Morgunblaðið - 03.03.2012, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. MARS 2012
BAKSVIÐ
Kristján Jónsson
kjon@mbl.is
Aðalmeðferð í máli Alþingis gegn
Geir H. Haarde, fyrrverandi for-
sætisráðherra, vegna meintrar van-
rækslu í starfi 2008 mun hefjast á
mánudag í Landsdómi. Naumur
meirihluti þingsins samþykkti sem
kunnugt er í september 2010 tillögu
sérstakrar þingmannanefndar undir
forystu Atla Gíslasonar um að ákæra
Geir. Þrír aðrir fyrrverandi ráð-
herrar, sem nefndin vildi einnig
ákæra, sluppu.
Þegar samþykkt var að
ákæra var niðurstaðan afar naum
og ljóst er að ekki er lengur meiri-
hluti á þingi fyrir málinu sem slíku.
Sigríður Friðjónsdóttir ríkissak-
sóknari, sem sækir málið fyrir Al-
þingi, hefur sagt að þingið hafi fullt
leyfi til að afturkalla ákæruna en að
hennar mati hafi ekki komið fram
efnisleg rök sem réttlæti aftur-
köllun. Undir þetta tók stjórnskip-
unar- og eftirlitsnefnd Alþingis í áliti
sínu sl. fimmtudag. Jóhanna Sigurð-
ardóttir forsætisráðherra og fleiri
þingmenn voru sammála.
Tveir flokkar með
óbreytta afstöðu
Ef litið er á stjórnmálaflokkana
fimm hafa tveir þeirra, Sjálfstæð-
isflokkurinn og Hreyfingin, frá upp-
hafi haft skýra afstöðu: sá fyrrnefndi
að engan ráðherra skyldi ákæra, sá
síðarnefndi að alla fjóra bæri að
ákæra. Talsverðar breytingar hafa
orðið á samsetningu þingflokka
Vinstrihreyfingarinnar – græns
framboðs og fleiri flokka eftir að
ákæran gegn Geir var samþykkt
2010. Nokkrir þingmenn hafa af
ýmsum ástæðum verið fjarverandi
við sumar af atkvæðagreiðslunum
þremur sem varða mál Geirs og ekki
alltaf víst hvernig atkvæði þeirra
hefðu fallið.
Nokkrir þingmenn sem vildu að
tillaga Bjarna í janúar um að falla
frá ákæru fengi þinglega meðferð
studdu 1. mars að henni yrði vísað
frá án atkvæðagreiðslu eins og varð
raunin. Ef frávísun hefði verið felld
hefðu þeir orðið að taka skýra af-
stöðu til sjálfrar ákærunnar.
Ásmundur Einar Daðason, sem
sagði sig úr þingflokki VG í apríl
2011, gekk í júní í þingflokk Fram-
sóknar. Hann studdi árið 2010 ákær-
una gegn Geir en í janúar studdi
hann tillögu Bjarna og var á móti
frávísunartillögu þingnefndarinnar í
mars. Guðmundur Steingrímsson yf-
irgaf flokkinn og um leið þingflokk-
inn í ágúst 2011, hann er nú utan-
flokka á þingi. Guðmundur var á
móti því að ákæra Geir í september
2010 en studdi í janúar 2012 að til-
lögu Bjarna yrði vísað frá og einnig
frávísunartillögu þingnefndarinnar.
Framsókn var
klofin í máli Geirs
Sex framsóknarþingmenn vildu
ákæra Geir 2010, þrír voru á móti.
Þegar greidd voru atkvæði um þing-
lega meðferð á tillögu Bjarna í jan-
úar 2012 um að falla frá ákærunni
var Höskuldur Þórhallsson fjarver-
andi, Vigdís Hauksdóttir, Sigurður
Ingi Jóhannsson og Birkir Jón Jóns-
son studdu tillögu Bjarna eins og
þeir Sigmundur Davíð og Gunnar
Bragi Sveinsson. Birkir Jón, sem
studdi ákæru 2010, hefur skipt um
skoðun, telur að ekki beri að ákæra
Geir og sama segir Sigurður Ingi Jó-
hannsson sem einnig studdi ákæru.
Við atkvæðagreiðsluna á fimmtudag
studdu Eygló Harðardóttir, Hös-
kuldur, Siv Friðleifsdóttir og Vigdís
frávísun á tillögu Bjarna.
Atli Gíslason og Lilja Mósesdóttir
gengu endanlega úr VG í október sl.,
þau eru nú bæði utanflokka á þingi.
Þau vildu, eins og aðrir þingmenn
VG, ákæra 2010 en í janúar vildu
bæði leyfa þinglega meðferð á til-
lögu Bjarna. 1. mars var Atli andvíg-
ur frávísunartillögu þingnefnd-
arinnar, Lilja hins vegar studdi
hana.
Ögmundur Jónasson innanríkis-
ráðherra vildi leyfa þinglega með-
ferð á tillögu Bjarna og sömu af-
stöðu tóku Guðfríður Lilja
Grétarsdóttir og Jón Bjarnason,
fyrrverandi sjávarútvegs- og land-
búnaðarráðherra. Þau Ögmundur og
Guðfríður voru öll á móti frávís-
unartillögunni 1. mars og eru nú
andvíg ákæru á hendur Geir.
Samfylking einnig sundruð
Flóknast hefur ástandið verið í
þingflokki Samfylkingarinnar. Níu
þingmenn, þau Helgi Hjörvar, Jón-
ína Rós Guðmundsdóttir, Magnús
Orri Schram, Mörður Árnason,
Oddný G. Harðardóttir, Ólína Þor-
varðardóttir, Sigríður Ingibjörg
Ingadóttir, Skúli Helgason og Val-
gerður Bjarnadóttir vildu ákæra
Geir. Aðrir þingmenn Samfylking-
arinnar voru andvígir. Björgvin G.
Sigurðsson kallaði inn varamann,
Önnu Margréti Guðjónsdóttur, sem
greiddi atkvæði gegn ákæru. Björg-
vin sagðist ekki telja rétt að hann
tæki sjálfur þátt í atkvæðagreiðsl-
unni en hann var viðskiptaráðherra í
stjórn Geirs 2008.
Fjórir þingmenn flokksins vildu í
janúar að tillaga Bjarna fengi þing-
lega meðferð, þau voru Árni Páll
Árnason, Össur Skarphéðinsson,
Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir og
Kristján L. Möller, aðrir vildu vísa
tillögunni frá. Þeir Björgvin G. Sig-
urðsson og Sigmundur Ernir Rún-
arsson voru fjarverandi en Sig-
mundur sagði að hann hefði stutt
heimild til þinglegrar meðferðar ef
hann hefði greitt atkvæði.
Þegar greidd voru atkvæði á
fimmtudag um frávísunartillögu
þingnefndarinnar á tillögu Bjarna
voru aðeins Ásta Ragnheiður og
Össur á móti, Árni Páll sat hjá.
Björgvin G. var fjarverandi og einn-
ig Kristján L. Möller sem hafði fjar-
vistarleyfi vegna veikinda.
Ósamstiga hjörð frá upphafi
Alþingi er ákærandinn í málinu gegn Geir H. Haarde en miklar breytingar hafa orðið á þingflokk-
um frá því að ákæran gegn ráðherranum fyrrverandi var samþykkt í september árið 2010
Ekki meirihluti lengur fyrir ákæru
Styðja nær örugglega ákæru: Óljóst:
Álfheiður Ingadóttir
Árni Þór Sigurðsson
Birgitta Jónsdóttir
Björn Valur Gíslason
Eygló Harðardóttir
Helgi Hjörvar
Höskuldur Þórhallsson
Jónína Rós Guðmundsdóttir
Katrín Jakobsdóttir
Lilja Mósesdóttir
Lilja Rafney Magnúsdóttir
Magnús Orri Schram
Margrét Tryggvadóttir
Mörður Árnason
Oddný G. Harðardóttir
Ólína Þorvarðardóttir
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir
Siv Friðleifsdóttir
Skúli Helgason
Steingrímur J. Sigfússon
Svandís Svavarsdóttir
Valgerður Bjarnadóttir
Vigdís Hauksdóttir
Þór Saari
Þráinn Bertelsson
Þuríður Backman
Alls 26
Nær örugglega á móti ákæru:
Árni Johnsen
Árni Páll Árnason
Ásbjörn Óttarsson
Ásta Ragnh. Jóhannesdóttir
Birgir Ármannsson
Birkir Jón Jónsson
Bjarni Benediktsson
Einar K. Guðfinnsson
Guðbjartur Hannesson
Guðfríður L. Grétarsdóttir
Guðlaugur Þór Þórðarson
Gunnar Bragi Sveinsson
Illugi Gunnarsson
Jóhanna Sigurðardóttir
Jón Gunnarsson
Katrín Júlíusdóttir
Kristján L. Möller
Kristján Þór Júlíusson
Ólöf Nordal
Pétur H. Blöndal
Ragnheiður E. Árnadóttir
Ragnheiður Ríkharðsdóttir
Róbert Marshall
Sigmundur D. Gunnlaugsson
Sigmundur Ernir Rúnarsson
Sigurður Ingi Jóhannsson
Guðmundur Steingrímsson
Tryggvi Þór Herbertsson
Unnur Brá Konráðsdóttir
Þorgerður K. Gunnarsdóttir
Ögmundur Jónasson
Össur Skarphéðinsson
Alls 32
Enginn þingmaður sem
greiddi atkvæði gegn ákæru
hefur lýst því yfir að hann
hafi skipt um skoðun og
vilji nú ákæra Geir. Ekki er
vitað um afstöðu Björgvins
G. Sigurðssonar og Lúðvíks
Geirssonar. Ýmis ummæli
þriggja þingmanna sem
vildu ákæra 2010, benda
til þess að þeir myndu
nú styðja að ákæran yrði
dregin til baka eða sitja hjá.
Þeir eru:
Atli Gíslason
Ásmundur Einar Daðason
Jón Bjarnason
Alls 5
Morgunblaðið/Golli
Rök Rætt um frávísun á landsdómsmáli gegn Geir H. Haarde á Alþingi.
Ef tekið er tillit til þeirra sem hafa
með vissu skipt um skoðun má
telja víst að ekki sé lengur meiri-
hluti fyrir því að ákæra Geir. 32
þingmenn hafa beinlínis sagt að
þeir séu andvígir ákæru og ljóst að
einhverjir sætu hjá. Má benda á
ýmis ummæli þingmanna sem
hafa fallið síðan 2010, m.a. í
tengslum við atkvæðagreiðsluna
um tillögu Bjarna Benediktssonar í
janúar um að málshöfðun gegn
Geir skyldi dregin til baka. Og loks
atkvæðagreiðsluna sl. fimmtudag
þar sem samþykkt var að tillögu
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar
Alþingis að vísa tillögu Bjarna frá
án atkvæðagreiðslu.
Þannig tók Jóhanna Sigurðar-
dóttir forsætisráðherra skýrt fram
á fimmtudag að hún væri enn
sama sinnis og 2010, að ekki bæri
að ákæra Geir. Hins vegar mætti
þingið ekki draga ákæruna til
baka, það væri óeðlilegt inngrip af
hálfu löggjafans í starfsemi dóms-
kerfisins. Jóhanna studdi því frá-
vísunartillögu nefndarinnar og
notuðu fleiri þingmenn þessi rök.
Verður að taka þá á orðinu og líta
svo á að afstaða þeirra gagnvart
ákærunni sem slíkri sé óbreytt.
Ummæli þingmanna segja
sína sögu um minni stuðning
ENGINN SEGIST HAFA SKIPT UM SKOÐUN OG VILJA ÁKÆRA
Virðing
RéttlætiVR | KRINGLUNNI 7 | 103 REYKJAVÍK | S. 510 1700 | F. 510 1717 | WWW.VR.IS
Mundu eftir að kjósa!
Kosning til stjórnar VR stendur til kl. 12 á hádegi þann 9. mars nk. Nánar á heimasíðunni www.vr.is.