Morgunblaðið - 02.03.2012, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 02.03.2012, Blaðsíða 21
FRÉTTIR 21Erlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. MARS 2012 Þúsundir sjálfboðaliða hafa skráð sig hjá grasrótarsamtökum sem ætla að hafa eftirlit með forseta- kosningunum í Rússlandi á sunnu- dag. Stuðningsmenn Vladímírs Pút- íns forsætisráðherra ætla að senda 65.000 eftirlitsmenn á kjörstaðina og um 30.000 eftirlitsmenn verða þar á vegum annarra frambjóð- enda. Kjörstaðirnir eru alls 90.000. Pútín sagði á fundi með stuðn- ingsmönnum sínum í fyrradag að eftirlitsmenn á vegum andstæðinga hans hygðust sjálfir fylla kjörkassa af fölsuðum kjörseðlum, taka myndir af kosningasvikunum og leggja þær fram sem sönnun fyrir því að kosningarnar hefðu ekki ver- ið lýðræðislegar. Hann varaði jafn- vel við því að andstæðingar hans kynnu að verða einhverjum úr þeirra röðum að bana og kenna síð- an stjórnvöldum í Kreml um mann- drápið til að koma af stað fjölda- mótmælum eftir kosningarnar. Skoðanakannanir benda til þess að Pútín verði kjörinn forseti með allt að 66% atkvæða en andstæð- ingar hans hafa þegar kvartað yfir framkvæmd kosninganna. Þeir segja að þær geti ekki verið lýð- ræðislegar, m.a. vegna þess að keppinautar Pútíns hafi ekki fengið eðlilega kynningu í ríkisfjölmiðl- unum, auk þess sem hætta sé á stór- felldum kosningasvikum. Forseti frá 2000 til 2008, enginn má gegna embættinu lengur en tvö kjörtímabil í röð Starfaði á vegum KGB í Þýskalandi á árunum 1985 til 1990 KOSNINGAR Í RÚSSLANDI Kosið verður á sunnudaginn kemur Heimildir: Reuters, fréttir fjölmiðla Vladímír Pútín, 59 ára Forsætisráðherra Býður sig fram til forseta í fimmta skipti Lagði eitt sinn til að Ísland yrði fangaeyja fyrir alla Evrópu Var um tíma leiðtogi flokks sem naut stuðnings stjórnvalda í Kreml á liðnu ári Hefur getið sér orð fyrir að vera glaumgosi Míkhaíl Prokhorov, 46 ára Auðkýfingur og eigandi körfubolta- liðsins New Jersey Nets í NBA-deildinni í Bandaríkjunum Hefur verið atkvæðamikill í flokknum frá 1966 Talinn vera eini frambjóðandinn sem getur veitt Pútín einhverja keppni Nýtur einkum stuðnings eldri kjósenda Gennadí Zjúganov, 68 ára Leiðtogi Kommúnistaflokks Rússlands Sameinað Rússland Vladímír Zhírínovskí, 66 ára Formaður Frjálslynda lýðræðis- flokksins Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn Kommúnistar Óháður FYLGI Í KÖNNUNUM Levada-miðstöðin 0 20 40 60 80 Des. 11. Jan. 20.-23. Jan. 27.-30. Febr. 17.-20. 63 12 23 63 8 15 66Pútín Zjúganov Zhírínovskís Prokhorov Sagðir ætla að setja kosningasvik á svið Kínversku bræðurnir Nan Weidong (til vinstri á myndinni) og Nan Weiping prófa hljóðfæri sem gerð voru nýlega úr lótusrótum, gulrótum og blaðlaukum á heimili þeirra í Peking. Bræðurnir tveir eru tónlistarmenn og hafa sérhæft sig í því að leika á hjóðfæri úr matjurtum. Þeir urðu þjóðfrægir eftir að hafa tekið þátt í mörgum hæfileikakeppnum sjónvarpsstöðva í Kína, að sögn kínverskra fjölmiðla. Reuters Sérhæfa sig í ætum hljóðfærum Kínverskir tónlistarmenn sem leika á hljóðfæri úr matjurtum París. AFP. | Brauð- og köku- framleiðendur í Frakklandi ósk- uðu í gær eftir tafarlausri aðstoð stjórnvalda vegna mikils eggjaskorts eftir að nokkur hænsnabú neyddust til að hætta eggjaframleiðslu. Ástæðan er sú að þau uppfylltu ekki skilyrði nýrrar tilskipunar frá Evrópusambandinu um velferð varphænsna. Tilskipunin tók gildi 1. janúar sl. og varð til þess að framleiðslan minnkaði um 21 milljón eggja á viku, en það jafngildir um 10% af allri eggjaframleiðslunni í landinu. Þetta varð til þess að verð á eggj- um hefur hækkað um 75%, að sögn samtaka franskra brauð- og köku- framleiðenda. Þau sögðu að þetta ástand gæti varað út þetta ár og orðið til þess að verð á kökum og brauði hækkaði, auk þess sem fyr- irtæki gætu þurft að hætta fram- leiðslu og segja upp starfsfólki tímabundið. Kvarta yfir miklum eggjaskorti  Eggjaverðið hækkaði um 75% Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Stjórnarherinn í Sýrlandi náði hverf- inu Baba Amr í borginni Homs á sitt vald í gær eftir sprengju- og skot- árásir sem höfðu staðið í 27 daga. Uppreisnarmenn í Frjálsa sýr- lenska hernum, sem er einkum skip- aður liðhlaupum úr stjórnarhernum, sögðust hafa ákveðið að hörfa frá hverfinu til að koma í veg fyrir frek- ara mannfall meðal óbreyttra borg- ara. Sýrlensk mannréttindasamtök sögðu að minnst sautján óbreyttir borgarar lægju í valnum eftir átök í jaðri hverfisins í gær. Hermt var að minnst tólf stjórnarhermenn hefðu beðið bana í átökum eftir að her- sveitir voru sendar inn í hverfið í fyrradag. Óttast fjöldamorð Baba Amr hefur verið helsta vígi uppreisnarmanna í Homs. Frjálsi sýrlenski herinn kvaðst hafa ákveðið að hörfa frá hverfinu til að afstýra frekara mannfalli meðal 4.000 óbreytta borgara sem dvelja þar enn þrátt fyrir harðar árásir stjórnar- hersins. Fréttaritari breska ríkisút- varpsins í grannríkinu Líbanon segir að ljóst sé að uppreisnarmennirnir hafi farið frá hverfinu með samþykki stjórnarhersins til að komast hjá mannskæðu lokauppgjöri. Nokkrir uppreisnarmannanna sögðust óttast að stjórnarherinn hygðist hefja hernað sem gæti orðið álíka mannskæður og árásirnar á borgina Hama árið 1982 þegar minnst 10.000 manns lágu í valnum. „Eina markmið þeirra er að endur- taka fjöldamorðin í Hama,“ hafði fréttaveitan AFP eftir uppreisnar- manni. Fréttaveitan AP hafði eftir sýr- lenskum embættismanni að her- menn leituðu nú „hús úr húsi, í öllum kjöllurum og undirgöngum að vopn- um og hryðjuverkamönnum“ í Baba Amr. Vígi uppreisn- armanna féll  Stjórnarher Sýrlands náði hverfinu Baba Amr í Homs á sitt vald Reuters Umsátur Uppreisnarmenn í hverf- inu al-Bayada í Homs. Rannsókn í Bandaríkjunum bendir til þess að aldrað fólk sofi yfirleitt betur en þeir sem eru yngri. Rann- sóknarmennirnir segja að það sé „goðsögn“ að öldrunin ein hafi slæm áhrif á svefninn. Rannsóknin byggist á símaviðtölum við 150.000 manns og leiddi í ljós að svefninn batnar yfir- leitt með aldrinum og þeir sem eru yfir sjötugu sofa best. Svefninn batnar með aldrinum Gamla fólkið sefur betur. BANDARÍKIN Breskt par á þrí- tugsaldri var í gær fundið sekt um morð á fimm- tán ára pilti, Kristy Bamu, sem þau höfðu sakað um galdra. Pilturinn drukknaði í bað- kari þegar hann var pyntaður til að reka brott illa anda. Systir pilts- ins og unnusti hennar voru fundin sek um drápið og refsidómurinn verður kveðinn upp á mánudag. Pyntaður til bana til að reka brott anda Kristy Bamu BRETLAND Einræðisstjórn Bashars al-Assads, forseta Sýrlands, er staðráðin í því að ná borginni Homs á sitt vald vegna þess að hún telur að þar með ljúki uppreisninni sem hófst fyrir tæpu ári, að mati fréttaskýr- enda. Þeir segja að Homs sé álíka mikilvæg og borgin Misrata í upp- reisninni í Líbíu á liðnu ári. Þeir skírskota til þess að það voru upp- reisnarmenn frá Misrata sem náðu Muammar Gaddafi og tóku hann af lífi þegar hann reyndi að flýja frá borginni Sirte. „Fall Misrata var fyrirboði falls Gaddafis í Sirte,“ hefur fréttaveit- an AFP eftir einum fréttaskýrend- anna. „Stjórnin telur að ef hún nær Homs á sitt vald ljúki upp- reisninni,“ sagði annar. Fall Homs gæti ráðið úrslitum TELJA AÐ UPPREISNINNI LJÚKI EF BORGIN FELLUR Bæjarstjórnin í Rasquera, 900 manna bæ í Katalóníu, hefur sam- þykkt tillögu um að leigja sam- tökum kannabisneytenda land til að félagar þeirra geti ræktað kann- abisplöntur. „Þetta er tækifæri sem færir bænum peninga og störf,“ sagði bæjarstjórinn, Bernat Pellisa. Ekki er bannað að neyta kannabis- efna á Spáni þótt sala þeirra sé bönnuð. SPÁNN Bær leigir land til kannabisræktunar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.