Morgunblaðið - 02.03.2012, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 02.03.2012, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. MARS 2012 Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Friðrik Höskuldsson stýrimaður hef- ur sent frá sér afsökunarbeiðni vegna könnunar sem hann gerði á miðvikudaginn á skráðri þyngd og raunverulegri þyngd nokkurra mat- vörutegunda. Friðrik birti niðurstöð- urnar á Facebook-síðu sinni og vöktu þær mikla athygli. Hann komst að þeirri niðurstöðu að hann hefði of- greitt nokkuð miðað við uppgefna þyngd matvaranna og raunþyngd þeirra. „Samkvæmt þessu var ég snuðaður um 1.421 krónu á íslensku vörunum, en fékk þó 546 krónur til baka af þeim erlendu,“ skrifaði Frið- rik. Friðrik sendi frá sér tilkynningu vegna málsins í gær þar sem hann baðst afsökunar á færslunni. Hann vigtaði vörurnar aftur á annarri vigt og komst að því að þyngdirnar/vigt- irnar voru innan skekkjumarka. Hann biður alla viðkomandi afsökun- ar en biður samt fólk um að halda vöku sinni yfir málefninu, það væri brýnt. 40% sýnanna féllu í fyrra Neytendastofa hefur eftirlit með að uppgefin þyngd matvara sé í sam- ræmi við raunverulega þyngd þeirra. Guðmundur Árnason, sviðsstjóri á mælifræðisviði Neytendastofu segir að þar á bæ muni þau áfram fylgjast með hvort rétt er vigtað. „Við vorum að skoða þetta í fyrra og við munum skoða þetta áfram. Í fyrra gerðum við þrjár kannanir þar sem 25 vörutegundir voru skoðaðar. Þar var útkoman ekki alveg nógu góð því 40% sýnanna féllu og það er allt of mikið.“ Guðmundur segir að þessi umræða sem Friðrik kom af stað um muninn á skráðri þyngd og raunverulegri þyngd matvara gæti orðið til góðs. „Nú vilja fyrirtæk- in kannski fá okkur til að hreinsa sig, en áður voru þau ekkert spennt fyrir því. Það er mikið léttara að gera þessar kannanir inni á gólfi hjá framleið- andanum og ódýrara, þá þurfum við ekki að kaupa vörurnar úti í búð og eyðileggja þær. Ég hugsa að við heimsækj- um Mjólkursamsöluna því nú hafa þeir kallað eftir okkur. Það er ekki oft sem við fáum boð frá framleiðendum um að koma,“ segir Guðmundur. Brýnt að fólk haldi vöku sinni  Biðst afsökunar á röngum útreikningi á vigt matvara Morgunblaðið/Golli Á verði Neytendur þurfa að vera vakandi fyrir réttri verðmerkingu á vörum. Í fyrra kannaði Neytendastofa hvort uppgefin þyngd á matvörum væri í samræmi við raunverulega þyngd og í 40% tilvika stóðst það ekki. Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Flutningabílstjórar eru margir hverj- ir ósáttir við minnkandi vetrarþjón- ustu Vegagerðarinnar á þjóðvegi 1. Kvarta þeir sérstaklega undan skorti á hálkuvörn og snjómokstri núna eftir áramótin, sérstaklega síðdegis og á kvöldin þegar þjónusta er þó sögð til staðar. Lýkur henni yfirleitt kl. 10 á kvöldin. Vegagerðin ræður verktaka í þessi verkefni en sinnir eftir sem áður eftirliti og stjórnun á því hvenær er mokað og hve mikið. Ber Vegagerðin við fjárskorti þegar minnkandi vetr- arþjónusta er gagnrýnd. Þjóðvegurinn um Húnavatnssýslur er m.a. nefndur í þessu sambandi en í fyrradag urðu þar óhöpp sem rekja má til mikillar hálku og lítilla hálku- varna. Þannig fór einn flutningabíll út af í brekkunni við Laugarbakka í Miðfirði, lenti þversum á veginum og lokaði honum um tíma. Um svipað leyti fór fólksbíll út af skammt vestan við Víðigerði og þá lenti olíubíll í vandræðum upp Vatnsskarðið fyrr um daginn. „Mætti vera betra“ Að sögn Kristjáns Þorbjörnssonar, yfirlögregluþjóns á Blönduósi, hafa allnokkur óhöpp orðið á þeirra svæði síðustu daga og vikur, þegar hálkan hefur verið hvað mest. Hann segir hálkuvörnina mega vera mun betri en eftir óhappið í Miðfirði í fyrrakvöld kallaði lögreglan út verktaka hjá Vegagerðinni til að hálkuverja og hreinsa vegina. „Það er ekki ofsagt að dregið hefur úr þjónustu á vegunum. Eins og veðr- ið hefur verið að undanförnu, á mót- um frosts og hita, þá hefur verið mikil þörf fyrir hálkuvörn að kvöldi til, þeg- ar frystir eftir daginn,“ segir Kristján en leggur áherslu á að minni vetrar- þjónusta á vegunum sé bara ein birt- ingarmynd sparnaðar hjá hinu opin- bera. Það þekki lögregluembættin mjög vel. Hinrik Máni Jóhannesson, bílstjóri hjá Eimskip-Flytjanda, var á ferðinni um Húnaþing er óhappið varð í Mið- firði. Hann segist ekki hafa orðið var við nein moksturstæki frá verktökum Vegagerðarinnar og sömu sögu hafi starfsbræður sínir að segja sem leið áttu þarna um frá kl. sjö um kvöldið til tíu. Stórhríð var um tíma og skyggni lítið og hafði mikil hálka myndast þegar tók að kólna eftir sól- bráð fyrr um daginn. „Við finnum mikinn mun á vetrar- þjónustunni frá því sem áður var. Húnavatnssýslurnar hafa verið sér- staklega slæmar að undanförnu og hálkan verið mikil, sér í lagi þegar líð- ur á kvöldið. Þegar við bendum á þetta fáum við alltaf sömu svörin, að það séu ekki til fjármunir til að bæta þjónustuna,“ segir Hinrik. „Vandrataður meðalvegurinn“ Þorvaldur Böðvarsson, rekstrar- stjóri Vegagerðarinnar á Hvamms- tanga, segir skort á fjármagni gera það að verkum að vetrarþjónustan sé ekki eins og hún ætti að vera. Yfirleitt séu þeir á ferðinni til klukkan hálftíu á kvöldin en á miðvikudag hafi þeir hætt um sexleytið, í ágætisveðri. Síð- an hafi fennt um áttaleytið, í litlu frosti, og hálka myndast. Erfitt geti verið að ráða við aðstæður þegar snöggar breytingar verða á veðri og færð, ekki síst eftir að vinnudegi þeirra lýkur. Þorvaldur segir að margoft sé búið að óska eftir meiri fjármunum í vetr- arþjónustuna. „Á meðan reynum við að halda kostnaði niðri en það er vandrataður meðalvegurinn og ekki alltaf allir ánægðir þegar svo er,“ seg- ir hann. Minni vetrar- þjónusta og fleiri óhöpp  Bílstjórar ósáttir við Vegagerðina Ljósmynd/Vefmyndavél Vegagerðarinnar Óhöpp Olíubíll fór út af í mikilli hálku á Vatnsskarði í fyrradag. Leigugjald sem ríkislögreglustjór- inn innheimtir hjá lögregluemb- ættum landsins hefur verið hækkað. Gjaldskrá fyrir nýrri bíla hækkar um 10-18% og 6-12% fyrir eldri bíla. Ríkislögreglustjórinn starfrækir bílamiðstöð sem annast rekstur allra lögreglubifreiða á landinu. Lög- regluembættin greiða upphæð á hvern ekinn kílómetra til að standa undir rekstri bílanna og endurnýjun flotans. Fram kemur í tilkynningu til lög- regluembættanna að bensínlítrinn hafi hækkað um 48,60 krónur frá því gjaldskrá lögreglubifreiða var síðast breytt, í maí 2010. Einnig hafi orðið hækkanir á varahlutum og vinnu við viðhaldsþjónustu. Ríkislög- reglustjórinn segir að þessu hafi verið mætt með auknu aðhaldi og endurskipulagningu. Eigi að síður vantaði 40 milljónir upp á að leigu- tekjur bílanna stæðu undir kostnaði á seinni hluta síðasta árs. Telur ríkislögreglustjórinn nauð- synlegt að hækka gjaldskrá vegna lögreglubílanna verulega. Taxti yngri lögreglubílanna hækkar um 10-18% en þeirra eldri um 6-12%. Hvatt til hagræðingar Taxtinn er afar mismunandi eftir bílum, frá 84 kr. á kílómetra og upp í 333 krónur. Samkvæmt upplýs- ingum Jónasar Inga Péturssonar sem hefur umsjón með bílamiðstöð- inni byggist gjaldskráin á raunveru- legum rekstrarkostnaði ökutækja í einstökum flokkum. Kostnaður vegna nýrri ökutækja hafi hækkað meira en við þau eldri. Gjaldskráin gildir frá upphafi árs. Ríkislögreglustjórinn hvetur lög- reglulið til þess að huga að samsetn- ingu ökutækja og athuga úrræði til að lækka rekstrarkostnað. Hallinn sem myndaðist í fyrra dregst frá fjárveitingum til annarra verkefna. Vegna þess hefur emb- ættið óskað eftir því að Fjársýsla ríkisins taki að sér bókhalds- og greiðsluþjónustu vegna lögreglu- bifreiða. helgi@mbl.is Kostnaður við lögreglu- bíla hækkar um 10-18% Lögregla Embættin þurfa að hag- ræða til að mæta auknum kostnaði.  Dýrara bensín og viðgerðir Mjólkursamsalan sendi frá sér tilkynningu vegna málsins í gær þar sem kom fram að öll vöru- vigtun MS væri í samræmi við reglur, þar sæti allar fram- leiðsluvörur lögbundnu daglegu vigtaeftirliti og öll vörupökkun framkvæmd í samræmi við opinberar reglur með löggilt- um vogum. MS gerði vigtaú- tekt í gærmorgun þar sem allar vörur voru innan marka um leyfileg frávik. Sam- kvæmt reglugerð nr. 503 frá 2005 um merkingu matvæla mega frávik vera 2% í vörum sem eru meira en 500 g og 5% í vörum sem eru léttari en 500 g. Einar Sigurðsson, for- stjóri MS, segist ætla að setja sig í samband við Neyt- endastofu til að láta sann- reyna það sem kom fram við mælingar fyrirtækisins. Vigtun í sam- ræmi við reglur MJÓLKURSAMSALAN Bæjarlind 6, Kópavogi, sími 517 6067. Opið mán. - fös. 10 -18, laug. 11-16. Útsalan stendur aðeins frá 2.-10. mars ÚTSALA Á HREINLÆTISTÆKJUM AÐ BÆJARLIND 6 KÓPAVOGI Handlaugar WC Innréttingar KOMDU OG GERÐU GÓÐ KAUP

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.