Morgunblaðið - 02.03.2012, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 02.03.2012, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. MARS 2012 Sigrún Rósa Björnsdóttir Guðrún Hálfdánardóttir Stjórn Fjármálaeftirlitsins (FME) rak í gærmorgun Gunnar Þ. Ander- sen, forstjóra stofnunarinnar, úr starfi. Jafnframt kærði stjórnin Gunnar til lögreglu eftir að henni bár- ust ábendingar um að Gunnar gæti hafa brotið af sér í starfi og aflað sér trúnaðarupplýsinga úr bankakerfinu með ólögmætum hætti. Þetta kom fram á blaðamannafundi með stjórn FME í gær. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins er talið að þar sé átt við að Gunnar á að hafa nýtt sér aðstöðu sína til að ná í upplýsingar um fjármál Guðlaugs Þórs Þórðarsonar alþingis- manns í gegnum starfsmann Lands- bankans. Spurður um málið sagðist Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, ekki geta tjáð sig um það. Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögreglu- þjónn hjá lögreglunni á höfuðborgar- svæðinu, staðfestir að borist hafi kæra frá stjórn FME. Hann vill hins vegar ekkert segja um hver er kærð- ur eða fyrir hvað. Skúli Bjarnason, lögmaður Gunn- ars, sendi í gær frá sér yfirlýsingu þar sem Gunnar lýsir sig saklausan af þeim atriðum sem þar eru sett fram til grundvallar kærunni. Þar segir einnig að Hvorki Gunnar né Skúli hafi fengið kæruna, né þau gögn sem hún væri sögð byggja á. Aðalsteinn Leifsson, formaður stjórnar FME, vildi ekki tjá sig um efni uppsagnarbréfsins en hann af- henti Gunnari það á heimili hans í gærmorgun. Jafnframt tilkynnti hann Steingrími J. Sigfússyni, efna- hags- og viðskiptaráðherra, niður- stöðu stjórnarinnar. Ráðherrann til- kynnti í gær að stjórn FME nyti fulls trausts ráðuneytisins. Aðalsteinn sagði í samtali við RÚV að það hefði komið skýrt fram í and- mælum Gunnars og einnig í viðtölum við hann á opinberum vettvangi að hann telji að upplýsingagjöf sín hafi verið rétt og hann hafi jafnvel bætt því við að það hefði beinlínis verið rangt að gefa Fjármálaeftirlitinu upp- lýsingar um aflangsfélögin. „Þessi afstaða Gunnars í dag er í hrópandi andstöðu við þá einörðu stefnu Fjármálaeftirlitsins að fylgja eftir heiðarlegum og eðlilegum við- skiptaháttum á fjármálamarkaði. Þannig að það verður ekki við það un- að að Gunnar lýsi yfir afstöðu sem er algjörlega á skjön við afstöðu eftirlits- ins,“ sagði Aðalsteinn við RÚV. Birkir Jón Jónsson, fulltrúi Fram- sóknarflokksins í efnahags- og við- skiptanefnd, óskaði í gær eftir að fundað yrði sem fyrst í efnahags- og viðskiptanefnd til að fara yfir stöðu FME í kjölfar uppsagnar forstjórans. Unnur Gunnarsdóttir, yfirlögfræð- ingur FME, tók í gær tímabundið við forstjórastarfinu af Gunnari. Hæfisskortur aðalástæðan Aðalástæða uppsagnar Gunnars eru samkvæmt stjórn brostnar for- sendur fyrir því að hann geti gegnt stöðu sinni þar sem skorti á hæfi hans. Vísar stjórnin þar til aðkomu hans að aflandsfélögum á vegum Landsbankans, þar sem hann var einn framkvæmdastjóra. Ingibjörg Þorsteinsdóttir, varafor- maður stjórnar FME, sagði í gær að Gunnari hefði verið vikið frá vegna hæfisskorts, þó að ekki hefði komið upp að hann hefði brotið af sér starfi. Vegna meints brots hefði honum ver- ið gert að hætta strax í stað þess að starfa út sex mánaða uppsagnarfrest. Réttar tvær vikur eru síðan stjórn- in tilkynnti Gunnari fyrirhuguð starfslok hans. Hafði stjórnin þá ný- lega fengið í hendurnar álit Ásbjörns Björnssonar endurskoðanda og Ást- ráðs Haraldssonar hæstaréttarlög- manns. Stjórnin fékk þá til að fara yf- ir álit Andra Árnasonar hæstaréttarlögmanns og þau gögn er því fylgdu og leggja sjálfstætt mat á hæfi Gunnars sem forstjóra FME. Andri var fenginn til að meta hæfi Gunnars aftur eftir þá gagnrýni sem kom fram í Kastljósþætti 17. nóvem- ber á störf hans fyrir um tíu árum þegar hann var starfsmaður Lands- bankans. Andri taldi Gunnar hæfan. Ásbjörn og Ástráður gerðu athuga- semdir við að Gunnar hefði ekki getið þess í bréfi árið 2001, að Landsbank- inn ræki tvö aflandsfélög á Guernsey. Fram kom í greinargerðinni að Gunn- ar viki sæti þegar mál er vörðuðu gamla Landsbankann væru til um- fjöllunar. Gunnar og Skúli, lögmaður hans, hafa deilt við stjórnina um málsmeð- ferðina og lýstu meðal annars óánægju með lengd andmælafrests sem þeir töldu of stuttan. Stjórnin framlengdi svo frestinn. Einnig var deilt um réttarstöðu Gunnars sem forstjóra FME en fjármálaráðherra úrskurðaði í fyrradag að starfið félli undir lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins og Gunnar teld- ist embættismaður í skilningi lag- anna. Gunnar rekinn frá FME  Stjórn FME gerði Gunnari Þ. Andersen að hætta strax í gær sem forstjóri FME  Stjórnin kærði hann til lögreglu fyrir brot í starfi  Gunnar segir brottrekstur sinn löngu ákveðinn á bak við tjöldin Morgunblaðið/Sigurgeir S. Átök Fjármálaeftirlitið er til húsa í turninum við Höfðatorg. Þar hefur mikið gengið á undanfarna daga. Stjórn Fjármálaeftirlitsins sagði í gær að sér hefðu bor- ist ábendingar um að Gunnar Þ. Andersen, sem var rek- inn úr starfi forstjóra FME í gær, kynni að hafa brotið af sér í starfi með því að verða sér úti um upplýsingar úr bankakerfinu án heimildar. Fjármálaeftirlitið fer eftir málsmeðferðarreglum stjórnsýslulaga og hefur víðtækar heimildir til að afla sér gagna frá fjármálafyrirtækjum en þær byggjast m.a. á að allt sé skriflegt og rekjanlegt, að sögn Unnar Gunn- arsdóttur, sem hefur tekið tímabundið við stöðu for- stjóra Fjármálaeftirlitsins en hún starfaði áður sem yf- irlögfræðingur FME. Unnur var spurð um þær reglur sem gilda þegar FME óskar eftir gögnum eða upplýsingum úr fjár- málakerfinu. „Við óskum eftir upplýsingum bréflega og það eru alltaf tveir sem undirrita. Þetta er svo inni í skjalavörslukerfinu okkar og hægt að rekja eftir málum,“ segir Unnur en eftirlitið byggist meðal annars á öflun gagna og greiningu þeirra. Allt skriflegt og rekjanlegt hjá FME Unnur Gunnarsdóttir „Ég verð að viðurkenna það að mér er brugðið,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson alþingismaður spurður um það sem kemur fram í fréttum að Gunnar Þ. Andersen hafi fengið fjármálatengdar upplýsingar um hann. Guðlaugur Þór segist hafa sinnt sínum skyldum sem þingmaður, sitji í efnahags- og viðskiptanefnd og hafi með málefnalegum hætti gagnrýnt og veitt aðhald stjórnvöldum og stofn- unum þess. Hann láti ekki hræða sig frá því. „Ég hef ekki hugmynd um hvort þetta er bundið við mig en það að maður í þessari stöðu sé að hnýsast í einkamál manna til þess að dreifa athyglinni og grafa undan trúverðugleika þeirra, það er grafalvarlegt,“ segir Guðlaugur Þór. Sjálf- ur hafi hann ekkert að fela. Hann segist velta því fyrir sér hvort þetta sé ein- angrað tilvik, eða hvort þetta hafi verið gert áður. Það verði að kanna. Spurður hvers vegna hann telji að Gunnar ætti að sjá sér hag í að finna fjár- hagsupplýsingar um hann segir Guðlaugur Þór það ekkert leyndarmál að hann hafi gagnrýnt framgang stjórnvalda og FME í ýmsum málum. Hann vísar til erindis síns um Byr og SpK þar sem tilgreint sé lögbrot en eftirlitið hafi sett kíki fyrir blinda augað og forstjórinn reynt að gera lítið úr því. „Ég er sammála yfirlýsingu starfandi forstjóra FME og ég vona eins og kemur þar fram að þetta muni ekki skaða FME til langframa. Það er afskaplega mikilvægt að við getum treyst þessari stofnun.“ Kanni hvort þetta sé einstakt tilvik Guðlaugur Þór Þórðarson „Það var búið að ákveða þetta fyrir lifandis löngu og það er búinn að vera þrýstingur frá því Kastljósþátturinn var sýndur 17. nóvember síðastliðinn,“ sagði Gunnar Þ. And- ersen í samtali við Morgunblaðið. Hann telur að á bak við aðdragandann að brottrekstrinum standi eitthvað stórt sem erfitt sé að sjá eða festa hendur á. Rannsaka þurfi hverjir stóðu á bak við Kastljósþáttinn „Ég veit um að- komu nokkurra manna að því. Þetta var löngu ákveðið og það var aldrei hlustað á nein rök í andmælum, þannig að maður vissi hvert þetta stefndi,“ segir Gunnar um brottrekstur sinn í gærmorgun en hann telur að atburða- rásinni hafi verið leikstýrt á bak við tjöldin. Spurður um það sem kemur fram í fréttum að hann hafi sótt sér fjár- málatengdar upplýsingar um alþingismanninn Guðlaug Þór Þórðarson frá Landsbankanum, segist Gunnar ekki hafa séð kæruna né nokkuð henni tengt og geti því ekki tjáð sig um efni hennar. Hann vísar til efnis yfirlýs- ingar þar sem hann lýsir sig saklausan. Löngu ákveðið bak við tjöldin Gunnar Þ. Andersen Hólmfríður Gísladóttir holmfridur@mbl.is Hjónin Hildur M. Jónsdóttir og Bernd Ogrodnik hafa lokað dyrum Brúðu- heima í Englendingavík í Borgarnesi en þar starfræktu þau meðal annars brúðuleikhús, safn, kaffihús og gallerí. Ástæðan fyrir lokuninni er fjárhags- legur forsendubrestur, segir Hildur en þær fjárveitingar og styrkir sem reiknað hafði verið með hafi að engu orðið í kjölfar bankahrunsins. „Við vorum náttúrlega að fara af stað korteri eftir hrun, korteri eftir „Guð blessi Ísland,“ og þá held ég að menn hafi ekki gert sér í hugarlund í hvað stefndi. Eða kannski var bara svona mikil bjartsýni í mönnum og hugur til að styðja við góð verkefni,“ segir Hildur. Hún segir að verkefnið, sem var öðrum þræði ætlað að auka veg strengjabrúðunnar og skapa henni heimili, hafi fengið mikinn meðbyr á sínum tíma og þau verið vongóð um að fá ýmsa styrki og fjárframlög. Á þeim forsendum hefðu þau meðal annars ráðist í að endurgera 120 ára gömul hús í Englendingavík en síðan komið að lokuðum dyrum hvað varðaði fjár- veitingarnar. Þá hefði rekstrarkostn- aður einnig hækkað verulega. „Það var alls staðar skorið niður og þetta bitnaði á fleirum en okkur. Við höfum fullan skilning á því að nú eru erfiðir tímar en það er mjög erfitt að halda úti leikhúsi og setja upp nýjar sýningar án styrkja og við ákváðum að ef þetta gengi ekki í vetur væri þessu sjálfhætt,“ segir Hildur. Brúðuheimar fengu fádæma góðar viðtökur jafnt gesta sem gagnrýnenda og hafa sýningar á vegum þeirra með- al annars unnið til Grímunnar, ís- lensku sviðslistaverðlaunanna. Aðsókn var rífandi góð í Brúðuheima á sumr- in, að sögn Hildar, en á veturna fór eiginmaður hennar, brúðugerðameist- arinn Bernd, með sýningar sínar í leik- og grunnskóla. Þær fengu þó einnig að finna fyrir niðurskurðarhnífnum undir lokin, segir hún. Sívaxandi brúðusafninu hefur því verið komið fyrir í geymslu í bili en Hildur og Bernd eru alls ekki hætt. „Við höfum lengi verið í frábæru samstarfi við Þjóðleikhúsið. Bernd hefur gert brúður og leikmuni fyrir sýningar þeirra og við höfum verið með gestasýningar hjá þeim,“ segir Hildur. Áframhald verður á því sam- starfi en hjónin hafa þó ákveðið að vinna frá Vancouver í Kanada næstu tvö árin þar sem Bernd mun hafa nóg- an starfa. „Við ætlum að njóta þess besta sem báðar þjóðir hafa upp á að bjóða næstu tvö árin og taka síðan stöðuna og sjá hver þróunin hefur orðið hér heima,“ segir Hildur. Brúðuheimum í Englendingavík lokað Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Brúðuleikhús Hildur og Bernd frumsýna Gamla manninn og hafið, sýningu fyrir fullorðna og eldri krakka, í Þjóðleikhúsinu 20. maí næstkomandi.  Væntingar um styrki og fjárveit- ingar urðu að engu eftir bankahrun

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.