Morgunblaðið - 02.03.2012, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 02.03.2012, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. MARS 2012 BAKSVIÐ Guðni Einarsson gudni@mbl.is Skaginn hf. á Akranesi og Kæli- smiðjan Frost ehf. á Akureyri gengu í gær frá sölu á stórri verk- smiðju til vinnslu og frystingar á uppsjávarfiski til Færeyja. Verk- smiðjan mun afkasta 600 tonnum á sólarhring til að byrja með en verð- ur síðan stækkuð í 1.000 tonna af- köst. Vinnslukerfið byggist á ís- lenskri tækni sem þróuð hefur verið hjá Skaganum, íslenskum uppsjáv- arvinnslum og Matís síðustu 10-12 árin. Þetta er fyrsta vinnslulína þess- arar gerðar sem seld er úr landi. Sambærilegar vinnslulínur eru í notkun í vinnsluhúsum fyrir upp- sjávarfisk víða hér á landi. Tæknin sem Skaginn beitir sparar mannafla, raforku og notar ódýrari umbúðir en vinnslulínur erlendra keppinauta, að sögn Ingólfs Árna- sonar, framkvæmdastjóra Skagans. Útflutningsverðmæti verkefnisins er hátt í þrír milljarðar króna og mun það skila 250-300 milljónum króna skatttekjum til ríkis og sveit- arfélaga. Eina alsjálfvirka vinnslukerfið Kaupandi verksmiðjunnar er fær- eyska uppsjávarfyrirtækið Varðin Pelagic P/F sem var stofnað sér- staklega um verksmiðjuna. Það er dótturfélag Varðin P/F úr Gøtu og Delta Seafood P/F. Varðin P/F ger- ir út fjögur uppsjávarskip, þ.e. Tróndur í Gøtu, Finnur Fríði, Jupi- ter og Saksaberg. Verksmiðjan verður sett upp á Tvøroyri á Suður- ey. Varðin P/F er nú með um helm- ing af öllum uppsjávarkvóta Fær- eyinga, að sögn Ingólfs. Verksmiðjan er að mestu sjálf- virk. Starfsmennirnir fást aðallega við stjórnun og eftirlit. Verksmiðjan stærðarflokkar hráefnið og þaðan fer það í hausun eða flökun, nema fiskurinn sé heilfrystur óskorinn. Vinnslulínan vigtar hæfilega skammta í pokavélar. Úr þeim fara fylltir og lokaðir pokar í sérhannaða plastbakka. Bakkarnir renna sjálf- krafa inn í risavaxna frystiskápa. Frosnar blokkirnar fara í pökk- unarvélar sem setja þær í kassa og loka. Kassarnir raðast sjálfvirkt á vörubretti. Þegar brettin eru full er þeim pakkað inn í plast. „Það er enginn að handfjatla fisk- inn en starfsfólkið passar flæðið í vinnslunni. Þetta er eina vinnslu- kerfið fyrir uppsjávarfisk í heim- inum sem er sjálfvirkt,“ sagði Ing- ólfur. Ekki skiptir máli hvort verið er að vinna síld, loðnu, makríl eða kolmunna. „Þetta íslenska kerfi er á vissan hátt einstakt. Við vonumst eftir að geta smíðað fleiri heild- arkerfi til útflutnings. Við höfum áður selt hluta úr kerfum til útlanda en aldrei fyrr heilar vinnslulínur.“ Ingólfur sagði að aðalmunurinn á uppsjávarvinnslulínu Skagans og línum keppinautanna væri sá að Skaginn notaði plötufrysta meðan aðrir beittu blástursfrystingu. Frystitækin sem Skaginn notar eru smíðuð hjá systurfyrirtækinu Þor- geiri og Ellert á Akranesi. „Við keyptum verksmiðju til að smíða plötufrystana frá Ítalíu fyrir tveimur árum og tókum hana hing- að heim. Við breyttum frystunum töluvert og náum nú sömu gæðum og blástursfrystingin hvað varðar pressu á vöru en frysting okkar er mun hraðari,“ sagði Ingólfur. Vinnslulínur frá Skaganum eru nú notaðar í íslenskum uppsjáv- arfrystihúsum. Þar má nefna HB Granda á Vopnafirði, Síldarvinnsl- una í Neskaupstað, Skinney- Þinganes á Höfn í Hornafirði, Ís- félag Vestmannaeyja, Vinnslustöð- ina í Vestmannaeyjum og Saltver í Keflavík. Skaginn hefur einnig sett minni vinnslulínur um borð í nokkur skip sem vinna aflann. Reynsla Morgunblaðið/RAX Undirritun Það ríkti gleði í smiðju Skagans á Akranesi í gær þegar samningurinn við Varðin Pelagic P/F um söluna á vinnslulínum nýju verksmiðjunnar sem rísa á á Suðurey var undirritaður. F.v.: Árni Ingólfsson, Jónmundur Ingólfsson, Ingólfur Árnason, framkvæmdastjóri Skagans, Bogi Jacobsen, framkvæmdastjóri Varðin Pelagic, Jogvan Hansen og Marnes Lisberg. Fullkomin fiskverksmiðja  Varðin Pelagic P/F í Færeyjum hefur samið við Skagann og Kælismiðjuna Frost um kaup á stórri verksmiðju til vinnslu og frystingar uppsjávarafla  Útflutningsverðmætið er hátt í þrír milljarðar Morgunblaðið/RAX Skaginn Það liggur mikil þróunarvinna að baki vinnslulínum Skagans. Búnaðurinn hefur verið þróaður í samvinnu við íslensk sjávarútvegsfyrirtæki. Fjöldi fyrirtækja víða um landið, m.a. á Akranesi, Akureyri, Ísafirði, Siglufirði og í Garðabæ, kemur að smíði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.