Morgunblaðið - 03.03.2012, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 03.03.2012, Blaðsíða 29
MINNINGAR 29 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. MARS 2012 ✝ Áslaug Sveins-dóttir fæddist á Hvítsstöðum í Álftaneshreppi á Mýrum 30. apríl 1923. Hún lést á Dvalarheimili aldr- aðra í Borgarnesi 25. febrúar síðast- liðinn. Hún var dóttir hjónanna Sveins Skarphéð- inssonar, f. á Fremri-Fitjum í V-Húnavatns- sýslu 1. ágúst 1882, hann lést í bifreiðaslysi 28. september 1955, og Sigríðar Kristjáns- dóttur, f. í Síðumúla í Hvít- ársíðu í Mýrasýslu 14. október 1893, d. 12. mars 1976. Áslaug var næstelst barna Sigríðar og Sveins en hin eru Guðrún, f. 4. ágúst 1920, d. 2004, Guð- mundur, f. 11. desember 1926, d. 1984, Þuríður Hulda, f. 25. ágúst 1930, Þórey, f. 10. ágúst 1932, og Ágúst, f. 12. ágúst 1935, d. 1936. Áslaug giftist þann 14. júní 1947 Jóni Valberg Júlíussyni, f. Jón, f. 1984, Axel Örn, f. 1995, og Bjarki Þór, f. 2001. 5) Hrefna Bryndís, f. 13. ágúst 1964, gift Þorvaldi T. Jónssyni, f. 14. apríl 1963. Dætur þeirra eru Sigríð- ur, f. 1993, Steinunn, f. 1994, og Áslaug f. 2004. Langömmubörn Áslaugar eru þrettán. Áslaug ólst upp í Borgarnesi en átti rík tengsl við Hvítársíðu þar sem foreldrar hennar voru tengdir sveitinni og fólkinu sem þar bjó sterkum böndum. Ása, eins og hún var oftast kölluð, varð ung vinnukona á Fróða- stöðum í Hvítársíðu og mynd- uðust þar órofa tengsl við fjölda fólks. Hún útskrifaðist frá Sam- vinnuskólanum, sem þá var í Reykjavík, vorið 1943. Þá hóf hún störf hjá Kaupfélagi Borg- firðinga við almenn versl- unarstörf. Áslaug og Jón stofn- uðu heimili að Borgarbraut 53 í Borgarnesi þar sem þau bjuggu allan sinn búskap. Þegar heim- ilið hafði verið stofnað hætti Ás- laug að vinna hjá Kaupfélaginu og tók að sér saumaskap, jafn- framt heimilishaldi. Árið 1976 hóf hún störf hjá Prjónastofu Borgarness en þar starfaði hún út starfsævina. Áslaug verður jarðsungin frá Borgarneskirkju í dag, 3. mars 2012, og hefst athöfnin kl. 14. 18. ágúst 1918, d. 27. júlí 2006. For- eldrar hans voru Júlíus Jónsson, f. 23. júlí 1885, d: 1975, og Kristín Stefánsdóttir, f. 28. maí 1891, d. 1958. Áslaug og Jón eignuðust fimm börn. 1) Júlíus, f. 9. júní 1949. Maki, Inga Kolfinna Ing- ólfsdóttir, f. 14.4. 1960. Dætur hans frá fyrra hjónabandi eru: Áslaug, f. 1972, Ásthildur Krist- ín, f. 1977, og Halldóra Ríkey, f. 1982. 2) Garðar Sveinn, f. 5. maí 1953. Eiginkona hans er Aldís Eiríksdóttir, f. 2. október 1960. Börn hans eru Þorgrímur Jón, f. 1973, Ása Dóra, f. 1978, og Sveina Kristín f. 1982. 3) Ólafur Þór Jónsson, f. 2. febrúar 1958. Synir hans eru Stefán Valberg, f. 1978, og Guðmundur Þór, f. 1988. 4) Ásberg Jónsson, f. 13. ágúst 1964, kvæntur Sigríði Jónu Sigurðardóttur, f. 2. maí 1965. Synir þeirra eru Sigurður Þegar ég fór að venja komur mínar á Borgarbrautina fannst mér svo merkilegt að móttök- urnar voru alltaf einhvernveginn eins og búist væri við gestinum, jafnvel þótt hann kæmi fyrir- varalaust að ég taldi. „Komdu og fáðu sopann,“ sagði tengda- mamma frammi í dyrum og inni í eldhúsi beið kaffið tilbúið og bakkelsið. Svo skildi ég hversu eðlilegt það var tengdaforeldr- um mínum að halda utan um sitt fólk og styðja það í dagsins önn. Fylgdust með sínum og vissu hvað ferðum og störfum leið. Brugðust fljótt við ef þau töldu sig geta lagt lið eða einhver kall- aði. „Það var mikið að maður fékk túr,“ sagði tengdapappi þegar hann var beðinn að skutla varahlut upp í sveit í heyskapn- um. Eða „loksins fær maður vinnukonur“ þegar beðið var um pössun á dætrunum sem var ósjaldan. Jafnvel „eru þær í ein- hverju Borgarnesbanni?“ þegar ekki hafði verið kvabbað um pössun í nokkra daga. Og pöss- un hjá afa Jóni og ömmu Ásu var ekki bara pössun heldur líka fræðsla og menntun á fjölþættu sviði sem „nemendurnir“ vitna oft til. Þau deildu t.d. einlægum áhuga og þekkingu á náttúrunni; fuglum, dýrum og jurtum sem skapaði endalaus umræðuefni með litlum spurulum kollum. Að ógleymdum hestunum sem voru stór og sjálfsagður hluti lífsins. Ása Sveins var klár kona bæði til hugar og handa. Hún gekk ung að árum í Samvinnu- skólann og nýttist sú menntun henni vel á starfsævinni. Það var þó örugglega ekki tilviljun að störf hennar lengst af lutu að framleiðslu og verslun með fatn- að þar sem nutu sín meðfædd verklagni og þekking sem hún hefur eflaust hlotið í arf frá saumakonunni móður sinni. Á því sviði var hún fagmanneskja fram í fingurgóma í orðsins fyllstu merkingu. Vandvirk og kröfuhörð en vann sér létt og fljótt. Þessara eiginleika sá líka glöggt stað á heimilinu þar sem dagurinn leið sjaldnast án þess að gestir litu inn og oft margir. Fjölskyldan, nágrannar, sveita- menn í kaupstaðarferð. Gest- risnin var henni eðlislæg og fyr- ir henni var það sjálfsagður hlutur að hafa marga í kringum sig, líf og fjör. Hún var jákvæð og glaðlynd og ef hún skynjaði að í uppsiglingu væri eitthvert nöldur eða vandræðagangur var slíku gjarnan snarlega eytt með athugasemd sem sneri öllu upp í grín. Hana einkenndu líka jafn- vægi og hófsemi, og allir hlutir í þeim föstu skorðum sem gera fólk að öruggum og traustum manneskjum. Með þessum persónueinkenn- um mætti hún líka þeim heilsu- bresti sem knúði dyra síðustu árin. Lét engan bilbug á sér finna og hélt skörpum hug og skýru minni til hins síðasta. Fylgdist með sem fyrr og gaf af sér. Samt var hinsta ferðin vafa- laust orðin kærkomin enda beðið eftir henni hinum megin. Ein- hversstaðar í fögru grænu túni sitja nú tvær sálir og brosa framan í sólina. Halda þétt sam- an og fylgjast með sínum. Inni- legar þakkir fyrir allt. Þorvaldur. Það er svo margt sem kemur upp í hugann þegar ég hugsa um ömmu Ásu. Hún var mögnuð kona! Fyrirmyndin mín í lífinu. Dugleg og einlæg. Hún var full- komin amma, akkúrat eins og ömmur eiga að vera. Alltaf var yndislegt að koma til ömmu og afa á Borgarbraut- ina. Heitur matur í hádeginu, pönnukökur og með því í kaffinu og fallegt spjall um lífið og til- veruna. Amma var alltaf með eitthvað á prjónunum og er vel hægt að segja að maður var aldrei með kalda fingur né tær, amma sá fyrir því. Ég man sérstaklega hvað það var yndislegt að koma til ömmu og afa á aðfangadagskvöld. Fal- leg jólastemmning og amma allt- af á sínum stað og naut þess að fá alla til sín. Jólaboðin á jóladag voru alltaf svo hugguleg. Allir hjálpuðust að og það hefur alltaf verið þannig í kringum ömmu. Þetta hefur hún kennt okkur. Sofið er ástaraugað þitt sem aldrei brást að mætti mínu; mest hef eg dáðst að brosi þínu, andi þinn sást þar allt með sitt. (Jónas Hallgrímsson) Elsku amma, ég trúi því ekki að ég sjá þig aldrei aftur, heyri ekki rödd þína og kíki ekki í kaffi á Borgarbrautina. Ég mun alltaf muna þig, sakna þín og þú ert mín fyrirmynd í lífinu. Ég kveð þig, elsku amma, með ein- lægri þökk fyrir allt sem þú hef- ur gefið mér og mínum. Hvíldu í friði. Halldóra Ríkey Júlíusdóttir. Elsku amma mín, nú er komið að kveðjustund. Þú varst mér svo mikils virði og ég lærði svo margt af þér. Þú varst hetja, innst inni vonaði ég að þú mynd- ir ná þér eftir veikindin en ég hugga mig við það að þetta var besta mögulega útkoman fyrir þig. Nú ertu komin á góðan stað umvafin faðminum hans afa. Ég er svo heppin að hafa átt þig fyr- ir ömmu. Þú varst svo hlý og góð. Við áttum margar góðar stundir saman og ég er þakklát fyrir þær. Ég kveð þig í dag með miklum söknuði en ég vil þakka þér fyrir allt. Takk, amma, fyrir ferðalög- in sem þú bauðst mér með í á sumrin þegar ég var lítil, takk fyrir kleinurnar og spjallið sem ég fékk oft þegar ég kom við á Borgarbrautinni, takk fyrir hlýju vettlingana og ullarsokk- ana sem þú prjónaðir og gafst mér og síðast en ekki síst er þakkarvert að þú varst alltaf til staðar fyrir mig. Líka þegar ég var í óþolinmæði að gera handa- vinnu, þá komstu mér til hjálpar og hvattir mig áfram. Yndislegri ömmu er ekki hægt að hugsa sér. Ég bið guð að geyma þig, sofðu rótt, fallega amma mín. Þú varst amma, yndisleg og góð, og allt hið besta gafst þú hverju sinni, þinn trausti faðmur okkur opinn stóð, og ungar sálir vafðir elsku þinni. Þú gættir okkar, glöð við undum hjá, þær góðu stundir blessun, amma kæra. Nú hinstu kveðju hjörtu okkar tjá í hljóðri sorg og ástarþakkir færa. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Ásthildur Júlíusdóttir. Elsku amma mín Seint munu stundirnar við eldhúsborðið á Borgarbrautinni gleymast, þá spjölluðum við um daginn og veginn. Það er þér að þakka að í dag borða ég allan mat, en þinn matur var alltaf bestur. Sérstaklega þessar ein- stöku pönnukökur sem voru allt- af svo góðar hjá þér, elsku amma mín. Alltaf varstu með eitthvað á prjónunum og passaðir ævinlega upp á að mér yrði ekki kalt á tánum og puttunum eins og þú orðaðir það. Útilegurnar í tjald- vagninum með þér og afa voru ævintýri líkastar. Oft tók langan tíma að tjalda því allt þurfti að vera í föstum skorðum, en allt hafðist þetta á endanum. Einnig minnist ég bíltúra með ykkur afa upp í sveitir og alltaf höfðum við nesti og nýja skó með í för. Elsku amma mín, nú ertu komin til afa og ég veit þið leiðist hönd í hönd með bros á vör. Minning þín mun alltaf geym- ast í hjarta mér. Þinn Guðmundur Þór. Elsku amma mín Nú ertu búin að fá hvíldina. Kveðjustund er runnin upp og söknuðurinn er mikill. Minning- arnar streyma fram, þær mun ég geyma í hjarta mínu um ókomna tíð ásamt öllu því sem þú hefur gefið mér á lífsleiðinni. Nú ertu komin til afa og þar eru án efa miklir fagnaðarfundir. Hvíldu í friði, elsku amma mín. Allt frá fyrstu æskudögum áttum skjól í faðmi þér. Hjörtun ungu ástúð vafðir okkur gjöf sú dýrmæt er. Hvar sem okkar leiðir liggja lýsa göfug áhrif þín. Eins og geisli á okkar brautum amma góð, þótt hverfir sýn. Athvarf hlýtt við áttum hjá þér ástrík skildir bros og tár. Í samleik björt, sem sólskinsdagur samfylgd þín um horfin ár. Fyrir allt sem okkur varstu ástarþakkir færum þér. Gæði og tryggð er gafstu í verki góðri konu vitni ber. Aðalsmerkið: elska og fórna yfir þínum sporum skín. Hlý og björt í hugum okkar hjartkær lifir minning þín. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Áslaug Júlíusdóttir. Til minningar um góða systur. Ljúfar voru stundir er áttum við saman. Þakka ber Drottni allt það gaman. Skiljast nú leiðir og farin ert þú. Við hittast munum aftur, það er mín trú. Hvíl þú í friði í ljósinu bjarta. Ég kveð þig að sinni af öllu mínu hjarta. (Maren Jakobsdóttir) Með þessum ljóðlínum vil ég minnast Ásu systur minnar og þakka henni fyrir þær stundir sem við áttum saman í þessu jarðríki. Börnum Ásu og öðrum ástvinum votta ég mína dýpstu samúð. Minning um „einstaka“ konu mun lifa í huga mér um ókomna tíð. Þórey Sveinsdóttir (Eyja systir). Í dag þér, á morgun mér. Þessi hugsun er eitt af því fjöl- marga sem Ása miðlaði mér ungri og ég hef búið að síðan. Við Ása hittumst fyrst haustið 1971, þegar ég, sextán ára, fór að vera með syni hennar. Stuttu síðar hófum við Garðar sambúð hjá Ásu og Jóni. Við vorum í heimili hjá þeim í hálft ár, þar til við fórum að halda heimili sjálf. Mér varð það ekki ljóst fyrr en löngu seinna hvað þessir tímar hljóta að hafa reynt á þol- rifin í Ásu. Aldrei lét hún mig finna það, heldur leiðbeindi mér af umburðarlyndi og hlýju. Ég veit ekki hve marga hagnýta hluti og vinnubrögð fákunnandi krakkinn ég lærði af henni. Óráðþægin og sjálfstæð fór ég mínar eigin leiðir, en drakk þó í mig allt það sem hún sýndi mér. Um leið kenndi hún mér margt það mikilvægasta í lífinu með því einu að vera. Að vera sú sem hún var. Ása var greind og fjölhæf kona. Hún var með próf frá Samvinnuskólanum og mjög vel lesin. Það var ekki sjálfsagt að ungar og efnalitlar konur kæm- ust til mennta á þeim árum. Til þess hefur þurft bæði góða námshæfileika og ákafan menntaþorsta. Ása var líka mjög fær hannyrðakona og sívinnandi. Eftir að þau Jón giftust naut fjölskyldan hæfileika hennar og starfskrafta óskiptra meðan börnin þurftu þess með. Hún sá um heimilið af myndarskap, hafði kynnst efnaleysi og tókst að nýta og drýgja allt sem hún fékk í hendurnar þannig að smám saman varð fjárhagur fjöl- skyldunnar traustur. Um leið og hún sinnti fimm börnum og ótal gestum prjónaði hún tugi af lopapeysum í hverjum mánuði. Eftir að hún bætti við sig launa- vinnu utan heimilis hélt hún áfram að prjóna af kappi og ein- stöku listfengi. Hjónaband Ásu og Jóns var gæfuríkt. Þau voru vandaðar manneskjur sem höfðu sama gildismat og voru samhent um uppeldi barnanna og önnur við- fangsefni sín. Þau lögðu mikla rækt við samband sitt sem var náið og ástríkt. Ása hafði sérlega létta lund um leið og hún var viljasterk, ör- geðja, skaprík og áköf. Hún bjó yfir æðruleysi og sjálfsaga þegar á brattann var að sækja og var gæfusöm af ásetningi en engri tilviljun. Sjálfsvirðing og reisn einkenndu hana til síðasta dags ásamt djúpri umhyggju fyrir sín- um nánustu. Að leiðarlokum er margs að minnast og margt að þakka. Ein minning stendur alltaf upp úr. Ég var þá nýbyrjuð í námi. Við Garðar skiptum um húsnæði og Ása færði mér innflutningsgjöf. „Ég hélt að þetta kæmi þér bet- ur en einhver pottur“ sagði hún og rétti mér nýjustu útgáfu af enskri orðabók. Þessi upplifun er ógleymanleg; skilningurinn og viðurkenningin sem þessi gjöf fól í sér fyrir ungu konuna sem þráði menntun en var næsta lítil húsmóðir. Ása var tengdamóðir mín í rúman aldarfjórðung, en eftir skilnað okkar Garðars urðu sam- fundir okkar strjálir. Við héldum þó alltaf sambandi og á milli okkar hefur alltaf ríkt ást og vel- vild. Ása mín, hafðu þökk fyrir allt. Ég veit að þú átt góða heim- komu til Jóns og annarra ástvina sem á undan eru farnir. Fjölskyldunni sendi ég sam- úðarkveðjur. Blessuð sé minning Ásu Sveins. Hanna Kristín Þorgrímsdóttir. Ég er upprisan og lífið, sá sem trúir á mig mun lifa þótt hann deyi. Og hver sem lifir og trúir á mig mun aldrei að eilífu deyja. (Jóh. 11.25) Í dag kveð ég Ásu frænku, eins og ég kallaði hana alltaf. Ása var systir mömmu og besta vinkona hennar. Ég var heppin að eiga hana að sem frænku. Það var alltaf gott að koma heim til Ásu frænku og Jóns á Borgar- brautina í Borgarnesi. Húsið var alltaf opið, þangað kom fólk úr sveitinni sem var í kaupstaðar- ferð og bæjarbúar. Við systkinin leituðum oft til Ásu, bæði til gamans eða þegar okkar vantaði eitthvað á meðan mamma var í vinnunni. Enda var stutt á milli húsa. Mér fannst alltaf gaman að fylgjast með lömbunum hoppa og skoppa uppi á þakinu á fjár- húsunum á vorin, klifra í klett- unum og kíkja í hesthúsið. Úr klettunum var hægt að horfa yfir breiðurnar af kartöflugrösum sem þar voru og á veturna vor- um við vön að fara í kartöflu- geymsluna til að ná í kartöflur. Þegar ég var svöng fékk ég mjólk og brauð með osti, það var miklu betra hjá Ásu en heima. Mér fannst þetta algjört ævin- týraland. Sunnudagarúnt feng- um við á sumrin og fórum með nesti upp í hérað. Fyrir jólin var jafnan farið í verslunarferð á Akranes. Ég man að í eitt skiptið langaði mig svo í leðurstígvél sem ég sá, en mamma var ekki tilbúin að kaupa þau, en Ása frænka taldi hana á að kaupa þau. Ég var hæstánægð með stuðninginn. Jólaboðin hjá Ásu og Jóni stóðu langt fram á kvöld, þar rabbaði fullorðna fólkið sam- an í stofunni en við krakkarnir spiluðum í eldhúsinu. Mig langar að þakka fyrir allt sem Ása frænka gerði fyrir mig, okkur systkinin og mömmu til að létta okkur lífið. Guð geymi þig. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Elsku frændsystkini og fjöl- skyldur, megi algóður Guð vera með ykkur á þessum erfiðu tíma- mótum, guð geymi ykkur. Kveð ég þig, elsku frænka. Þín frænka Ingibjörg Gústafsdóttir. Sólin hækkar á lofti og von bráðar vorar. Þannig er staðan þegar Ása mín á Borgarbraut- inni leggur í langferð að hitta Nonna sinn. Hann bíður með út- breiddan faðminn, stóran og hlýjan, að taka á móti henni. Það vakna margar minningar hjá mér við fráfall Ásu, þessarar traustu og sterku konu. Mér er í fersku minni þegar Nonni frændi kom fyrst með þessa ungu stúlku heim að Söndum. Hann var oft búinn að dvelja lengri og skemmri tíma við að hjálpa foreldrum mínum við eitt og annað og var vinsæll frændi hjá okkur systrunum. En nú var hann ekki einn. Ég held að vott- að hafi fyrir afbrýðisemi hjá okkur en það varði ekki lengi. Ása með sinni léttu lund var bú- in að ná hylli okkar á skömmum tíma. Ása var einstaklega vel gerð kona og sannarlega óhætt að taka hana sér til fyrirmyndar í hvívetna. Hannyrðir og mat- argerð var henni auðvelt við- fangsefni og alveg sama hvað hún tók sér fyrir hendur, fágað handbragð á öllu. Á mínum unglingsárum var Reykjaskóli ekki starfræktur sem héraðsskóli. Í Borgarnesi var starfandi miðskóli og þar fékk ég skólavist og samastað hjá Ásu og Nonna. Þau tóku þá áhættu að hafa stelpuna og þarna var ég hjá þeim í tvo vetur fyrir landspróf. Þetta var dýr- mætur tími og ógleymanlegur. Borgarnes var ekki stórt sam- félag þá og þarna kynntist ég fólki á ýmsum aldri. Foreldrar Ásu áttu heima í litlu húsi ör- stutt frá, eldri hjón sem gaman var að kynnast. Ekki verra að Sveinn heitinn var mikill húm- oristi og átti oft erindi yfir til dóttur sinnar og var þá spjallað á léttum nótum. Ása og Nonni áttu þá orðið tvo drengi, Júlíus og Garðar Svein og sjálfsagt að líta eftir strákunum ef foreldr- arnir brugðu sér frá. Komu þá fyrir brosleg atvik sem geymast í minni okkar Júlíusar. Það er margs að minnast, margar stundir á Borgarbrautinni og í Hítarnesi, hjónavígslur, skírnir, fermingar, jarðarfarir og ættar- mót. Ég man ekki annað en að Ása og Nonni hafi alltaf verið til staðar meðan heilsan leyfði. Þau voru sérlega samrýmd hjón og samtaka með allt sem þeim við kom. Ég hef oft dáðst að því hve dugleg þau voru að skreppa hér norður til okkar, hvort sem til- efnið var ferming, afmæli eða bara til að hittast. Síðast þegar þau komu var Hrefna frænka mín ökumaðurinn. Við vorum að smala og þegar smalamennsk- unni lauk biðu okkar nýbakaðar vöfflur á eldhúsborðinu. Hrefna sá til þess að gestir og gangandi fengju fylli sína enda ekki alin upp við annað. Elsku Ása, ég þakka alla hlýjuna og tryggðina við mig og mína í gegnum árin, og Nonni bíður þín. Í Guðs friði. Sólrún K. Þorvarðardóttir. Áslaug Sveinsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.