Morgunblaðið - 03.03.2012, Blaðsíða 23
FRÉTTIR 23Erlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. MARS 2012
Íranar gengu að kjörborði í gær til að kjósa nýtt þing í
fyrstu kosningunum í Íran frá því Mahmoud Ahmad-
inejad var endurkjörinn forseti landsins í mjög um-
deildum kosningum árið 2009. Deilan um kosningarnar
fyrir þremur árum leiddi til mestu götumótmæla gegn
klerkastjórn landsins frá íslömsku byltingunni árið
1979. Ólíklegt er að þingkosningarnar valdi jafnmikilli
ólgu í landinu vegna þess að harðlínuöflunum tókst að
hindra framboð margra „umbótasinna“ og helstu
hreyfingar andstæðinga klerkastjórnarinnar snið-
gengu kosningarnar. Baráttan stóð því einkum á milli
afturhaldsafla, sem styðja Ahmadinejad, og íslamskra
harðlínumanna sem hafa óbeit á forsetanum. Báðar
fylkingarnar kepptust á um að lýsa yfir hollustu við Ali
Khamenei erkiklerk, æðsta leiðtoga landsins. Erki-
klerkurinn ræðir hér við embættismenn á kjörstað í
Teheran.
Rúmar 48 milljónir manna eru á kjörskrá. Gert er
ráð fyrir því að úrslit kosninganna liggi fyrir á morgun
eða á mánudag. bogi@mbl.is
Harðlínumenn etja kappi
Reuters
Bogi Þór Arason
bogi@mbl.is
Stjórnvöld í Sádi-Arabíu, Katar og
Kúveit hafa gefið til kynna að þau
hafi í hyggju að senda uppreisnar-
mönnum í Sýrlandi vopn til að hjálpa
þeim að steypa einræðisstjórn lands-
ins af stóli. Ráðamenn í Bandaríkj-
unum og fleiri löndum vilja hins veg-
ar láta á það reyna hvort hægt sé að
koma stjórninni frá og binda enda á
blóðsúthellingarnar í landinu með
því að beita efnahagslegum og póli-
tískum þrýstingi.
Ráðamennirnir óttast að lang-
vinnt og blóðugt borgarastríð blossi
upp ef sýrlensku uppreisnarmönn-
unum verður séð fyrir vopnum. Talið
er að stríð myndi draga dilk á eftir
sér í grannríkjum Sýrlands og kynda
undir togstreitu milli trúarhópa í
Mið-Austurlöndum.
Ágreiningur meðal araba
Þing Kúveit samþykkti í fyrradag
ályktun þar sem það hvetur stjórn
landsins til að vopna uppreisnar-
mennina og slíta stjórnmálasam-
bandi við Sýrland. Áður höfðu
stjórnvöld í Sádi-Arabíu og Katar
gefið til kynna að þau væru að búa
sig undir að senda uppreisnarmönn-
unum vopn. Markmið Sádi-Araba er
ekki aðeins að hjálpa sýrlensku þjóð-
inni og binda enda á blóðugar árásir
Sýrlandshers á óbreytta borgara,
heldur einnig að koma höggi á
klerkastjórnina í Íran sem hefur
stutt sýrlensku einræðisstjórnina.
Meðal araba er þó ágreiningur um
hvort dæla eigi vopnum í sýrlensku
stjórnarandstöðuna. Nabil el-Araby,
framkvæmdastjóri Arababandalags-
ins, sagði í fyrradag að bandalagið
tengdist á engan hátt vopnaflutning-
um til Sýrlands og hann væri sjálfur
andvígur því að reynt yrði að leysa
vandann með ofbeldi.
Vopnin duga skammt
Sýrlenski stjórnarherinn hefur
beitt skriðdrekum og stórskotavopn-
um í árásum sínum á Homs og fleiri
borgir en ólíklegt er að grannríkin
sjái uppreisnarmönnunum fyrir svo
öflugum þungavopnum, að sögn The
Washington Post. Blaðið hefur eftir
sérfræðingum að líklegra sé að upp-
reisnarmennirnir fái léttari vopn á
borð við hríðskotabyssur og
sprengjuvörpur sem dugi skammt
gegn vígvélum stjórnarhersins.
Ætla að vopna uppreisnar-
liðið þrátt fyrir stríðshættu
Börnum banað
» Tólf Sýrlendingar, þ. á m.
fimm börn, biðu bana þegar
hersveit skaut flugskeyti á
mótmælendur í bæ nálægt
borginni Homs í gær.
» Rauði krossinn sendi flutn-
ingabíla með hjálpargögn til
þúsunda manna í hverfinu
Baba Amr sem stjórnarherinn
náði á sitt vald eftir 29 daga
sprengju- og skotárásir.
Mánaðarlaun þúsunda karlmanna,
sem starfa hjá hinu opinbera í
Indónesíu, voru lögð inn á banka-
reikninga eiginkvenna þeirra um
mánaðamótin til að koma í veg fyrir
að þeir drýgðu hór.
„Karlmenn geta yfirleitt ekki
haft stjórn á hegðun sinni ef þeir
eru með of mikla peninga í vas-
anum,“ sagði talsmaður héraðs-
stjórnar á Sulawesi-eyju sem beitti
sér fyrir þessu fyrirkomulagi. „Ég
er viss um að þetta eyðir mögu-
leikanum á hórdómi sem grefur
undan fjölskyldunum.“
Aðspurður kvaðst þó talsmaður-
inn ekki vita hversu margir opin-
berir starfsmenn héldu fram hjá
konum sínum. „Því miður höfum
við ekki rannsakað það,“ hefur
fréttaveitan AFP eftir honum.
Konurnar
fá laun
„hórkarla“
Japanska fyrirtækið Air Danshin
hefur þróað tækni, sem byggist á
því að hús lyftast upp þegar jarð-
skjálfti ríður yfir, þannig að þau
skemmast ekki í náttúruhamför-
unum. Fyrirtækið hefur þegar sett
slíkan tækniútbúnað í 88 hús í Jap-
an.
Fyrirtækið segir að útbúnaður-
inn sé tiltölulega ódýr, kosti aðeins
þriðjunginn af verði annars konar
jarðskjálftavarna.
Þegar jarðskjálfti ríður yfir lyft-
ist húsið um þrjá sentimetra, eins
og sýnt er á myndinni, og sígur síð-
an niður þegar skjálftanum lýkur.
1
2
3
Heimild: www.airdanshin.jp
HÚS SEM TEKST Á LOFT
Japanskt fyrirtæki hefur fundið upp aðferð til að útbúa
hús þannig að þau lyftist upp þegar öflugur jarðskjálfti
ríður yfir, þannig að húsin skemmast ekki
Notaður er sérstakur nemi sem
á að greina jarðskjálftann
Öflug loftþjappa fer í gang innan
sekúndu og fyllir rými milli
hússins og grunnsins af lofti
Þegar loftþrýstingurinn
eykst lyftist húsið
af grunninum
LYFTIST UPP
Loftþjappa
Stjórnloki Rás fyrir
loft
Húsgólf
LoftrýmiGrunnur
Fyrirtækið
segir að
útbúnaðurinn
þurfi lítið
viðhald
Búnaðinum
hefur verið
komið fyrir
í 88 húsum
í Japan
Húsið lyftist í jarðskjálfta
Norski ríkissaksóknarinn Tor-Aksel
Busch kvaðst í gær vera tilbúinn að
samþykkja þá niðurstöðu geðlækna
að fjöldamorðinginn, sem varð 77
manns að bana í Ósló og Útey 22.
júlí, væri ósakhæfur. Verði þetta
niðurstaðan verður fjöldamorðing-
inn dæmdur til vistunar á réttar-
geðdeild en ekki í fangelsi.
Ríkissaksóknarinn sagði að flest
benti til þess að réttað yrði yfir
fjöldamorðingjanum sem ósakhæf-
um manni. Hann lagði þó áherslu á
að þetta kynni að breytast ef ný
gögn um geðheilsu ódæðismannsins
kæmu fram og bentu til þess að
hann væri sakhæfur.
Tor-Aksel Busch sagði að í
ákæruskjali, sem hann sendi sak-
sóknurum í gær, væri gengið út frá
því að fjöldamorðinginn teldist ósak-
hæfur. Gert er ráð fyrir því að hluti
ákærunnar verði gerður opinber á
miðvikudag eða fimmtudag í næstu
viku. Hún verður síðan birt í heild
16. apríl þegar réttarhöld í málinu
hefjast, að því er fram kemur á
fréttavef Aftenposten.
Í ákæruskjal-
inu er meðal ann-
ars áttján blað-
síðna lýsing á
ódæðisverkum
fjöldamorðingj-
ans 22. júlí.
Busch sagði í
fréttatilkynn-
ingu, sem hann
sendi frá sér í
gær, að nauðsynlegt hefði verið að
afmarka ákæruna og nafngreina
ekki alla þá sem voru á vettvangi
sprengjuárásarinnar í miðborg Ósló-
ar og skotárásarinnar í Útey.
Fjöldamorðinginn er í fangelsi
undir eftirliti hjúkrunarfræðinga,
sjúkraliða og geðlækna frá geð-
sjúkrahúsi í Dikemark til að afla
frekari upplýsinga um geðheilsu
hans. Þau eiga meðal annars að
fylgjast með því hvort breytingar
verði á ástandi hans. Dag hvern
skiptast alls tíu manns á um að sinna
eftirlitinu, átta á tveimur dagvöktum
og tveir á næturvakt, að því er fram
kemur á fréttavef Aftenposten.
Saksóknari gengur
út frá ósakhæfi
Tor-Aksel Busch
Ákæra gegn fjöldamorðingjanum
Rau›arárstígur 14 · sími 551 0400 · www.myndlist.is
Opið virka daga 10–18, laugard. kl. 11–16, sunnud. 14–16
Síðustu forvöð að koma verkum
á næsta uppboð eru
mánudaginn 5. mars
Áhugasamir geta haft
samband í síma 551-0400.
Listmuna
uppboð
Gallerís Foldar
Vefuppboð
á myndlist
hefst í dag 3. mars
Gallerí Fold í 20 ár 1992–2012
Sigurjón
Jóhannsson