Morgunblaðið - 03.03.2012, Blaðsíða 21
FRÉTTIR 21Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. MARS 2012
Kjartan Kjartansson
kjartan@mbl.is
Það er ekki til nein skyndilausn til þess að losna
við gjaldeyrishöftin á Íslandi og það veltur meðal
annars á skuldastöðu ríkisins og stöðugleika fjár-
málakerfisins hversu hratt verður hægt að af-
nema þau. Þetta kom fram í máli Julie Kozack,
fulltrúa í sendinefnd Alþjóðgjaldeyrissjóðsins
sem kynnti mat sitt á efnahagsstöðunni á Íslandi
í gær.
Sendinefndin hefur verið á landinu undanfarið
til þess að meta stöðuna og var niðurstaða henn-
ar kynnt á blaðamannafundi í gær. Lagði sendi-
nefndin áherslu á að árangur hefði náðst í að ná
tökum á efnahagsmálum á Íslandi eftir hrun en
mikilvægt væri að festa þann árangur í sessi.
Kozack sagði að afnám gjaldeyrishafta væri
ein mesta áskorun sem íslensk stjórnvöld stæðu
frammi fyrir. Mikilvægt væri að farið yrði hægt
og bítandi í að afnema höftin og í ljósi óvissu í
efnahagsmálum heimsins ættu stjórnvöld að
íhuga að framlengja gjaldeyrishöftin eftir 2013.
Þá væri mikilvægt að halda þéttar um taum-
ana í stjórn peningamála á næstunni, sérstaklega
í ljósi vaxandi verðbólgu. Þannig ættu stýrivextir
að hækka til að bregðast við henni.
Grynnkar hægar á skuldunum
Sendinefndin benti á að eftir tveggja ára sam-
drátt hefði hagvöxtur náðst árið 2011 á Íslandi.
Vinnumarkaðurinn hefði tekið við sér þrátt fyrir
að atvinnuleysi væri ennþá mikið.
Búist væri við hóflegum vexti á næstu árum, á
bilinu 2,5-3%, og það ætti að skapa störf og draga
úr atvinnuleysinu. Eftir 2012 ætti verðbólgan að
færast niður á við í takt við aðhaldssamari stjórn
peningamála.
Helstu hætturnar sem geti stefnt þessum horf-
um í voða sé annars vegar versnandi efnahags-
ástand í Evrópu og hugsanlegar tafir á fjárfest-
ingarverkefnum í orkufrekum iðnaði hér heima.
Þá gæti óvissa um framtíðarstefnu í lyk-
ilatvinnugreinum haft áhrif á fjárfestingar.
„Ísland er ekki sloppið fyrir horn ennþá. Það
er að ná tökum á skuldum sínum en það gengur
mun hægar en gert hafði verið ráð fyrir,“ sagði
Kozack.
Áhyggjur af töfum
Fulltrúar AGS hafa áhyggjur af því að óvissa
um hvernig eigi að endurreikna gengislán í kjöl-
far vaxtadóms Hæstaréttar sem féll í febrúar
geti tafið fyrir efnahagsbata því að hann valdi
óvissu fyrir heimili, fyrirtæki og banka um fjár-
hagslega stöðu sína.
Engu að síður sagði Kozack að sérstakur ár-
angur hefði náðst í skuldamálum heimila og fyr-
irtækja frá seinni hluta 2011. Ísland væri í far-
arbroddi á alþjóðavísu í að finna leiðir til að létta
á skuldum. Mikilvægt væri fyrir fyrirtæki að öðl-
ast öryggi um framtíð svo þau gætu fjárfest og
ráðið fólk í vinnu til að koma hagkerfinu aftur í
gang.
Ísland ekki sloppið fyrir horn ennþá
Afnám gjaldeyrishafta stærsta áskorun íslenskra stjórnvalda að mati fulltrúa sendinefndar AGS
Ísland í fararbroddi á heimsvísu í lausnum á skuldamálum Óttast áhrif tafa vegna vaxtadóms
Morgunblaðið/Ómar
Sendinefnd Fulltrúar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, þau Franek Rozwadowski og Julie Kozack, kynna
mat sendinefndar AGS á stöðu efnahagsmála á Íslandi á blaðamannafundi að Kjarvalsstöðum í gær.
Fulltrúar sendinefndar AGS
gerðu endurnýjaðar kröfur
um frekari afskriftir á lánum
í kjölfar vaxtadóms Hæsta-
réttar í febrúar að umtals-
efni.
Leggst sendinefndin gegn
kröfum um niðurfærslur á
verðtryggðum lánum eða
frekari almennum aðgerðum
til að lækka skuldir.
Slíkar aðgerðir væru
ómarkvissar að mati nefnd-
arinnar og myndu ekki ná að
öllu leyti til þeirra sem þurfa
á mestri hjálp að halda.
Þá kom fram í máli fulltrú-
anna að miklar skuldir hins
opinbera takmarki verulega
möguleikana á að grípa til
slíkra almennra aðgerða til
niðurfærslu lána án þess að
útgjöldum ríkisins verði for-
gangsraðað upp á nýtt eða
til komi nýjar tekjur.
Mikilvægt sé að ekki verði
grafið undan þeim ávinningi
sem Ísland hefur náð und-
anfarið í því að rétta af fjár-
hag ríkisins.
Gegn frekari
niðurfærslu
VERÐTRYGGÐ LÁN
„Fögnum
árangri
allra!“
Ráðstefnustjóri: Áslaug Hulda Jónsdóttir,
framkvæmdastjóri Hjallastefnunnar
Ráðstefna föstudaginn 9. mars
Hörpunni, Silfurbergi
Skráning á ráðstefnu hjá gudbjorg@svth.is
14.30 Ráðstefnuskráning
15.00 Setning
Sigríður Anna Guðjónsdóttir, varaformaður SSSK
15.05 Ávarp
Katrín Jakobsdóttir, menntamálaráðherra
15.20 Einstaklingsmiðað námsmat
Jón Baldvin Hannesson, skólastjóri Giljaskóla
16.00 Kórsöngur
Nemendur í leikskólanum Sjálandi
16.20 Kaffihlé
16.50 Samskipti í skólum
Hugo Þórisson, sálfræðingur
17.30 Páll Óskar verður gordjöss!
18.00 Ráðstefnulok
Samtök sjálfstæðra skóla
®
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
4
9
9
8
1