Morgunblaðið - 03.03.2012, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. MARS 2012
www.baendaferdir.is
Sp
ör
eh
f.
s: 570 2790
A L L I R G E T A B Ó K A Ð S I G Í B Æ N D A F E R Ð I R
Vatnafegurð Alpanna
Fararstjóri: Soffía Halldórsdóttir
Verð: 163.600 kr. á mann í tvíbýli
Innifalið: Flug, skattar, hótelgisting, hálft fæði, allar skoðunarferðir með rútu og
íslensk fararstjórn.
7. - 14. júní.
Travel Agency
Authorised by
Icelandic Tourist Board
SUMAR 3
Hálftfæðiogallarskoðunarferðirinnifaldar
BAKSVIÐ
Björn Jóhann Björnsson
bjb@mbl.is
Velferðarráðuneytið tilkynnti breyt-
ingar um mánaðamótin á greiðslu-
þátttöku sjúkratrygginga á nokkrum
algengum blóðþrýstings- og maga-
lyfjum, sem snerta tugþúsundir sjúk-
linga. Var þetta gert með vísun til
reglugerðar frá árinu 2009 um
greiðsluþátttöku eftir að ákveðin lyf
frá samheitalyfjafyrirtækinu Lyfís
lækkuðu frá 1. mars. Var lækkunin
það mikil, allt að 66%, að tiltekin
blóðþrýstings- og magalyf féllu út
fyrir þann ramma sem greiðsluþátt-
taka ríkisins miðast við. Telji læknar
að sjúklingar þeirra þurfi áfram á
þessum lyfjum að halda þurfa þeir að
sækja um lyfjaskírteini hjá Sjúkra-
tryggingum Íslands. Ríflega 11 þús-
und slík skírteini voru gefin út í
fyrra.
Breytingarnar tóku gildi 1. mars
sl. en ráðuneytið boðaði þær í frétta-
tilkynningu daginn áður. Læknar og
talsmenn sjúklinga, sem rætt var við,
gagnrýna þessa breytingu og hvern-
ig að henni var staðið. Hún hafi verið
gerð án nokkurs fyrirvara eða sam-
ráðs við lækna og dregið er í efa að
hún muni á endanum skila þeim
ávinningi fyrir ríkið og sjúklinga,
sem að er stefnt. Ekki sé sjálfgefið að
ódýrari lyf hafi sömu virkni. Er t.d.
bent á niðurstöður rannsóknar sem
gerð var hér á landi á áhrifum reglu-
gerðarinnar frá 2009 á greiðsluþátt-
töku í blóðfitulyfjum.
Kom í ljós að við notkun á ódýrasta
samheitalyfinu hækkaði kólesteról
þeirra hjartasjúklinga sem tóku þátt
í rannsókninni töluvert.
Lækkun um allt að 66%
Lyfís hóf starfsemi hér á landi árið
2010 en núna 1. mars lækkaði það
blóðþrýstingslyfið Enalpril um 28-
40%, allt eftir stærð pakkninga. Sam-
kvæmt reglugerð frá árinu 2009 mið-
ast greiðsluþátttaka ríkisins í blóð-
þrýstingslyfjum við að munur á
lægsta og hæsta verði lyfjanna má
ekki vera meiri en 150%. Við lækk-
unina á Enalpril hættir ríkið að nið-
urgreiða eftirtalin blóðþrýstingslyf:
Presmin, Valpress, Lopress, Ramil
og Katopril.
Lyfís lækkaði magasárslyfin Eso-
meprazole og Omeprazol um 6-66%
um síðustu mánaðamót. Við þetta
féllu lyfin Pariet, Rabeprazol og Lan-
ser út úr greiðsluþátttöku ríkisins en
samkvæmt fyrrnefndri reglugerð má
verðmunur á lægsta og hæsta maga-
sárslyfinu ekki vera meiri en 20%.
Markmiðið með reglugerðarbreyt-
ingunni 2009 var að beina lyfjaávís-
unum lækna fyrir sjúklinga sína að
hagkvæmustu lyfjunum, þegar verk-
un þeirra væri sambærileg við dýrari
lyf. Ráðuneytið segir að með þessu
hafi sparast verulegir fjármunir.
Þannig hafi heildarkostnaður Sjúkra-
trygginga vegna blóðþrýstingslyfja
lækkað á einu ári um 60%, úr 685
milljónum króna í 277 milljónir.
Notkun ódýrari lyfja hafi ekki aðeins
aukist heldur hafi lyfjafyrirtækin
lækkað verð á mörgum blóðþrýst-
ingslyfjum.
Framkvæmdin óeðlileg
Karl Andersen, prófessor og
hjartalæknir á Landspítalanum, seg-
ist hafa lesið fyrst um þessar breyt-
ingar í blöðunum. „Ég tel þetta óeðli-
legt, sérstaklega í ljósi þess að þegar
breytingar voru gerðar með blóðfitu-
lækkandi lyf var mjög illa að þeim
staðið. Undirbúningur var alltof lítill
og kynningin einnig og þeir viður-
kenndu það hjá Sjúkratryggingum,“
segir Karl, en tekur fram að ekki
megi gleyma jákvæðum áhrifum
breytinganna á lyfjaverð almennt,
sem hafi lækkað nokkuð.
Karl leiðbeindi lyfjafræðinem-
endum í fyrrnefndri rannsókn á áhrif-
um breytinga á greiðsluþátttöku í
kostnaði af blóðfitulyfjum. Hann segir
rannsóknina hafa sýnt ótvíræðar vís-
bendingar um neikvæð áhrif af því að
skipta yfir í annað og ódýrara lyf. Kól-
esteról sjúklinga hafi hækkað og það
leitt til aukins kostnaðar vegna end-
urkomu sjúklinga, endurtekinna mæl-
inga á blóðfitu og útgáfu lyfja-
skírteina. Gríðarlegt annríki hafi verið
hjá læknum við að aðstoða sjúklinga
með önnur lyf og gefa upplýsingar.
Veit Karl dæmi um að þetta hafi leitt
til þess að fólk fékk afgreidd röng lyf í
apótekum.
Óttast hann að hið sama geti gerst
nú með blóðþrýstingslyfin og mikil
vinna sé framundan hjá læknum og
Sjúkratryggingum. Ekki sé tekið tillit
til þeirrar vinnu þegar talað er um
ávinning af ávísunum á ódýrari lyf.
Sparnaður fyrir sjúklinga af ódýrara
lyfi, kannski upp á 10-15 þúsund krón-
ur á ári, sé fljótur að fara ef sjúklingar
þurfa að leita ítrekað til læknis til að
stilla af ný lyf.
Karl hefur einnig áhyggjur af fag-
legu hliðinni á þessum breytingum
með blóðþrýstingslyfin. Enalpril sé
vissulega mjög gott lyf en hins vegar
þoli það ekki allir. Þannig fái um 15%
sjúklinga hósta af því. Ekki sé heldur
um nákvæmlega sama lyf að ræða og
þau sem ekki verða lengur niður-
greidd. „Margir af þeim sem eru á
Valpress og Lopress eru búnir að
prófa þetta lyf. Alltaf þegar verið er
að hræra í lyfjum fólks, sem búið er að
stilla inn, þá er hætta á því að blóð-
þrýstingur fari upp eða niður.“
Skapar óþægindi
og óvissu
Þorbjörn Jónsson, formaður
Læknafélags Íslands, tekur undir
með Karli og undrast að breytingar á
greiðsluþátttökunni hafi verið til-
kynntar nánast sama dag og þær tóku
gildi. Innleiða þurfi breytingar sem
þessar með góðum fyrirvara og í sam-
ráði við þá sem þurfa að framfylgja
þeim, ekki síst þegar um jafnalgeng
lyf er að ræða. „Vissulega er það já-
kvætt þegar tekst að lækka lyf í verði
en almennt er það slæmt þegar verið
er að hringla mikið með lyfin.
Þetta getur skapað óþægindi og
óvissu fyrir sjúklinga sem fara á
ódýrari lyf og haft í för með sér
fleiri endurkomur til lækna. Á
móti ávinningi af ódýrari lyfjum
kemur kostnaður fyrir sjúkling-
inn og heilbrigðiskerfið við að
stilla inn á ný lyf,“ segir
Þorbjörn.
Breyting á lyfjum gagnrýnd
Lyfís lækkaði verð á blóðþrýstings- og magalyfjum 1. mars Um leið hætti ríkið að niðurgreiða
mörg algeng lyf Læknar gagnrýna framkvæmdina Ódýrari lyf ekki endilega með sömu virkni
Morgunblaðið/Ómar
Lyf Frá 1. mars hætti ríkið að greiða niður kostnað af þeim blóðþrýstings- og magasárslyfjum sem eru á myndinni.
Lyfin sem ríkið hætti að greiða 1. mars
ávísanir á lyfin árið 2011
Lyfseðlar á mánuði Dagskammtar á mánuði
Blóðþrýstingslyf
Presmin 2.500-3.000 265.000-300.000
Valpress 1.400-1.800 150.000-200.000
Lopress 1.300-2.000 110.000-170.000
Ramil 400-500 77.000-100.000
Katopril ca. 100 7.000-9.500
Magalyf
Pariet 2.000-3.500 150.000-250.000
Rabeprazol* 625-1.500 45.000-105.000
Lanser 70-100 6.600-9.600
* Frá maí-des 2011. Heimild: Lyfjagagnagrunnur Landlæknis.
„Almennt erum við óhress með
að lyf séu tekin af lyfjaskrá sem
notuð hafa verið til lengri tíma
með góðum árangri. Það er ekki
sjálfgefið að önnur sambærileg
lyf gefi sömu virkni,“ segir
Sveinn Guðmundsson, varafor-
maður Hjartaheilla, lands-
samtaka hjartasjúklinga, um
breytingar á greiðsluþátttöku
ríksins í algengum blóðþrýst-
ingslyfjum.
„Við höfum áhyggjur af því að
verið sé að afgreiða hlutina með
einföldum hætti, en auðvitað
viljum við mæta þeim
vanda sem er í kerfinu
og sýna skilning á því
að nota ódýrustu lyfin
hverju sinni. Það má
bara ekki skapa
hættu fyrir sjúkling-
inn og enda með
ósköpum,“ segir
Sveinn.
Má ekki
skapa hættu
HJARTAHEILL
Sveinn
Guðmundsson
Steingrímur Ari Arason, forstjóri
Sjúkratrygginga Íslands, segir inn-
flytjanda lyfjanna, Lyfís, hafa til-
kynnt verðbreytingu á þeim til lyfja-
greiðslunefndar og það hafi sér
vitanlega farið fram samkvæmt
reglum. Hins vegar segist hann taka
undir að fyrirvarinn geti verið meiri
og nauðsynlegt sé að tryggja að
breytingarnar séu varanlegar. „Ég
held að það viðurkenni allir að betr-
umbæta þarf regluverkið.“
Varðandi mismunandi virkni sam-
heitalyfja segir Steingrímur Ari að
verið geti að flokkun þeirra sé of gróf
og verið sé að skoða hvort henni þurfi
að breyta. Ef viðvarandi aukaverk-
anir geri vart við sig af ódýrari lyfj-
um geti læknar
sótt um lyfja-
skírteini fyrir við-
komandi sjúk-
linga til að halda
áfram í fyrri lyfja-
meðferð.
„Annars geng-
ur þetta kerfi út á
að bregðast við
þegar ódýr lyf
koma inn á mark-
aðinn. Menn eru sammála því að
miða greiðsluþátttökuna við ódýrasta
lyfið sem hefur sambærilega verkun.
Komi upp aukaverkanir þá er til góð-
ur farvegur til að fá útgefin lyfja-
skírteini. En menn hafa ekki sann-
færingu fyrir því að þetta sé varanleg
breyting og óttast að hún gangi til
baka.“
Eins og bent er á hér að ofan fer
talsverð vinna í það hjá Sjúkratrygg-
ingum að gefa út lyfjaskírteini þegar
óskað er eftir greiðsluþátttöku rík-
isins á dýrari lyfjum. Á síðasta ári
voru gefin út ríflega 11 þúsund skír-
teini.
Steingrímur segir fjölda skírteina
ekki segja alla söguna. Vinnan á bak
við útgáfuna skipti mestu máli. Ljóst
sé að útgáfan sé orðin mun vanda-
samari en áður. Skilyrðin sem þarf
að uppfylla kalla bæði á meiri vinnu
hjá læknunum sem sækja um skír-
teinin og vandasamara eftirlit hjá SÍ.
Allir viðurkenna að betrum-
bæta þarf regluverkið
Forstjóri Sjúkratrygginga segir lyfjaflokkun í skoðun
Steingrímur
Ari Arason