Morgunblaðið - 02.03.2012, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 02.03.2012, Blaðsíða 29
MINNINGAR 29 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. MARS 2012 ✝ Stefanía SigrúnÞórðardóttir, ,,Stella“ fæddist í Reykjavík 9. nóv- ember árið 1930. Hún lést 22. febrúar 2012. Foreldrar hennar voru hjónin Þórður Brynjólfsson, f. 1.9. 1901, d. 20.7. 1982 og Anna Guðrún Hallmundsdóttir, f. 16.5. 1910, d. 17.8. 1995. Stella var eina barn foreldra sinna. Fjölskyldan bjó sér heimili í Norðurmýrinni, sem var í upp- byggingu á þessum árum, fyrst á Bragagötunni og síðar á Bolla- götu 6. Stella gekk í Landakotsskóla og síðar í Gagnfræðaskóla Reykjavíkur (Ingimarsskólann). Að loknu gagnfræðanámi lauk Stella fóstrunámi og starfaði sem slík um skeið. Hóf síðan nám og störf sem meinatæknir á Rann- sóknarstofu Háskólans þar sem hún kynntist verðandi eig- inmanni sínum, Guðmundi Árna- syni lækni, f. 28.11. 1925, d. 18.10.1983 og gengu þau í hjóna- band 10.9. 1955. Foreldrar Guð- mundar voru Valgerður Rósink- arsdóttir húsmóðir, f. 1903, d. 1979 og Árni Ólafsson sýsluskrif- bauðst Guðmundi starf yfirlækn- is á sjúkrahúsi Akraness. Næstu tíu árin undi fjölskyldan hag sín- um vel á Vesturgötu 129. Stella sinnti húsmóðurstarfinu af mikl- um myndarskap. Árið 1975 setti hún á stofn vefnaðarvöruverslun ásamt Sjöfn Jónsdóttur og var hún í rekstri um fimm ára skeið. Stella opnaði snyrtistofu á heim- ili sínu um skeið og var virkur þátttakandi í starfi Kvenfélags Akraness. Hún tók þátt í starfi Thorvaldsenfélagsins þegar hún flutti frá Akranesi. Frítíma sín- um varði hún að stórum hluta við garða- og trjárækt með manni sínum, ýmist við heimili þeirra eða í sumarhúsinu í Grímsnesinu. Vegna veikinda Guðmundar fluttist fjölskyldan aftur í Kópa- voginn og bjó á Sunnubrautinni allt til 1989. Eftir fráfall Guð- mundar hóf Stella aftur störf sem meinatæknir og síðar sem leikskólakennari á leikskólanum Dyngjuborg. Eftir stutta dvöl í Bústaðarhverfi, Breiðholti og Kópavogi fluttist Stella á Háa- leitisbraut 26, sem var heimili hennar fram í október 2011 en þá flytur hún á hjúkrunarheimilið Sóltún. Útför Stefaníu (Stellu) fer fram frá Fossvogskirkju í dag, 2. mars 2012, kl 13. ari, f. 1897, d. 1946. Guðmundur var næstyngstur fjög- urra systkina. Árið 1956 flytjast þau Stella og Guð- mundur til Dan- merkur og ári síðar til Svíþjóðar þar sem Guðmundur var við sér- fræðinám og störf. Í Danmörku lagði Stella stund á nám í snyrtifræði en eftir að til Svíþjóðar var kom- ið starfaði hún sem meinatæknir. Árið 1965 lá leiðin aftur heim til Íslands og fluttu þau fyrst í Álfta- mýrina og síðar í Hvassaleiti. Stella og Guðmundur ætt- leiddu tvo drengi, Guðmund Þórð, f. 18.9. 1966 og Ólaf Skúla, f. 22.9. 1968. Fyrrverandi maki Guðmundar Þórðar er Þorbjörg Margeirsdóttir, f. 23.8. 1971. Dóttir þeirra er Arna Stefanía, f. 1.9. 1995. Maki Ólafs Skúla er Kolbrún Vilhelmsdóttir, f. 3.2. 1970 og eiga þau þrjú börn: Ás- dísi Brynju, f. 17.3. 1998, Viktor Tuma, f. 4.5. 2000 og Stefán Em- il, f. 7.4. 2005. Árið 1968 flutti fjölskyldan í Kópavoginn og bjó á Sunnubraut 33 til ársins 1973. Þá fluttist fjöl- skyldan til Akraness, en þar Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum) Fallin er frá stoð okkar og stytta til margra áratuga. Mamma missti maka sinn Guðmund Árna- son þegar hún var á besta aldri eftir erfiða baráttu hans við krabbamein. Þar með varð það hlutverk hennar að standa ein og óstudd að uppeldi okkar bræðra sem vorum fimmtán og sautján ára gamlir. Hún studdi okkur í leik og starfi, ýtti undir sjálfstæði okkar og stuðlaði að því að við stæðum á eigin fótum. Mamma var mikill dugnaðarforkur og var okkur bræðrum fyrirmynd í vinnusemi og dugnaði. Hún var strangheiðarleg og hreinskilin kona sem kom skoðunum sínum á framfæri umbúðalaust. Margir kannast við beinskeyttar athuga- semdir hennar og gat það á tíðum virkað sem köld vatnsgusa framan í þá sem þekktu hana lítið. Hún var úrræðagóð og hjálpaði okkur bræðrum oft við að ná niðurstöðu í þeim vandamálum og álitaefnum sem upp komu í gegnum tíðina. Margir vinir og ættingjar þekkja að gott var að eiga Stellu að þegar á bjátaði. Mamma átti erfitt með að skilja uppganginn og hraðann í efna- hagslífinu á undanförnum árum, enda af þeirri kynslóð sem átti fyr- ir því sem hún eyddi. Þegar við keyrðum um borgina spurði hún mig: „Gummi, hver á að búa í öll- um þessum húsum og nota allar þessar skrifstofur?“ Bankamaður- inn, sonur hennar, maldaði í mó- inn og reyndi að útskýra hagfræði fyrir mömmu sinni, með óljósri til- vísan í hagvöxt og fólksfjölgun. Hún fitjaði upp á nefið, gaf lítið fyrir þessar útskýringar og taldi þetta engan veginn ganga upp. Þar hafði rökvísi hennar og heil- brigð skynsemi betur gegn þeirri skammsýni og ofurbjartsýni sem hér ríkti. Við fjölskyldan áttum góðar stundir í sumarbústaðnum í Grímsnesi en þar leið foreldrum mínum sérstaklega vel. Mamma og pabbi höfðu yndi af trjárækt og gróðursettu mörg þúsund plöntur í sumarbústaðarlandi sínu. Í dag stendur eftir fallegur skógur. Arna Stefanía dóttir okkar Þor- bjargar var mikið hjá ömmu sinni í gegnum árin og voru þær miklar vinkonur. Þegar ég heyrði í mömmu í síma kom alltaf sama spurningin: „Hvað segir ungfrú- in?“ Það var oft kostulegt að fylgj- ast með þeim stöllum. Sú yngri sat í hægindastól og horfði á „Stellu í orlofi“ í eitt skiptið enn á meðan sú eldri bar í hana kræsingar úr eld- húsinu eftir pöntun. Fyrir hönd fjölskyldunnar allr- ar færi ég starfsfólki hjúkrunar- heimilisins Sóltúns bestu þakkir fyrir ástúðlega umönnun. Einnig vil ég þakka vinum og ættingjum mömmu sem heimsóttu hana þessa síðustu mánuði. Þrátt fyrir litla heilsu þá naut hún þess að fá heimsóknir. Góða ferð, elsku mamma. Guðmundur Þórður Guðmundsson. Það er óhjákvæmilegt, þegar einhver nákominn fellur frá, að líta yfir farinn veg og þann tíma sem viðkomandi var hluti af lífi manns. Á þeim nótum hafa hugsanir mínar verið undanfarna daga, eða síðan elskuleg móðir mín, Stefanía Sigrún Þórðardóttir, féll frá þann 22. febrúar síðastliðinn. Ég þyrfti eflaust meira pláss en rúmast í einni minningargrein, ætti ég að gera ítarlega grein fyrir öllum hugsunum mínum undan- farna daga. En ef ég hefði aðeins eitt orð til að lýsa tilfinningum mínum á þessum tímamótum lífs- ins, þá kemur orðið „þakklæti“ oftar upp í huga mér en önnur. Þakklæti fyrir alla þína ást og umhyggju. Þakklæti fyrir allt sem þú kenndir mér með eljusemi þinni, dugnaði og ósérhlífni. Þakk- læti fyrir að kenna mér mikilvægi heiðarleika. Þakklæti fyrir allan þinn stuðning og hvatningu við leik, nám og störf. Þakklæti fyrir alla þína óendanlegu þolinmæði. Þakklæti fyrir umhyggju og ást þína á barnabörnunum og fjöl- skyldu. Þakklæti fyrir allar góðu minningarnar sem ég á um þig. Takk, við sjáumst síðar. Ólafur Skúli. Í byrjun var ég var smeyk við þessa litlu og snaggaralegu konu. Hún kom mér fyrir sjónir sem köld, ákveðin og frek. Ég var í raun enn barn, hún fullorðin og lífsreynd. Með tímanum kynntist ég Stellu sem var raunsæ, hlý, þver, kjörkuð og dugmikil. Fyrir- myndarhúsmóðir og hög í hönd- um. Þegar barnabörnin fæddust tók við nýr kafli í lífi hennar. Heilu dagana lék hún við þau. Arna Stef- anía er þeirra elst. Naut hún mik- illa forréttinda á heimili ömmu. Þar þótti sjálfsagt að óvitinn léki sér með brothætta og fágæta list- muni. Við foreldrarnir oft á hlaup- um á eftir, töldum okkur skylt að bjarga verðmætum. „Góðu látið hana vera, hún er svo hrifin af þessu greyið.“ Um Örnu Stefaníu var talað í sérstökum tóni, svo minnti á guðlega dýrkun. Svo var einnig um yngri barnabörnin. Stella talaði umbúðalaust. Gat tvinnað saman hrikalegustu blóts- yrði en vitnaði gjarnan í Guð og nunnurnar í Landakoti í næstu setningu. Hún kaus sinn Alþýðu- flokk, síðar Þjóðvaka og loks Sam- fylkingu, trú sínum uppruna og frændgarði. Á kjördag 2009 hringdi ég í hana. Vel lá á henni uns mér varð á að bjóðast til að aka henni á kjörstað. „Ertu orðin eitthvað biluð manneskja?“ var sagt með miklum þjósti. „Held- urðu að ég komist ekki hjálpar- laust? Ég fór rúmlega níu í morg- un.“ „Og hvað kaustu?“ spurði ég, þó ég vissi svarið. Á hana kom hik, nýjasta nafni jafnaðarmanna var hún trúlega búin að gleyma, hún hefði aldrei viðurkennt það. „Nú, auðvitað hana frænku mína.“ Það fór ekki á milli mála hvora okkar hún taldi kljást við heilabilun þá stundina. Hún gat verið dómhörð. Norðmenn voru leiðinlegir. Ein- hverjum orðið á að sýna henni og Guðmundi manni hennar dóna- skap þegar þeir ályktuðu að þau væru Svíar fyrir 50 árum. „Upp- veðruðust svo þegar í ljós kom að við værum Íslendingar og hann læknir í þokkabót. Snobbaðir, þó þar búi eflaust ágætis fólk inn á milli.“ Hún var heimsdama inn við beinið, talaði fjölda tungumála til dauðadags. Hafði gengið um göt- ur helstu stórborga Evrópu á lífs- leiðinni en myndað sér skoðun á Bandaríkjunum. „Ameríkanar eru ekki my cup of tea, þangað fer ég aldrei.“ Þar við sat. Þegar við Gummi skildum kveið ég við- brögðum Stellu. Ég vissi að hún var reið og fór í heimsókn. Hún hafði oft verið elskulegri. „Fólk á að hugsa um hvað það hefur sett í heiminn áður en það tekur svona ákvarðanir, Þorbjörg.“ Mér varð svarafátt, stamaði eitthvað um að hvorugt okkar ætlaði að skilja við barnið né frændgarðinn. „Ef þið segið það, þá treysti ég því.“ Stutt og laggott. Samband okkar varð innilegra með hverju árinu sem leið eftir þetta. Með tímanum fór hún að trúa mér fyrir málum sem höfðu haft mikil áhrif á hana á ár- um áður. Fáar manneskjur hafa í raun reynst mér betur um ævina. Hún kenndi mér margt. Æðrulaus og heil. Það var aldrei óþarfa dramatík hjá frú Stefaníu. „Þjóðin er öll að breytast í gúllasbaróna,“ sagði hún í góðærinu. Gúllasbarón var samnefnari yfir kjána og ný- ríka. Gjarnan pylsu- og skransala eins og hún nefndi þá, uppskafn- inga og börgisa. Ég þakka um margt óvenjulegri en yndislegri konu góða og lærdómsríka sam- fylgd og þann kærleika sem hún sýndi mér og mínum alla tíð. Stef- anía Sigrún Þórðardóttir kom allt- af til dyranna eins og hún var klædd. Stella var risastór kona í smáum líkama. Þorbjörg. Ég vissi um tilvist Stellu frænku minnar áður en við kynnt- umst, en við vorum þremenningar. Reyndist mjög auðvelt fyrir okkur að ná saman. Guðmundur og Stella höfðu verið búsett á Skaganum um nokkurra ára skeið þegar við hjón- in fluttum þangað. Ég laðaðist fljótlega að þessari frænku minni. Hún hafði mikla útgeislun og ork- an sem bjó í þessari fíngerðu konu var ótrúleg. Húmorinn var aldrei langt undan, svo alltaf var gleði í kringum hana. Hún gat líka verið þver, ef henni mislíkaði eitthvað og sagði hún það þá bara beint út. Þessum einkennum sínum hélt hún fram á síðasta dag. Við Stella brösuðum margt saman, komum m.a. á fót verslun, sem við rákum um nokkurra ára skeið, buðum upp á námskeið í skerma- og púða- gerð, sem urðu mjög vinsæl og ýmislegt annað var brallað. Þetta voru okkar ævintýri, sem við rifj- uðum oft upp seinna meir. Við vor- um heimagangar hjá hvor annarri og alltaf var jafn gott og hlýlegt að koma til hennar. Voru þau hjónin listræn að eðlisfari og bar heimili þeirra vott um það. Þegar Guðmundur veiktist fluttu þau í Kópavoginn og þá var vík milli vina, en oft var haft síma- samband. Stella var stolt af strák- unum sínum og fékk ég að fylgjast með þeim. Þegar barnabörnin komu til sögunnar var hún alsæl, sýndi mér myndir af þeim og sagði af þeim sögur. Ég heimsótti hana á Háaleitisbrautina þar sem hún bjó síðari árin. Bauð hún upp á smá- kökur og kaffi, reykti sinn „cigar“ og sagði frá skyldfólkinu okkar, með sínum skemmtilega húmor. Síðast sá ég hana er hún var komin á hjúkrunarheimilið Sóltún. Þar hafði verið búið fallega um hana með hennar persónulegu munum. Hún var orðin mikið veik en þekkti samt okkur Emmu. Hún var enn hún sjálf er hún sagði „Jæja stelp- ur, nú megið þið fara og góða nótt.“ Ég á eftir að sakna frænku minnar og vil þakka henni fyrir samfylgdina. Hugur minn er hjá sonunum og fjölskyldum þeirra. Minningin lifir. Guði falin, Stella mín. Sjöfn Jónsdóttir. Við Stella urðum vinkonur þeg- ar við vorum fimm ára gamlar. Þá flutti hún með foreldrum sínum á Bragagötuna, í næsta hús við mína fjölskyldu. Ég var afskaplega feg- in að eignast vinkonu því áður hafði ég bara tvo stráka til að leika mér við. Fullu nafni hét Stella Stefanía Sigrún – en þegar hún fæddist var föður hennar sent skeyti sem í stóð: „Stella fædd“ – misritun fyrir: „Stelpa fædd“. Gælunafnið festist svo rækilega við Stellu að fólk þekkti hana varla undir öðru nafni. Vinátta okkar Stellu hélst sleitulaust allt þar til hún lést 22. febrúar síðastliðinn eftir nokkra vanheilsu. Stella var einbirni og sótti hún því oft til mín, við vorum fjögur systkinin og því meira líf og fjör hjá okkur. Hlutskipti okkar vinkvennanna var ólíkt á unglings- árum. Þegar hún fór að skemmta sér var ég gift og orðin móðir, en gaman var að heyra sögurnar hjá Stellu. Svo giftist hún líka, indæl- um manni, Guðmundi Árnasyni lækni, sem tók sérnám sitt, lyf- lækningar, í Svíþjóð. Árin sem þau hjón voru ytra skrifuðumst við Stella á og hittumst þegar hún kom í heimsóknir til Íslands. Einnig fór ég í heimsókn til Vä- nersborg og dvaldi hjá þeim hjón- um í mánuð, það var skemmtileg- ur tími sem m.a. var nýttur til að fara með mig vítt og breitt um ná- grennið. Stella kom svo heim með manni sínum að námsárunum loknum og samstundis tókum við upp okkar góða vináttusamband. Stella var úrræðagóð og sniðug að upplagi og var mér snemma hjálpleg í mörgu sem upp kom á lífsleiðinni. Stella tók gagnfræðapróf frá Ingi- marsskóla, lauk fóstrunámi, en þoldi illa útiveru og gerðist því meinatæknir, sem varð hennar lífsstarf. Stella og Guðmundur eignuðust tvo syni með tveggja ára millibili. Þeir voru foreldrum sínum alla tíð til mikillar gleði. Stella varð ekkja rösklega fertug og eftir það voru synirnir og fjöl- skyldur þeirra hennar líf og yndi. Stella hafði gaman af að ferðast, ein og í hópum. Við fórum saman í ýmis ferðalög. Ár eftir ár og ára- tug eftir áratug hittumst við Stella jafnaðarlega og töluðum saman í síma. Nú skilur leiðir og ég sakna hennar sárt. Blessuð sé minning Stellu vinkonu minnar. Fjölskyldu hennar sendi ég innilegar samúðarkveðjur. Edda. Elsku Stella okkar er látin, við erum sannarlega orðnar gamlar, þó okkur finnist það nú ekki alltaf. Það er annars merkilegt hvað vin- áttutaugin okkar gömlu vinkvenn- anna hefur reynst sterk, það er sama hvort þær eru hér í Vest- urbænum eða Kanada en þær eru sannarlega með hugann saman núna, erum allar búnar að rúnna áttatíu árin og erum með hugann hver hjá annarri og hjá drengjun- um hennar Stellu og nærfjöl- skyldu. Eitt sinn datt okkur í hug að stofna saumaklúbb og gerðum það, en kannski vorum við ekki á alveg réttum tíma, en við höfðum þó nokkra klúbba en áttum til á sólríkum sumarkvöldum að fá okkur kaffisopa á „Borginni“ á leiðinni heim, en gerðum okkur grein fyrir að þannig á alvöru- saumaklúbbum ekki að ljúka og tókum upp þroskaðri siði og gæddum okkur á eigin bakkelsi með stolti. Mig langar að minnast heim- sóknar á Akranes þegar þau bjuggu þar Stella og fjölskylda, fyrirtæki sem ég vann hjá átti er- indi á spítalann og þar fékk ég skilaboð um að koma með Guð- mundi heim í hádegismat, sem ég og gerði og urðu fagnaðarfundir hjá vinkonunum. Við sendum samúðarkveðjur og óskum ykkur allrar blessunar, Lilja Gunnarsdóttir, Elín Kristjánsdóttir, Ásthildur Gunnarsson, Elsa Pétursdóttir. Dauðinn er sólarupprás uppstigning geislandi sólar úr djúpi lífsins bjarma hennar slær á moldina og hafið án dauðans væri lífið kalt og dimmt dauðinn er brunnur án hans væru akrarnir vatnslausir og skrælnuðu án dauðans væri lífið án merkingar (Ragnheiður Ófeigsdóttir) Lífið heldur áfram sagði Stella ævinlega þegar dauðann bar á góma. Færiband minninganna um vináttu okkar Stellu rennur hljóð- lega og ég minnist allra góðra stunda sem við áttum saman. Á fagurri júnínótt fyrir um 30 árum á Akranesi á heimili Stellu og Guð- mundar ræddum við um að stofna saumaklúbb. Við vorum hvorki skólasystur né æskuvinkonur en vorum konur sem fluttumst á Akranes vegna starfa eiginmanna okkar. Stella gaf klúbbnum nafnið HK og var það ávallt tilhlökkunar- efni hjá okkur öllum að hittast. Stella og Guðmundur áttu frábær- an sumarbústað nálægt Ljósafossi og klúbburinn átti ógleymanlegar samverustundir þar. Einnig lögð- um við land undir fót til Akureyr- ar. Þetta urðu sannkallaðar menn- ingarreisur, við sóttum leikhús, skoðuðum bæinn og nutum tilver- unnar að ógleymdum veislukvöld- unum hjá Höllu. Stella gekk fljót- lega í Kvenfélag Akraness og var varaformaður þess um tíma og oft var mikið um að vera. Hún stóð m.a. fyrir því að lítil verslun var stofnuð á Sjúkrahúsi Akraness og unnu margar kvenfélagskonur þar. Félagið fór árlega í ferðalög og ekki stóð á Stellu að bjóða okk- ur eitt árið í bústaðinn og njóta þar veitinga. Gegnum árin höfum við Stella ferðast mikið saman. Oft fórum við tvær í bústaðinn henn- ar. Í nokkur ár fórum við á hverju vori um Jónsmessuna, vöktum nóttina og hlustuðum á þögn fuglanna og lögðum okkur ekki fyrr en þeir voru vaknaðir. Við ræddum um lífið og tilveruna og einnig um dauðann. Fyrstu utan- landsferðina okkar saman fórum við til Vínarborgar með Garða- bakka, ferðaklúbbi Þorsteins Magnúsarsonar, ógleymanleg ferð í alla staði. Hann kvaddi okk- ur með þeim orðum að við værum sannkallaðar næturdrottningar. Stella átti eftir að ferðast ótal sinnum með þessum ferðaklúbbi til margra landa. Í afmælisferð Bandalags kvenna í Reykjavík til Rómar var Stella með í för ásamt 38 konum frá ýmsum kvenfélög- um. Við fórum til Flórens og vor- um þar sjö sem settust saman á veitingastað og stofnuðum þar klúbbinn Spezíur sem er enn starfandi. Stella var alveg heilluð af Madeira, af blómadýrðinni og náttúrufegurðinni. Við ferðuð- umst þangað aftur og voru þær ferðir ógleymanlegar. Þegar dauðann bar að garði hjá mér og minni fjölskyldu reyndist Stella mér ákaflega vel. Hún kom með fjöskyldunni austur á Prests- bakka og hreifst þar af sumarhúsi fjölskyldunnar á Mosum. Við sjáum ekki alltaf fyrir hvernig ell- in læðist aftan að okkur. Ég minn- ist Stellu, þessarar ljóshærðu, glaðlegu, víðsýnu, fróðu, fé- lagslyndu og skemmtilegu konu með gleði og þakklæti fyrir allar þær stundir sem við áttum saman. Ég votta sonum hennar, Guð- mundi og Skúla, og fjölskyldum þeirra innilega samúð. Lífið held- ur áfram. Magdalena S. Ingimundardóttir. Kveðja frá Thorvaldsens- félaginu Í dag verður borin til grafar ein af okkar kæru félagskonum, Stef- anía Sigrún Þórðardóttir. Stefanía gekk í Thorvaldsens- félagið 1990. Hún tók virkan þátt í félagsstarfinu og sat bæði í ferða- nefnd og menningarnefnd. Stefanía var mikil hannyrða- kona. Ég minnist þess þegar hún kom á Bazarinn með töluvert af útsaumuðum púðum sem hún hafði saumað og talið út sjálf og gaf til styrktar félagsstarfinu. Margar af okkar félagskonum minnast þess þegar Stefanía bauð Thorvaldsenskonum í sumarbú- staðinn sinn í upphafi einnar af okkar árlegu sumarferðum. Þar naut hún sín vel, enda var hún höfðingi heim að sækja. Hún var nett kona, björt yfirlitum og glað- leg. Það var ávallt glaðværð í kringum Stefaníu. Að leiðarlokum þökkum við fyr- ir samfylgdina og hennar góðu störf. Thorvaldsensfélagið sendir sín- ar innilegustu samúðarkveðjur til fjölskyldunnar og annarra að- standenda. Kristín Zoëga, formaður. Stefanía Sigrún Þórðardóttir (Stella)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.