Morgunblaðið - 03.03.2012, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 03.03.2012, Blaðsíða 28
28 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. MARS 2012 ✝ FriðgerðurLaufey Odd- mundsdóttir fædd- ist á Ísafirði 29. mars 1927 og lést á Hornbrekku, heim- ili aldraðra í Ólafs- firði, 26. febrúar síðastliðinn. Foreldrar henn- ar voru Guðrún Finnbogadóttir frá Höfðaströnd í Jök- ulfjörðum, f. 28. september 1897, d. 30. maí 1992 og Oddmundur Guðmundsson frá Horni, f. 13. júní 1901, d. 2. september 1931. Hálfbróðir hennar var Grímur Oddmundsson, f. 11. maí 1930, d. 11. febrúar 2002. Friðgerður ólst upp á Höfðaströnd hjá móður sinni. Hinn 27. desember 1957 giftist Friðgerður Sverri Svein- björnsyni frá Dalvík, f. 7. októ- ber 1929, d. 18. september 1983, og bjuggu þau í Bárugötu 9 á Dalvík. Börn þeirra eru þrjú: 1) Sigurlaug Guðrún , f. 14. sept- ember 1958, maki Gunnþór Árnason f. 4. júlí 1958 , dóttir þeirra er Laufey f. 13. júlí 1987. 2) Sveinbjörn f. 10. mars 1960, maki Sigrún Sum- arliðadóttir f. 6. júlí 1959 og á hún 3 börn, Gunnar Adam f. 17. nóvember 1976, Jóhönnu f. 13. mars 1981og Evu Björk f. 11. sept- ember 1990. 3) Guðný Rut f. 30. september 1962, maki Ólafur Viðar Hauksson f. 22. apríl 1962, börn þeirra eru Sverrir Már f. 11. janúar 1987 í sambúð með Ninju Rut Þorgeirs- dóttur, f. 21. febrúar 1991, dóttir þeirra er Íris Ósk f. 14. nóv- ember 2010, Katla Valdís f. 11. maí 1989 og Guðmundur Hagalín f. 12. júlí 2001. Friðgerður vann við fiskvinnslu, fyrst hjá Kaup- félaginu og síðan hjá Samherja. Hætti hún að vinna um áttrætt. Útför Friðgerðar verður gerð frá Dalvíkurkirkju í dag, 3. mars 2012, og hefst athöfnin klukkan 13:30. Friðgerður ólst upp í Grunna- víkurhreppi í Norður-Ísafjarðar- sýslu. Óblíð náttúra, stutt sumur og langur vetur voru einkenni veðurfars í Jökulfjörðum. Lítið undirlendi til ræktunar og jöklar í nánd gerðu fólki lífsbaráttuna erfiða. Þar lifði fólkið á landsins gæðum og lærði að nýta hvern hlut því ekki varð hlaupið út í búð ef eitthvað vanhagaði til búsins. Á þessu þáttum byggð- ust helstu einkenni Friðgerðar enda var hún náttúrubarn fram í fingurgóma og það kom fram í veiðiáráttu og ræktunarstarf- semi. Hún undi sér best við ábakkann við veiðar, við að tína ber uppi í fjalli eða að vinna í garðinum sínum. Þegar berjatíminn fór í hönd hvarf Friðgerður upp í fjall og naut þess að tína ber. Þá var ekkert gefið eftir og legið þar við. Þegar dagur leið að kveldi var farið að svipast um eftir henni til að keyra fenginn til byggða. Þótt hún notaði ekki tínu til að tína ber var fengurinn oft mikill. Þeir sem ekki komust til berja fengu að njóta þess og ber send um allt land til vina og kunningja. Já, hún hugsaði vel um aðra. Eftir að Friðgerður flutti til Dalvíkur vann hún við fisk, við eigin útgerð og í frystihúsinu. Hún var nálgast áttrætt þegar hún hætti að vinna í frystihús- inu. Þegar verkstjórinn hringdi í hana eftir sumarleyfi til að fá að vita hvenær hún ætlaði að koma til vinnu sagðist hún „ætla að hætta á toppnum, það væri kom- ið nóg.“ Já, hún vildi hætta þrátt fyrir að hafa starfsorku, svo hún yrði engum byrði. Sveitin kær. Sólin skær sveipar þig dýrðarljóma. Engi og völl faðma fjöll, fegursta safnið blóma. Blómið sem óx þar innst í mér á sér þar sterkar rætur. Allt sem er, ilm þess ber. Andi þess hlær og grætur. Grunnavík, gróðurvík. Gnæfir þar fjallaprýði. Maríuhorn, helg og forn hefjast þar listasmíði. Brimið sem tíðum sandinn svarf er söngur í vitund okkar. Yndisarf eiga þarf. Eitthvað sem hugann lokkar. Höfðaströnd. Hagleikshönd hugljúfar ristir myndir. Jökulbrún, bæir, tún. Í brekkunum niða lindir. Kyrjar stormur við klettaskörð, kaldur á Tröllafelli. Lækkar jörð við Leirufjörð. Lýsir þar máni á svelli. (Sigfús Kristjánsson 1980.) Hvíl í friði, elsku Friðgerður. Guðný Rut og Ólafur Viðar. Nú ertu komin himna til, elsku amma mín. Auðvitað fékk ég veiðibakteríuna frá þér og ófáar ferðirnar farnar í Ólafs- fjarðarána. Ég man fyrst eftir mér sem smá polli skoppandi eftir bakkanum, að fá leiðsögn frá þér. Stundirnar sem við áttum saman voru margar og góðar. Alltaf hafðir þú svo miklar áhyggjur af okkur strákunum, þú leyfðir okkur að hafa bílskúr- inn þinn undir snjósleðana svo við værum í engu rugli. Svo beiðst þú í glugganum þegar við fórum og varst í glugganum þegar við snérum til baka. Samt leið þér best þegar þeir voru bil- aðir. En nú skilur leiðir hjá okk- ur. Þó er ég þess fullviss að þær liggja saman á ný þegar minn tími kemur. Þangað til get ég hugsað um allar góðu minning- arnar sem ég geymi í hjarta mínu. Hvíl í friði. Þinn, Sverrir Már. Elsku amma Gerða, þegar ég fer að rifja upp okkar góðu tíma saman er sérstaklega eitt atriði minnisstætt í huga mér, þú varst á leiðinni til okkar í Steintúnið og það var vont veður úti. Ég beið eftir þér úti og þú kallaðir á mig: Katla, hvar ertu? Þá heyrð- ist: Amma, ég er hér. Við rifj- uðum þetta oft upp saman. Ég man líka alltaf eftir því þegar ég var á leiðinni heim úr skólanum þegar ég var á mínum fyrstu ár- um í skólanum, þá stóð amma alltaf í eldhúsglugganum og fylgdist með hvort ég væri nú ekki örugglega að skila mér heim. Allar þessar minningar met ég mikils, elsku amma mín. Ég man alltaf eftir því þegar þú varst að vinna í frystihúsinu hvað mér fannst erfitt að bíða eftir að þú værir búin að vinna, því ég þurfti oft að spjalla við þig um svo margt. Alltaf var hægt að leita til þín, elsku amma, og þú tókst alltaf á móti mér með opnum örmum. Ég held að ég gleymi aldrei veiðiferðinni okkar í Nípá ásamt Sveinbirni og Sigrúnu, við veidd- um sjö silunga en þau níu sil- unga og þú sást alltaf um að draga þá á land en sagðir mér að taka á móti. Ég þakka fyrir þessar frábæru stundir sem við áttum saman í veiði, enda báðar veiðiklær af bestu gerð og guðs náð. Ég vil einnig þakka þér elsku amma fyrir að vera svona yndisleg við okkur Óla Frið- björn, tókst alltaf vel á móti okk- ur og þið Óli voruð strax frá fyrsta degi góðir vinir. Rædduð saman um sveitina, veiði og alls konar hluti, þú kenndir okkur svo margt í okkar búskap sem við erum mjög þakklát fyrir. Amma mín, þér var margt til lista lagt og handverkið þitt er mjög fallegt. Ég mun alltaf halda upp á servíettuhringina sem þú heklaðir í þínum búskap og gafst mér svo í haust. Ég mun alltaf nota þá á jólunum og halda í hefðina þína með jólaboð á jóladag þar sem borið verður fram bæði heitt og kalt hangi- kjöt skreytt með ávöxtum og soðið brauð með. Elsku amma, þú gerðir allt svo vel, ég mun sakna þess að fá ekki illskusúpu (kjötsúpu) hjá þér og þitt lands- fræga rúgbrauð, en ég mun halda í hefðina og baka rúg- brauð eftir þinni uppskrift. Svo þegar þú veiktist í haust styrktist samband okkar enn frekar, ég fór margar ferðir upp á sjúkrahús til þín og reyndi að hugsa um þig eins vel og ég gat. Það var alltaf stutt í spunann hjá þér elsku amma, sérstaklega þegar ég var að kenna þér á far- símann minn, þú varst ekki lengi að læra á hann og varst býsna flink á snertiskjáinn. En elsku amma, nú ertu kom- in til afa og nú munuð þið sigla saman um heimsins höf og fáið nú tækifæri til að fylgjast með börnunum ykkar, barnabörnum og barnabarnabörnum vaxa úr grasi. Ef til vill farið þið einnig saman á dansleiki og stígið dans við Síldarvalsinn. Ég mun alltaf varðveita minninguna um þig og ég lofa því að börnin mín fái að heyra allar sögurnar um þig, elsku amma. Elsku hjartans amma mín, minning þín lifi. Ljúfasta ljúfan, Katla Valdís Ólafsdóttir. Elsku besta amma mín. Þegar ég lít til baka þá man ég mest hversu gaman mér fannst alltaf að fara norður til þín á sumrin sem barn. Það er mér mjög minnisstætt þegar við glöddumst yfir rigningarkvöld- um, því þá gátum við skellt okk- ur í regngallann með vasaljós og farið út í myrkrið í leit að maðki fyrir næstu veiði. Ef ekki var veður fyrir veiðina þá sátum við bara inni og spiluðum kana, ol- sen olsen eða veiðimann. Ég man eftir að hafa gert tilraunir til að kenna þér ný spil en það gekk misvel. Aldrei gat ég þó kvartað yfir matarleysi í Báru- götunni því inn í ísskáp biðu manns alltaf heimabakaðar brauðbollur, snúðar og uppá- haldið mitt sem var soðið brauð með smjöri. Svo ef við frænd- systkinin vorum þæg þá máttum við sækja okkur vanilluísstöng niðrí frysti. Í Bárugötunni var einnig stór garður sem var afar vinsæll hjá okkur krökkunum, þar gátum við leikið okkur í fót- bolta milli þvottasnúru- stanganna ásamt fleiri leikjum, svo skemmdi rabarbaragarður- inn heldur ekki fyrir en ég laum- aði mér oft í hann. Á stofuborðinu í Bárugötunni lágu alltaf gömul albúm og ætt- arbækur sem ég fletti oft í gegn- um. Ég man eftir gamalli þjóð- vísu sem lá á milli einhverra blaðsíðna í einu albúminu, hefur þessi vísa setið í mér síðan: Tíu ára tel eg barn, tvítugur ungdómsgjarn, þrítugur þroskahraður, fertugur fullþroskaður, fimmtugur í stað stendur, sextugur elli kenndur, sjötugur hærist hraður, áttræður gamall maður, níræður niðja háð, tíræður grafarsáð. Í hvert sinn sem ég fletti gömlu albúmunum og ættarbók- unum þá baðstu mig ávallt að verða Grunnavík til sóma. Ég lofa þér því, amma mín, að ég mun gera mitt allra besta. Ég mun hugsa oft til þín í framtíðinni og gera mér ferðir til Dalvíkur til að minnast þín. Ég sakna þín ógurlega og hvíldu í friði. Þín nafna og ömmustelpa, Laufey Gunnþórsdóttir. Árið er 1950. Það var lítil sér- lunduð 9 ára stúlka sem fékk að fara í sveit norður í Jökulfjörð. Á Höfðaströnd átti hún Gerða heima, ásamt móður sinni og frænda. Þetta var alvöru sveit þar sem gömlu gildin voru höfð að leiðarljósi. Gerða var þá ung stúlka, aðalhjálparhella heimilis- ins. Hún gekk í öll störf, meðal annars slátt með orfi og ljá, tók upp mó, veiddi silung með hönd- unum úr lækjunum og handtíndi ber. Af þessum verkum hafði hún mikla ánægju og aðdáun litlu frænku sinnar. Það voru mikil forréttindi að fá að upplifa þessa tíma hjá þeim Gerðu, móður hennar Gunnu og móðurbróður Grími og mikil gæfa fyrir mig. Hún Gerða kenndi mér margt, til dæmis að telja upp að 10 þegar skapið var að angra mig. Þarna vildi ég helst alltaf vera, hjá þeim og þó ég gæti ekki verið yfir vetrartímann var talið niður á vorin af tilhlökkun. Það var svo gott, yndislegt, ævintýri lík- ast. Á veturna fór Gerða til Kefla- víkur og vann þar í frystihúsi og þar kynntist hún manninum sín- um honum Sverri. Hann var frá Dalvík. Þau settust þar að og eignuðust 3 börn. Þegar sveitin fór í eyði árið 1962 tóku þau hjónin mömmu hennar til sín. Ég gleymi aldrei þegar Sverrir og áhöfn hans komu á Vininum, bát hans, að sækja okkur á Höfðaströnd og vonda veðrinu sem við lentum í á leiðinni til Dalvíkur, til Gerðu. Síðan keyrðu þau okkur suður í Borg- arfjörð. Þetta var síðasta árið hans og dýrmætar minningar. Á Dalvík hélt Gerða áfram að lifa með landinu, fara til berja, veiða silung, rækta kartöflur og ýmislegt annað. Hún var mikið náttúrubarn, allt svo myndarlegt hjá henni. Hún vann líka í frysti- húsinu langt fram eftir aldri. Það var alltaf gaman að hitta Gerðu, bæði á Dalvík, hjá Sillu eða Sveinbirni en þá var iðulega farið í heimsókn í sumarbústað- inn á Reykjanesinu. Minnisstætt er mér þegar við sátum heima hjá mér og vorum að tala saman þegar 17. júní skjálftinn gekk yfir árið 2000. Við sátum bara og störðum hvor á aðra. Gerða var dugleg að rækta frændskapinn og mikið var spjallað um gamla tíma en þar kom enginn að tómum kofunum hjá henni. Mér finnst ótrúlegt að hún sé nú farin, síðasta teng- ingin við Höfðaströnd. Ég mun sakna hennar mikið. Þakka þér fyrir allt, elsku Gerða, það sem þú gerðir fyrir mig og mín börn. Elsku Silla, Sveinbjörn, Guðný og fjölskyldur. Yljið ykkur við allar góðu minningarnar. Minn- ing Gerðu mun lifa með mér og mínum börnum. Ásthildur Gunnarsdóttir. Í dag kveð ég Gerðu, mína kæru vinkonu til margra ára. Okkar fyrstu kynni urðu á Ísa- firði þegar við vorum í vist hvor hjá sinni fjölskyldunni í sama húsi, þá rétt um tvítugt. Leiðir okkar lágu aftur saman um 30 árum síðar fyrir norðan. Við fjöl- skyldan fórum ófáa bíltúrana út á Dalvík um helgar. Móttökurn- ar hjá Gerðu og fjölskyldu henn- ar voru alltaf höfðinglegar; mat- ur, kaffi og heimabakað bakkelsi framreitt með bros á vör. Við fórum saman í bíltúra útí sveit, skruppum í fiskhúsið þeirra Sverris og fengum fisk í soðið til að taka með heim. Einn- ig fórum við í berjamó, heimsótt- um Guðrúnu móður hennar á Dalbæ og síðar Sveinbjörn og Guðnýju. Gerða ólst upp við mikla vinnusemi og dugnað sem fylgdi henni alla tíð. Hún var mikið náttúrubarn; veiddi silung, tíndi ber og ræktaði blóm, græn- meti og ávexti. Hún var óhrædd að prófa sig áfram í ræktuninni og uppskar vel enda voru vinnu- brögðin hennar vönduð og til fyrirmyndar. Gerða var mjög fróð um sínar æskuslóðir á Höfðaströnd og ljómaði þegar hún sagði sögur þaðan og rifjaði upp gamlar minningar. Hún ræddi oft lífs- hætti fyrri tíma og benti á hversu gott við í raun og veru höfum það nú á tímum. Á síð- ustu árum hefur heimsóknum okkar farið fækkandi en þess í stað töluðum við nær daglega saman símleiðis. Elsku Gerða mín, margs er að minnast og margs er að sakna. Þakka þér fyrir allar samveru- stundirnar, áralanga vináttu og einstaka tryggð. Þín vinkona, Guðbjörg Guðlaugsdóttir. Elsku Gerða er nú komin í draumalandið eilífa. Það er hálf- skrýtið að vera kominn norður og prinsessan er hvergi nærri. Mikið er ég þakklátur fyrir að hafa kynnst henni Gerðu minni þegar ég kom hingað á Dalvík til Guðnýjar og Óla ungur að aldri. Mér þótti nú ekki alltaf gaman að hanga hjá þeim, hvað þá þeg- ar verið var að elda eitthvað sem kónginum á Krók líkaði ekki. Þá var gott að laumast yfir til Gerðu í Bárugötuna, fá ristað brauð og kakó og fara yfir stöð- una. Gerða var alveg einstök kona í alla staði. Hún var svo jákvæð, hlý og lífsglöð. Sagan af því þeg- ar komið var að því að Gerða færi á eftirlaun er mér sérstak- lega minnisstæð. Þegar dagur- inn rann upp eitt sumarið var hún leyst út með gjöfum fyrir vel unnin störf. Starfslokin lögð- ust ekkert sérstaklega vel í hana enda fullfrísk á þeim tíma og vel vinnufær. Það var því ekki að undra þegar ég frétti það að hringt hefði verið í hana og hún spurð hvort hún ætlaði ekki að mæta til vinnu eftir sumarfrí. Það gerði hún og vann hjá Sam- herja í nokkur ár til viðbótar. Hvíldu í friði, elsku Gerða. Sendi mínar innilegustu samúð- arkveðjur til allra aðstandenda. Júlíus Jóhannsson og fjölskylda. Friðgerður Laufey Oddmundsdóttir HINSTA KVEÐJA Elsku amma. Takk fyrir allar góðu stundirnar sem við áttum saman. Takk fyrir að hafa pönnukökur þegar ég kom heim með vini mína eftir skóla. Ég geymi góðar minningar í hjarta mínu. Hvíl í friði, elsku amma mín. Guðmundur Hagalín. ✝ Hjalti Finnssonvar fæddur 5. apríl 1919 í Torfu- felli í Eyjafjarð- arsveit. Hann lést á dvalarheimilinu Hlíð á Akureyri þann 25. febrúar sl. Hann var sonur hjónanna Indíönu Sigurðardóttur frá Torfufelli f 23. maí 1892, d. 1. febr. 1972 og Finns Marinós Krist- jánssonar frá Úlfá í sömu sveit f. 8. jan. 1891, d. 2. maí 1977. Þau Finnur og Indíana voru til heim- ilis að Torfufelli en fluttu árið eftir fæðingu Hjalta að Skáld- stöðum litlu neðar í sveitinni. Á Skáldstöðum bjuggu þau til árs- ins 1938 en fluttu þá með fjölskyldu sína að nýbýlinu Ártúni sem þau byggðu upp í landi Skáldstaða. Hjalti átti tvær systur, þær Sigrúnu Finns- dóttur fædda 3. júní 1920, d. 11. des 1997 og Kristjönu Finnsdóttur f. 15. jan. 1929, d. 19. júlí 1991. Hjalti var ókvæntur og barnlaus. Hann var bóndi í Ár- túni öll sín búskaparár eða til ársins 1986. Útför Hjalta fer fram frá Hólakirkju í Eyjafjarðarsveit í dag, 3. mars 2012, og hefst at- höfnin kl. 13.30. Hjalti var af kynslóð foreldra okkar og góður nágranni sem við systkinin höfum þekkt alla ævi. Milli fólksins í Ártúni og Villinga- dal ríkti traust og vinátta. Komið var saman til að spila og tefla og í ýmsum félögum eins og Bindind- isfélaginu Dalbúanum, Sauðfjár- ræktarfélagi Hólasóknar og Bún- aðarfélagi Saurbæjarhrepps lágu leiðir saman. Starfsemi þessara félaga bætti hag og umhverfi fólksins í sveitinni, bauð nú- tímann velkominn. Þar lagði Hjalti á sinn hægláta en ákveðna hátt hönd á plóginn. Hjalti gekk í farskóla, fáeinar vikur á vetri í fjögur ár, eins og þá tíðkaðist víða til sveita og einn vetur var hann á Bændaskólan- um á Hvanneyri. Hann var vel greindur og félagslyndur og hefði örugglega þegið lengri skóla- göngu en hafði fá tækifæri til þess. Ævistarf Hjalta var búskapur á föðurleifð sinni og átti búfjár- rækt, sérstaklega sauðfjárræktin hug hans allan. En áhugamálin voru fleiri. Hann las mikið, hafði gott minni og var fróður um sögu lands og þjóðar. Hæst ber þó tengsl hans við skáldskapargyðj- una og mun sá arfur lengst halda nafni hans á lofti. Hann orti vísur og kvæði um atburði líðandi stundar, oft í gamansömum tón og oft var til hans leitað með kveðskap til að flytja á árshátíð- um, þorrablótum og fleiri sam- komum. Hann átti líka annan tón og dýpri þar sem lífið og tilveran er krufin af djúphygli og innsæi. Hjalti hlaut tvisvar verðlaun í ljóðasamkeppni MENOR, árin 1991 og 2001. Undir húmdökkum himni um hélaða slóð hvarfstu að heiman um haust. Hljóðnaðir sumarsins söngvar ekki saknaðarlaust. Fimbulróm fossins þér bar sem fjarlægan óm vindur úr veglausri firð. Fylgdi þér eyðisand ein öræfakyrrð. Þitt líf var sem logandi und aðeins ljóðið var fró og hin görótta viðsjála veig. Einstæðing andvökunótt vakti óræðan geig. Horfir Herðubreið enn yfir hraun, yfir sand. Liðin öld, liðin ár. Drúpir grávíðisgrein glitrar silfurskært tár. (H.F.) Hjalta þökkum við samveruna í leik og starfi og sendum að- standendum hans samúðarkveðj- ur. Ingibjörg, Gunnar og Guðrún og fjölskyldur. Hjalti Finnsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.