Morgunblaðið - 03.03.2012, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 03.03.2012, Blaðsíða 31
hjúkrunarheimilinu Barmahlíð á Reykhólum. Eftir að bílvegur kom vestur stoppuðu flestir á Skálanesi til að taka bensín eða fá sér reykt- an rauðmaga eða harðfisk. En langt var í slíka afgreiðslu á báða vegu. Þau hjónin sinntu þessari þjónustu af mikill natni í mörg ár. Margur bílstjórinn varð feginn að stoppa þar eftir ferðir yfir erfiða fjallvegi í vondri færð á vetrum. Oft þurfti Halli að brjótast langar leiðir á traktor til að aðstoða bíla sem ekki komust leiðar sinnar. Við Halli fæddumst bæði í gamla torfbænum á Skálanesi. Þá bjuggu feður okkar þar sam- an með fjölskyldur sínar ásamt móður og systur sem var ógift. Allt þetta fólk bjó þarna saman í sátt og samlyndi. Mjög erfitt var með ræktun á Skálanesi, lít- ið undirlendi og mikið grjót. Eftir því sem fjölskyldurnar stækkuðu varð erfiðara um vik, svo pabbi flutti á Akranes þegar ég var níu ára. Systkinin á Skálanesi urðu tíu. Af þeim eru sjö á lífi en Halli var næst elst- ur. Við Halli vorum eins og sam- loka. Hann var tveim árum eldri og hefur hann eflaust oft verið hundleiður á að hafa mig í eft- irdragi þó ég muni ekki eftir því, en ég var veik úr leiðindum í marga mánuði eftir að ég fór suður. Leiðir okkar Halla lágu því miður mjög sjaldan saman í gegnum árin þar sem við vorum bæði föst við búskap og langt á milli. En ég var svo lánsöm að komast vestur síðastliðið sumar og þá sátum við saman í marga klukkutíma og rifjuðum upp æskuminningar. Elsku Kata, megi Guð vera með þér og þínum. Leiði þig í hæstu heima höndin drottins kærleiks blíð. Ég vil biðja Guð að geyma góða sál um alla tíð. Vigdís Jack. Láttu smátt, en hyggðu hátt. Heilsa kátt, ef áttu bágt. Leik ei grátt við minni mátt, Mæltu fátt og hlæðu lágt. (Einar Ben.) „Mínir vinir fara fjöld“ kvað Hjálmar. Mér koma þau orði í hug þegar Hallgrímur á Skála- nesi er kvaddur. Kynslóðin sem nú er óðum að kveðja á tals- verða sérstöðu í sögunni. Milli okkar Halla í aldri var kynslóð uppvaxtarára, sem þó er ekki meiri munur en það, að ekki var nema ár milli mín og konu hans. Ég var krakki rétt að hefja vegferðina í þátttöku í manna- verkum. Hann var ungur mað- ur, traustlegur víst en heldur með feimnisyfirbragði, hafði ekki hátt á mannþingum. Við vorum báðir þeirrar kyn- slóðar, sem að fullu þekkti handverk flest til sjálfsbjargar í búskap og heimilishaldi, sitt- hvað þó horfið. Framundan tækni, sem bæta skyldi hag. Hlaut að þróast eftir því sem efni leyfðu. Takmörkuð pen- ingavelta, engar stórar stökk- breytingar. Puðið á nýjum svið- um. Lúnir menn að kvöldi af öðrum og öðruvísi verkum en fyrr. Margir hurfu að öðrum, og a.m.k. tilsýndar séð, betri kjör- um. Grönnum fækkaði og þar með í liðsheildinni við smölun og slíkt. Fáir menn unnu á mörg- um dögum verkin, sem áður voru unnin á einum degi af mörgum. Smátt og smátt bötn- uðu vegir og buðu upp á að fólk kæmi úr fjarlægum héruðum og legði lið um helgar. Búin stækk- uðu, kostnaður jókst, seint gekk að yxi lausafé og skotsilfur. Fáir menn og enn þeir sömu í eft- irsmölunum og öðrum verkum. Seiglan ein dugði best, þróað- ist og ræktaðist. Skálanes ber þess merkin að þar hefur verið unnið í gegnum tíðina af elju og seiglu. Kynslóðir handverka má lesa þar út úr hleðslum og ýmsum öðrum leifum, verði þeim ekki spillt. Eyðingarmáttur manns- handar nútímans er takmarka- laus, öflugur, ötull. Dæmin þess má með ósköpum sjá þarna á sama stað og væru margfalt meiri hefði ekki til komið andóf þess hógværa manns, sem við erum hér og nú að minnast. Samskipti og fyrirgreiðsla Skálanessmanna við eyjamenn eftir að ég fór að þekkja til voru mest á haustin. Því hef ég vikið að þeim verkþáttum öðrum fremur. En í öllum verkum Hallgríms árið um kring og öllu því, sem eftir hann liggur speglast þraut- seigja hans og snyrtimennska. Iðni, seigla, harðir sprettir eftir þörfum. „Jaja, Jói minn. Maður var einhvern tímann brattari til að eltast við rollurnar, en nú er.“ Þessi voru ein síðustu orð hans við mig og ég tók undir þau hvað mig varðaði, hímandi á mínum viðgerðu kjúkum. Við hlógum saman og stúlkurnar á Landspítalanum, sem voru að styðja hann milli rúma hlógu með. Fallinn maður fyrir ofurefli meinvættarinnar, sem lagt hafði seiglu hans að velli eftir margra ára slag. Myndin geymist. Þegar hann gladdist var það hávaða- og yf- irlætislaust. Þegar honum mis- líkaði sagði hann fátt. Skrum og þarfleysufjas voru ekki hans stíll. Foreldrar hans og foreldr- ar mínir voru kunningjafólk. Við vorum báðir vaxnir upp úr inn- byrðis skyldum jarðvegi þar, sem kristin sanngirni var leið- arljós. Katrín mín! Börn ykkar öll, afkomendur og vinir. Guð blessi ykkur! Jóhannes Geir Gíslason. Þið sem hafið lifað tímana tvenna og tekist á við lífið hljótt og sátt. Ég man þegar ég var lítill skólakrakki við komum til ykkar sitt úr hverri átt. Oft var ærslast bæði úti og inni, hlaupið, hoppað, klukkað, hlegið, æpt. Ykkar aldrei man ég ærðist sinni ekki heldur á skammaryrði tæpt. Við stukkum í snjóinn ofan af bökkum háum, í feluleik svo fórum upp í hraun. Snæuglu, seli og æður þarna sáum, þakkir okkar NÚNA fáið þið í laun. (Erla) Það eru margar minningar sem koma upp í hugann þegar þarnæsti nágranni frá fæðingu til fullorðinsára er kvaddur, og þær eru allar góðar. Við minn- umst þess þegar við fórum með þér í fjárhúsin að „hjálpa“ þó „hjálpin“ fælist kannski ekki í öðru en að telja dauðu mýsnar í vatnsgildrunni og klappa „Skeggja gamla“. Við minnumst hlýjunnar í hönd þér er þú leiddir okkur yfir svellin út í fjárhús og kenndir okkur að hneppa hey í fang svo ekki yrði mikill slæðingur eftir á fóður- gangi. Minningarnar eru ekki allar tengdar bernskuárum okk- ar því síðast í sumar gafst þú þér góðan tíma til að leiðsegja Þresti um gömlu heybandsleið- ina upp á Krakárdal. Far þú í friði, elsku Halli, við þökkum þér samfylgdina, allar fróðleiks- sögurnar og handleiðslu. Vertu sæll. Guð geymi ykkur, elsku Kata, Óli, Svenni, Elli, Gunna, Inga Jóna og fjölskyldur. Þröstur, Svandís, Erla, Hrafnhildur, Bergsveinn, Sævar, Herdís og fjölskyldur. Það er sorg og söknuður í hjörtum okkar, er við kveðjum Hallgrím – eða Halla á Skála- nesi – vin okkar til margra ára. Við vitum að „sorgin er gríma gleðinnar og góðar minningar skilja eftir sig gleði.“ Við minn- umst einnig orðanna: „Skoðaðu hug þinn vel, þegar þú ert glaður, og þú munt sjá, að aðeins það, sem valdið hefur hryggð þinni, gerir þig glaðan. Þegar þú ert sorg- mæddur, skoðaðu þá aftur huga þinn og þú munt sjá að þú grætur vegna þess sem var gleði þín.“ (Kahil Gibran) Að eignast góða vini er eitt það dýrmætasta í lífinu. Þökk- um Halla samfylgdina og góðar stundir. Góður Guð vor geymi hann og styrki ástvini hans. Kata mín, þú hefur misst mikið, fátækleg orð breyta í engu köld- um veruleikanum. En megi minning um góðan vin og traustan mann, og vissan um endurfundi verða þér og ástvin- um þínum styrkur í sorginni. Guðlaug og Rafn. MINNINGAR 31 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. MARS 2012 sækja mig. Því þig vantaði barnapíu og þá var ég 13 ára og fyrsta skiptið sem ég fór að heiman. Og hvað það var gam- an að fara með þér til Sauð- árkróks og fá að vera hjá þér um sumarið. Mér fannst það mikill heiður. Svo vildir þú allt- af vera að gefa mér eitthvað gott að borða. Þér fannst svo gaman að bjóða upp á eitthvað sætt og gott. Og alltaf áttir þú nammi í skál til að bjóða þeim sem komu til þín. Í seinni tíð fórst þú að föndra, sauma út og mála alls- konar myndir og gefa. Aldrei fór ég frá þér öðru vísi en að þú værir búin að gauka að mér einni mynd, púða eða dúk sem þú varst búin að föndra við. Elsku amma, þakka þér fyrir allt. Það voru forréttindi að fá að kynnast þér. Ingibjörg Ólafsdóttir. Við fjölskyldan erum á leið til Skagafjarðar, nánar tiltekið Sauðárkróks. Þegar þangað er komið er stoppað við frekar lít- ið hús sem er samt aðalhúsið í bænum, Skagfirðingabraut 1. Það er sem Skagafjörðurinn eigi upphaf sitt í þessu húsi og þar býr amma. Ég er fyrstur út úr bílnum og opna dyrnar án þess að banka, ilmurinn af mat streymir á móti mér. Amma er að leggja á borð því hún átti von á okkur. Hún fagnar mér, umvefur mig hlýju. Eldhúsið er lítið, eldhúsborðið enn minna, en þar þjappar fjölskyldan sér saman og snæðir, amma stend- ur og rekur fréttir af fólki. Íbúð ömmu var lítil en þar voru tvö aðalherbergi. Það fyrra var bókaherbergið, fyrir framan það var reyndar stofa en hún var meira eins og forstofa að musteri bókanna sem var innst – þar var gaman að vera. Hitt herbergið var svo svefnher- bergi ömmu, beint inn af gang- inum, þar gat að líta aragrúa mynda af fólki sem ég vissi að var mér skylt. Á náttborðinu voru ljóðabækur. Hún kom að mér með eina þeirra og sagði að hún væri eftir Einar Ben og spurði hvort ég hefði lesið Fáka og án þess að bíða eftir svari fór hún með allt ljóðið. Þetta var ekki í fyrsta sinn sem hún fór með ljóð og þetta var ekki eina ljóðið sem hún kunni, þau voru mörg og virtist brunnur- inn aldrei tæmast. Núna er hún hætt að fara með ljóð og hefur sagt skilið við okkur hin en hún náði góðum aldri og hafði góða heilsu allt til loka, hún hefði ekki viljað hafa þetta öðruvísi. Ef inni er þröngt, tak hnakk þinn og hest og hleyptu á burt undir loftsins þök. Hýstu aldrei þinn harm. Það er best. Að heiman, út, ef þú berst í vök. Það finnst ekki mein, sem ei breytist og bætist, ei böl sem ei þaggast, ei lund sem ei kætist við fjörgammsins stoltu og sterku tök. Lát hann stökkva, svo draumar þíns hjarta rætist. (Einar Benediktsson.) Stefán Ólafsson. Ein af hversdagshetjum lífs- ins er fallin frá. Amma var einn af föstu punktunum í tilver- unni. Hún bjó á Skagfirðinga- braut 1 og tók alltaf vel á móti öllum sem komu við. Þar var hægt að fá gistingu hvenær sem var, sveitastrákar fengu heitan mat í hádeginu, pönnu- kökur og súkkulaðirúsínur handa litlum munnum sem komu við hjá ömmu og lang- ömmu. Amma hafði einstaklega gaman af því að vinna handa- vinnu og minning hennar lifir meðal annars í púðunum henn- ar, myndunum, postulíninu, dúkunum og öllu því sem hún hefur unnið og gefið okkur í gegnum tíðina. Hún var alltaf að og féll aldrei verk úr hendi. Engin jól í æskunni voru án ömmu og þá var oft mikið spil- að. Hún hafði mjög gaman af því að spila, hvort sem það var við litlu ömmu- og langömmu- börnin eða í góðra félaga hópi. Hún var félagsvera og hafði gaman af að vera í kringum fólkið sitt. Þegar ég hugsa um Imbu ömmu kemur fyrst og fremst hlýja og góðmennska upp í hugann. Hún var hrein og bein og tók öllum eins og þeir voru. Aldrei kom ég við hjá Imbu án þess að hún laumaði einhverju fallegu að mér, oftar en ekki einhverju listaverki sem hún hafði gert sjálf. Ingi- björg amma náði háum aldri og var alveg tilbúin til brottfarar héðan af þessu tilverustigi. Við kveðjum þig, elsku amma, með þeim orðum sem þú kvaddir okkur alltaf með: Guð blessi þig. Gunnlaugur, Helga og börn. ✝ Þökkum innilega hlýhug, samúð og vináttu við andlát og útför föður okkar, tengdaföður og afa, HAUKS PÁLSSONAR, Sléttuvegi 15, Reykjavík. Sérstakar þakkir fær starfsfólk Landakots á líknardeild og L-2 fyrir hlýju og góða umönnun. Guðrún Helga Hauksdóttir, Jóhann Örn Guðmundsson, Gunnar Haraldur Hauksson, Kristín Jóna Guðjónsdóttir, Sigurjón Páll Hauksson, Sigríður Valdís Karlsdóttir, Kristín Hulda Hauksdóttir, Gylfi Jónasson, Haukur Hauksson, Dögg Jónsdóttir, Unnur Erna Hauksdóttir, Ólafur Örn Valdimarsson, Jónas Guðgeir Hauksson, Sigrún Guðmundsdóttir, Júlíana Hauksdóttir, Loftur Ólafur Leifsson, Guðfinna Hauksdóttir, Hafliði Halldórsson og fjölskyldur. ✝ Elskuleg eiginkona, móðir, tengdamóðir og amma, SIGRÍÐUR AÐALBJÖRG JÓNSDÓTTIR fyrrum forstöðukona, lést á Hrafnistu í Hafnarfirði fimmtudaginn 23. febrúar. Útförin fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju miðvikudaginn 7. mars kl. 13.00. Kolbeinn Helgason, Guðrún Emilía Kolbeinsdóttir, Kristín Kolbeinsdóttir, Kolbeinn Vormsson, Vormur Þórðarsson. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, JÓNAS HELGFELL MAGNÚSSON frá Uppsölum, Hléskógum 10, Egilsstöðum, lést á Landspítalanum þriðjudaginn 28. febrúar. Jarðarförin auglýst síðar. Ásta Þ. Jónsdóttir, Sigurlaug J. Jónasdóttir, Jón M. Einarsson, Hafsteinn Jónasson, Ágústa Björnsdóttir, Ríkharður Jónasson, Guðbjörg M. Sigmundsdóttir, Kári Jónasson, Rut S. Hannesdóttir, Jónas Þ. Jónasson, Hilma L. Guðmundsdóttir, Magnús Á. Jónasson, Rósa G. Steinarsdóttir, Ásthildur Jónasdóttir, Grétar U. Karlsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær bróðir, mágur og frændi, ÓMAR MÁR MAGNÚSSON vélfræðingur, Fífumóa 3c, Reykjanesbæ, varð bráðkvaddur fimmtudaginn 23. febrúar. Jarðarförin fer fram frá Innri Njarðvíkurkirkju 5. mars kl. 11.00. J. Rúnar Magnússon, Andrea K. Guðmundsdóttir, Ólafur S. Magnússon, Sólbjörg Hilmarsdóttir, Viðar Magnússon, Emilía Bára Jónsdóttir, frændsystkini. ✝ Ástkær sambýlismaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, HAFSTEINN SIGURÐSSON, Silfurgötu 11, Stykkishólmi, lést fimmtudaginn 1. mars. Sigrún Ársælsdóttir, Hafrún Brá Hafsteinsdóttir, Jón Elvar Hafsteinsson, Jóhanna Ósk Eiríksdóttir, Kristín, Heiða, Hafsteinn og Kristofer Dean. ✝ Okkar ástkæra, INGIBJÖRG BRYNJÓLFSDÓTTIR frá Hlöðutúni í Borgarfirði, Hofteigi 14, Reykjavík, andaðist á hjúkrunarheimilinu Skjóli, miðvikudaginn 29. febrúar. Útför hennar fer fram frá Laugarneskirkju miðvikudaginn 7. mars kl. 13.00. Blóm og kransar afþakkaðir, en þeim sem vildu minnast hennar er bent á minningarsjóð Skjóls Í síma 522 5600. Fyrir hönd fjölskyldu og ættingja, Dagný Hildur Leifsdóttir, Margrét Jónsdóttir. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, JÓNÍNA KRISTÍN JÓHANNESDÓTTIR frá Hraunhálsi, lést á heimili sínu þriðjudaginn 28. febrúar. Jarðarförin verður auglýst síðar. Anna Birna Ragnarsdóttir, Kristján G. Ragnarsson, Anna María Antonsdóttir, Sveinbjörn Ó. Ragnarsson, M.Dögg Pledel Jónsdóttir, Jóhannes Eyberg Ragnarss. Guðlaug Sigurðardóttir. barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.