Morgunblaðið - 03.03.2012, Blaðsíða 22
BAKSVIÐ
Egill Ólafsson
egol@mbl.is
Hægt er að hraða málum í gegnum
dómskerfið, sem varða ágreining um
gengistryggð lán, með því að setja
lög um flýtimeðferð. Þetta segir Þor-
steinn Einarsson hæstaréttarlög-
maður, en hann fjallaði um áhrif
dóms Hæstaréttar frá því í febrúar á
fundi sem Samtök iðnaðarins stóðu
fyrir í gær.
Þorsteinn segir að miklar annir
séu hjá dómstólunum og því geti tek-
ið eitt og hálft ár að fá niðurstöðu
Hæstaréttar í einkamáli. Með því að
setja lög um að þessi mál fái flýti-
meðferð væri hægt að stytta þennan
tíma í 4-5 mánuði. Þorsteinn sagði
aðspurður að lög í þessa veru fælu í
sér að allir frestir til að skila grein-
argerðum og annað sem málunum
tengdist yrðu styttir sem þýddi hrað-
ari meðferð í gegnum dómskerfið.
Ragnar Hall hæstaréttarlögmað-
ur tekur undir að skynsamlegt sé að
setja lög um að þessi mál fái flýti-
meðferð.
Alfarið byggt á kröfurétti
Ragnar segir að í dómi Hæstarétt-
ar hefði því verið haldið fram að
hjónin sem tóku lánið hefðu réttar-
stöðu neytenda og vísað til dóma
Mannréttindadómstóls Evrópu í því
sambandi. Hæstiréttur notaði hins
vegar ekki þessi rök í dómi sínum
heldur byggði alfarið á kröfurétti.
„Ég dreg þá ályktun af þessu að
dómurinn hafi fordæmisgildi ekki
bara fyrir neytendur heldur líka fyr-
ir fyrirtæki sem hafa átt viðskipti við
fjármálafyrirtæki,“ segir Ragnar.
Lögmannsstofan Lex vann
lögfræðiálit um dóminn fyrir Samtök
fjármálafyrirtækja. Ragnar segir að
þar sé ágæt kortlagning á þeim
vanda sem við sé að eiga. „Mér finnst
samt að það gæti viðleitni í þessu áliti
til þess að þrengja kosti skuldaranna
til þess að fá leiðréttingu sinna mála.
Þeir t.d. gera greinarmun á því hvort
fyrirtæki sem á í hlut teljist vera
stórfyrirtæki eða lítið fyrirtæki.
Dómur Hæstaréttar gefur ekki til-
efni til þeirrar ályktunar. Það kann
vel að vera að þetta verði einhvern
tímann niðurstaðan, en hún verður
ekki dregin af dóminum.“
Þorsteinn tekur undir að dómur-
inn taki líka til fyrirtækja. Hann seg-
ist almennt telja að lántakar sem
ekki greiddu af lánum sínum séu í
verri stöðu en þeir sem greiddu af
þeim. Þeir sem greiddu af lánunum
hluta lánstímans ættu að geta krafist
samningsvaxta fyrir þann tíma, en
seðlabankavextir gildi fyrir þann
tíma sem ekki var greitt af lánunum.
Vill að sett verði lög um flýtimeðferð
Tveir hæstaréttarlögmenn segja að dómur Hæstaréttar eigi jafnt við fyrirtæki og einstaklinga
Þeir mæla með því að Alþingi setji lög um flýtimeðferð til að hraða málsmeðferðinni í dómskerfinu
Þorsteinn
Einarsson
Ragnar
H. Hall
Varað við lánunum
» Á fundi Samtaka iðnaðarins
kom fram að þegar lög um
vexti og verðtryggingu voru
sett árið 2001 hafnaði Alþingi
að heimila fjármálastofnunum
að veita gengistryggð lán.
» Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn
varaði 1998 við gengistrygg-
ðum lánum og vísaði til reynslu
landa í Suðaustur-Asíu.
» Joseph Stiglitz vann skýrslu
fyrir Seðlabanka Íslands árið
2001 þar sem varað er við
hættum af gengistryggðum
lánum.
22 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. MARS 2012
STUTTAR FRÉTTIR ...
Innstæður í methæðum
Bankastjóri Mario Draghi, bankastjóri
Evrópska seðlabankans.
● Innstæður fjármálastofnana hjá Evr-
ópska seðlabankanum náðu methæð-
um í gærmorgun og námu samtals 777
milljörðum evra. Það er 500 milljarða
evra aukning á aðeins tveimur dögum
og gefur til kynna að bankar á evru-
svæðinu ætli að nota lán sem þeir tóku
á 1% vöxtum hjá Evrópska seðlabank-
anum í vikunni til að styrkja hjá sér
lausa- og eiginfjárstöðuna. Innstæð-
urnar bera aðeins 0,25% vexti.
Mario Draghi, bankastjóri Evrópska
seðlabankans, hefur sagt að hann
vænti þess að féð sem bankarnir tóku
að láni - samtals 529,5 milljarðar evra -
verði notað til þess að auka útlán til
raunhagkerfisins.
Orkuveita Reykjavíkur seldi eignar-
hluti sína í Enex-Kína og Envent
Holding fyrir 350-380 milljónir
króna, að því er fram kemur í upp-
lýsingablaði frá OR um söluferli er-
lendra eigna Reykjavik Energy In-
vest (REI), dótturfélags
Orkuveitunnar. Salan átti sér stað
haustið 2011 en var ekki auglýst sér-
staklega.
Hlutur REI í Enex-Kína, en félag-
ið hefur staðið að byggingu á stærstu
jarðhitaveitu heims í Kína, nam
19,53% og tæplega 25% hlut í En-
vent Holding ehf, sem á jarðhitafyr-
irtæki á Filippseyjum. Geysir Green
Energy (GGE) var meðeigandi í báð-
um félögunum.
Markmið sölunnar var annars
vegar að styrkja lausafjárstöðu
Orkuveitunnar og hins vegar að
losna undan þátttöku í umtalsverð-
um skuldbindingum félaganna til
frekari uppbyggingar á erlendum
mörkuðum.
Nokkuð langur aðdragandi
Salan á sér nokkuð langan aðdrag-
anda. Á stjórnarfundi REI í mars-
mánuði 2010 var samþykkt einróma
samkomulag REI og GGE „um
málsmeðferð og sölu félaga og/eða
verkefna sem aðilar eiga sameigin-
lega – sérstaklega Enex-Kína ehf. og
EnVent Holding ehf.“.
Geysir Green Energy féllst síðan á
að selja hlut sinn í Enex-Kína og En-
vent í júní 2011 til Orku Energy
Holding. Tveimur mánuðum síðar
var skrifað undir samninga um sölu á
hlutum REI og GGE.
Fram hefur komið í fjölmiðlum að
Orka Energy er í eigu félagsins Orka
Energy Pte. Ltd., sem er skráð í
Singapúr, en það félag er í eigu
Hauks Harðarsonar. Hann er kjöl-
festufjárfestir í félaginu og einn
starfsmanna Orku Energy Holding.
hordur@mbl.is
Félag OR selur
erlendar eignir
REI fékk 350-
380 milljónir fyrir
eignarhluti sína
Morgunblaðið/ÞÖK
Söluferli Orkuveita Reykjavíkur
reynir að styrkja fjárhagsstöðuna.
Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins
(NSA) hefur selt 14,9 % hlut sinn í
Marorku ehf til þýska fjárfestinga-
félagsins Mayfair, samkvæmt því
sem fram kemur í fréttatilkynningu
frá Nýsköpunarsjóði.
Nýsköpunarsjóður fjárfesti í
Marorku árið 2006 til að fjármagna
fyrstu skref Marorku á alþjóð-
legum markaði. Marorka var stofn-
uð af Jóni Ágústi Þorsteinssyni og
VSÓ ráðgjöf árið 2002 til þess að
þróa hugbúnað og stjórnkerfi sem
hámarka orkunýtingu skipa.
„Í dag er félagið leiðandi á sviði
orkustjórnunar í skipum og hafa
Marorku-kerfi verið sett upp í skip-
um um víða veröld.
Starfsmenn félagsins eru nú um
50 talsins og fer fjölgandi. Þórður
Magnússon hefur verið stjórn-
arformaður Marorku frá 2004,“
segir orðrétt í tilkynningu frá Ný-
sköpunarsjóði atvinnulífsins.
NSA selur 14,9%
hlut í Marorku
Þýskt fjárfestingafélag keypti
● Íslandsbanki hefur gefið út tvo nýja
flokka sértryggðra skuldabréfa sem
skráðir eru í Kauphöllinni en Íslands-
banki var fyrsta fjármálafyrirtækið síð-
an í nóvember 2008 til að gefa út verð-
bréf í Kauphöllinni í desember 2011,
samkvæmt tilkynningu frá Íslands-
banka.
Um er að ræða tvær verðtryggðar út-
gáfur sértryggðra skuldabréfa. Annars
vegar 7 ára flokk, að upphæð ISK 1,83
milljarðar á ávöxtunarkröfunni 2,84%,
og hins vegar 12 ára flokk, að upphæð
ISK 1,5 milljarðar á kröfunni 3,45%.
Íslandsbanki með nýja
skuldabréfaflokka
Danski bankinn FIH Erhvervsbank
hefur gert samkomulag við danska
ríkistryggingarsjóðinn Financial
Stabilitet um að lán til danskra fast-
eignafélaga, samtals að fjárhæð 17
milljarðar danskra króna, 382 millj-
arðar íslenskra króna, verði færð í
nýtt félag sem síðar verður selt til
Financial Stabilitet fyrir 2 milljarða
danskra króna.
Samkomulagið er háð því skil-
yrði að stjórnvöld í Danmörku komi
á nauðsynlegum lagabreytingum.
Kaupþing átti áður FIH en í sept-
ember 2010 var gengið frá sölu
bankans til fjárfestahóps, aðallega
danskra lífeyrissjóða.
Seðlabanki Íslands var með alls-
herjarveð í tæplega 99% hlutafjár
FIH. Söluverðið var samtals 5 millj-
arðar danskra króna um 112 millj-
arðar íslenskra króna, sem verður
leiðrétt með tilliti til þess taps sem
FIH verður fyrir vegna eigna á
efnahagsreikningnum 30. júní 2010
þar til 31. desember 2014
FIH Höfuðstöðvar FIH við Löngulínu í Kaupmannahöfn.
Miklar afskriftir
!"# $% " &'( )* '$*
+,-.-
+//.00
+,0.12
,,.3--
,,.340
+4.43
+30.44
+.-342
+/3.45
+55.,,
+,-.4
,11.,5
+,0.2+
,,.2,
,,.2-3
+4.44-
+34.,0
+.-2,/
+/2.22
+55.5/
,,4.///2
+,5.+
,11.0-
+,0.04
,,.24-
,,.-+/
+4./2
+34.55
+.-202
+/-.1,
+50.+5
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á