Morgunblaðið - 02.03.2012, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 02.03.2012, Blaðsíða 44
FÖSTUDAGUR 2. MARS 62. DAGUR ÁRSINS 2012 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 399 ÁSKRIFT 4390 HELGARÁSKRIFT 2750 PDF Á MBL.IS 2550 1. Um þrjá stóra skjálfta að ræða 2. Gunnar kærður til lögreglu 3. Jarðskjálfti við Helgafell 4. Getnaðarvörn sem framkallar… »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Björtustu vonir íslenskrar tónlistar, Of Monsters and Men, spila á Vita- og vísnahátíðinni í Garði á morgun. Nanna Bryndís söngkona er Garð- maður „í húð og hár“ segir í frétta- tilkynningu frá bæjarstjóranum, Ás- mundi Friðrikssyni, og „því ein af óskabörnum Garðsins“. Of Monsters and Men á heimaslóðum  Hljóm- sveitakeppnin Wacken Metal Battle fer fram á Nasa á morgun. Sex íslenskar sveitir munu keppa um þátt- tökurétt í aðal- keppninni sem fram fer á Wacken Open Air, stærstu þungarokkshátíð heims. Blaðamenn frá helstu þungarokksbiblíunum eru staddir á landinu vegna þessa. Wacken-hljómsveita- keppnin um helgina  Mennta- og menningarmálaráð- herra hefur skipað Láru Stefáns- dóttur í embætti listdansstjóra Ís- lenska dansflokksins til fimm ára frá 1. ágúst 2012 að telja. Lára Stefánsdóttir hefur verið at- vinnudansari síðan 1980 og var fastráðinn dansari við Íslenska dans- flokkinn frá 1982 til 2004. Lára Stefánsdóttir listdansstjóri ÍD Á laugardag Suðlæg átt, 10-15 m/s sunnan- og vestanlands og rigning og sums staðar slydda. Hægari vindur seinnipartinn og él, en léttir til á norðanverðu landinu. Hiti víða 0 til 5 stig. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Suðaustan 15-23 m/s og rigning, en lengst af hægari og þurrt að kalla norðan- og austanlands. Frost 0 til 5 stig, en hiti 1 til 7 stig. VEÐUR FH-ingar eru komnir í topp- sæti úrvalsdeildar karla í handboltanum eftir sigur á Fram í gærkvöld. Staða Framara í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni versnaði til muna við þessi úrslit. Haukar urðu að sætta sig við jafntefli gegn Val og gefa eftir efsta sætið til erkifjendanna í Hafn- arfirði. Akureyri lagði Aft- ureldingu í Mosfells- bænum. »2-3 FH náði toppsæt- inu af Haukum Ísland mætir Svíþjóð í Algarve- bikarnum í knattspyrnu í dag. Sig- urður Ragnar Eyjólfsson þjálfari hef- ur gert þrjár breytingar á liðinu og hvorki Margrét Lára Viðarsdóttir né Þóra B. Helgadóttir hefja leikinn. Hólm- fríður Magnúsdóttir segir aðalmálið að verjast vel og sækja hratt gegn næst- besta liði Evrópu. »1 Þóra og Margrét Lára á bekknum gegn Svíum Magnús Þór Gunnarsson átti stórleik með Keflvíkingum í gærkvöld þegar hann skoraði 35 stig í framlengdum sigurleik gegn Snæfelli í úrvalsdeild- inni í körfubolta. Úrslitin réðust á lokasekúndunum. „Seint kallaður snoppufríður,“ segir Kristinn Frið- riksson körfuboltasérfræðingur blaðsins um leik Stjörnunnar og Njarðvíkur. »4 Stórleikur Magnúsar gegn Snæfelli ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Fyrir um 20 árum lauk Kristján Ingvarsson, verkfræðingur og upp- finningamaður, hönnun dýptarmælis fyrir skurðgröfur. Síðan hefur hann unnið að frekari þróun tækisins og sala þess, einkum í Bandaríkjunum, hefur verið hans helsta viðfangsefni frá síðustu árum liðinnar aldar. Kristján er hámenntaður, m.a. raf- magnsverkfræðingur frá Háskóla Ís- lands, eðlisverkfræðingur frá Sví- þjóð með doktorsgráðu í læknisfræðilegri verkfræði frá Bandaríkjunum. „Ég er alltaf að búa til eitthvað nýtt og 95% af tíma mín- um fara í að búa til forrit, hanna hlut- ina,“ segir hann. „Hugmyndin að dýptarmælinum kviknaði þegar ég var í námi í Chicago á áttunda ára- tugnum. Einar Bachmann, sem hafði verið í byggingarbransanum í Bandaríkjunum í 20 ár, spurði mig hvort ég gæti ekki búið til tæki sem sýndi hvað grafan væri búin að grafa djúpt. Það tók mig fimm mínútur að vita hvernig ég ætti að gera það en engu að síður hef ég verið að þróa tækið allar stundir síðan.“ Fyrirtæki í Flórída Vegna þróunar og markaðs- setningar tækisins stofnaði Kristján fyrirtækið Ocala Instruments í Or- lando í Flórída þar sem hann er nú aðeins með eina stúlku í vinnu með sér en þegar mest var unnu fimm starfsmenn þar við framleiðsluna auk undirverktaka. Í fyrstu var skjárinn um það bil 20x10 cm að stærð en nú er hann um 50% minni. „Ég hef reynt að einfalda alla hluti og það hefur verið snúið,“ segir Kristján. Búnaðurinn kemst fyrir í lítilli tösku og vegur hún um 7 kg með öllu. Í búnaðinum eru þrír skynjarar sem eru festir á arma gröfunnar og mæla þeir hallann á hverjum armi miðað við ákveðinn viðmiðunarpunkt. Tækið reiknar síð- an út rétta dýpt og fyrir vikið verður gröfturinn nákvæmur upp á milli- metra. Sé farið of djúpt bregst bún- aðurinn við með því að gefa frá sér viðvörunarhljóð, en gröfustjórinn sér líka á skjá nákvæmlega hvað hann er að gera. Viðmiðunin er fundin út með snúningsleysi eða GPS-tæki sem er notað til að leiðrétta hæðarmuninn. Búnaðurinn fór fyrst í sölu á Ís- landi fyrir um 20 árum en skriður komst á söluna erlendis eftir að hjón- in Kristján og Guðrún Ólafsdóttir fluttu til Orlando 2000. „Ætli ég hafi ekki selt samtals um 4.000 tæki og þar af um 200 á Íslandi frá 1992 til 1995,“ segir Kristján. Alltaf að þróa sama búnaðinn  Hefur selt um 4.000 dýptarmæla fyrir skurðgröfur Morgunblaðið/Steinþór Guðbjartsson Uppfinningamaður Kristján Ingvarsson við líkanið sem hann fer með á vörusýningar í Las Vegas og víðar árlega. Íslendingafélagið í Orlando í Flór- ída heldur fjórar samkomur á ári. Þorrablót félagsins hafa verið vin- sæl og boðað hefur verið til næsta blóts 10. mars, þar sem Kristján Ingvarsson, verkfræðingur og ræð- ismaður, verður veislustjóri, en hann tók við stjórn- inni þegar hjónin Óttar Hreinsson, formaður félags- ins, og Guðrún Arnardóttir ritari, sem unnu með honum við dýptarmælana, fluttu til Seattle fyrir tæpu ári. Gert er ráð fyrir að um 160-180 manns mæti á blótið. Eiríkur Frið- riksson og Magnús Níelsson sjá um matinn, Guðmundur Haukur Jónsson sér um fjörið, söngv- ararnir Helena Eyjólfsdóttir, Bjarni Arason og Þorsteinn Helgi Arn- björnsson koma fram, Leonidas Lipovetsky spilar á píanó og Guð- mundur Árni Stefánsson, sendi- herra í Washington, verður heið- ursgestur og ávarpar samkomuna. Fjölmennt þorrablót á góunni ÖFLUGT FÉLAGSLÍF HJÁ ÍSLENDINGAFÉLAGINU Í ORLANDO

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.