Morgunblaðið - 03.03.2012, Blaðsíða 45
MENNING 45
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. MARS 2012
pólitísku skoðun fólk kann að hafa
og þá hvaða álit það hefur á einstaka
stjórnmálamönnum en áratugurinn
frá 1980 til 1990 er áratugur Marg-
aret Thatcher og Ronalds Wilsons
Reagans. Ekkert er komið inn á
samskipti þeirra, plottinn bak við
tjöldin, baktjaldamakkið og annað
sem fylgir pólitíkinni. Einn kvik-
myndahúsgesturinn komst vel að
orði í hléi myndarinnar „Hvenær
byrjar blessuð myndin?“
Ég er ekki einn af þeim semgeta horft á sænskar vanda-
málamyndir um heyrnarlausan
dreng sem flyst til blindrar ömmu
sinnar og erfileikana í samskiptum
þeirra á milli. Kannski þarf maður
að vera einn af þeim sem geta horft
á slíkar myndir til að hafa gaman af
myndinni The Iron Lady eða
kannski voru væntingar mínar
komnar fram úr öllu hófi. Umdeild-
ur stjórnmálamaður eða ekki þá
finnst mér óþarfi að fjalla um elliár
fólks með þeim hætti sem gert var í
myndinni. Við eldumst vonandi sem
flest og vel en það er óþarfi að til-
einka heila kvikmynd erfiðleikum
elliáranna. Þeirra eigum við að fá að
njóta í friði fyrir opinberri umræðu.
Það sigrar enginn ellina, ekki einu
sinni hörkukvendið frú Margaret
Thatcher.
Leikkonan Meryl Streep fékk ósk-
arinn fyrir leik sinn í myndinni.
AF LISTUM
Vilhjálmur A. Kjartansson
vilhjalmur@mbl.is
Ég uppgötvaði kvikmyndahúsborgarinnar aftur fyrirskemmstu en ég fór töluvert
mikið í bíó sem barn og unglingur en
saltaði svo bíóferðirnar á mennta-
skólaárunum og fór ekki nema um
stórmynd væri að ræða og varla þá.
Þótt bíóferðunum fjölgi í dag þá
reyni ég að vanda vel til valsins og er
alls ekki einn af þeim sem fara í bíó
bara til þess að fara í bíó en mér er
sagt að til séu ansi margir sem hafi
bíódellu á þessu háa stigi. Dellan
leiðir þó engan til dauða né er
hættuleg að nokkru leyti. Þrívídd-
arvæðing kvikmynda skemmir held-
ur ekki fyrir og ég segi það óhrædd-
ur og án þess að skammast mín fyrir
það að mér finnst voðalega gaman
að fara í þrívíddarbíó. Þess vegna
finnst mér að myndir sem ekki eru í
þrívídd þurfi að vera þeim mun betri
til þess að ég taki ekki miðlungs þrí-
víddarmynd fram yfir þær.
Ein þeirra mynda sem ég taldiað myndi tróna yfir aðrar og
höfða vel til mín var kvikmyndin
The Iron Lady sem fjallar um einn
fremsta stjórnmálamann 20. ald-
arinnar frú Margaret Thatcher. Það
var ekki bara stefna hennar sem
höfðaði lengi vel til mín og gerir að
mörgu leyti enn þann dag í dag held-
ur sterkur persónuleiki hennar sem
gerði henni kleift að brjóta múra
karlaveldis gamla heimsveldisins og
klífa alla leið á toppinn og verða for-
sætisráðherra Bretlands.
Kvikmyndin um þessa merki-
legu konu var hins vegar ekkert í
líkingu við líf hennar og arfleið í
pólitík. Ég varð fyrir hrikalegum
vonbrigðum og gat séð það á andliti
annarra bíógesta að þeim var ekki
sérlega skemmt yfir því að þurfa að
sitja undir því að horfa á mynd um
elliæra kellingu sem talar við sjálfa
sig og rifjar upp kafla úr eigin lífi.
Það verður ekki tekið af MerylStreep að hún leikur járnfrúna
listavel en handritið og sagan var
ekki upp á marga fiska og sem
áhugamaður um stjórnspeki og sögu
varð ég fyrir miklum vonbrigðum.
Látum það liggja milli hluta hvaða
»Ég varð fyrir von-brigðum og gat séð
það á andliti annarra
bíógesta að þeim var
ekki skemmt
Járnfrúin veldur
vonbrigðum
Vilhjálmur Andri Kjartansson
vilhjalmur@mbl.is
Verkefnið Biophilia eftir Björk Guð-
mundsdóttur er hvort tveggja í senn
tónverk hennar og vísinda- og
kennsluaðferð
sköpuð til að fara
nýstárlegar leiðir
í nálgun á tónlist-
ar- og vísinda-
kennslu. Curver
Thoroddsen er
umsjónamaður
kennsluhluta
verkefnisins en
að hans sögn hef-
ur nýtt form tón-
listarkennslu náð
undraverðum árangri. „Björk hann-
aði og þróaði smáforrit í kringum
hvert lag af plötunni Biophilia fyrir
iPad og við notum svo tæknina og
forritin til tónlistarkennslunnar,“
segir Curver. Aðspurður hvernig
nálgun Bjarkar á tónlistarkennslu
hefur gengið segir hann að aðferðin
hafi virkað mjög vel á nemendur,
sérstaklega þá sem eiga erfitt með
nám.
„Björk er náttúrlega að hugsa
nokkuð út fyrir ramman og nálgast
tónlistar- og vísindakennslu á alveg
nýjan hátt. Það sitja allir við sama
borð enda þurfa nemendur ekki að
hafa farið í gegnum hefðbundið tón-
listarnám til þess að byrja að skapa
tónlist. Ég varð líka var við það
strax að nemendur sem ekki
blómstra í hefðbundnu námi njóta
sín vel í kennslunni og eru mjög
skapandi.“
Frá borg til borgar í mánuð
Björk er allt annað en hefðbund-
inn listamaður og fer ótroðnar slóðir
í sinni listrænu nálgun á tónlistina
og allt í kringum hana. Hún hefur
fyrir löngu sýnt umheiminum að hún
markar sína tónlist og svið-
framkomu sjálf. Nú kemur enn ein
snilldar hugmynd frá söngkonunni
sem fólgin er í því að ferðast milli
borga, setja upp tjaldbúðir til að
syngja og kenna í heilan mánuð.
„Björk heldur fjölda tónleika í
hverri borg sem við eigum viðkomu í
og á meðan setjum við upp tónvís-
indasmiðjur í nánu samstarfi við vís-
indasöfn á hverjum stað fyrir sig.“
Nálægðin við listamennina og
fólkið sem er í kringum Biophilia
verkefni Bjarkar er eflaust hluti af
árangri kennslunnar en Curver seg-
ir að krakkarnir fái að hitta lista-
menn sem spili með Björk og fái að
prófa og spila á hljóðfæri Bjarkar en
þau eru sértaklega hönnuð fyrir Bi-
ophilia-tónleika söngkonunnar.
„Auðvitað finnst krökkunum gam-
an að prófa hljóðfærin hennar og
það er liður í kennslunni.“
Framhald kennslunnar
Einhvern tímann lýkur Biophilia-
tónleikaferð og -verkefni Bjarkar og
þá vaknar spurning um það hvert sé
framhald kennslunnar.
„Reykjavíkurborg var mjög
ánægð með kennsluna og vinnustof-
urnar sem við settum upp í kringum
Biophilia í Reykjavík í samstarfi við
Háskóla Íslands. Í framhaldinu var
gerð einfaldari útgáfa af tónvís-
indasmiðjum sem munu fara milli
allra skóla borgarinnar á næstu
þremur árum.“
Næsti viðkomustaður Bjarkar er
Buenos Aires í Argentínu en þar
verður hún í nærri því mánuð og fer
síðan með tónleikaferðina og verk-
efnið sitt til San Francisco í haust að
sögn Curver.
Nálgast kennslu og
vísindi á nýjan hátt
Björk ferðast frá einni borg til þeirra næstu til að syngja
og kenna Næsti viðkomustaður Buenos Aires í Argentínu
Curver
Thoroddsen
Biophilia Verkefni Bjarkar lýkur í New York um helgina en þá fer verkefnið til nýrrar borgar til veru í mánuð.