Morgunblaðið - 03.03.2012, Blaðsíða 36
36 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. MARS 2012
Í Menntaskólanum á Akureyri
var sá háttur hafður á að í upphafi
hvers skólaárs var valinn „Inspec-
tor“ fyrir hverja bekkjardeild.
Okkur bekkjarfélögunum var mik-
ilvægt að velja í það hlutverk mann
sem nyti trausts skólameistara og
kennara, en hefði jafnframt skiln-
ing á þörfum unglinga til ærsla og
hefði getu til að koma fram fyrir
hönd bekkjarins gagnvart skólayf-
irvöldum. Við völdum Þórð Ólafs-
son í þetta hlutverk og gegndi
hann því hlutverki í 47 ár.
Á menntaskólaárunum stund-
aði Þórður íþróttir af kappi. Hann
var góður körfuboltamaður og
stundaði þá íþrótt með skólafélög-
um sínum úr MA fram til þess að
hann flutti til Washington. Fyrir
Þórði var körfuboltinn ekki bara
leikur, hann var keppni og þá
spratt fram það sem kallað er
keppnisskap. Þrátt fyrir keppnis-
skapið var Þórður dagfarsprúður
og búinn miklu jafnaðargeði. Hann
var glaðlyndur og bar ávallt hlýjan
hug til samferðafólks síns úr
Reykjaskóla og Menntaskólanum
á Akureyri.
Um áratuga skeið höfum við
bekkjarfélagarnir haft það fyrir
sið að hittast og gleðjast þann
12.12. ár hvert. Vegna starfa Þórð-
ar erlendis hefur hann ekki mætt á
þessar samkomur síðustu þrettán
árin. Úr þessu var bætt með því að
gera það að föstum dagskrárlið að
hringja í Tóta og syngja fyrir hann
bekkjarsönginn.
Þórður lærði lögfræði við Há-
skóla Íslands. Að námi loknu starf-
aði hann við Bankaeftirlitið og var
forstöðumaður þess um langt
skeið. Árið 1998 gerðist hann
starfsmaður Alþjóða gjaldeyris-
sjóðsins í Washington. Því starfi
fylgdu mikil ferðalög og fjarvera í
fjarlægum löndum. Störf Þórðar
hjá Bankaeftirlitinu og síðar Al-
Þórður Ólafsson
✝ Þórður Ólafs-son fæddist á
Núpi í Dýrafirði 26.
júlí 1948. Hann lést
á líknardeild Land-
spítalans í Kópa-
vogi að kvöldi
þriðjudagsins 21.
febrúar.
Útför Þórðar fór
fram frá Víðistaða-
kirkju í Hafnarfirði
2. mars 2012.
þjóða gjaldeyris-
sjóðnum voru mjög
krefjandi og oft tóku
þau mikið á. En með
staðfestu og réttsýni
fóru Þórði þessi verk
vel úr hendi.
Það var mikil sorg
fyrir okkur bekkjar-
félagana að fylgjast
með því hvernig ill-
víg veikindi léku
Þórð grátt, mann
sem fyrir þremur mánuðum var
fullfrískur.
Við sendum Láru okkar samúð-
arkveðjur.
Fyrir hönd bekkjarfélaga úr
MA,
Hlöðver Kjartansson.
Sjömenningarnir frá Reykja-
skóla vorum við krakkarnir kall-
aðir sem fóru í Menntaskólann á
Akureyri eftir landspróf 1964. Við
héldum hópinn þó svo að við eign-
uðumst fleiri vini og tengdumst
öðrum hópum. Einn okkar var
Þórður eða Tóti eins og við höfum
alltaf kallað hann.
Leiðir skildi þegar við völdum
mismunandi framhaldsmenntun
eftir MA. Minningar okkar um
Tóta síðan eru því ekki sameigin-
legar nema að litlu leyti en nú þeg-
ar þetta stóra skarð er höggvið í
raðir okkar, kallar það á sameig-
inleg viðbrögð. Þá er líka gott að
finna að vinirnir frá Reykjaskóla
og úr MA deila með okkur sorg-
inni.
Tóti hafði þá sérstöðu í hópnum
að eiga foreldra sem við kynnt-
umst öll. Faðir hans Ólafur var
skólastjórinn á Reykjaskóla og
Sólveig móðir hans kenndi stelp-
unum handavinnu. Við bárum
virðingu fyrir skólastjórahjónun-
um og fundum hlýju frá þeim, sem
var gott fyrir börn sem dvöldu
langdvölum fjarri heimili sínu.
En Tóti var samt einn af okkur,
ljúfur og traustur vinur, sjálfsagð-
ur og mikilvægur í hópnum. Okkur
stelpunum fannst gott var að vera
nálægt honum og leita til hans
þegar illa lá á okkur og hann var
einn af okkar bestu dansherrum.
Tóti var fjölhæfur íþróttastrákur,
kraftmikill keppnismaður og hafði
mikinn metnað hvort sem hann
keppti í sundi, frjálsum íþróttum,
knattspyrnu eða körfubolta. Það
var ekki síst vegna hans sem við
stelpurnar tvær í hópnum lögðum
á okkur að horfa á strákana keppa
og hvetja þá áfram þó svo að við
hefðum meiri áhuga á ljóðum og
leiklist.
Við strákarnir kynntust Tóta
hver með sínum hætti sem bekkj-
arfélaga, herbergisfélaga, liðs-
manni í íþróttum, vinnufélaga í
byggingavinnu og í síldarbræðslu,
meðleikara í „Upp til selja“ á
Reykjaskóla og söngfélaga í karla-
kórnum hans Hermanns í MA. Öll
minnumst við hans líka sem hróks
alls fagnaðar í gleðskap fyrr og síð-
ar.
Tóti hitti Láru sína í MA og síð-
an hafa þau arkað saman sinn ævi-
veg. Vel á annan áratug hafa þau
búið erlendis og sum okkar heim-
sóttu þau í Washington fyrir
nokkrum árum og endurnýjuðu
gömul kynni. Sú minning skilur
eftir yl í hjarta. Bekkjarsystkinin
frá Reykjaskóla hafa hist nokkr-
um sinnum á tímamótum, m.a.
komið saman á heimili Tóta og
Láru í Hafnarfirði og á 40 ára
landsprófsafmælinu hittumst við á
Reykjaskóla. Þá var tíminn valinn
þannig að þau gætu verið með.
Hluti sjömenningahópsins frá
Reykjaskóla hefur hist árlega á
seinni árum ásamt mökum þegar
Tóti og Lára hafa verið heima um
jól. Farið var í göngutúra og síðan
sest niður og spjallað.
Síðasta ferðin var fyrir rúmu
ári. Þá var Tóti hress og heilbrigð-
ur, sagðist ætla að vinna í Wash-
ington til 65 ára aldurs og koma
svo heim til Íslands til að vera í
faðmi fjölskyldu og vina síðasta
fjórðung ævinnar. En enginn veit
sína ævina fyrr en öll er. Þann 12.
desember sl. greindist hann með
krabbamein sem lagði hann að
velli á skömmum tíma. Og við sem
ætluðum að hittast svo miklu oftar.
Við vottum fjölskyldu vinar okkar,
Þórðar Ólafssonar, okkar dýpstu
samúð.
Anna Kristín
Kristjánsdóttir,
Bjarni Gunnarsson,
Gunnar Frímannsson,
Kristín Indriðadóttir.
Leiðir okkar og þeirra hjóna
Þórðar og Láru lágu saman þegar
við fluttumst á sama til Wash-
ington en þar var Þórður þá að
taka við ábyrgðarfullu starfi hjá
Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Og við
höfðum ekki lengi þekkt Þórð þeg-
ar við fundum svo vel að honum
varð best lýst með því að hann
væri drengur góður. Og Þórður
var ekki bara drengur góður held-
ur afskaplega hæfur og samvisku-
samur í leik og starfi. Þeir eign-
leikar hans tryggðu honum
vandasamt starf hjá stofnun sem
vitað er og viðurkennt að gerir
mjög miklar kröfur til þeirra sem
þar starfa. En það var ekki per-
sónulegur metnaður eða þörf fyrir
að upphefja sjálfan sig sem rak
Þórð áfram; allt hans fas og lífs-
viðhorf einkenndist af lítillæti, ein-
lægni og samúð með þeim sem
áttu undir högg að sækja. Þórður
var líka frábær fulltrúi okkar Ís-
lendinga á alþjóðlegum vettvangi
og þrátt fyrir að hann byggi lengi í
útlöndum lét sterki íslenski kjarn-
inn í honum ekkert undan síga sem
birtist m.a. í því að honum þótti
fátt skemmtilegra en að syngja
hátt íslensk lög í góðra vina hópi og
fannst honum þá ekki verra að fá
að veita vel. Hann var skemmti-
legur íslenskur drengur.
Í lögfræðinni er latneska hug-
takið „Bonus Pater Familias“
mjög mikilvægt, þ.e. „góður fjöl-
skyldufaðir“. Lögfræðingurinn
Þórður skildi mikilvægi þessa eig-
inleika afskaplega vel. Hann var
fjölskyldumaður í húð og hár.
Hann átti frábæra konu sem hann
kunni svo sannarlega að meta.
Hann átti miklu barnaláni að fagna
og raunar barnabarnaláni líka. Og
það kunni hann líka svo sannar-
lega að meta og sú ást sem hann
bar til fjölskyldu sinnar var svo
augljós í hlýja, svolítið glúrna
brosinu sem lék um varir og
glampaði í augum þegar fjölskyld-
an barst í tal. Börn hans og barna-
börn eiga því frábæra minningu
um hlýjan og skemmtilegan pabba
og afa og það er mjög leitt að hann
og þau skyldu ekki fá að njóta þess
lengur að vera saman. Við sendum
Láru og fjölskyldunni allri okkar
innilegustu samúðarkveðjur. Það
er okkur mikils virði að hafa þekkt
svona góðan og skemmtilegan
dreng.
Ingunn og Engilbert.
Tóti minn, skólafélagar, bekkj-
arfélagar og síðan líða árin enn
hraðar. Hvað eru þetta tvö til þrjú
ár síðan við fengum okkur skötu á
Holtinu, tókumst á um mál dags-
ins, lyftum glasi með nokkrum
bekkjarfélögum og mökum.
Stundum í sambandi um tölvu.
Höfðum uppi áform um að endur-
taka skötuátið með tilheyrandi nú
fyrir síðustu jól, en löngu áður en
kom að því barst mér fréttin af
sjúkdómsgreiningunni. Þá varð
ljóst að ekki var langt eftir og erf-
iðir dagar framundan.Var staddur
erlendis er þú snerir heim. Okkar
gagnkvæmi vinur og bekkjarfélagi
Konni hélt mér upplýstum um
þína líðan síðustu dagana. Lára
mín, lífið heldur áfram og þér og
ykkur votta ég mína samúð.
Ingvar J. Karlsson.
Fjölmargar minningar hafa
flogið um hugann síðustu dagana
eftir andlát vinar og gamals vinnu-
félaga, Þórðar Ólafssonar. Leiðir
okkar lágu fyrst saman við störf
hjá bankaeftirliti Seðlabanka Ís-
lands á miðju ári 1975, en Þórður
var þar síðar forstöðumaður í um
tvo áratugi eða frá því seint á árinu
1978 og allt þar til hann lét af störf-
um á árinu 1998, að undanskildu
tæpu ári sem hann var í leyfi vegna
náms í Noregi.
Eftir að Þórður lét af störfum í
Seðlabankanum var hann starfs-
maður hjá og á vegum Alþjóða-
gjaldeyrissjóðsins (AGS) í Wash-
ington allt til dauðadags, m.a. sem
fulltrúi í sendinefndum sjóðsins
víða um lönd. Vissulega voru aðrir
tímar í banka- og fjármálastarf-
semi hér á landi á þeim árum sem
Þórður stýrði bankaeftirlitinu en
síðar varð. Enginn skal samt halda
að þar hafi alltaf verið siglt lygnan
sjó. Verkefni í eftirlitsstarfseminni
voru þá sem nú afar krefjandi og
aðstæður oft hlaðnar spennu. Það
þurfti því bæði faglega færni, ár-
vekni og sterk bein til að standa
vaktina og stýra bankaeftirlitinu í
þá tæpu tvo áratugi sem Þórður
gerði. Ég tel að honum hafi farið
þetta starf vel úr hendi, þó að
stuðningur og skilningur á eftirlits-
starfseminni sýndist á tíðum frem-
ur takmarkaður á þessum árum,
enda menn þá líklega almennt ekki
eins meðvitaðir um hvað farið getur
úrskeiðis í þessum efnum. Lands-
menn þekkja nú á eigin skinni af-
leiðingarnar af því. Eins má vænta
að mörgum sé nú ljóst að þeir sem
eru í forsvari fyrir eftirlitsstarfsemi
á fjármálamarkaði og sinna starf-
inu af einurð afla sér seint al-
mennra vinsælda sem slíkir.
Þórður var metnaðarfullur og
kappsamur stjórnandi og sparaði
sig hvergi þegar þurfti að taka á
erfiðum verkefnum. Hann fór
ávallt fremstur meðal jafningja í
störfum sínum og krafðist ekki
meira af öðrum en hann var tilbú-
inn til að leggja á sig sjálfur. Þórður
var traustur félagi, hreinn og beinn
í framkomu og vafningalaus í sam-
skiptum. Hann naut virðingar
starfsmanna sinna og það var góð-
ur, samheldinn og ósérhlífinn hóp-
ur starfsmanna hjá bankaeftirlitinu
allan þann tíma sem hann var þar
við stjórn.
Það átti fyrir mér að liggja að
halda áfram að vinna við þessa eft-
irlitsstarfsemi eftir að Þórður lét af
störfum í bankaeftirliti Seðlabank-
ans og upplifa frá því sjónarhorni
örlagaríka þróun og atburði í fjár-
málalífinu hér á landi á liðnum síð-
asta áratug og síðan endurreisnar-
vinnuna í fjármálakerfinu. Ég veit
nú að ég er ekki einn um að hafa
hugsað nokkrum sinnum á umliðn-
um árum að gott hefði verið ef
reynslu og áræðis Þórðar hefði not-
ið lengur við í eftirlitsstarfseminni
hér á landi en raunin varð.
Að leiðarlokum er mér efst í
huga þakklæti fyrir öll samveruár-
in með Þórði í þeim góða hópi fé-
laga sem hann stýrði. Ég votta
Láru, börnum þeirra og öllum að-
standendum dýpstu samúð. Bless-
uð sé minning Þórðar Ólafssonar.
Þorsteinn E. Marinósson.
Maður tók strax eftir honum
þegar hann kom í þriðja bekk
Menntaskólans á Akureyri. Það
var augljóst að þarna var íþrótta-
maður á ferð, hæglátur, brosmildur
og fljótur að kynnast. Það kom líka
á daginn að hann var vel liðtækur í
íþróttum og spilaði strax fyrsta vet-
urinn með körfuboltaliði skólans og
var með í fleiri greinum, enda kom-
inn frá Reykjaskóla í Hrútafirði
þar sem íþróttir voru í hávegum
hafðar. Við kynntumst ekkert að
ráði þá, nema í gegnum íþróttirnar
og návist hans var góð og traust.
Það var ekki fyrr en 15 árum
seinna að fjölskyldur okkar tengd-
ust ævarandi vináttuböndum. Við
vorum á sama tíma í endurmennt-
un og framhaldsnámi í Oslo, 1980-
1981, bjuggum í litlum íbúðum á
stúdentagarðinum Kringsjå upp
við Sognsvatn. Báðar fjölskyldurn-
ar voru með tvö börn á svipuðum
aldri og áhugamálin voru svipuð.
Þetta var skemmtilegt ár, ágæt að-
staða var á Kringsjå til ýmissa
leikja og íþrótta. Á ísilögðu Sogns-
vatninu var skautafæri mest allan
veturinn og gönguskíðaleiðir upp í
„marka“ enda var mikið leikið og
skemmt sér. Vinskapurinn hélt
áfram eftir að við fluttum heim. Óli
Þór og Silja komu í heiminn
skömmu eftir það og við hittumst
reglulega, oftar en ekki í sumarbú-
stað um helgi og krakkarnir léku
sér einstaklega vel saman. Silja var
hugmyndarík og skemmtileg og
aldrei var setið auðum höndum.
Við hittumst sjaldnar eftir að
Tóti fór að vinna hjá Alþjóðagjald-
eyrissjóðnum og hann og Lára
fluttu til Bandaríkjanna. Ítrekað
var talað um að við kæmum í heim-
sókn en það var fyrst síðastliðið vor
sem við létum verða af því að heim-
sækja þau. Við flugum til New
York þar sem Tóti og Lára tóku á
móti okkur og móttökurnar voru
frábærar. Við bjuggum á Time
Square, fórum í skoðunarferðir, á
söfn og í leikhús á Broadway. Borð-
uðum góðan mat og nutum þess að
vera saman í þessari skemmtilegu
borg. Síðan keyrðum við niður til
Washington þar sem Tóti og Lára
bjuggu. Þar vorum við á „Cherry
Blossom“ en þá blómgast kirsu-
berjatrén sem Japanirnir gáfu
Bandaríkjamönnum. Við sáum
Hvíta Húsið, Smithsoniasöfnin,
Náttúrugripasafnið, Flugsafnið
o.m.fl. Þetta voru ógleymanlegir
dagar.
Tóti og Lára voru einstaklega
samhent hjón og það var gott að
vera með þeim. Tóti var eldklár,
hreinskiptinn, glaðlyndur og
skemmtilegur. Hann var töffari og
ljúfmenni, einstakur heimilisfaðir.
Hann var trygglyndur og sannur
vinur vina sinna. Við ætluðum
saman að veiða í sumar, hans er nú
sárt saknað. Við þökkum vináttuna
og skemmtilega samfylgd. Elsku
Lára, Gígja, Orri, Silja og fjöl-
skyldur, innilegar samúðarkveðjur
til ykkar allra.
Birgir og Brit.
Þórður Ólafsson var einn af
reynslumestu bankaeftirlitsmönn-
um Íslands og naut sem slíkur álits
langt út fyrir landsteinana. Eftir
háskólanám starfaði hann í rúma
tvo áratugi hjá bankaeftirliti og
síðar eftirlitssviði Seðlabanka Ís-
lands, lengst af sem yfirmaður.
Um það leyti sem bankaeftirlit var
fært frá bankanum og sameinað
hinu nýja Fjármálaeftirliti fór
hann hins vegar til starfa hjá Al-
þjóðagjaldeyrissjóðnum og var
þar til dauðadags, eða í rúman ára-
tug. Þar var viðfangsefni hans að
mestu hið sama, bankamál og eft-
irlit.
Ég kynntist Þórði þegar ég kom
til starfa í Seðlabankanum haustið
1980 eftir nám erlendis. Hagfræði-
deild bankans og bankaeftirlitið
voru þá bæði til húsa í Austur-
stræti 14, gegnt gömlu Lands-
bankabyggingunni en þar sat
bankastjórnin og það sem ein-
hverjir töldu „fínni“ deildir bank-
ans. Ég held að við Þórður höfum
aldrei viljað viðurkenna það. Í öllu
falli vorum við mörg sem vorum í
Austurstræti 14 á þeirri skoðun að
það væri meira gaman hjá okkur
þar sem taumhaldið var minna og
við nær Óðali! En það var hugs-
anlega sjálfsblekking eins og svo
ýmislegt annað.
Mig minnir að Þórður hafi verið
með skrifstofu á sömu hæð og hag-
fræðideildin og þurfti að fara í
gegnum eldvarnahurð til að kom-
ast á milli. Þar sat hann innan um
kynstrin öll af gögnum. Ég man að
sem nýgræðingur var gott að leita
til Þórðar þegar fengist var við við-
fangsefni þar sem bankakerfið
kom mikið við sögu enda þekking
hans á reglu- og talnaverki mikil.
Samstarf okkar óx og dafnaði síð-
an með árunum, ekki síst eftir að
ég komst á svipað stig og hann og
sat bankaráðsfundi sem aðalhag-
fræðingur. Þá þegar var Þórður
orðinn eftirsóttur í verkefni á veg-
um Alþjóðagjaldeyrissjóðsins
enda reyndist honum brautin
þangað inn greið þegar honum
fannst tíminn kominn.
Sem betur fer slitnuðu tengsl
okkar ekki við það. Við hittumst
þegar ég átti erindi á fundi hjá Al-
þjóðagjaldeyrissjóðnum og hann
heilsaði reglulega upp á í bankan-
um á ferðum sínum til Íslands. Ég
hafði mikið gagn af samtölum mín-
um við Þórð á þessum tíma því
hann var vel að sér um fjármála-
eftirlit víða um heim og hafði vel
grundaðar skoðanir á því hvernig
best væri að hátta þeim málum á
Íslandi. Þá minnumst við Elsa
góðra stunda með honum og Láru
í heimsókn okkar til Washington í
byrjun þessarar aldar.
Þórður lést langt fyrir aldur
fram og það er missir að hann
leggur ekki lengur hönd á plóg
fjármálastöðugleika. En það er
auðvitað ekkert á móts við harm
fjölskyldunnar sem nú sér á bak
Þórði þegar eftirlaunaárin blöstu
við. Við Elsa vottum Láru og börn-
um þeirra Þórðar og fjölskyldum
þeirra okkar dýpstu samúð.
Már Guðmundsson.
Fleiri minningargreinar
um Þórð Ólafsson bíða birt-
ingar og munu birtast í blað-
inu næstu daga.
✝
Þökkum af alhug auðsýnda samúð, kærleika
og stuðning við andlát elskulegs eiginmanns
míns, föður, tengdaföður, afa og langafa,
ÓLAFS HELGA FRIÐJÓNSSONAR,
Háabarði 5,
Hafnarfirði.
Sérstakar þakkir fær starfsfólk heima-
hjúkrunar Karitas.
Guð blessi ykkur öll.
Katla Þorkelsdóttir,
María Ólafsdóttir,
Þorkatla Ólafsdóttir, Kári Vigfússon,
Hulda Ólafsdóttir, Jóhannes Þór Sigurðsson,
Sólrún Ólafsdóttir, Olgeir Gestsson,
Guðrún Ólafsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Okkar innilegustu þakkir fyrir auðsýnda
samúð og hlýhug við fráfall og útför elskulegs
eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður,
afa og langafa
HERMANNS ÓLAFS GUÐNASONAR.
Starfsfólki á Hjúkrunarheimilinu Mörk í
Reykjavík, færum við sérstakar þakkir
fyrir góða umönnun
Elsa P. Níelsdóttir,
Ólöf Dóra Hermannsdóttir,
Ragnhildur Hermannsdóttir, Hjörtur Pálsson,
Erlendur N. Hermannsson, Anna María Grétarsdóttir,
Jóhann Gísli Hermannsson, Kristín Björg Óskarsdóttir,
Erla Ósk Hermannsdóttir, Gunnar S. Gottskálksson,
barnabörn, barnabarnabörn
og aðrir aðstandendur.
✝
Þökkum innilega hlýhug, samúð og vináttu
sem okkur var sýnd við andlát og útför
ástkæru eiginkonu minnar, dóttur, móður,
ömmu, systur og mágkonu okkar,
SIGRÍÐAR SIGURÐARDÓTTUR,
Åkarp,
Svíþjóð.
Haukur Viggósson,
María Finnbogadóttir,
Finnbogi Már Hauksson,
María M. Finnbogadóttir,
Jóhann Steinar Hauksson,
Una Ragnheiður Hauksdóttir
Hákon Sigurðsson, Katrín Guðjónsdóttir,
Björg Sigurðardóttir.