Morgunblaðið - 02.03.2012, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 02.03.2012, Blaðsíða 10
Morgunblaðið/Ómar Hópurinn Katrín Þórey Ingadóttir, Þorsteinn Dagur Rafnsson, Gabríel Daði Vignisson og Karen Ösp Friðriksdóttir með hönnun sína, matardiska fyrir yngstu kynslóðina sem fræða börnin á meðan þau matast. María Ólafsdóttir maria@mbl.is Litlir munnar kallast fyrir-tæki sem hópur nemenda íFjölbrautaskólanum íGarðabæ stendur að baki. Stofnun fyrirtækisins er hluti af frumkvöðlafræðiáfanga sem kennd- ur er í skólanum, en námið í áfang- anum byggist á því að nemendur fái hugmynd að vöru eða þjónustu og stofni fyrirtæki í kringum hana. Undir merki fyrirtækisins hannar hópurinn barnamatardiska sem eru skemmtilegir og fræðandi um leið. Með ólíkan bakgrunn Hópinn skipa þau Gabríel Daði Vignisson, Karen Ösp Friðriksdóttir, Katrín Þórey Ingadóttir og Þor- steinn Dagur Rafnsson. Þau koma úr ólíkum áttum og eru þrjú þeirra í frumkvöðlafræði sem valfagi. „Ég er á leiklistarbraut þannig að við höfum ólíkan bakgrunn en samvinnan hefur gengið vel. Hvert og eitt okkar hefur getað nýtt sína styrkleika í hópvinnunni og þannig hefur verkaskiptingin gengið vel. Ég hafði t.d. tekið einn mark- aðsfræðiáfanga sem mér hefur fund- ist nýtast mjög vel. Það er góð reynsla að setja upp fyrirtæki á þennan hátt og þurfa að sjá um allt frá grunni. Við höfum séð að sumt gengur einfaldlega ekki upp á meðan aðrar hugmyndir eru framkvæm- anlegar. Þetta er jú staðreyndin í Litlir munnar borða og fræðast um leið Fyrirtækið Litlir munnar var stofnað af fjórum nemendum í frumkvöðlafræði- áfanga við Fjölbrautaskólann í Garðabæ. Áfanginn snýst um að nemendur fái hugmynd að vöru eða þjónustu og sjái um stofnun og rekstur fyrirtækis í kringum hana. Nemendurnir í Litlum munnum hafa hannað matardiska fyrir yngstu kyn- slóðina en börnin geta fræðst af diskunum um leið og þau borða. 10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. MARS 2012 Stella McCartney er einn hæfileikarík- asti fatahönnuður Bretlands um þess- ar mundir. Hún er þekkt fyrir að hanna fatnað með kvenlegum línum en í rokkuðum stíl. Vefsíðan The Outnet, www.theoutnet.com, er síða þar sem fólki býðst að kaupa vörur þekktra hönnuða á borð við Stellu McCartney, Alexander McQueen, Vivienne Westwood og fleiri á niðursettu verði. Hver hönnuður hefur sína síðu á vef The Outnet. Sá galli fylgir þó gjöf Njarðar að það virðist ekki vera hægt að fá vörurnar sendar til Íslands. En engu að síður má gleðja augu fag- urkera með þessum myndum af hönn- un þekktustu fatahönnuða heims. Á vef Stellu McCartney má sjá ýmsan flottan fatnað, töskur og skó. Meðal helstu aðdáenda McCartney má nefna leikonuna Kate Winslet og fyrirsætuna Kate Moss sem er jafnframt góð vin- kona hönnuðarins. Vefsíðan www.theoutnet.com Tískusýning Bítillinn faðir Stellu MaCartney fagnar sýningu hennar ákaft. Stella McCartney fyrir augað Barnaleiðsögn verður í Þjóðminjasafni Íslands sunnudaginn 4. mars kl. 14:00 fyrir börn á aldrinum 8-11 ára. Stein- unn Guðmundardóttir safnkennari mun ganga með börnunum gegnum grunnsýningu Þjóðminjasafnsins „Þjóð verður til – menning og sam- félag í 1200 ár“. Ferðalagið hefst á slóðum landnámsmanna á 9. öld. Það- an liggur leiðin gegnum sýninguna og 1200 ára sögu þjóðarinnar fram til nú- tímans. Ýmsir spennandi munir á safninu verða skoðaðir, meðal annars beinagrindur, 1000 ára gömul sverð og dularfullur álfapottur. Leiðsögnin er um 45 mínútur að lengd. Endilega… …njótið safn- leiðsagnar Leiðsögn Börnin fá að njóta sín. Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna. Að tjá sig um femínisma í dag er að feta hálan ís. Það er sorglegt að nú sé svo komið að maður hugsar sig tvisvar um áður en maður leggur innlegg sitt í umræðuna og spyr sig fyrst: „Á ég að nenna að taka slag- inn? Skilar þetta einhverju?“ Þökk sé þeim femínistum, konum og körl- um, sem heyja baráttuna og velja að taka höggin þrátt fyrir allt. Mér virðist stundum sem rétt- indabarátta kvenna hafi verið sett á hliðarlínuna í hildarleik femínista og andstæðinga þeirra, sem oftar en ekki er háður í netheimum. Í orrust- unni um tilverurétt femínismans höfum við gleymt hvers vegna stríð- ið var háð. Þó held ég að aðalágreiningurinn snúist enn um þá grundvallarspurn- ingu hvort jafnrétti kynjanna sé staðreynd. Ég held að mörgum þyki nóg komið, að nóg hafi verið að gert, að við eigum við önnur og stærri vandamál að etja en það hvort það er grænn karl eða kona sem býður okkur að ganga yfir gang- brautina. „Helvítis fem- ínistadrusla! Helvítis kjaftæði!“ Femínistar finnast í öllum stærðum og gerð- um og það er fráleitt að ætla að setja þá alla undir sama hatt. Þeir eiga það þó sameiginlegt að vilja meira fyrir konur. Hann hvorki vill heyra né sjá, sá sem heldur því fram að jafnrétti hafi verið náð. Að konur hafi jöfn laun á við karla, að þær hafi jafnt aðgengi að stjórn- unarstöðum, að raddir þeirra heyrist jafn hátt og raddir karla. Kynferð- isleg áreitni, útlitsdýrkun, klámvæð- ing; svona mætti lengi telja. Víg- stöðvarnar eru ótal margar. Jafnréttisbaráttan verður ekki unnin á netinu. Hún verður unnin í raunheimum af því að skynsamt fólk hlustar á skynsamleg rök og tekur skynsamlegar ákvarðanir. En þökk sé þeim sem nenna og hrópa og gera og benda á það sem er ekki í lagi. Þeirra verður sig- urinn en upp- skeran okkar allra. »Hann hvorki vill heyrané sjá, sá sem heldur því fram að jafnrétti hafi verið náð. HeimurHófíar Hólmfríður Gísladóttir ÆTLAR ÞÚ AÐ BREYTA UM LÍFSSTÍL? HEILSULAUSNIR - Hentar einstaklingum sem glíma við offitu, hjartasjúkdóma og/eða sykursýki. • Mán., mið. og fös. kl. 6:20, 10:00, 14:00, eða 19:30. • Hópþjálfun 16-25 ára á mán., mið. og fös. kl. 18:30. • Hefst mánudaginn 12. mars. Betri heilsa borgar sig! Faxafeni 14 · Sími 560 1010 · heilsuborg.is „Ég var búin að taka eftir auglýsingum frá Heilsuborg í þó nokkurn tíma og var búin að vera að hugsa lengi um að fara að gera eitthvað í mínum málum. Ég er búin með grunnnámskeið í Heilsulausnum og er núna á framhaldsnámskeiðinu. Ég hef náð góðum árangri, náð að losna við mörg kíló og er bara svo miklu hressari og með miklu meiri orku. Maður verður að vilja gera þetta fyrir sig sjálfan. Þetta snýst ekki um það að megra sig þetta snýst um að lifa heilbrigðara lífi og koma sér í gott líkamlegt og andlegt form.“ Helga Einarsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.