Morgunblaðið - 03.03.2012, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 03.03.2012, Blaðsíða 30
30 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. MARS 2012 ✝ Hallgrímur V.Jónsson, bóndi á Skálanesi í Gufu- dalssveit, fæddist 4. maí 1927 á Skála- nesi. Hann lést á Hjúkrunar- og dval- arheimilinu Barma- hlíð á Reykhólum 23. febrúar 2012. Foreldrar Hall- gríms voru Jón Ein- ar Jónsson, bóndi á Skálanesi, ættaður úr Gufudals- sveit, f. 9.11. 1900 d. 31.1. 1997 og Ingibjörg Jónsdóttir, ættuð af Barðaströnd og úr Arnarfirði, f. 9.1. 1902, d. 2.3. 1989. Hall- grímur var næstelstur tíu systk- ina, þau eru: Jónína Sigurlína, f. 1925, Aðalheiður Gyða, f. 1933, d. 2011, Kristjana Guðmunda, f. 1934, Erlingur, f. 1936, d. 1937, Jón Erlingur, f. 1938, Guðný Jóna, f. 1939, Svanhildur, f. 1942, Hjördís, f. 1945, Sverrir Finnbogi, f. 1947. Auk þess átti Hallgrímur tvo uppeldisbræður: Víglundur Ólafsson, f. 1921, d. 1950, Gunnar Ingvi Hrólfsson, f. 1944. Hallgrímur kvæntist 26.10.1961 Ragnheiði Katrínu Ólafsdóttur, húsmóður og síðar afgreiðslukonu í útibúi KK á Skálanesi, f. 5.9. 1939, frá Króki 3.2) Tinna Heiðdís, f. 1996. 3.3) Kári Kristófer, f. 1999. 4) Guð- rún Þuríður, f. 1969, gift Oddi H. Magnússyni, f. 1962, synir þeirra eru: 4.1) Andri Viðar, f. 1991, hans unnusta er Ásdís Kristjáns- dóttir. 4.2) Elvar Einir, f. 22.4. 1993, hans unnusta er Perla Ósk Young. 5) Ingibjörg Jóna, tann- tæknir, f. 1972, gift Helga Ingv- arssyni, f. 1969, synir þeirra eru: 5.1) Garðar Snær, f. 1998. 5.2) Heimir Blær, f. 2002. Hallgrímur ólst upp á Skálanesi við hefð- bundin landbúnaðarstörf. Hann starfaði við sjómennsku á sínum yngri árum, meðal annars á Akranesi. Hallgrímur og Katrín bjuggu fyrsta búskaparár sitt á Patreksfirði, þar sem hann stundaði sjómennsku og ýmis önnur störf. Árið 1961 fluttu þau að Skálanesi og hófu þar sauð- fjárbúskap, sem hann stundaði til dauðadags. Hallgrímur gegndi ýmsum trúnaðarstörfum, meðal annars sat hann í hrepps- nefnd Gufudalshrepps í nokkur ár og var hreppstjóri þar um tíma, einnig var hann í stjórn Kaupfélags Króksfjarðar og sat í sóknarnefnd Gufudalssóknar í fjölmörg ár. Hallgrímur hafði umsjón með sauðfjárveikivarn- argirðingunni á Klettshálsi um árabil. Síðustu árin hóf hann skógrækt í Skálaneslandi, með Skjólskógum á Vestfjörðum. Útför Hallgríms fer fram frá Reykhólakirkju, Reykhólum, í dag, 3. mars 2012, og hefst at- höfnin kl. 14. í Selárdal í Arn- arfirði. Foreldrar hennar voru Ólaf- ur O. Ólafsson, bóndi, Króki, f. 5.11. 1890, d. 24.7. 1970 og Guðrún Þuríður Þorbergs- dóttir, Króki, f. 9.12. 1901, d. 10.7. 1972. Börn Hall- gríms og Katrínar eru: 1) Ólafur Arn- ar, sjómaður, f. 1961, kvæntur Sigrúnu H. Arngrímsdóttur, f. 1957, börn þeirra eru: 1.1) Hall- grímur Ingi, f. 1984, hans sam- býliskona Una S. Jónsdóttir, son- ur þeirra er 1.1.1) Ólafur Bernharð, f. 2004. 1.2 og 1.3) Kristjón og Heiðbjört, f. d. 1994. 1.4) Elsa Katrín, f. 1995. 2) Sveinn Berg, búfræðingur, f. 1962, kvæntur Andreu Björns- dóttur, f. 1966, börn þeirra eru: 2.1) Björn Orri, f. 1986, hans sambýliskona Inga Lára Guð- laugsdóttir. 2.2) Ágústa Ýr, f. 1989. 2.3) Björgvin Logi, f. 1993. 2.4) Aldís Eir, f. 1995. 3) Elías Már, framreiðslumaður, f. 1965, kvæntur Örnu Völu Róberts- dóttur, f. 1966, börn þeirra eru: 3.1) Thelma Rut, f. 1990, hennar unnusti er Þórður Hermannsson. Það var ólýsanlega sárt að fá þær fréttir nú í byrjun árs, að lífsgöngu elskulegs tengdaföður míns væri senn lokið. Við von- uðum svo heitt og innilega að hann gæti dvalið heima á Skála- nesi nú í vor og sumar, en kallið hans var komið og við verðum víst að sætta okkur við það. Minningarnar streyma fram í huga minn og hvar sem ber nið- ur sé ég Halla fyrir mér, hlýjan og traustan mann sem hafði ætíð nóg fyrir stafni. Ég man hann í fjárhúsunum, það er vor, mikill annatími í sveitinni. Hann er að huga að kindunum sínum, sauðburður í fullum gangi. Ég man hann úti í Skipa- tanga. Við erum að fara með honum í bátnum hans út í hólma að hlúa að æðarvarpinu. Ég man hann uppi á Bæj- arnesfjalli, Seljalandsfjalli og við Rauðuborg. Hann er að vinna við girðinguna. Ég man hann á Kleifastöðum, Melanesi og á Bekknum. Það er sumar og hann er í heyskap. Ég man hann uppi á Skála- nesfjalli, það er haust. Hann er léttur á fæti, við erum að smala. Ég man hann á ferðalagi með okkur um Vestfirði. Það er sól og sumar. Við erum á æskuslóð- um Kötu í Selárdalnum. Hann segir okkur margar sögur frá lífinu áður fyrr. Býr yfir miklum fróðleik um landafræði, sögu og náttúrufræði. Sjálfmenntaður af lestri bóka og af reynslu. Ég man hann með börnunum mínum, þau eru á ýmsum aldri og snúast í kringum hann. Þau fylgjast með verkum afa síns. Thelma Rut prófar að mjólka kúna. Tinna Heiðdís fær lítið lamb sem hún faðmar að sér. Kári Kristófer er úti á sjó að veiða með afa. Ró og friður yfir öllu í sveitinni. Dýrmætt fyrir börn að eiga svo góðar stundir heima hjá afa og ömmu. Ég man hann með stórfjöl- skyldunni. Við erum öll saman- komin heima á Skálanesi. Þar sem er hjartarúm, þar er nóg húsrúm. Ég man hann með Kötu, hann var stoð hennar og stytta. Ég man hann í sveitinni okk- ar kæru við Breiðafjörðinn. Elsku Halli minn. Hjartans þakkir fyrir sam- fylgdina í 27 ár. Mikið á ég eftir að sakna þín. „Krjúptu að fótum friðarboðans og fljúgðu á vængjum morgunroðans meira að starfa guðs um geim." (Jónas Hallgrímsson) Þín tengdadóttir, Arna Vala Róbertsdóttir. Í dag kveðjum við afa okkar á Skálanesi í hinsta sinn. Hann var stór hluti af lífi okkar og við eigum svo ótalmargar góðar minningar um hann. Við höfum lært mikið af honum og munum varðveita það í hjarta okkar alla tíð. Í bænum okkar, besti afi biðjum fyrir þér að Guð sem yfir öllu ræður, allt sem veit og sér leiði þig að ljóssins vegi lát’ þig finna að, engin sorg og enginn kvilli á þar samastað. Við biðjum þess í bænum okkar bakvið lítil tár, að Guð sem lífið gaf og slökkti græði sorgarsár. Við þökkum Guði gjafir allar gleði og vinarfund og hve mörg var ávallt með þér ánægjunnar stund. (Sigurður Hansen) Elsku amma. Góður Guð vaki yfir þér og veiti þér styrk. Þín barnabörn, Thelma Rut, Tinna Heiðdís og Kári Kristófer. Þótt sorgin vilji sinni buga samt er leiðin ávallt bein. Minning þín í mínum huga mun þar geymast tær og hrein. Hann Halli á Skálanesi, frændi minn og æskuvinur, er fallinn frá eftir langvarandi bar- áttu við krabbamein. Þar með er fallinn frá einn af máttar- stólpum Gufudalssveitar. Halli bjó alla sína tíð á Skálanesi utan nokkurra vikna undir lokin á Hallgrímur V. Jónsson ✝ Ingibjörg Jóns-dóttir fæddist 28. október 1915 að Reynistað í Skaga- firði. Hún lést 25. febrúar 2012 á Dvalarheimili Sauðárkróks. Foreldrar henn- ar voru Jón Eiríks- son f. 1856, d. 1921 á Reynistað og Halla Engilráð Pét- ursdóttir f. 1878, d. 1951 á Sauð- árkróki. Systkini hennar voru: María f. 1885, d. 1958. Stefán f. 1901, d. 1965. Egill f. 1907, d. 1989. Pétur f. 1912, d. 1992. Maki: Stefán Friðriksson f. í Valadal 2.2. 1902, d. 20.6. 1980. Sonur hjónanna Friðriks Stef- ánssonar bónda í Valadal og Guðríðar Pétursdóttur. Börn Stefáns og Ingibjargar eru: 1. Gyða Sigrún f. 1936, gift Guð- mundi Ólafi Guðmundssyni f. 1934 og eiga þau fjögur börn: Guðný f. 1957, gift Aðalsteini Ragnheiður Erla f. 1993, Stein- björn f. 1997 og Ernir Snær f. 1998. Ingibjörg f. 1967, gift Gylfa Geirsyni, synir þeirra: Breki f. 1997 og Runólfur f. 1999. Stefán f. 1973, giftur Hólmfríði Sveinsdóttur, börn þeirra Stefán Þór f. 1995, Herj- ólfur Hrafn 2001 og Heiðrún Erla f. 2007. Ríkey f. 1982, gift Þóri Birni, barn hennar: Valdís Ósk f. 2001, barn þeirra Röskva Líf f. 2011. 3. Sigurður f. 1941, maki Sigrún Fanney Jónsdóttir f. 1948. Börn þeirra: Jónheiður Kristín f. 1970, Júlía f. 1975, Stefán Ingi f. 1976, maki hans Hilma, barn þeirra Heiður Fann- ey f. 2010. Jón Pétur f. 1978, maki Belinda Ýr, börn hans Ólöf Rún f. 2000, Katrín Ósk 2004, synir þeirra saman Sigurður Stefán f. 2006 og Vignir Snær f. 2010. 4.Guðríður María f. 1945, gift Jóni Björgvini Sigvaldasyni, börn þeirra: Inga Jóna f. 1969, maki Jón Ingi, börn þeirra Guð- rún Ósk f . 1995, Þórdís Stella f. 1999 og Gunnar Valur f. 2000. Steinunn Valdís f. 1973, gift Sig- urði Ragnarssyni, börn hennar Brynjar Logi f. 1995, Kristinn Freyr f. 1999, börn þeirra Inga Sólveig f. 2003 og Veigar Þór f. 2005. Elsa Lind f. 1975, barn hennar Jóna María f. 1995. Stef- án Valur f. 1983. 5. Alda Engil- ráð f. 1951, synir hennar Hauk- ur f. 1972, giftur Svandísi Björk Ólafsdóttur, barn hans Karen f. 1992 , börn þeirra Telma Sól f. 2001, Anna María f. 2004 og Rakel Tinna f. 2010. Andri Þór f. 1983. 6. Jónína f. 1953, maki Jón Gunnlaugsson, synir þeirra: Stefán Friðrik f. 1972, börn hans: Kristófer Fannar f. 1995, Jónína Margrét f. 2002. Gunn- laugur Hrafn f. 1975, giftur Helgu Sjöfn Helgadóttur, barn hans Jón Dagur f. 1994, börn þeirra Dagmar Ólína f. 2000 og Hrafn Helgi f. 2005. Heiðar Logi f. 1980, maki Dagný Ósk Símonardóttir, barn þeirra: Símon Logi f. 2010. Útför Ingibjargar fer fram frá Sauðárkrókskirkju í dag, 3. mars 2012, og hefst athöfnin kl. 14. Símonarsyni, þeirra synir: Óli Símon f. 1984, lést 2008. Sonur Óla Símonar Kári Freyr f. 2004. Tryggvi Þór f. 1986 og Pétur Ingi f. 1994. Ingibjörg f. 1958, gift Stefáni Aadnigard, börn þeirra: Sigrún f. 1978, gift Axel Erni Arnarsyni, börn þeirra Valdís Birna f. 2004 og Örn Ingi f. 2005. Guðni f. 1987. Ágúst f. 1963, gift- ur Evu Steingrímsdóttur, börn þeirra: Elfa f. 1988, börn hennar Emilía Mist f. 2007 og Alexander Logi f. 2010. Steingrímur fædd- ur 1992 og Arnar Logi f. 2000. Stefán f. 1969, giftur Guðrúnu Finnbjarnardóttur. 2. Friðrik f. 1940, giftur Ragnheiði Erlu Björnsdóttur f. 1947. Börn þeirra Þorbjörg f. 1965, var gift Birni Steinbjörnssyni, börn þeirra: Friðrik Marvin f. 1990, Elsku amma mín, nú ertu búin að kveðja þennan heim og hefur vonandi fengið góða heimkomu á nýjum stað. Ég á eftir að sakna þín. Það var gaman að hafa þig þegar þú komst suður í heim- sókn og gistir hjá okkur í Há- túni. Við fórum saman að versla í matinn, en maturinn var stór þáttur í þínu lífi, enda kom maður ekki að tómum kof- unum í þeim efnum. Eins var það þegar maður kom til þín norður, þá lenti maður alltaf í mat eða kaffi og jafnvel hvoru tveggja, það fór enginn svang- ur frá þér, sama hver var það var, alltaf matur á borðinu meðan þú gast séð um þig sjálf. Við áttum margar góðar stundir, en ein er mér sérlega kær, þá vorum við að labba saman í Hafnafirði og þú sagðir mér frá sjálfri þér, en þar hafð- irðu verið um tíma á þínum yngri árum. Þó hefði ég viljað leggja sumt af því sem þú sagð- ir mér betur á minnið. Síðustu árin varstu á öldr- unardeild Sauðárkróks enda treystirðu þér ekki lengur til að vera ein og því miður treyst- irðu þér ekki lengur að fara suður og komst því aldrei í nýja húsið okkar. Þú hafðir gaman af ferðalögum og var kaffibrús- inn þá ávallt hafður með í för. Eins varstu mikil hannyrða- kona og á ég margt fallegt eftir þig sem á eftir að minna mig á þig og ylja mér um hjartaræt- ur, en þú varst að til 96 ára ald- urs. Elsku amma, guð blessi þig og minningu þína. Guðný Ólafsdóttir og fjölskylda. Elsku amma. Mig langar að kveðja þig með nokkrum orðum en minn- ingarnar eru svo margar og svo dýrmætar. Ég gleymi því ekki þegar þú komst suður til að Ingibjörg Jónsdóttir ✝ Ástkær dóttir okkar, móðir, tengdamóðir og amma, SVAVA S. HJALTADÓTTIR, lést á Landspítalanum í Fossvogi föstudaginn 24. febrúar. Útförin fór fram í kyrrþey. Við sendum þakkir til allra sem veittu okkur stuðning og sýndu okkur hlýhug. Kristín Björg Svavarsdóttir, Hjalti Guðmundsson, Kristín Björg Kristjánsdóttir, Bernódus Sveinsson, Ingibjörg Jónasdóttir, Jo Berger Myhre, Birna Dröfn Jónasdóttir, Sævar Jökull Björnsson, Atli Jónasson, Magnea Rut Mattíasdóttir og fjölskyldur. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir okkar og stjúpmóðir, amma og langamma, ÓLÖF JÓHANNA VILHJÁLMSDÓTTIR, Lóló, Álfheimum 46, Reykjavík, sem lést á Landspítalanum mánudaginn 27. febrúar verður jarðsungin frá Langholtskirkju þriðjudaginn 6. mars kl.13.00. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er vinsamlega bent á hjúkrunar- og ráðgjafar- þjónustuna Karitas. Garðar Jónsson, Jóhannes Ágústsson, Elísabet Guðmundsdóttir, Ragna Ágústsdóttir, Aðalsteinn Bernharðsson, Guðmundur Ágústsson, Sigríður Sigurðardóttir, Berglind Garðarsdóttir, Þórarinn Gunnarsson, Sigfús Garðarsson, Kristjana Kristjánsdóttir, Ástríður Garðarsdóttir, Bára Garðarsdóttir, Einar Páll Garðarsson, Sigríður Oddný Hrólfsdóttir, Margrét Ríkharðsdóttir, Egill H. Bjarnason, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Okkar elskulegi eiginmaður, faðir, tengdafaðir og afi, KRISTJÁN MAGNÚSSON vélvirkjameistari, Hraunsvegi 14, Njarðvík, Reykjanesbæ, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, að kveldi þriðjudagsins 28. febrúar í faðmi fjölskyldunnar. Útför fer fram frá Ytri-Njarðvíkurkirkju, miðvikudaginn 7. mars kl. 14.00. Guðbjört Ingólfsdóttir, Ingólfur Níels, Hildur Hinriksdóttir, Magnús Helgi Kristjánsson, Berglind Bára Bjarnadóttir, Berglind Kristjánsdóttir, Jóhann Kristján Arnarson, Einara Lilja Kristjánsdóttir, Magnús Friðjón Ragnarsson, Bergþóra Halla Kristjánsdóttir, Younes Boumihdi, Soffía Kristjánsdóttir, Viðar Einarsson og barnabörn. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ANNA GUÐRÚN SIGURÐARDÓTTIR, Sólvöllum 9, Selfossi, áður Langholtsvegi 106, Reykjavík, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands fimmtu- daginn 1. mars. Sæunn Þorsteinsdóttir, Ólafur Ólafsson, Sigurður Þorsteinsson, Sigurbjörg Rögnvaldsdóttir, María Þorsteinsdóttir, Elín Þorsteinsdóttir, Sverrir Vilbergsson, Björk Þorsteinsdóttir, Einar Eiríksson, ömmu-, langömmubörn og aðrir aðstandendur. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi, bróðir og mágur, LEIFUR PÁLSSON frá Hömrum í Grundarfirði, lést í Kalmar föstudaginn 17. febrúar. Jarðarförin fer fram frá Kors Kyrkan í Kalmar mánudaginn 19. mars kl. 13.00. Gun-Brit, María og Mikael, Malin, Linus, Ella, Árni og Sussie, Anna, Niklas, Sigríður Pálsdóttir, Hörður Pálsson, Guðlaug Guðmundsdóttir, Jarþrúður Guðný Pálsdóttir, Pálmi Þór Pálsson, Soffía Friðgeirsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.