Morgunblaðið - 02.03.2012, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 02.03.2012, Blaðsíða 23
23 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. MARS 2012 Mottumars Sundknatteikur lögreglumanna á höfuðborgarsvæðinu og slökkviliðsmanna í Ásvallalaug í Hafnarfirði markaði upphaf átaks Krabbameinsfélagsins um karlmenn og krabbamein. Júlíus Í fyrradag sat sá, sem þetta ritar, fund svonefndrar Evrópustofu, sem kynnir sig sem hlutlæga upplýsingaveitu um málefni ESB. Nú er flest- um ljóst að Evrópusambandið er ekki hlutlaus stofnun held- ur hápólitísk. Þegar slík stofnun setur sér það mark- mið og þann metnað að stunda hlutlæga og ópólitíska upplýsingamiðlun, þá vekur slík yfirlýsing að sjálfsögðu spurningar, sem varða trú- verðugleika. Á sínum tíma var hér á landi rekin mikilvirk menn- ingar- og áróðursstofnun á vegum Sovétríkjanna, sem gekk undir nafninu MÍR. Þá starfaði hér einnig Upplýs- ingaþjónusta Bandaríkjanna (US Information Service). Fáir aðrir en starfsmenn þeirra stofnana létu sér detta í hug, að þar færi fram hlutlæg, hvað þá heldur hlutlaus upplýs- ingamiðlun. Munurinn var hins vegar sá, að Ísland hafði hvorki sótt um inngöngu í Bandaríki Norður-Ameríku né í Sov- étríkin. Hlutleysisyfirlýsingar slíkra stofnana voru því léttvæg lóð og spaugi- leg á vogarskálum tvískiptingar heims- ins á dögum kalda stríðsins. Upplýsingafund ESB á Hótel KEA sat m.a. Timo Summa, sendiherra ESB á Ís- landi. Hann lýsti því yfir að til stæði, væntanlega á vegum hans sjálfs og ESB, að skapa (create) umræðu um ESB á Ís- landi. Áður hafði Birna Þórarinsdóttir, framkvæmdastjóri Evrópustofu, lýst því yfir, að ekki stæði til að hafa áhrif á um- ræðuna. Ekki er ljóst hvort hér er um að ræða einfeldni eða tvöfeldni. Ég benti Timo Summa á, að umræða um ESB hefði farið fram á Íslandi frá því í lok níunda áratugar síðustu aldar, og hefði aukist til mikilla muna eft- ir að ríkisstjórnin sótti um aðild. Svaraði hann því til að hann hefði kynnt sér þá umræðu. Hún væri létt- væg og grunnfærin og ekki á nokkurn hátt sam- bærileg við þá umræðu og útgáfustarfsemi, sem farið hefði fram á Norð- urlöndum. Auðvitað er sjálfsöryggi góður eig- inleiki, en drýldni er það ekki, hvort sem hún er persónulegt framlag eða stunduð í nafni Evrópu- sambandsins. Þegar fulltrúar ESB tala af slíkri sjálfumgleði, þurfa þeir helst að varast að falla umsvifalaust í fyrstu gildruna sem gín við þeim, ekki síst ef þeir grafa hana sjálfir. Undir lok fundarins lauk Morten Jung, sem er yfirmaður Íslandsmála inn- an stækkunarskrifstofu ESB, „hlut- lægri“ umfjöllun um ESB með því að lýsa því yfir að ESB hefði reynst vera mjög úrræðagóð og traust stofnun í efnahagskreppunni og hefði nú leyst hana. Eftir allt það japl, jaml og fuður, sem einkennt hefur viðbrögð forystu ESB við skuldakreppu aðildarríkjanna, og alla þá óvissu sem enn ríkir um úr- lausn þess mikla máls, þá er það mjög svo huglægt mat, svo ekki sé dýpra tekið í árinni, að halda því fram að málið sé leyst. Alla vega er það víðs fjarri því sem á íslensku heitir hlutlæg umfjöllun. Fyrstu skref Upplýsingaskrifstofu ESB á Íslandi hér norðan heiða eru ekki gæfuleg. Eftir Tómas Inga Olrich » Fyrstu skref Upplýs- ingaskrifstofu ESB á Íslandi hér norðan heiða eru ekki gæfuleg. Tómas Ingi Olrich Höfundur er fyrrv. alþingismaður og ráðherra. Hlutlægt og huglægt Frá kristnitöku hefur kristinn siður verið kjölfesta í þjóðskipulagi og menningu þjóðarinnar. Nú er rætt hvort þess skuli áfram getið í stjórnarskrá, en þar stendur í 62. gr.: „Hin evangeliska lúterska kirkja skal vera þjóðkirkja á Íslandi og skal ríkisvaldið að því leyti styðja hana og vernda“. Þetta ákvæði und- irstrikar, að Þjóðkirkjan skuli varð- veita evangelískan og lúterskan sið í landinu, þjóna öllum landsmönnum óháð búsetu og stöðu og njóti til þess stuðnings ríkisvaldsins. Ef ákvæðið um Þjóðkirkjuna verður tekið út úr stjórnarskrá, þá er það áþreifanlegt skref til að rjúfa sam- búð kristni og þjóðar, ekki síst í ljósi þess að kirkjan er nú aðskilin frá ríkinu og er sjálfstætt trúfélag. Brottfall stjórnarskrárákvæðisins fjallar því ekki um aðskilnað ríkis og kirkju, heldur aðskilnað kristni og þjóðar, og hvort velferð og menning eigi áfram að byggjast á kristnum grundvelli. Sjálfstæð Þjóðkirkja Kirkjan er sjálfstætt trúfélag að lögum. Um hana gildir rammalöggjöf eins og þekkt er um frjáls fé- lög sem gæta almannahagsmuna t.d. í viðskipta- og menningarlífi. Kirkjan gerir samninga við ýmsa að- ila, m.a. við ríkið um kirkjujarðir þar sem afgjaldið stendur undir fjölþættri þjónustu kirkjunnar við fólkið í landinu. Ríkið sér um innheimtu sókn- argjalda fyrir kirkjuna og trúfélögin sem er hluti af tekjuskatti til hagræðis. Kirkjan hefur með hönd- um umsýslu dýrmætra menningarverðmæta og reynst kjölfesta í félags- og menningarlífi um land allt. Sóknarfólkið á kirkjuhúsin og felur sókn- arnefndum að sjá um viðhald þeirra og rekstur. Mikil öfugmæli væru að halda því fram, að sókn- arnefndirnar lytu forsjá ríkisns í þeim efnum. Það er því hrein tímaskekkja að tala um aðskilnað ríkis og kirkju, enda verður fátt um svör þegar spurt er: „Hvað á að aðskilja“? Sambúð kristni og þjóðar Sambúð kristni og þjóðar hefur verið farsæl. Þar hefur Þjóðkirkjan ríkar skyldur við menningarlífið og með þjónustu við fólkið í landinu. Nú hafa margir áhyggjur af, að sambúðin kunni að laskast ef ekki verður kveðið á um þjóðkirkju og kristinn sið í stjórn- arskrá. Ekki er víst að það muni skaða Þjóðkirkjuna, en hætt er við að stjórn- arskráin verði fátækari, kristin gild- isviðmið og kærkomnar hefðir í menn- ingarlífinu og mannréttindi almennings, sem nærast á kærleikans grunni trúarinnar, allt þetta muni veikjast. Verður það til að styrkja rétt- læti og velferð fólksins í landinu í kjöl- farið á efnahagslegu hruni? Þessu verður þó ekki breytt með ein- földum hætti, heldur með vönduðum undirbúningi eins og stjórnarskráin gerir sérstaklega ráð fyrir, en þar stendur í 79.gr: „Nú samþykkir Alþingi breytingu á kirkjuskipun ríkisins samkvæmt 62. gr. og skal þá leggja það mál undir atkvæði allra kosn- ingabærra manna í landinu til samþykktar eða synjunar og skal atkvæðagreiðslan vera leynileg.“. Af þessu má ljóst vera að sérákvæði gildir um breytingu á 62. gr. stjórnarskrár um evangelíska lúterska kirkju, sem ekki verður afgreidd með al- mennri skoðanakönnun, enda eru í húfi miklir hags- munir, ekki vegna stöðu Þjóðkirkjunnar gagnvart ríkisvaldinu, heldur varðar samfélag kristni og þjóðar. Viljum við enn „Ó, Guð vors lands, ó, lands vors Guð“? Eftir Gunnlaug S. Stefánsson »Brottfall stjórn- arskrárákvæð- isins fjallar því ekki um að- skilnað ríkis og kirkju, heldur aðskilnað kristni og þjóðar. Gunnlaugur Stefánsson Höfundur situr í kirkjuráði og er sóknarprestur í Heydölum. Aðskilnaður kristni og þjóðar?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.