Morgunblaðið - 02.03.2012, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 02.03.2012, Blaðsíða 31
mun ylja okkur um ókomin ár. Elsku Balda, takk fyrir að fá að vera samferða þér. Hvíl í friði. Þín, Halldóra Garðarsdóttir (Dóra). Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum) Mér þykir við hæfi að kveðja þig, yndislega, fallega amma mín, með þessari litlu bæn sem þú kenndir mér barnungri og hefur fylgt mér alla tíð. Um leið vil ég þakka þér fyrir að vera horn- steinn í mínu lífi, minn fasti punktur í tilverunni og endalaus uppspretta ástar og umhyggju. Alveg frá því ég man eftir mér hafa stundirnar sem við áttum saman verið yndislegar og mér mjög dýrmætar. Það var svo gott að koma til þín í Eiðsvallagötuna, heimilið þitt fallega var fullt af ást og hlýju. Í notalega horninu í eld- húsinu þínu fína var ró og friður og ekki sjaldan sem höfgi færðist yfir mig í því góða sæti. Það kom þó oftar en ekki fyrir að maður var drifinn úr sætinu til að taka nokkur dansspor með þér. Umhyggja þín var takmarka- laus og frá þér mátti enginn fara án þess að hafa þegið frá þér veit- ingar – annars var það „engin koma“ eins og þú orðaðir það. Af þér hef ég lært svo mikið. Lífið fór ekki mjúkum höndum um þig og oft var þröngt í búi hjá með stóra fjölskyldu. Aldrei misstir þú móðinn, aldrei misstir þú húmorinn og léttleikann sem var þitt aðalsmerki alla tíð. Oftar en einu sinni hefur sorgin bankað harkalega upp á í Eiðsvallagöt- unni. Þá var það þitt æðruleysi og gríðarlegur styrkur sem þú sýnd- ir og miðlaðir áfram. Kletturinn sterki, það varst þú alltaf, elsku amma mín. Fjölskyldan og velferð hennar var þér allt. Þú varst elskuð og dáð af börnum, tengdabörnum og barnabörnum. Elskan þín alla tíð hefur heldur betur borið ávöxt og er í dag þitt ríkidæmi. Stórfjöl- skyldan er samheldin, sterk, glað- vær og síðast en ekki síst stríðin, fyrir það þökkum við þér. Í dag drúpum við höfði í söknuði og sorg þegar við kveðjum þig í hinsta sinn. Við grátum vegna þess sem var gleði okkar og það varst þú svo sannarlega, elsku amma. Ég kveð þig með þínum orðum, Guð veri með þér. Baldvina Snælaugsdóttir. Elsku yndislega amma mín. Það er svo óraunverulegt að sitja og skrifa minningargrein um þig. Um Böldu ömmu mína með svarta hárið sitt, mjúku húðina og góðu lyktina. Erfitt að trúa að heimsóknirnar til þín í Eiðsvalla- götuna verði ekki fleiri. Frá því að ég flutti suður þegar ég var lítil hefur alltaf verið stór hluti af heimsóknum til Akureyrar að fara til Böldu ömmu. Það var svo notalegt að sitja hjá þér í stofunni og horfa á sjónvarpið og þú tókst ekki í mál annað en maður fengi sér eitthvað að borða. Ef maður neitaði þá gafstu ekki upp og spurðir á fimm mínútna fresti: „Viltu örugglega ekki fá þér neitt, þú hlýtur að vera svöng?“ og tald- ir upp allt sem var til þangað til maður fékk sér. Þannig varst þú bara, elsku amma. Þú vildir allaf að öllum liði vel og væru saddir. Og nánast alltaf þegar ég var hjá þér sofnaði ég í sófanum, það var svo notalegt og afslappað and- rúmslofið hjá þér að það kom allt- af einhver ró yfir mig. Elsku amma, manstu fyrir mörgum árum þegar ég, þú og mamma vorum á leið til Reykja- víkur. Ég hef verið í kringum 10 ára aldur. Það var brjálað veður og þoka á Holtavörðuheiðinni og ég var svo hrædd. En þú tókst mig í fangið, straukst mér um hárið og söngst fyrir mig þangað til við komum niður af fjallinu. Þarna bjóst þú til fallegustu minninguna okkar saman, sem við þreyttumst aldrei á að rifja upp. Ég er svo þakklát fyrir að eiga endalaust af góðum minningum um þig. Manstu þegar við mamma göbbuðum þig 1. apríl og sögðum að það væri mús inni hjá þér, og þú hoppaðir uppí stólinn þinn og gargaðir? Og þegar ég kom eitt sinn með sjeik handa þér, en sama hvað þú reyndir gastu ekki sogið hann upp rörið og dauðbrá svo þegar þér tókst það og við hlógum eins og brjálæðingar? Síðustu stundirnar okkar sam- an voru yndislegar. Við mamma gistum hjá þér, áttum svo nota- legt kvöld. Og daginn eftir málaði ég þig og þú varst svo ánægð með þig, enda svo falleg. Svo tókum við upp jólaskrautið saman og sungum. Þegar ég kvaddi þig sagðir þú við mig það sem þú sagðir alltaf: „Guð veri með þér.“ Núna er ekki bara Guð með mér, heldur þú líka. Betri verndarengil er ekki hægt að hugsa sér, elsku amma mín. Ég veit að þér líður vel núna, búin að fá langþráða endurfundi við Rögnu, Sölvana þína, foreldra þína, systkini og alla hina. Eftir sitjum við og söknum þín svo sárt, hláturs þíns og stríðn- innar. Enginn í fjölskyldunni mun nokkurn tíma horfa á Glæstar vonir, finna lyktina af Nivea- kremi eða borða kjötsúpu án þess að hugsa til þín. Elsku amma. Ég var svo eyði- lögð yfir að hafa ekki náð að koma í tæka tíð til að kveðja þig. En núna trúi ég því að þú hafir ákveð- ið að síðasta minningin okkar ætti að vera þessi dýrmæta stund sem við áttum saman síðast. Þú vildir ekki að ég sæi þig jafn veika og þú varst orðin. Núna ertu komin á betri stað, en ég mun aldrei efast um að þú fylgist með okkur. Ég er og mun alltaf vera óendanlega þakklát og stolt af því að vera afkomandi þinn. Hvíldu í friði, elsku hjartans amma mín. Margrét Björk Jónsdóttir. MINNINGAR 31 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. MARS 2012 Stundum komu amma og afi í heimsókn til okkar í Reykjavík og mikið var nú alltaf notalegt að fá þau inn á heimilið. Þá fannst ömmu gaman að rölta út í Hagabúð og skoða úrvalið enda óhægt um vik að skjótast út í búð í sveitinni. Amma flutti á Dvalarheimilið í Borgarnesi fyrir tæpum 18 ár- um síðan. Amma var mikil fé- lagsvera og hafði gaman af að fá heimsóknir og símtöl, enda var hún sjálf svo ótrúlega dugleg að hafa samband við fólkið sitt og spyrja um heilsu og hagi afkom- enda sinna. Það var gaman að heimsækja ömmu á Dvalar- heimilið. Hún sat jafnan á rúm- stokknum, alltaf snyrtileg og vel til fara og hlustaði oftar en ekki á hljóðbækur. Amma tók alltaf vel á móti manni, hlý og með bros á vör. Hún hafði gam- an af að hitta langömmubörnin og þau hana, og fannst dætrum mínum mjög merkilegt að eiga yfir 100 ára gamla langömmu. Ég á eftir að sakna þess mikið að geta ekki heimsótt ömmu og fá ekki fleiri símtöl frá henni. Ég þakka fyrir það hversu lengi amma var hjá okkur og fyrir það hversu skýr hugsun hennar var þrátt fyrir háan aldur. Mig langar að láta kvæðið, sem amma kenndi mér þegar ég var yngri, fylgja með: Vertu, Guð faðir, faðir minn, í frelsarans Jesú nafni, hönd þín leiði mig út og inn, svo allri synd ég hafni. (Hallgrímur Pétursson) Alda Björk Guðmundsdóttir. Það verður skrýtið að fá ekki fleiri símtöl frá ömmu þar sem henni fannst hún hafa himin höndum tekið að hitta á rétt símanúmer en það fannst henni algjört happdrætti eftir að sjón- in dapraðist. Hún hefur nú kvatt þessa jarðvist sátt við guð og menn eftir stutt veikindi á sínu 102 aldursári. Amma var yndisleg mann- eskja sem gott var að vera í ná- vist við. Hún hafði lifað tímana tvenna á sinni löngu ævi. Alltaf fannst mér jafn gaman að heyra hana segja frá uppvaxtarárum sínum í Dölunum og var hún ósjaldan fengin til þess, sér- staklega þegar rafmagnið fór í sveitinni en þá tilheyrði að heyra sögur frá því í gamla daga. Amma hafði afskaplega létta lund og góða kímnigáfu og var ekki í vandræðum með að sjá spaugilegu hliðarnar á tilver- unni. Hún var mikill náttúru- unnandi, elskaði vorið þegar allt var að lifna af vetrardvala og þreyttist aldrei á því að kenna mér nöfn fugla og blóma og bý ég að því alla tíð. Hún hafði líka einstakt lag á því að gera öll störf skemmtileg og fékk mann alltaf til að taka þátt og kenndi manni þá margt í leiðinni. En það var sama hvort verið var að taka slátur, raka eða bara þrífa kjallarann, sagði alltaf að þetta væri nú leikur einn þegar maður hefði allt til alls, rennandi vatn og hvað eina, og maður hreifst með. Þannig var amma, hún talaði alltaf við mann sem jafningja og vin þó að rúm fimmtíu ár væru á milli okkar. Það hafa verið mikil forrétt- indi að fá að alast upp með ömmu og margar góðar og glað- ar stundir sem við höfum átt saman sem nú verða dýrmætar minningar sem ég mun geyma. Sú síðasta sunnudaginn viku áð- ur en hún lést þar sem við sát- um saman og spjölluðum góða stund yfir kaffi og rjómabollum. Síðan fylgdi hún mér fram að stiga og kvaddi mig með þúsund þökkum fyrir liðna tíð eins og hún var vön. Elsku amma, hafðu hjartans þökk fyrir allt og allt. Þín nafna, Herdís Þórisdóttir. Það var alltaf mikil tilhlökk- un að fara upp á Hól til ömmu og afa og áttum við systurnar þar margar góðar stundir. Amma var dugnaðarforkur, enda man maður varla eftir henni öðruvísi en í eldhúsinu með svuntu að elda mat og baka brauð og pönnukökur. Hún hafði mikið dálæti á blómum og var stofuglugginn hennar á Hóli fullur af blómum í öllum regn- bogans litum. Amma var mikil hannyrðakona og saumaði og prjónaði svo lengi sem sjón hennar leyfði. Einu sinni fékk ég tuskudúkku og dúkkuföt í jólagjöf frá henni, allt sem hún hafði saumað og prjónað sjálf. Ég hélt mikið upp á þessa dúkku enda á ég hana og fötin ennþá. Dúkkan fékk nafnið Rannveig, í höfuðið á systur ömmu sem var henni mjög kær. Amma átti langa ævi, lengri en flestir fá að upplifa. Stund- um gleymdi ég því hversu full- orðin hún var orðin því hún var alltaf svo hress og skýr í hugs- un. Hún var alveg sérstaklega minnug og fylgdist vel með af- komendum sínum. Hún var ákaflega félagslynd, hafði létta lund og það var stutt í húm- orinn hjá henni. Ég heimsótti hana ásamt fjölskyldu minni daginn áður en hún veiktist. Hún sat á rúm- stokknum, svo fín og vel til höfð eins og alltaf. Ég kom með heimabakaðar smákökur sem hún þáði og spurði hún mig í glettnistón hvort ég ætlaði ekki að geyma þær til jólanna. Já, hún amma mín var einstök kona og ég er afar þakklát fyrir þann langa tíma sem við fengum að hafa hana hjá okkur. Það er með miklum söknuði sem ég kveð hana elsku ömmu mína. Guð blessi minningu hennar. Edda Herdís Guðmundsdóttir. Elsku amma mín er dáin. Langri ævi er lokið. Þegar litið er til baka er margs að minnast og margs að sakna en fyrst og fremst er ég þakklát fyrir að hafa fengið að hafa hana svona lengi hjá okkur og eiga svo margar ljúfar minningar um konu sem hefur verið hluti af lífi mínu svona lengi. Amma mín var einstök, ég minnist hennar sem: – ömmu sem gat hlegið svo mikið að tárin láku úr augunum á henni, – ömmu sem þótti svo gaman að spila og á jólunum spiluðum við vist fram eftir nóttu, nema á aðfangadagskvöld, því það voru helgispjöll, – ömmu sem gerði sláturgerð að hausti að tilhlökkunarefni, því á meðan við saumuðum vambir og tróðum í keppi sagði amma sögur frá æskuárum sín- um í Dölunum, dásamlegum húsmæðraskólaárum á Staðar- felli, þar sem hún eignaðist vin- konur fyrir lífstíð, vinnukonuár- um í Reykjavík og eftirminnilegu samferðafólki, – ömmu sem fagnaði ávallt vorkomunni og lét okkur alltaf vita þegar hún heyrði í fyrsta sinn í blessaðri lóunni, – ömmu sem kenndi mér að þekkja fugla, fuglasöng og blóm, – ömmu sem þótti alltaf svo vænt um Miðdalina sína og fólk- ið sitt þar, – ömmu sem saumaði handa okkur dúkkuföt eins og þau væru klæðskerasniðin, – ömmu sem prjónaði hraðar en nokkur sem ég þekkti, – ömmu sem féll aldrei verk úr hendi, – ömmu sem fylgdist alltaf svo vel með öllu sínu fólki og gleymdi aldrei afmælisdögum, – ömmu sem kvaddi mig svo fallega í hvert og eitt sinn eins og við sæjumst aldrei aftur, – ömmu sem var alltaf svo fín, falleg og góð. En nú hefur hún kvatt, södd lífdaga og í fullri sátt við Guð og menn. Ég sé hana fyrir mér þar sem hún stendur brosandi á bæjarhólnum og svuntan henn- ar blaktir í vindinum. Blessuð sé minning ömmu minnar. Eygló Erla Þórisdóttir. Alltaf þegar við höfðum heim- sótt langömmu hugsuðum við með okkur að hún liti ekki út fyrir að vera svona gömul. Hún var bara allt of hress til þess. Okkur fannst frekar skrýtið sem börn að hún væri að flytja á Dvalarheimilið í Borgarnesi. Hún fór alltaf að gefa púddun- um, og af og til kíkti hún í fjár- húsin. Okkur fannst lítið sam- hengi í því á þeim tíma. En þá var hún víst rúmlega áttræð. Hún fór reglulega að Hóli eftir að hún flutti í Borgarnes, og alltaf fór hún út nema rétt undir það síðasta. Svo heilsuhraust var hún. Hún var alltaf brosandi og hlæjandi. Við höfum aldrei hitt eins góða og heilsteypta mann- eskju og hana langömmu. Hún sagði hreinlega aldrei neitt slæmt um nokkurn mann. Það er ómetanlegt að hafa fengið að upplifa návist lang- ömmu. Hún gaf okkur aðra sýn á lífið. Takk fyrir allt. Þínir, Finnur Ingi og Júlíus Þórir Stefánssynir. ✝ Ástkær faðir minn, afi okkar og langafi, ÓLAFUR Á. J. PÉTURSSON, Giljum í Mýrdal, lést miðvikudaginn 22. febrúar. Útförin fer fram frá Víkurkirkju laugardaginn 3. mars kl. 14.00. Sigrún B. Ólafsdóttir, Ólafur Þorsteinn Gunnarsson, Birna Kristín Pétursdóttir, Þórir Auðunn Gunnarsson, Auðbjörg Helgadóttir, Sigríður Margrét Gunnarsdóttir, Helgi Júníus Jóhannsson, Sólrún Erla Gunnarsdóttir, Gylfi Viðar Guðmundsson og barnabarnabörn. ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýju við andlát og útför ástkærs sonar, föður, tengdaföður og afa, HALLDÓRS FANNARS tannlæknis, Háteigsvegi 20, Reykjavík. Hanna Aðalsteinsdóttir Soffía D. Halldórsdóttir, Daði Friðriksson, Halla D. Halldórsdóttir, Bjarni Adolfsson, Halldór Fannar Halldórsson, Róbert Fannar Halldórsson, og barnabörn. ✝ ROBERT (RAB) CHRISTIE, Grettisgötu 43 A, er látinn. Útförin auglýst síðar. F. h. aðstandenda, Grainne Morris. ✝ Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, SOFFÍA HELGA JÓNSDÓTTIR, Norðurbyggð 29, Akureyri, áður Hvanneyri, andaðist sunnudaginn 26. febrúar. Jarðarförin fer fram frá Akureyrarkirkju miðvikudaginn 7. mars kl.13.30. Diðrik Jóhannsson, Elsa Björg Diðriksdóttir, Ralf Heese, Líney Snjólaug Diðriksdóttir, Kristján Jónsson og barnabörn ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, JÓDÍS JÓNSDÓTTIR, áður til heimilis Sléttuvegi 11, lést á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund þriðjudaginn 21. febrúar. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Valgerður G. Ólafsdóttir, Margrét Ólafsdóttir, Már Viðar Másson, Pála Kristín Ólafsdóttir, Kristján Björn Ólafsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Okkar ástkæri faðir, UNNAR SÆMUNDUR SIGURTRYGGVASON, lést á Vífisstaðaspítala þriðjudaginn 28. febrúar. Guðmundur Unnarsson, Sigríður Sæmundsdóttir, Emilía Sæmundsdóttir, Heiðbrá Sæmundsdóttir, Tryggvi Sæmundsson, Unnur Sæmundsdóttir, Kristófer Sæmundsson, Guðmundur Sæmundsson, Davíð Brár Unnarsson, Hanna Sigga Unnarsdóttir, tengdabörn, afabörn og langafabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.