Morgunblaðið - 03.03.2012, Blaðsíða 25
25
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. MARS 2012
Spegilmynd Lífið virðist stundum ekki vera neitt annað en bið en hætt er við að strætisvagnabílstjóranum bregði þegar hann sér fleiri en eina mynd af sama fólkinu á biðstöðinni.
Ómar
Erfiðleikum á evrusvæð-
inu er hvergi nærri lokið og
næstu ár munu reynast erf-
ið ef marka má stefnu-
mörkun Evrópusambands-
ins í málefnum ríkja í
skuldavandræðum. Nýlega
var ákveðið að veita Grikk-
landi björgunarlán í annað
sinn og sækir því áleitin
spurning á undirritaðan.
Var fyrsta lánið ekki nóg
og mun seinna lánið bjarga
Grikklandi úr þeim ógöng-
um sem það er komið í?
Lánið er í þetta sinn 130
billjónir evra eða um 2
milljónir íslenskra króna á
hvern íbúa á Grikklandi.
Er með þessu verið að
greiða fjárfestum og kröfuhöfum, búa
því næst til nýtt risavaxið lán sem er
háð skilyrðum á borð við mikinn nið-
urskurð og einkavæðingu. Jú, vissulega
má segja að þetta sé Grikkjum sjálfum
að kenna og það var jú ríkistjórn
Grikklands sem kom þjóðinni í þessa
stöðu en engu að síður er áhugavert að
sjá hvernig Evrópusambandið virðist
taka yfir efnahagsstjórn Grikklands.
Þann 11. nóvember 2011 sl. varð Lucas
nokkur Papademos forsætisráðherra
landsins, maður sem hefur aldrei setið
á þingi og aldrei verið lýðræðislega
kosinn til starfans. Sá sami og var árin
2002-2010 varaseðlabankastjóri Evrópu
og hefur oft komið opinberlega fram og
sagt hans meginmarkmið sé að fara í
hvívetna að skipunum ESB í þeim til-
gangi að halda Grikklandi í evrusam-
starfinu.
Margir hagfræðingar hafa bent á að
vandinn sé orðinn það mikill að það
væri betra fyrir Grikkland að hætta í
evrusamstarfinu. Mætti halda að Evr-
ópski seðlabankinn tæki undir þetta því
samkvæmt gögnum frá honum munu
björgunaraðgerðirnar aðeins auka á
skuldir Grikklands og búast hagfræð-
ingar seðlabankans við rúmri 20%
aukningu á skuldum frá 2010 til 2014
þrátt fyrir allar aðhaldsaðgerðirnar
sem Evrópusambandið krefur Grikki
um að fara eftir. Sam-
kvæmt nýlegri skýrslu
sem var gefin út af vefrit-
inu Open Europe upp úr
gögnum Evrópska seðla-
bankans eru langstærstu
kröfuhafar Grikklands
þýskir og franskir bankar
og munu þeir verða
keyptir út að miklu leyti.
Getur sú staðreynd, að
stærstu kröfuhafar Grikk-
lands séu bankar frá
tveimur valdamestu ríkj-
um ESB útskýrt hvers
vegna engar aðrar tillögur
eru uppi á borðinu.
Því miður er þetta að-
eins byrjunin. Í upphafi
áttu aðeins tímabundnar
aðgerðir að koma til og
var tímabundinn björg-
unarsjóður settur á lagg-
irnar til að bjarga Grikkjum, Portúgöl-
um og Írum en fyrirsvarsmenn
Evrópusambandsins hafa komist að því
að vandamálið er talsvert stærra og
hefur því verið búinn til evru-björg-
unarsjóður sem ber nafnið European
Stability Mechanisum eða ESM. Þessi
sjóður er kominn til að vera og mun
byrja í 500 milljörðum evra. Að auki,
sem er þeim mun óhugnanlegra, mun
hann verða undanskilinn lögsögu aðild-
arríkjanna en getur stefnt hverjum
sem er þar sem hann er sjálfstæð lög-
persóna. Með öðrum orðum, þá er sjóð-
urinn og hans eignir ósnertanlegar með
lögum samkvæmt 32.gr. ESM laganna.
Sáttmálinn um ESM var samþykktur 2.
febrúar síðastliðinn og mun taka gildi í
júlí 2012.
Þessi þróun sýnir okkur að aðgerðir
Evrópusambandsins í Grikklandi er að-
eins byrjunin á miklum breytingum
innan Evrópusambandsins og enn eitt
dæmið um skort á gagnsæi og lýðræði,
sem einkennt hefur sambandið frá upp-
hafi. Framtíð evrunnar er í besta falli
óljós og stöðugleiki eitt það síðasta sem
kemur upp í hugann í því sambandi.
Skuldasambandið ESB er komið til að
vera. Ballið er rétt að byrja.
Eftir Stefni Húna
Kristjánsson
» Skuldasam-
bandið ESB
er komið til að
vera.
Stefnir Húni
Kristjánsson
Höfundur er formaður Ísafoldar
– félags ungs fólks gegn ESB-aðild.
Ballið er rétt að byrja
Auðmaður úr Hafnarfirði, Helgi
Vilhjálmsson, oft kenndur við eitt af
fyrirtækjum sínum, sælgætis- og
páskaeggjagerðina Góu, birti í vik-
unni opnuauglýsingar í dagblöðum.
Þar ræðst hann á lágkúrulegan hátt
að lífeyrissjóðum landsmanna, eink-
um þó Lífeyrissjóði verslunar-
manna og framkvæmdastjóra hans.
Hann hefur oft áður gert atlögur
að lífeyrissjóðunum – og gjarnan í
aðdraganda páskanna. Þessi vor-
boði segir okkur að nú sé stutt í
páska og sala á páskaeggjum í að-
sigi. Það er ekki annað hægt en að
gruna þennan athafnamann um þá
græsku að ætla með einkennilegum
málflutningi sínum um lífeyrissjóði
að vekja athygli á sér og páska-
eggjaframleiðslu sinni í enn eitt
skiptið.
Þessi aðferð Góuforstjórans er
óttalegur dónaskapur við fólkið í
landinu og fjölmiðla. Með þessari
háttsemi sinni er hann að ætla okk-
ur það að við séum svo grunnhyggin
að við sjáum ekki í gegnum mark-
aðsbrellur. Það er verið að freista
þess að vekja athygli á fram-
leiðsluvörum Góu þegar páskaeggjakauptíðin fer í
hönd. Sem betur fer erum við neytendur ekki svo
einfaldir að við látum plata okkur með slíkum
hætti.
Áralangar útistöður
Helgi Vilhjálmsson hefur um árabil átt í útistöð-
um við lífeyrissjóðina og m.a. haldið því fram að
sjóðirnir ættu að standa fyrir framkvæmdum sem
þeim er engan veginn heimilt að sinna og væru
lögbrot. Þar er m.a. átt við áralangt tal hans um
að sjóðirnir ættu að reisa hjúkrunar- eða dvarla-
heimili fyrir aldraða. Honum hefur ítrekað verið
bent á að slíkar framkvæmdir eru ekki í verka-
hring lífeyrissjóðanna, samkvæmt núgildandi lög-
um, enda hafa þeir engar heimildir til þess. Helgi
skilur þetta alveg en hann velur að halda áfram
einkennilegum málflutningi sínum til að vekja at-
hygli á sér og fyrirtækjum sínum. Lífeyrissjóðir
hafa hins vegar tekið þátt í fjármögnun slíkra
verkefna með kaupum á skuldabréfum
sem hafa gert réttum aðilum kleift að
koma verkefnunum í höfn. Lífeyr-
issjóður verslunarmanna hefur m.a.
komið að fjármögnun af því tagi með
öðrum lífeyrissjóðum.
Umhyggja?
Á Helga Vilhjálmssyni hefur mátt
skilja að hann bæri sérstaka um-
hyggju fyrir sjóðsfélögum og talið sig
vera að ráða þeim heilt með því að
hvetja þá til að greiða ekki í sjóðina
þrátt fyrir skýrar lagaskyldur þar um.
Ég verð því miður að efast um heilindi
hans í þessum efnum.
Sá grunur læðist að manni að um-
hyggja hans beinist einkum að eigin
rekstri og tekjuöflun þar sem einskis
er svifist til að vekja á sér athygli.
Nú gerir hann að sérstöku umtals-
efni að framkvæmdastjóri Lífeyr-
issjóðs verslunarmanna skuli hafa bif-
reið til afnota samkvæmt
starfssamningi eins og algengt er hjá
helstu yfirmönnum víða í fyrirtækjum
og stofnunum. Það eru fleiri en ráð-
herrar sem hafa afnot af bifreiðum.
Ég er viss um að Helgi Vilhjálmsson
er svo reyndur í íslensku viðskiptalífi
að honum sé fullkunnugt um það. En
vonandi gleður það súkkulaðiforstjór-
ann og alla aðra löghlýðna borgara að fram-
kvæmdastjóri sjóðsins greiðir fulla skatta af þess-
um hlunnindum eins og mælt er fyrir um í
skattalögum.
Mér leiðist að þurfa að svara Helga Vilhjálms-
syni vegna þessa máls því ég ber virðingu fyrir
mörgu sem hann hefur gert vel á löngum ferli.
Hann er einn af þeim duglegu Íslendingum sem
brotist hafa áfram af eljusemi og krafti og komið
sér vel fyrir í veraldlegum efnum.
En það er hins vegar leitt þegar auðlegð fyllir
menn hroka og ranghugmyndum sem leiða til þess
að þeir telji sig þess umkomna að ráðast gegn öðr-
um með rakalausum áróðri og svívirðingum – ár
eftir ár – og jafnan undir yfirskini umhyggju fyrir
fólki.
Við hljótum að sjá í gegnum vinnubrögð af
þessu tagi.
Eftir Helga
Magnússon
» „Sá grunur
læðist að
manni að um-
hyggja hans
beinist einkum
að eigin rekstri
og tekjuöflun
þar sem einskis
er svifist til að
vekja á sér at-
hygli.“
Helgi Magnússon
Höfundur er formaður Lífeyrissjóðs verslunarmanna.
Páskabrella súkkulaði-
forstjórans