Morgunblaðið - 02.03.2012, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 02.03.2012, Blaðsíða 36
36 DAGBÓK MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. MARS 2012 Sudoku Frumstig 4 2 1 6 9 2 5 1 3 4 3 9 6 1 8 2 9 6 4 5 3 2 4 1 3 8 2 6 6 7 9 5 4 9 6 2 8 8 4 3 3 6 4 7 2 5 5 3 7 6 2 6 4 1 8 1 9 2 3 6 8 3 9 7 1 8 2 4 5 9 2 7 6 3 7 9 1 2 5 6 3 4 8 4 2 8 7 3 9 1 6 5 5 6 3 1 4 8 2 9 7 3 4 2 5 9 7 8 1 6 8 5 7 4 6 1 9 3 2 9 1 6 3 8 2 7 5 4 6 8 4 9 2 3 5 7 1 2 7 9 6 1 5 4 8 3 1 3 5 8 7 4 6 2 9 4 8 7 5 9 3 6 1 2 2 1 5 6 8 7 9 4 3 3 6 9 4 2 1 5 8 7 5 4 8 7 6 9 3 2 1 9 2 3 1 5 8 4 7 6 1 7 6 3 4 2 8 9 5 7 9 1 8 3 6 2 5 4 6 5 2 9 7 4 1 3 8 8 3 4 2 1 5 7 6 9 9 3 2 7 1 6 8 5 4 6 7 8 5 4 3 2 9 1 5 1 4 8 2 9 3 6 7 1 5 6 4 8 7 9 2 3 2 4 3 9 5 1 7 8 6 8 9 7 3 6 2 1 4 5 7 6 1 2 9 5 4 3 8 3 8 9 6 7 4 5 1 2 4 2 5 1 3 8 6 7 9 Efsta stigMiðstig Lausn síðustu sudoku Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig töl- urnar 1-9 og aldrei má tví- taka neina tölu í röðinni. Í dag er föstudagur 2. mars, 62. dagur ársins 2012 Orð dagsins: En Jesús hrópaði: „Sá sem trúir á mig, trúir ekki á mig, held- ur þann sem sendi mig.“ (Jh. 12, 44.) Það er fátt nýtt undir sólinni ogþegar kemur að heilsu og heil- brigði skipta tveir þættir öllu máli – mataræði og hreyfing. Síðan er það undir hverjum og einum komið hvernig hann tekur á málum. x x x Víkverji hefur góða reynslu afhvorutveggja, mat og hreyf- ingu. Sérstaklega af góðum mat. Hann fær vatn í munninn í hvert sinn sem minnst er á matarhátíðina Food&Fun og þykir fátt betra með góðu vatni en góð og þykk ribeye- steik, 500 til 1.000 g. Humarinn snöggsteikti svíkur heldur aldrei. x x x Eins og oft vill verða ræða vinnu-félagarnir stundum um mat á matmálstíma. Þegar einn kom með heimagert, girnilegt sushi með krabbafiski í nesti var rætt um fram- kvæmdina. Þá kom fram að í Japan tæki átta ár að læra að gera sushi og þar af tvö ár að læra að sjóða hrís- grjónin. Það kom Víkverja ekki á óvart enda þakkaði hann fyrir að hafa haldið sig við stórsteikurnar og humarinn. x x x Til þess að njóta góðrar máltíðar íbotn er nauðsynlegt að hafa unnið til hennar með því að hafa hreyft sig nóg áður. Eða á eftir. Hins vegar er hófið best í þessu sem öðru. Löngum hefur verið sagt að bið eftir jarðskjálfta sé hámark letinnar með hreyfingu í huga. Vissulega er jarðskjálfti af ákveðnum styrkleika ekkert gamanmál, en þegar jarð- skjálftinn reið yfir á höfuðborgar- svæðinu upp úr klukkan eitt í fyrri- nótt varð Víkverja hugsað til þeirra sem höfðu beðið eftir skjálfta. Vík- verji var saddur og fínn eftir síðbúna kvöldmáltíð að lokinni vinnu og rétt skriðinn undir sæng, þegar hristing- urinn skall á. Hann er ekki frá því að bakverkurinn hafi lagast við skjálft- ann en vinnufélaginn með hálsríginn hafði aðra sögu að segja. Þar sannaðist hið fornkveðna að menn skulu fara varlega og gæta hófs þegar hreyfing og matur eru annars vegar. víkverji@mbl.is Víkverjiskrifar Krossgáta Lárétt | 1 meina, 8 verkfæri, 9 belti, 10 reyfi, 11 ýfir, 13 glæsilegur árangur,15 hvelfing, 18 bál, 21 hrós, 22 drukkna, 23 ilmur, 24 eft- irtekja. Lóðrétt | 2 semur, 3 reiður, 4 hitasvækja, 5 nákomnar, 6 sjúkdómskast, 7 starfsöm,12 ktaftur, 14 fauti, 15 eiga við, 16 leyfi, 17 fletja fisk, 18 vaf- ans, 19 skútu, 20 skökk. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 burst, 4 kamar, 7 ausur, 8 sonur, 9 fit, 11 tómt, 13 árin, 14 ísinn,15 borð, 17 auga, 20 gný, 22 asnar, 23 staga, 24 létta, 25 renna. Lóðrétt: 1 brast, 2 rósum, 3 torf, 4 kost, 5 mánar, 6 rýran, 10 ið- inn, 12 tíð, 13 ána,15 brall, 16 rangt, 18 uxann, 19 afana, 20 gróa, 21 ýsur. 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is Góð fórn. N-Allir. Norður ♠DG10 ♥Á92 ♦73 ♣109842 Vestur Austur ♠Á5 ♠K ♥KG76 ♥D10854 ♦ÁKD ♦10852 ♣DG65 ♣K73 Suður ♠9876432 ♥3 ♦G964 ♣Á Suður spilar 4♠ doblaða. Það leynir sér ekki að 4♠ er af- bragðs fórn yfir 4♥ – svo góð, raunar, að það er varla hægt að tala um fórn- arsögn, því tíu slagir rúlla heim. „Bíddu við – á ekki vörnin tvo slagi á tígul og aðra tvo á tromp?“ Svo virðist vera, en í reynd er tromp- slagur varnarinnar aðeins einn. Spilið er frá Íslandsmótinu í tvímenningi og þeir sagnhafar sem spiluðu 4♠ fengu allir tíu slagi. Ástæðan er augljós: Vestur taldi þörf á því að fækka stung- um í borði og skipti því yfir í ♠Á í öðr- um slag eftir hátígul út í upphafi. Trompkóngurinn fór þannig fyrir lítið, og þegar til kom reyndist ein tíg- ultrompun duga til að fría gosann. 2. mars 1956 Bandarísk herflutningaflugvél með sautján mönnum hrapaði í sjóinn djúpt út af Reykjanesi. Enginn komst lífs af. 2. mars 1957 Heilsuverndarstöðin í Reykja- vík var vígð. „Stofnun hennar var sögulegur viðburður í heilbrigðismálum þjóð- arinnar,“ sagði Morgunblaðið. Byggingarframkvæmdir stóðu í sjö ár og fyrsta deildin tók til starfa 1953. 2. mars 1999 Áburðarverksmiðja ríkisins var seld fyrir 1.257 milljónir króna. Kaupverðið var stað- greitt daginn eftir. 2. mars 2006 Forma, samtök átröskunar- sjúklinga, hlaut Samfélags- verðlaun Fréttablaðsins þegar þau voru veitt í fyrsta sinn. Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson. Þetta gerðist… „Það er engin stórveisla í pípunum því dagurinn og helgin fer í upptökur á Hellisheiði með Hjalta- lín,“ segir Guðmundur Óskar Guðmundsson, bassaleikari í hljómsveitinni Hjaltalín, sem fagnar 25 ára afmæli sínu í dag. Hann segist ekki getað lofað félögum sínum í sveitinni köku í tilefni dags- ins, þeir geti alveg eins komið honum á óvart. Spurður hvort ný plata sé á döfinni segir Guð- mundur að hljómsveitin noti öll tækifæri sem gef- ist til að taka upp nýtt efni, þegar allir meðlimir Hjaltalíns eru staddir á landinu. Engin tímasetn- ing sé komin á útgáfuna, það geti orðið fyrir næstu jól eða bara á næsta ári. Hyggst sveitin einbeita sér að upp- tökum á næstunni og ekkert sérstakt tónleikahald fyrirhugað. Upp- tökustaðurinn á Hellisheiði er ekki gefinn upp en Guðmundur Óskar segir það bara spennandi ef jarðskjálftar náist í upptöku, þeir geti jafnvel nýst við tónlistarsköpunina og slegið taktinn! Tónlistin er í blóðinu hjá Guðmundi Óskari. Bróðir hans er Sig- urður í hljómsveitinni Hjálmum en foreldrar þeirra bræðra eru Gróa Hreinsdóttir, kórstjóri og píanókennari til margra ára, og Guð- mundur Kr. Sigurðsson, tenórsöngvari. bjb@mbl.is Guðmundur Óskar í Hjaltalín 25 ára Upptökur á Hellisheiðinni Flóðogfjara 2. mars Fjara m Flóð m Fjara m Flóð m Fjara m Sólaruppr. Sólsetur Reykjavík 0.38 2,8 7.01 1,7 13.17 2,6 19.31 1,6 8.30 18.50 Ísafjörður 2.45 1,4 9.14 0,8 15.29 1,3 21.50 0,7 8.40 18.51 Siglufjörður 5.13 1,0 11.55 0,5 18.31 0,9 8.23 18.33 Djúpivogur 3.57 0,8 9.55 1,2 16.20 0,7 23.02 1,4 8.01 18.19 Sjávarhæð miðast við meðalstórstraumsfjöru Sjómælingar Íslands/Morgunblaðið (21. mars - 19. apríl)  Hrútur Fólk dáist að þér og ber virðingu fyrir þér. Þú ert fullur vellíðunarkenndar og nýtur þess að umgangast vini og vandamenn. (20. apríl - 20. maí)  Naut Stundum eignast maður sérkennilega bandamenn sem reynast manni eins og bestu vinir. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og reyndu að vinna heima ef þú getur. (21. maí - 20. júní)  Tvíburar Það er létt yfir þér í dag og þú átt því auðvelt með að laða að þér fólk. Láttu það bíða að kanna ókunn lönd. (21. júní - 22. júlí)  Krabbi Stundum breytast hugsanir manns og svo breytist maður sjálfur. Með breyttu viðhorfi sérðu hvernig hlutirnir gætu orðið. (23. júlí - 22. ágúst)  Ljón Samræður við vin eða maka ganga ekki jafnvel og þú hefðir kosið. Leggðu þitt að mörkum til stofnana eða fólks sem er hjálpar þurfi. (23. ágúst - 22. sept.)  Meyja Þú verður að geta staðið við þau lof- orð, sem þú gefur. Varastu að festast í göml- um gildum sem eiga ekki lengur við og eru bara til trafala. (23. sept. - 22. okt.)  Vog Þú hefur nokkurt forskot á náungann í dag. Haltu þínu striki á þennan rólega og magnaða hátt og þú átt eftir að verða allsráð- andi í ríki þínu. (23. okt. - 21. nóv.) Sporðdreki Það skiptir sköpum að þú getir séð menn og málefni í réttu ljósi en ekki eins og þú vildir að þau væru. Fátt pirrar þig meira en fólk sem er betra við þig en þú við það. (22. nóv. - 21. des.) Bogmaður Nú virðist vera rétta tækifærið fyrir þig að koma málum þínum áfram. Gættu þess að ofmetnast ekki og taktu gagnrýni vel. (22. des. - 19. janúar) Steingeit Eitthvað það kann að gerast sem kemur þér verulega á óvart. Samræður við systkini og ættingja verða gleðilegar. (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberi Óvæntir atburðir kalla á snöf- urmannleg viðbrögð, en gerðu samt ekkert að óathuguðu máli því það borgar sig ekki. Að öðrum kosti mun einhver sem þú þekkir koma þér verulega á óvart. (19. feb. - 20. mars) Fiskar Þetta er góður dagur til að gera breyt- ingar á nánasta umhverfi þínu. Bíddu í einn dag eða svo og athugaðu hvort þú ert reiðubúin(n) til að breyta afstöðu þinni. Stjörnuspá Hjónin Guðrún B. Emilsdóttir og Sigurjón Friðriksson frá Ytri-Hlíð, nú til heimilis að Hamrahlíð 24, Vopnafirði, eiga sextíu ára brúð- kaupsafmæli í dag, 2. mars. Þau munu eyða deginum með fjölskyld- unni. Demantsbrúðkaup 1. c4 c6 2. Rf3 d5 3. g3 Rf6 4. Bg2 dxc4 5. O-O Rbd7 6. Dc2 Rb6 7. Ra3 Dd5 8. b3 cxb3 9. axb3 Be6 10. b4 Db3 11. Dxb3 Bxb3 12. b5 c5 13. d3 Rfd7 14. Rd2 Bd5 15. e4 Be6 16. f4 f6 17. e5 Bd5 18. e6 Bxe6 19. Bxb7 Hb8 20. Bc6 g6 21. Rac4 Rc8 22. Re4 Kf7 Staðan kom upp í B-flokki Corus- skákhátíðarinnar sem lauk fyrir skömmu í Wijk aan Zee í Hollandi. Hollenski stórmeistarinn Jan Timman (2571) hafði hvítt gegn landa sínum og kollega Sipke Ernst (2606). 23. Re5+! Rxe5 24. fxe5 Bf5 25. Rxc5 Bg7 26. d4 Hd8 27. Hxf5 gxf5 28. e6+ Kg6 29. Rd7 Rd6 30. Rxb8 Hxb8 31. Hxa7 Rxb5 32. Hxe7 Bh6 33. Be8+ og svart- ur gafst upp. Síðari hluti Íslandsmóts skákfélaga hefst í kvöld á Selfossi en nánari upplýsingar um keppnina er að finna á www.skak.is. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is Hvítur á leik. Nýbakaðir foreldrar? Sendið mynd af barninu til birtingar í Morgunblaðinu Frá forsíðu mbl.is er einfalt að senda mynd af barninu með upplýsingum um fæðingarstað, stund, þyngd, lengd, ásamt nöfnum foreldra. Einnig má senda tölvupóst á barn@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.