Morgunblaðið - 02.03.2012, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 02.03.2012, Blaðsíða 37
DAGBÓK 37 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. MARS 2012 Grettir Smáfólk Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand ÉG ER SVO EINMANA, GRETTIR EINMANA, EINMANA, EINMANA, EINMANA, EINMANA... EINMANA, EINMANA, EINMANA, EINMANA, EINMANA, EINMANA ÞÚ OG ÞITT HEIMSKA TEPPI EF ÉG VÆRI MAMMA ÞÍN ÞÁ MYNDI ÉG HRIFSA ÞAÐ AF ÞÉR OG BRENNA ÞAÐ! SVONA ER ÞETTA ÖFGAFÓLK NÚ KEMST ÉG AÐ ÞVÍ HVERJIR YKKAR ERU MENN OG HVERJIR ERU MÝS! EF ÞIÐ ERUÐ MÝS ÞÁ BIÐ ÉG YKKUR AÐ HYPJA YKKUR HIÐ SNARASTA! ÉG VONA AÐ ÞÚ TAKIR ÞVÍ EKKI ILLA EF ÉG HYPJA MIG SJÁÐU TÖLVUSKJÁINN HENNAR MÖMMU HVAÐ MEÐ HANN? ÞETTA ER LISTI YFIR HLÝÐNISKÓLA HVAÐ MEÐ ÞAÐ? VEISTU EKKI HVAÐ ÞETTA ÞÝÐIR RUNÓLFUR? AÐ FELLIBYLUR GEKK YFIR BÓNDA- BÆINN HENNAR Í „FARMVILLE”? NEI ÞAÐ ER ENGINN Í BÚNINGNUM! EKKI NEMA STARK SÉ ORÐINN AGNARSMÁR ALVEG TÓM ÞÁ HEFUR MÉR MISTEKIST AÐ HEFNA MÍN Á STARK OG BRÚÐAN MÍN HEFUR MISST ALLAN KRAFT ÞAÐ VELDUR MÉR ÁHYGGJUM AÐ VEFSÍÐUR GETI DEILT PERSÓNUUPPLÝSINGUM MÍNUM MEÐ ÖÐRUM EN ÞÚ RÆÐUR HVAÐA UPPLÝSINGAR ÞÚ GEFUR ÞEIM KANNSKI VÆRI ÞAÐ EKKI SVO SLÆM HUGMYND MANNSTU EKKI HVERNIG LÍFIÐ VAR FYRIR GOOGLE? ÞAÐ VAR VIRKILEGA ERFITT EINA LEIÐIN TIL ÞESS AÐ KOMA GJÖRSAMLEGA Í VEG FYRIR SVONA LAGAÐ VÆRI AÐ LOKA INTERNETINU ALVEG Svarað í síma 5691100 frá 10–12 velvakandi@mbl.is Félagsstarfeldriborgara Aflagrandi 40 | Vinnustofa kl. 9, bingó kl. 13.30. Árskógar 4 | Smíði/útskurður kl. 9. Stóladans kl. 10.30. Bólstaðarhlíð 43 | Kertanámskeið kl. 9, útskurður kl. 13, handav. allan dag- inn. Dalbraut 27 | Handavinnustofa kl. 8. Lestur úr dagblöðum vikunnar 2. hæð kl. 14. Upplestur í handavinnustofu. Félag eldri borgara, Reykjavík | Leik- félagið Snúður og Snælda frumsýnir Rommí eftir D.L. Coburn í Iðnó 4. mars kl. 14. Næsta sýning 8. mars kl. 14. Miðapantanir í Iðnó s. 562-9700 og við innganginn. Dansleikur sun. kl. 20. Klassík leikur. Félagsheimilið Gjábakki | Botsía kl. 9.15, handavinnustofan opin, málm- og silfursmíði kl. 9.30/13, jóga kl. 10.50, félagsvist kl. 20. Félagsheimilið Gullsmára 13 | Vefn- aður kl. 9, jóga kl. 9.15, ganga kl. 10, leikfimi kl. 10.30. Gleðigjafarnir kl. 14. Félagsmiðstöðin Sléttuvegi 11-13 | Liðnir dagar kl. 13.30. Félags- og íþróttastarf eldri borgara Garðabæ | Vatnsleikfimi kl. 8, 9 og 12, leðursaumur og félagsvist kl. 13, opið til kl. 16. Félagsstarf eldri bæjarbúa Seltjarn- arnesi | Kaffispjall í króknum kl. 10.30. Jóga í salnum Skólabraut kl. 11. Spilað í krók kl. 13.30. Syngjum saman kl. 14. Félagsstarf Gerðubergi | Vinnustofur kl. 9, m.a. bókband. Prjónakaffi/ stafganga og létt ganga um nágrennið kl. 10. Frá hád. spilasalur opinn. Kóræf- ing kl. 12.30. Fim. 15. leikhúsferð í Iðnó, leikritið Rommí, skráning á staðnum og s. 5757720. Hvassaleiti 56-58 | Jóga kl. 9 og 10. Vinnustofa kl. 9 án leiðbeinanda. Hæðargarður 31 | Við hringborðið kl. 8.50, Thai chi kl. 9, kínverska kl. 11 - kennari Xiaojuan Zhang. Ljóðaspjall kl. 13.30 hjá Ólafi Pálssyni. Hæðargarðsbíó kl. 16. Sýnd verður myndin um Shirley Valentine og umræður verða um efni myndarinnar að lokinni sýningu. Íþróttafélagið Glóð | Í Kópavogsskóla er opið hús í línudansi kl. 14.40. Norðurbrún 1 | Bókmenntahópur kl. 11, myndlist og útskurður kl. 9, guðsþjón- usta kl. 14. Vesturgata 7 | Nýtt tölvunámskeið fyrir byrjendur hefst 9. mars kl. 14. Leiðbein- andi María Óskarsdóttir. Skráning og nánari upplýs. í síma 535-2740. Setu- stofa / kaffi kl. 9. Enska kl. 10.15. Tölvu- kennsla kl. 12.30, ( framh.) kl. 14.15. Sungið v/ flygil kl. 13.30. Veislukaffi kl. 14.30. Dansað í aðalsal kl. 14.30. Þórðarsveigur 3 | Bingó kl. 13.30. Upp á síðkastið hafa Unndórs-rímur mikið verið ræddar á Leirnum, póstlista hagyrðinga. Það eru gamanvísur sem Kristján Eldjárn orti um vin sinn og skólabróður Unn- dór Jónsson á Svertingsstöðum í Eyjafirði. Unndór vann hjá fjármálaráðu- neytinu og Pósti og síma. Hann ólst upp á Hallgilsstöðum í Hörgárdal og var jafnan kenndur við þann bæ. Í minningargrein um Unndór föð- ur sinn skrifaði Jón Egill: „Ég hef oft furðað mig á því hve margir muna eftir pabba mínum jafnvel löngu eftir andlát hans. Kristján Eldjárn forseti orti landsþekktar vísur um pabba Unndórsrímur Jónssonar – sem voru grínvísur milli tveggja bekkjarfélaga úr MA og fóru þær víða. Stuðnings- menn Gunnars Thoroddsen prentuðu þessar vísur í stóru upplagi og dreifðu og vildu með því koma í veg fyrir að Kristján yrði forseti. En þeir höfðu ekki árangur því vísurnar voru fyndnar og vel ortar og sumir halda því jafnvel fram að Kristján hafi orð- ið forseti m.a. vegna vísnanna.“ Upphaf bragsins er svona: Út skal hrinda úr óðar vör, yggjar lind að blanda. Sælir vindar flýti för fram til yndisstranda. Burt af stað úr brælu og reyk ber oss hraðar gola. Látum vaða Ægis eyk eins og graðan fola. Þegar hallar bylgjan blá beinhákalls í tröðum megi allir minnast á mann frá Hallgilsstöðum. Kæra bil ég bjóða vil Boðnar lög til happa, glæða ylinn ástar til okkar sögukappa. Vita má að seggur sá sæll af hylli kvenna ritar á þær aftan frá afmors fyllipenna. Ekki má með orðum tjá allt hans stjá með konum. Eflaust fá því eftir sá að hún lá með honum. Pétur Blöndal pebl@mbl.is Vísnahorn Af Unndórsrímum Þöglir þingmenn Stundum er þögn beinlínis ærandi. Hvernig skyldi standa á því að ekki heyrist eitt einasta orð um rútuslysið í Oddsskarði frá þing- mönnum NA- kjördæmis? Ekki frá einum einasta. Það skyldi þó ekki vera að þeir vilji ekki styggja atkvæðin sín á Akureyri með því að láta heyrast að eitthvað sé brýnna en Vaðlaheiðargöng? Maður spyr sig, eins og í auglýsingunni. Austfirðingur. Box er hættulegt Ég heyrði þess getið á erlendri stöð nýverið að farið hefði fram rannsókn sem sýndi að þeir sem orðið hefðu fyrir höfuðhöggi væru 50% líklegri til að fá Alzheimer- sjúkdóminn. Mér datt þessi frétt í hug er ég las grein um hnefaleikakapp- ann Ara Þór Ár- sælsson í Mogg- anum 28. febrúar. Vitað er að margir sem hafa stundað þessa íþrótt eru heilaskaddaðir fyrir lífstíð, ég held að box sé lífshættu- legur leikur. Hvað stoðar að hafa flotta vöðva ef sá hinn sami á á hættu að verða ósjálfbjarga Alzheimer- sjúklingur? Guðrún Magnúsdóttir. Velvakandi Ást er… … að safna minningum, saman. - nýr auglýsingamiðill  569-1100finnur@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.