Morgunblaðið - 03.03.2012, Blaðsíða 10
10 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. MARS 2012
Guðný Sigurðardóttir
gus65@hi.is
ÁKvæðamannamóti á Siglufirði verður haldiðnámskeið í þjóðlagakveðskap, tónleikar meðþjóðlagadúettinum Funa. Dagskráin hefstklukkan ellefu og lýkur svo með hátíð-
arkvöldverði á kaffihúsinu Rauðku.
Farsælt samstarf hjóna
Hjónin Bára Grímsdóttir, kvæðakona, tónskáld og
kjöltuhörpuleikari, og Chris Foster, þekktur breskur
þjóðlagasöngvari, halda námskeið í kvæðahefð á mótinu.
Kvæðahefðin
lifir í þjóðarsálinni
Kvæðamannamótið á Siglufirði verður
haldið í dag á vegum ÞjóðListar, Kvæða-
mannafélagsins Rímu í Fjallabyggð og
Gefjunar á Akureyri. Hjónin Bára
Grímsdóttir og Chris Foster halda nám-
skeið í kvæðahefð á mótinu.
Morgunblaðið/Golli
Tónlistarhjón Bára með íslenska fiðlu og Chris með langspil. Þau verða gestir á Kvæðamannamóti á Siglufirði.
Morgunblaðið/Golli
Forn hljóðfæri Kantel, íslensk fiðla og langspil.
Vefsíðan weswendesign.com er
skemmtilegt blogg bandarískra
hjóna sem reka hönnunarfyrirtæki,
en þau hanna meðal annars alls kon-
ar boðskort og skreytingar. Hönn-
unin er falleg og látlaus um leið.
Þau hanna bæði sínar eigin hug-
myndir og taka við sérpöntunum. Á
þessari vefsíðu má fá góðar hug-
myndir að boðskortum í brúðkaups-
veisluna eða aðra stóra veislu sem
framundan er.
Á vefsíðunni er líka að finna fal-
legt letur sem þau hjónin búa til.
Letur dagsins er að finna hér og þar
á síðunni og leyfa þau fólki að nota
letrið. Sú hugmynd er sniðuglega út-
færð. Krækja leiðir þig inn á vefsíðu
þar sem þú getur skrifað inn texta í
þar til gert box og textinn verður á
viðkomandi letri. Þannig sérðu hvort
letrið hentar þér og ef svo er getur
þú hlaðið því niður á tölvuna þína.
Vefsíðan www.weswendesign.com
Morgunblaðið/Jim Smart
Föndur Heimatilbúin boðskort eru skemmtileg og persónuleg.
Hugmyndir að boðskortum
Á morgun, sunnudag 4. mars, verður
almenningi boðið að koma með
gamla gripi til greiningar hjá sér-
fræðingum Þjóðminjasafns Íslands.
Að þessu sinni er fólk sérstaklega
beðið að koma með heimasaumuð
föt, skartgripi og annað tengt klæða-
burði áður fyrr, en sérfræðingar
safnsins hafa mikinn áhuga á slíku í
tengslum við sýningarnar TÍZKA –
kjólar og korselett, þar sem sjá má
kjóla frá árunum ca. 1947-1970, og
Handaverk frú Magneu Þorkels-
dóttur, þar sem er úrval þjóðbúninga
úr smiðju Magneu Þorkelsdóttur
biskupsfrúar. Að sjálfsögðu er þó
einnig velkomið að koma með annars
konar gripi af ýmsum toga.
Dagskráin hefst kl. 14 og lýkur kl.
16 og samkvæmt fenginni reynslu
næst að greina um 50 gripi á þeim
tíma. Fólki er því bent á að koma tím-
anlega og taka númer.
Þetta er í tíunda skipti sem safnið
býður fólki að koma með gripi til
greiningar, en þessir greiningardagar
safnsins hafa verið mjög vel sóttir og
margt skemmtilegt komið þar í ljós.
Tekið skal fram að einungis verður
reynt að greina muni með tilliti til
aldurs, efnis, uppruna o.s.frv. en
starfsmenn safna meta ekki verð-
gildi.
Endilega …
… mættu með
þinn forngrip
Morgunblaðið/Ómar
Glæsilegt Af sýningunni Tízka.
Skannaðu kóðann
til að fara inn á
vefsíðuna.
Kynningarfundur á ferðum sumarsins verður haldinn á
Hótel Loftleiðum þriðjudaginn 6. mars nk. kl. 20:00
Kaffiveitingar verð 1.600 kr.
Orlofsferðir sumarið 2012
Eystrasalt/sigling 18.-23. maí
Suðurland 1. - 3. júní
Vesturland 12. - 15. júní
Vestmannaeyjar 21. júní
Tíról 23. - 30. júní
Portoroz 27. júní - 4. júlí
Frakkland/Elsass 6.-10. september
Skrifstofa Orlofsnefndar að Hverfisgötu 69 er opin
mánud.-miðvikud. kl.16:30-18 sími 551 2617
Í lögum um orlof húsmæðra segir svo: “Sérhver kona, sem veitir eða hefur veitt
heimili forstöðu án launagreiðslu fyrir það starf, á rétt á að sækja um orlof.”
Stjórnin
Orlofsnefnd húsmæðra í Reykjavík