyjólfur
Kristjánsson f. 17.5.
1951. Pétur Krist-
jánsson f. 12.3.
1956, d. 10.11.
2008. Helga Krist-
jánsdóttir f. 12.5.
1958. Ingibjörg var
uppalin í Reykjavík en bjó
megnið af sínum hjúskap-
arárum i Sveinatungu í Garða-
bæ. Starfaði sem kennari í
Garðaskóla.
Útför Ingibjargar fer fram
frá Garðakirkju í dag, föstudag-
inn 2. mars 2012, kl. 15.
Elsku mamma, amma og
langamma okkar, takk fyrir sam-
veruna og allar góðu stundirnar,
þín verður sárt saknað. Hér er
bænin sem þér þótti svo vænt
um.
Drottinn vakir, Drottinn vakir
daga og nætur yfir þér.
Blíðlynd eins og besta móðir
ber hann þig í faðmi sér.
Allir þótt þér aðrir bregðist,
aldrei hann á burtu fer.
Drottinn elskar, – Drottinn vakir
daga og nætur yfir þér.
(Sigurður Kristófer Pétursson)
Eyjólfur, Guðrún,
Ragnar, Elísa Líf, Jóel
Ingi, Inga, Haraldur,
Aníta Ósk, Andri Snær,
Inga Lind, María, Helga,
Gisle, Björk, Ísak og
Máni.
Nú hafa þau öll kvatt Óðins-
götu 5 frændsystkinin, Ásta, Jó-
hann og nú nafna mín Ingibjörg
Eyjólfsdóttir.
Ég leit upp til hennar frænku
minnar þegar hún stóð með stúd-
entshúfuna fyrir framan Mennta-
skólann vorið 1945. Hún hafði
fengið í vöggugjöf góðar gáfur og
létta kímni. Við vorum af sama
stofni þeirra sem byggðu upp
þetta samfélag með frelsi ein-
staklingsins að leiðarljósi.
Ég kveð þig frænka mín með
ljóði föðursystur þinnar og móð-
ur minnar.
Þú hirtir ekki um heimsins dóma
en hertir lund við hvert eitt sár,
og lifðir þér til láns og sóma
lífsins fram á hinsta ár.
(Guðrún Jóhannsd. frá Brautarholti.)
Ingibjörg Bergsveinsdóttir.
Ingibjörg
Eyjólfsdóttir
✝ Ingibjörg Ein-arsdóttir
fæddist í Klöpp,
Miðneshreppi, 26.
maí 1926. Hún
lést á hjúkr-
unarheimilinu
Mörk, 24. febrúar
sl. Hún var dóttir
hjónanna Einars
Helga Magn-
ússonar f. 8.2.
1902, d. 27.10.
1985, og Ólínu Jónsdóttur, f.
24.9. 1899, d. 27.12. 1980.
Systkini Ingibjargar voru:
Ari, f. 13.9. 1928, d. 29.11.
1970, Magnea, f. 4.11. 1932,
d. 26.11. 2003, Jón Karl, f.
8.7. 1936, sammæðra Friðrik
Sigurðsson, f. 25.11. 1920, d.
10.4. 1974. Ingibjörg giftist
1.5. 1951 Kjartani Helgasyni,
kennara og síðar ferða-
málafrömuði frá Reykjavík, f.
10.6. 1922, d. 19.5. 2009. For-
eldrar hans voru Helgi Bald-
vin Þorkelsson, f. 16.12. 1886,
1978, d. 14.2. 1978. Einar
Helgi, f. 22.12. 1952, giftur
Rakel Salóme Eydal f. 8.1.
1976, dóttir þeirra, Sara
Fönn, f. 4.8. 1995. Gunnar
Bragi, f. 28.2. 1957, d. 15.11.
2001, var í sambúð með
Ragnheiði Hildi Skarphéð-
insdóttur, f. 15.6. 1964, d.
1.11. 2008, dóttir þeirra Hild-
ur Imma, f. 7.6. 1987, barns-
faðir hennar, Alexander Haf-
þórsson, f. 31.7. 1986, dóttir
þeirra, Amelía Nótt, f. 23.4.
2010. Gunnar Bragi var í
sambúð með Hugrúnu Auði
Jónsdóttur, f. 30.10. 1960,
dóttir þeirra Aðalheiður
Björg, f. 11.10. 1996, þau
slitu samvistum. Drengur, f.
25.5. 1955, d. í júní sama ár.
Ingibjörg stundaði nám við
Kvennaskólann á Blönduósi
frá 1943-44. Útskrifaðist sem
sjúkraliði 1971. Starfaði sem
sjúkraliði á Landakoti, Sjálfs-
björgu og Hrafnistu. Vann á
símstöðinni í Sandgerði og
fékkst mikið við saumaskap
alla sína ævi.
Ingibjörg verður jarð-
sungin frá Aðventkirkjunni í
Reykjavík í dag, föstudaginn
2. mars 2012, og hefst athöfn-
in kl. 15.
d. 8.7. 1970, og
Guðríður Sig-
urbjörnsdóttir, f.
6.10. 1898, d. 3.1.
1983. Börn þeirra:
Björg, f. 6.5.
1950, giftist Sig-
urði Sigurðssyni,
þau skildu, þeirra
sonur Kjartan
Sigurðsson, f.
5.10. 1975, var í
sambúð með Rósu
Kristínu Pálsdóttur, f. 11.4.
1968, dóttir þeirra Kamilla
Björg, f. 7.12. 1998, þau slitu
samvistum. Var í sambúð með
Dagmar Lilju Jónasdóttur, f.
19.7. 1970, börn þeirra:
Aþena Mist, f. 2.1. 2005, og
Viktor Snær, f. 10.4. 2007,
þau slitu samvistum. Er í
sambúð með Guðrúnu Guð-
mundsdóttur, f. 5.1. 1974. Ól-
ína Ben, f. 4.7. 1951, d. 29.1.
2005, maki Guðjón Ben Sig-
urðsson, f. 4.8. 1947, barn
þeirra Guðmundur, f. 13.2.
Margar ljúfar minningar
renna í gegnum huga minn er
ég hugsa til baka við andlát
Immu ömmu minnar sem ég
ólst meira og minna upp hjá
inni á Langholtsvegi.
Amma var ekki bara besta
amma í heimi heldur var hún
líka einstakur vinur fyrir lítinn
strák og síðan ungling. Hún
skildi meira en flestir og ald-
ursmunurinn á milli okkar
hvarf um leið og við settumst
niður og ræddum málin. Hún
fann alltaf lausnir á vanda-
málum sem aðrir sáu ekki og
hafði einstakan húmor sem
hressti alla.
Minningabrot frá sumarbú-
staðaferðunum eru ógleyman-
leg og fyrsta ferðin mín til út-
landa með henni og afa. Þar
var hún hrókur alls fagnaðar,
teymandi okkur afa um öll
skúmaskotin í London leitandi
að einhverju sem gladdi þrett-
án ára strák.
Ferðalög voru henni líf og
yndi og það voru fá Evrópulönd
sem hún hafði ekki heimsótt
enda rak hún ferðaskrifstofu
um árabil ásamt afa mínum.
Ég er þakklátur fyrir allt
sem amma Imma gerði fyrir
mig í gegnum tíðina, uppeldið,
vináttuna og húsaskjólið sem
ég fékk við og við gegnum árin.
Elsku amma, guð geymi þig.
Þinn
Kjartan Sigurðsson.
Elsku amma Imma.
Það er sárt að kveðja þig í
síðasta sinn og mikið eigum við
eftir að sakna þín. Það var allt-
af gaman hjá okkur á Lang-
holtsveginum í heita pottinum,
þú dekraðir okkur vinkonurnar
með ömmudjús og poppi og
auðvitað kleinum líka. Ég á
fullt af góðum minningum um
þig og mun sko geyma þær vel.
Ég er svo ánægð að Amelía
Nótt fékk að kynnast þér og að
þú náðir að prjóna sæta bangs-
ann handa henni. Hún skilur
auðvitað ekki af hverju það er
ekki hægt að heimsækja þig og
segir bara „hitta ömmu Immi
Immi Immi“ og þá segi ég við
hana að þú sért núna farin að
lúlla en hún verður bara reið
og skilur ekki þessa frekju í
mér. Já, það er erfitt að út-
skýra þetta fyrir svona ungu
barni. Núna ertu komin til
allra barnanna þinna sem þú
varst búin að missa og auðvitað
afa líka. Þú verður að kyssa
pabba og mömmu frá okkur
systrum og auðvitað litlu afa-
og ömmuprinsessunni henni
Amelíu Nótt. Ég segi aftur
eins og ég sagði við þig í síð-
asta sinn fyrir aðeins nokkrum
dögum síðan: „Ég elska þig,
amma mín“ og þá sagðir þú:
„Elska þig líka.“ Ég mun aldr-
ei gleyma þér, sofðu rótt.
Þín ömmustelpa,
Hildur Imma.
Það tilheyrir því að eldast að
kveðja æ fleiri fjölskyldumeð-
limi og vini og nú er lífshlaupi
Immu lokið. Það var alltaf mik-
ið samband milli Immu og
systkinanna og svo afa og
ömmu í Klöpp og því mynd-
uðust góð kynni milli alls þessa
fólks, kynni sem hafa gert
manni svo gott. Oft var kátt í
höllinni þegar komið var sam-
an. Imma var alltaf lífleg og
hress enda dró hún ekki af sér
í leik eða starfi frekar en hin
systkinin.
Imma var hörkudugleg í öllu
sem hún tók sér fyrir hendur
og ekki var hún hrædd við að
gera eitthvað sem þótti ekki al-
vanalegt á þeim tíma. Þær hafa
ekki verið margar átján ára
stúlkurnar sem ferðuðust með
togara til Skotlands á þeim
tíma. Það var líka sjaldgæft
fyrir fjörutíu árum að kona á
fimmtugsaldri færi að læra til
sjúkraliða, en svona var Imma
– og allt gert af svo mikilli já-
kvæðni og dugnaði. Hún var
líka mjög dugleg í höndunum;
saumaði, lagði parket og flísar,
gerði við tól og tæki. Hún var
alls óhrædd við að gera, reyna
og prófa eitthvað nýtt.
Þegar Karen flutti til lands-
ins var Imma einstaklega
hjálpleg og góð við hinn nýja
fjölskyldumeðlim sem var að
reyna að fóta sig í framandi
landi. Fyrr á árinu hafði hún
komið með mömmu og Kalla til
brúðkaups okkar í Norður-Kar-
ólínu.
Imma dreif afa og ömmu í
heimsókn til okkar í Englandi
um páskana 1974. Það var í
fyrsta skipti sem gömlu hjónin
flugu, bæði komin á áttræðis-
aldur, og áttum við virkilega
góðar stundir á ferðalögum um
suðurhluta Englands.
Seinni ár Immu og Kjartans
voru erfið. Þau misstu allt eins
og sagt er en einnig urðu þau
að horfa á bak tveimur barna
sinna eftir erfiða sjúkdómslegu.
En alltaf var indælt að heim-
sækja þau bæði, og svo Immu
eftir að Kjartan hvarf af svið-
inu. Hún var alltaf hress og líf-
leg þó kvillar og elli væru að
hrjá hana. Hún hafði orð á því
að ekki væri gaman að verða
gömul, en hún kvartaði á já-
kvæðan hátt og gat hlegið með.
Hláturmildin einkenndi hana til
hins síðasta.
Svona gengur það hjá þeim
sem fá að eldast og verða gaml-
ir; heilsubrestur og áföll vilja
oft verða hlutskipti þeirra en
það jákvæða er að geta verið
með ástvinum sínum svo lengi.
Og svo geta vonandi sem flestir
öðlast huggun við hinn afger-
andi boðskap Jesú Krists um
upprisuna og eilíft líf þó þeir
hafi ekki endilega haft mörg
orð um þessa fögru og sælu von
sem hefur verið svo mörgum
huggun í lífsins ólgusjó.
Það var einstaklega gott að
þekkja Immu og hún hefur
kennt okkur margt. Henni sé
þökk fyrir allt það sem hún var
okkur.
Við sendum Björgu, Einari
Helga og fjölskyldum þeirra,
öllum ömmubörnum Immu og
öðrum ástvinum innilegar sam-
úðarkveður. Í Guðs friði.
Einar Valgeir og
Karen Elizabeth.
Hún var einstök perla.
Afar fágæt perla,
skreytt fegurstu gimsteinum
sem glitraði á
og gerðu líf samferðamanna hennar
innihaldsríkara og fegurra.
Fáar perlur eru svo ríkulega búnar,
gæddar svo mörgum af dýrmætustu
gjöfum Guðs.
Hún hafði ásjónu engils
sem frá stafaði ilmur
umhyggju og vináttu,
ástar og kærleika.
Hún var farvegur kærleika Guðs,
kærleika sem ekki krafðist endur-
gjalds.
Hún var vitnisburður
um bestu gjafir Guðs,
trúna, vonina, kærleikann og lífið.
Blessuð sé minning einstakrar perlu.
Elsku Björg, Einar Helgi og
fjölskyldur, guð gefi ykkur
styrk.
Elsku pabbi minn, Guð gefi
þér styrk. Missir þinn er líka
mikill, þið Imma voruð einstök
systkini, sterk bönd á milli ykk-
ar og þér þótti svo ofur vænt
um Immu þína.
Megi elsku Imma mín hvíla í
friði.
Alda Karlsdóttir og
fjölskylda, Flórída.
Ingibjörg
Einarsdóttir
HINSTA KVEÐJA
Elsku langamma.
Ennþá geymast í minni mér
margar stundir í faðmi þér,
sumar og gleði sífellt hér
og sólskin í augum bláum.
En svo kom haustið og eftir er
aðeins leikur að stráum.
(Ragnheiður Sveinbjörnsdóttir)
Minningin um þig gerir
veröldina betri.
Kamilla Björg, Aþena
Mist, Viktor Snær og
Amelía Nótt.