Morgunblaðið - 03.03.2012, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 03.03.2012, Blaðsíða 11
Þau hafa starfað saman frá 2001 og gáfu dúettinum sín- um heitið Funi 2004 þegar þau gáfu út samnefndan disk. Á námskeiðinu segist Bára ætla að kenna kvæðalög sem hún hefur fundið í fórum Kvæðafélagsins Iðunnar og víðar auk laga sem hún heyrði föður sinn, Grím Lár- usson, góðan kvæðamann úr Vatnsdalnum, kveða. Hún ætli að kenna textana, hvernig þeir séu sungnir, kveða með gestum og leyfa þeim að spreyta sig í einsöng. Þá segir Bára að hún fari í ýmsa fleiri bragarhætti en fer- skeytluna, hlustað verði á upptökur gamalla kvæða- manna og skreytingar þeirra í kveðskapnum. Hún segir tvísöngsstemmur verða kveðnar og að Chris muni kynna langspil og leyfa fólki að leika á það. Íslensk og ensk þjóðlagahefð Bára og Chris halda einnig tónleika á Kvæða- mannamótinu þar sem þau ætla að syngja íslensk og ensk þjóð- og kvæðalög, leika á langspil og íslenska fiðlu. Bára segist alin upp við kveðskap og söng fjöl- skyldunnar í Vatnsdalnum og hafa kynnt sér fjölbreyti- legan þjóðlagaarf liðinna alda auk rímna og kvæðalaga. Hún hefur sungið með Didda fiðlu, KK og Kristínu Ólafsdóttur og fleiri listamönnum. Chris Foster er frá Somerset í Englandi. Í þjóð- lagavakningunni á Englandi um 1970 kynntist hann enskum þjóðlagasöng og hefur lifað og hrærst í þjóð- lagatónlistinni síðan. Chris ávann sér fljótt sess sem þjóðlagaflytjandi og varð þekktur þjóðlagasöngvari. Hann hefur unnið með mörgum þekktum listamönnum og skapað sér sérstakan þjóðlagastíl. Þjóðlagahefðin styrkt í sessi Kvæðamannamótið á Siglufirði er haldið á vegum ÞjóðListar, Kvæðamannafélagsins Rímu í Fjallabyggð og Gefj- unar á Akureyri. Guðrún Ingimundardóttir, formaður Rímu og aðalskipuleggjandi mótsins, segir tilgang Kvæða- mannamótsins vera að varð- veita og efla ís- lensku kvæða- hefðina með því að kalla saman og kynna fámenn kvæðamanna- félög, kvæða- menn og hag- yrðinga hvaðanæva af landinu. Á mótinu verði einnig kveðin ljóð sem henni bár- ust frá Vestfjörðum og Aust- fjörðum, þar sem rímna- hefðin er sterk. Guðrún segir auðvelt að færa þennan forna arf í nú- tímann og að hann eigi greinilega er- indi við þjóðina nú um mundir því að fólk sem hlýði á kveð- skapinn segi hann hljóma innra með sér, „kvæðahefðin virðist því lifa í þjóðarsál- inni“. Æfing Litið inn á æfingu fyrir 45 ára afmælistónleika í Hörpu. DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. MARS 2012 Í dag verður haldin ráðstefna umbarna- og unglingabókmenntir íMenningarmiðstöðinni Gerðu-bergi. Ráðstefnan hefur verið haldin árlega frá árinu 1998. Mar- grét Valdimarsdóttir, verkefnastjóri í Gerðubergi, segir hverja ráðstefnu fjalla um ákveðið þema. Í ár verði áhersla lögð á bókmenntir allra yngstu barnana, allt frá því að þau fá myndabækur í hend- urnar. Kappkostað hafi verið að fá fyrirlesara með sem fjölbreytt- astan grunn til að fjalla um læsi ungra barna; fræðimann, fag- mann, rithöfund og myndlist- armann. Margrét segir að ráð- stefnan ætti því að höfða jafnt til þess- ara hópa sem koma sér- staklega að læsi ungbarna sem og for- eldra þeirra, enda hafi for- eldrar ung- barna iðulega mikinn áhuga á öllu er þau varðar. Fjölbreytt efnistök Fyrirlesararnir á ráðstefnunni eru fjórir. Anna Þor- björg Ingólfsdóttir er bókmenntafræð- ingur og lektor við Háskóla Íslands. Hún fjallar um mál- rækt, leik og læsi í leikskólum. Anna skoðar einnig hvernig barnabókmenntir gegna lykilhlutverki í málörvun og þró- un læsis ungra barna og hversu mik- ilvægt sé að lesa mikið fyrir börn, bæði á heimilum og í leikskólum. Ásmundur K. Örnólfsson, leikskólakennari og aðstoð- arleikskólastjóri á Ægisborg, fjallar um lestur leikskólakennara fyrir börn síð- astliðin 20 ár. Ásmundur tengir erindið umræðunni um læsi og lestur barna, einkum drengja. Hann skoðar hvað hef- ur verið lesið fyrir þau og hvers vegna. Þriðji fyrirlesarinn er Bryndís Lofts- dóttir, vörustjóri íslenskra bóka hjá Ey- mundsson. Bryndís fjallar um hvernig sala á barnabókum hefur þróast eftir efnahagshrunið og á hvaða hátt sala og útgáfa íslenskra barnabóka hefur breyst eftir hrunið. Síðust mun myndlistarmaðurinn og barnabókahöfundurinn Áslaug Jóns- dóttir fjalla um myndabókina, höfundinn og lesandann. Áslaug ræðir hvernig hún vinnur barnabækur sínar, hvernig hug- myndir fæðast og mótast sem og fjar- veru eða nærveru lesendanna við þá vinnu. Þá íhugar Áslaug hvað ratar í bækur fyrir yngstu börnin og hvers vegna. Öllum opin Ráðstefnan í Gerðubergi er haldin í samvinnu við IBBY á Íslandi, Borg- arbókasafn Reykjavíkur, Rithöfunda- samband Íslands - Síung, Skólasafnamið- stöð Reykjavíkur, Félag fagfólks á skólasöfnum og Upplýsingu, Félag bóka- safns- og upplýsingafræða. Hún hefst klukkan 10.30 og lýkur klukkan 13.30. Ráðstefnan er öllum opin og aðgangur er ókeypis. Allar nánari upplýsingar má sjá á vef Gerðubergs, www.gerduberg.is. Hátíð Í ár er áhersla lögð á bókmenntir allra yngstu barnanna. Erindi tengd læsi ung- barna og lestraráhuga verða flutt á ráðstefnu um barna- og unglingabók- menntir sem fram fer í Gerðubergi. Málrækt, lestur og myndlist Stór og fríður hópur ungrahljóðfæraleikara úr Kópa-vogi stígur á svið Eldborgar í Hörpu á morgun. Þar verða haldnir 45 ára afmæl- istónleikar hljómsveitarinnar. Alls koma fram um 150 börn og unglingar á aldrinum 9-19 ára og er hópnum skipt í þrjár hljómsveitir A, B og C eftir aldri og getu með að jafnaði 50 manns í hverjum hóp Mikill metnaður er lagður í tón- leika SK og hafa æfingar staðið í allan vetur. Efnisskrá tónleikanna er fjöl- breytt, tónlist af ýmsum toga, bæði gömul og ný verður á boðstólum. Af efnisskránni má nefna mars úr Tannhäuser eftir Wagner, lög eftir Sigfús Halldórsson og Mugison, J.S. Bach og Holst, Strauss-valsa og ým- is tónverk samin sérstaklega fyrir blásarasveitir. Það ættu því allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Óvæntar og skemmtilegar uppá- komur munu einnig gleðja tónleika- gesti. Fyrstu æfingar Skólahljóm- sveitar Kópavogs voru á haustmán- uðum árið 1966 en afmælisdagur sveitarinnar er ávallt miðaður við fyrstu tónleikana sem fram fóru við Kársnesskóla 22. febrúar 1967. Sveitin hefur haldið fjölda tónleika bæði innan lands og utan og hlotið viðurkenningar. Á síðasta ári fékk B-sveit sveitarinnar viðurkenningu á Nótunni, uppskeruhátíð tónlistar- skólanna fyrir framúrskarandi samleiksatriði í grunnnámsflokki og stutt er síðan C-sveitin vann til verðlauna á lúðrasveitamóti í Sví- þjóð. Stjórnandi er Össur Geirsson og hefjast tónleikarnir kl. 17:00. Skólahljómsveit Kópavogs 45 ára Hljóðfæraleikarar Fríður hópur barna í Skólahljómsveit Kópavogs mættur í sjónvarpssal árið 1968. Kominn í verslanir Vodafone! Þín ánægja er okkar markmið vodafone.is Lumia 800 er með Windows Phone 7 stýrikerfinu sem hefur fengið frábæra dóma - er stílhreint, flott og hraðvirkt. Kynntu þér málið í næstu verslun okkar eða á vodafone.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.