Morgunblaðið - 02.03.2012, Blaðsíða 30
30 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. MARS 2012
✝ Baldvina Gunn-laugsdóttir,
húsmóðir og mat-
ráðskona, fæddist á
Dalvík 6. apríl 1925.
Hún lést 21. febrúar
á dvalarheimilinu
Hlíð. Hún var dóttir
hjónanna Gunn-
laugs Guðjónssonar
og Sesselju Krist-
ínar Sigurjóns-
dóttur.
Hún ólst upp á Dalvík en
fluttist til Akureyrar þegar hún
hóf eigin búskap. Baldvina gift-
ist þann 30. desember 1946
Sölva Antonssyni, f. 26. nóv.
1906, d. 2. jan. 1967. Þau eign-
uðust átta börn; 1) Anton Sölva-
son, f. 25. mars 1947. Maki hans
er Anna Vigfúsdóttir, f. 8. apríl
1948. 2) Margrét Kristín Sölva-
dóttir, f. 13. nóv. 1948. Maki
hennar er Þröstur
Guðjónsson, f.
26.apríl 1947. 3)
Gunnlaugur Sölva-
son, f. 6. nóv. 1951.
Maki hans er Hall-
dóra Garð-
arsdóttir, f. 30.
desember 1953. 4)
María Jakobína
Sölvadóttir, f. 29.
sept. 1955. 5) Sölvi
Sölvason, f. 10.
júní 1957, d. 18. sept. 1986. Maki
hans var Ólöf Ananíasardóttir,
f. 3. mars 1957. 6) Egill Sölva-
son, f. 25. sept. 1958. Maki hans
er Auðbjörg Bára Guðmunds-
dóttir, f. 28. ágúst 1962. 7) Guð-
finna Sölvadóttir, f. 7. júlí 1961.
Maki hennar er Konráð Gunn-
arsson, f. 15.janúar 1956. 8)
Ragna Dagmar Sölvadóttir, f.
16. apríl 1964, d. 6. feb. 2007.
Maki hennar var Guðmundur
Logi Óskarsson, f. 5 febrúar
1960.
Baldvina og Sölvi bjuggu all-
an sinn búskap á Akureyri,
lengst af í Eiðsvallagötu 26.
Baldvina var húsmóðir stóru
fjölskyldunnar á meðan börnin
uxu úr grasi en eftir fráfall eig-
inmannsins stóð hún ein uppi
með allan hópinn og hóf störf á
vinnumarkaði. Hún starfaði alla
tíð við matseld í stórum og
smáum mötuneytum, vann m.a. í
mötuneyti Kröfluvirkjunar um
árabil. Lengst starfaði Baldvina
í mötuneyti Sláturhúss KEA og
urðu samferðamenn og konur
þar margir sem fengu á henni
mikla matarást, enda hafði hún
mikla unun af því að metta
svanga maga.
Baldvina bjó alla tíð í Eiðs-
vallagötunni fyrir utan sl. tvo
mánuði, en þá dvaldi hún á Dval-
arheimilinu Hlíð á Akureyri og
líkaði afar vel.
Baldvina verður jarðsungin
frá Akureyrarkirkju í dag, 2.
mars 2012, og hefst athöfnin kl.
13.30.
„Að gefa af eigum sínum er lítil gjöf. Hin
sanna gjöf er að gefa af sjálfum sér. Til
eru þeir sem gleðjast þegar þeir gefa og
gleðin er laun þeirra."(Kahlil Gibran)
Fáa þekki ég sem þessi orð
spámannsins eiga betur við en
Baldvinu tengdamóður mína. Ég
kom fyrst í „Böldubæ“ stuttu eftir
að ég kynntist Gulla syni hennar,
þá tæplega 17 ára gömul. Ég fann
strax að þarna fór einstök kona
sem mætti þrengingum sínum af
æðruleysi. Hún var fordómalaus
og tók öllum opnum örmum enda
leituðu til hennar margir þeir sem
fundu sig minni máttar í þjóð-
félaginu. Hún hafði alltaf tíma til
að hlusta og spjalla en sagði fólki
líka til syndanna með nokkrum
vel völdum orðum ef það átti við.
Hún gat stundum verið þver en
oftast stríðin og hrekkjótt og fann
upp á ýmsu til að krydda til-
veruna, sem var ekki alltaf eins og
hún hefði helst kosið fyrir sig og
börnin sín. Það var oftast fjöl-
mennt í Eiðsvallagötunni og alltaf
var fyrsta hugsun hennar að allir
fengju nóg að borða. Ilmur af
kjötsúpu var það fyrsta sem fjöl-
skylda okkar Gulla fann þegar
hún kom í heimsókn. Balda elsk-
aði íslenskan mat, lambalæri, sig-
inn fisk og hangikjöt að ógleymd-
um hákarlinum, sem hún kenndi
sonum okkar að meta. Hún hafði
yndi af að spá í bolla og spádómar
hennar um lukkustólpa og tví-
burafæðingar reyndust hverju
orði sannari. Frá upphafi mynd-
uðust góð tengsl á milli okkar
Böldu. Vinátta sem varð sterkari
með árunum og aldrei bar
skugga á. Hún kenndi mér margt
um lífið og tilveruna án þess að
hafa um það mörg orð. Hún var
hvunndagshetja með einstaklega
létta lund og kvartaði aldrei þó líf
hennar væri svo sannarlega ekki
dans á rósum.
Eftirfarandi ljóð Jóhannesar
úr Kötlum finnst mér lýsa vel
persónuleika hennar í baráttunni
við lífið og dauðann.
Þitt starf var farsælt, hönd þín hlý
og hógvær göfgi svipnum í.
Þitt orð var heilt, þitt hjarta milt
og hugardjúpið bjart og stillt.
En styrrinn aldrei stóð um þig,
- hver stormur varð að lægja sig,
er sólskin þinnar sálar skein
á satt og rétt í hverri grein.
Loks beygði þreytan þína dáð,
hið þýða fjör og augnaráð;
sú þraut var hörð – en hljóður nú
í hinsta draumi brosir þú.
(Jóhannes úr Kötlum)
Hjartans kveðjur frá Gulla og
Rúnari, Arnari, Bjarka, Garðari
og börnum þeirra með þakklæti
fyrir allt sem þú varst þeim.
Minningin um einstaka konu
Baldvina
Gunnlaugsdóttir
✝ Herdís Guð-mundsdóttir
fæddist 11. október
1910 í Neðri-
Hundadal í Mið-
dölum. Hún lést 26.
febrúar 2012 á
Dvalarheimili aldr-
aðra í Borgarnesi á
102. aldursári. For-
eldrar hennar voru
Guðmundur Klem-
enzson, f. 1849, d.
1932, og Guðrún
Jónsdóttir, f. 1868, d. 1921. Her-
dís átti tvö alsystkin; Halldór, f.
1907, d. 1921, og Rannveigu, f.
1909, d. 1973. Faðir Herdísar
átti þrjú börn frá fyrra hjóna-
bandi sem öll eru látin. Herdís
var aðeins 11 ára þegar móðir
hennar lést og flutti hún þá
ásamt Rannveigu systur sinni til
föðurbróður síns; Jóns Klem-
enzsonar og konu hans Guð-
rúnar Finnsdóttur. Þar ólust
systurnar upp við gott atlæti.
Þegar Herdís stálpaðist fór hún
í kaupavinnu að Fellsenda á
sumrin og til Reykjavíkur á vet-
urna. Hún var einn vetur í Hús-
mæðraskólanum á Staðarfelli.
Þann 6.5. 1939 giftist Herdís
Finni Klemenzsyni, f. 1.12. 1907,
d. 2.9. 1989. Þau hófu sinn bú-
skap að Stóru-Skógum í Staf-
holtstungum þar sem þau
bjuggu í eitt ár. Þaðan fluttu
mundsson, f. 11.12. 1934, d. 14.4.
2007. Þeirra dætur eru: 1. Linda
Salbjörg, f. 1968, maki Bergur
Gestur Gíslason, f. 1970. Synir
þeirra eru Gísli Garðar, f. 2003
og Guðmundur Fróði, f. 2008. 2.
Edda Herdís, f. 1972, maki
Hörður Kvaran, f. 1970. Þeirra
börn eru Ari, f. 1997, Kári, f.
2002 og Sif, f .2007. 3. Alda
Björk, f. 1978, maki Hrannar
Örn Hauksson, f. 1972. Þeirra
dætur eru Sigrún Freyja, f.
2003, Álfrún Embla, f.b2007 og
Vala Rún, f. 2010. C) Guð-
mundur Óskar Finnsson, f. 28.7.
1950, maki Anna Hjálmarsdótti,
f. 24.4. 1951, d. 15.12. 1992.
Hennar börn eru Hjálmar, f.
1974, Elín María, f. 1975 og
Friðberg Helgi, f. 1978. Seinni
maki Guðmundar er Guðrún
Fjeldsted, f. 30.12. 1952. Hennar
börn eru Sigurður, f. 1980, Guð-
laugur, f. 1985 og Þórdís, f.
1993.
Herdís flutti á Dvalarheimili
aldraðra í Borgarnesi 1994 og
naut þar góðrar aðhlynningar
allt fram á síðasta dag. Hún var
heilsuhraust og vel ern og hafði
fótavist þar til hún veiktist
skyndilega í síðustu viku.
Útför Herdísar fer fram frá
Borgarneskirkju í dag, 2. mars
2012, og hefst athöfnin kl. 14.
Jarðsett verður í Hvamms-
kirkjugarði í Norðurárdal.
þau að Lundi í
Þverárhlíð, en eftir
5 ára búsetu þar
færðu þau sig árið
1945 að Hóli í Norð-
urárdal. Börn Her-
dísar og Finns eru:
A) Þórir, f. 29.10.
1939, maki Rósa
Arilíusardóttir, f.
9.5. 1943. Þeirra
börn eru: 1. Herdís,
f. 1963, maki Stefán
Smári Skúlason, f.
1962, synir þeirra eru Finnur
Ingi, f. 1987 og Júlíus Þórir, f.
1991. 2. Kristín, f. 1965, maki
Ólafur Helgi Guðgeirsson, f.
1963. Dóttir Kristínar er Diljá, f.
2002. Fyrir á Ólafur þrjú börn.
3. Sævar, f. 1966. 4. Aðalsteinn
Ómar, f. 1968, maki Kolbrún
Sigurgeirsdóttir, f. 1966. Börn
þeirra eru Ragnar Smári, f.1998
og Rebekka Sif, f. 2003. Fyrir á
Kolbrún þrjú börn. 5. Heiðrún
Hulda, f. 1968, maki Arnar Þór
Elísson, f. 1965. Börn Huldu eru
Rósa, f. 1990 og Alex Þór, f.1
996. Fyrir á Arnar eina dóttur.
6. Eygló Erla, f. 1972, maki Jón
Valur Jónsson, f. 1971. Synir
þeirra eru Ernir, f. 1997 og
Skorri, f. 2003. 7. Halldór, f.
1974, maki Sólveig Jónsdóttir, f.
1974. Fyrir á Sólveig þrjú börn.
B) Sigrún Finnsdóttir, f. 26.12.
1941, maki Guðmundur Sæ-
Elsku mamma. Ég þakka þér
fyrir allar dýrmætu stundirnar
sem við höfum átt saman og ég á
eftir að sakna þín mikið. Minn-
ing þín mun lifa um ókomin ár.
Hvíl í friði og megi Guð og engl-
ar vaka yfir þér.
Við leggjum blómsveig á beðinn þinn
og blessum þær liðnu stundir
er lífið fagurt lék um sinn
og ljúfir vinanna fundir,
en sorgin með tregatár á kinn,
hún tekur í hjartans undir.
Við þökkum samfylgd á lífsins leið,
þar lýsandi stjörnur skína
og birtan himneska björt og heið,
hún boðar náðina sína
en Alfaðir blessar hvert ævinnar skeið
og að eilífu minningu þína.
(Vigdís Einarsdóttir)
Þín elskandi dóttir,
Sigrún.
Í sæ er sólin runnin
og sofnuð hver ein rós,
í fjarska hljóm ég heyri
og hugsa um stjörnuljós.
(Benedikt Gröndal)
Þegar ég sat við dánarbeð
ömmu sl. föstudag komu upp í
huga mér margar góðar minn-
ingar. Bestu minningarnar eru
þó frá því að ég var lítil stúlka
og heimsótti þau afa í sveitina.
Bjartir og áhyggjulausir sumar-
dagar við leik og störf. Við syst-
urnar vorum svo heppnar að
eiga sjö frændsystkin til að
leika við. Við áttum bú, óðum í
Norðurá og spiluðum fótbolta í
túninu hans afa þar til það var
orðið eitt moldarflag. Við lærð-
um líka að vinna, rákum kýr,
smöluðum kindum, vöskuðum
upp og hvaðeina. Amma var
fasti punkturinn í tilverunni,
alltaf var hún til staðar, sístarf-
andi. Hún var létt í spori, snögg
að öllu og oft raulaði hún við iðju
sína. Hún bakaði rúgbrauð í dós,
steikti flatkökur á eldavélar-
plötunni og bjó til kæfu og rúllu-
pylsu. Skemmtilegast af öllu
þótti henni að setja niður kart-
öflur og tína ber. Í fallegu stof-
unni hennar voru útsaumaðar
myndir á veggjum og blóm í
glugga með Baulu og Norðurá í
baksýn. Fyrir framan eldhús-
gluggann ræktaði hún blómabeð
og þar fyrir neðan blakti þvott-
ur á snúru.
Amma var létt í lund og hafði
gaman af spaugilegum hliðum
tilverunnar. Hún var hógvær og
gerði lítið úr verkum sínum.
Mér er mjög minnisstæð heim-
sókn mín til hennar í janúar
1993 þegar hún var 82 ára. Til-
gangur heimsóknarinnar var að
taka við hana viðtal, þar sem ég
var þá í kvennasögu í Háskól-
anum. Mig langaði að skrifa rit-
gerð um líf hennar, því að hún
hafði upplifað svo miklar breyt-
ingar á samfélaginu. Í fyrstu lét
hún sér fátt um finnast og taldi
sig ekki hafa frá neinu merki-
legu að segja, en eftir að hafa
sannfært hana um að ég væri
ekki að leita eftir neinum afrek-
um samþykkti hún að segja mér
frá sjálfri sér. Það var lærdóms-
ríkt fyrir mig að skrifa sögu
ömmu, sögu konu sem maður
hafði þekkt alla ævi en vissi
samt svo lítið um. Núna þegar
hún er fallin frá er ómetanlegt
að eiga þessi minningabrot.
Síðustu sautján ár ævi sinnar
dvaldi amma á dvalarheimili
aldraðra í Borgarnesi. Hún var
ern fram á síðasta dag og var
alltaf jafn áhugasöm um fólkið
sitt. Hún var kát og alltaf stutt í
hláturinn. Henni gat þó mislíkað
ef henni fannst hún ekki heim-
sótt nógu oft eða ef leið of lang-
ur tími milli símtala. Alltaf
kvaddi hún mig með hlýjum og
kærleiksríkum orðum. Elsku
amma, nú kveð ég þig með sorg í
hjarta en jafnframt þakklæti
fyrir allar samverustundirnar.
Linda Salbjörg
Guðmundsdóttir.
Í dag fylgi ég yndislegri
ömmu minni, henni Herdísi
Guðmundsdóttur, til grafar.
Fyrstu minningar mínar af
ömmu eru úr sveitinni. Ég sé
hana fyrir mér í litla eldhúsinu,
sem var svo stórt í minningunni,
bakandi flatbrauð eða steikjandi
kjötbollur. Það var alltaf til-
hlökkunarefni að heimsækja
ömmu og afa í sveitina, þar voru
móttökurnar góðar og mikið æv-
intýri fyrir lítið borgarbarn að
kynnast sveitalífinu. Það var líf
og fjör á bænum, enda bjuggu
Þórir, móðurbróðir minn, Rósa
konan hans og sjö börn þeirra,
einnig á Hóli. Ég man eftir að
hafa skottast með ömmu að gefa
hænsnunum en hún hafði mikla
ánægju af því að sinna þeim.
Ófáar ferðirnar voru farnar út í
fjós að sækja mjólk í tankinn
enda mannmargt heimili og
mikið um gesti. Búrið hennar
ömmu var afar spennandi í
barnsaugunum og hafði suðu-
súkkulaðið óneitanlega aðdrátt-
arafl.
Herdís Guðmundsdóttir
✝
Ástkær dóttir okkar, móðir, tengdamóðir og
amma,
SVAVA S. HJALTADÓTTIR,
lést á Landspítalanum í Fossvogi föstudaginn
24. febrúar.
Útförin fór fram í kyrrþey.
Við sendum þakkir til allra sem veittu okkur
stuðning og sýndu okkur hlýhug.
Kristín Björg Svavarsdóttir, Hjalti Guðmundsson,
Kristín Björg Kristjánsdóttir, Bernódus Sveinsson,
Ingibjörg Jónasdóttir, Jo Berger Myhre,
Birna Dröfn Jónasdóttir, Sævar Jökull Björnsson,
Atli Jónasson, Magnea Rut Mattíasdóttir
og fjölskyldur.
✝
Bróðir okkar, mágur og frændi,
KRISTJÁN GUÐMUNDSSON,
Sunnuhvoli,
Vatnsleysuströnd,
sem lést á hjartadeild Landspítalans
mánudaginn 20. febrúar, verður jarðsunginn
frá Háteigskirkju í Reykjavík mánudaginn
5. mars kl. 15.00.
Ágúst S. Guðmundsson,
Guðfinna E. Guðmundsdóttir, Kjartan Egilsson,
Ragnar Már Kjartansson,
Hlynur Örn Kjartansson, Tara Pétursdóttir,
Natalía Marín Hlynsdóttir.
✝
SVAVA EGGERTSDÓTTIR
frá Haukagili,
til heimilis að Skúlagötu 20,
Reykjavík,
lést laugardaginn 18. febrúar á Hornbrekku,
heimili aldraðra, Ólafsfirði.
Útför hennar fór fram í kyrrþey.
Bræðrabörn.
✝
Áskær móðir okkar, tengdamóðir, systir,
amma og langamma,
GUÐBJÖRG BJARNADÓTTIR
til heimilis að Kársnesbraut 17,
Kópavogi,
lést á líknardeild Landspítalans mánudaginn
27. febrúar.
Jarðarförin fer fram frá Kópavogskirkju, mánudaginn 5. mars
kl. 11.00.
Við þökkum starfsfólki Landspítalans góða umönnun.
Hellen S. Helgadóttir, Einar Eberhardtsson,
Bjarni Helgason, Sjöfn Guðmundsdóttir,
Eggert Helgason, Erla Sverrisdóttir,
Bjarni Ellert Bjarnason,
Sigríður Bjarnadóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Ástkær systir okkar, mágkona og frænka,
KRISTÍN HELGADÓTTIR,
Brekkubæ 3,
Reykjavík,
lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi,
miðvikudaginn 29. febrúar.
Útförin verður auglýst síðar.
Logi Helgason,
O. Stefanía Helgadóttir, Bergþór Engilbertsson,
Bryndís Helgadóttir,
Jón Tryggvi Helgason, Hrönn Ísleifsdóttir,
Helgi Þór Helgason, Soffía Jónsdóttir
og fjölskyldur.
✝
Áskær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir
og amma,
ÁSTA ELSASS JANSEN,
Malarási 12,
Reykjavík,
sem andaðist á Landspítalanum sunnu-
daginn 26. febrúar, verður jarðsungin frá
Árbæjarkirkju mánudaginn 5. mars kl. 13.00.
Poul Jansen,
Stefán Þór Jansen, Lilia Jansen,
Svend Jansen, Barbara Cacciamani,
Emma Caterina Jansen.