Morgunblaðið - 03.03.2012, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 03.03.2012, Blaðsíða 26
26 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. MARS 2012 Háværar umræður hafa verið á und- anförnum vikum um mikilvægi þess að koma til móts við skuldug heimili sem tóku verðtryggð lán. Bent hefur verið á að almennar niðurfell- ingar verðtryggðra skulda séu kostn- aðarsamar og að ein- hver þurfi að bera þann kostnað. Íbúðalánasjóður er stærsti einstaki eigandi verðtryggðra skulda heimilanna. Íbúðalán sjóðsins eru að langmestu leyti fjármögnuð með útgáfu skuldabréfa sem eru með ríkisábyrgð. Lækkun verðtryggðra skulda mun því leiða til þess að ríkið, sem er ábyrgðaraðili, mun þurfa að greiða fé inn í sjóðinn. Kostnaður við lækkun skulda Íbúðalánasjóðs mun því lenda á skattgreiðendum. Á undanförnum dögum hefur tölu- verð umræða verið um að skattleggja séreignarsjóði til þess að fjármagna lækkun verðtryggðra lána. Sam- kvæmt gildandi lögum er séreign skattlögð við útgreiðslur. Ef skatt- lagningunni verður breytt þannig að skattar verði teknir fyrir fram mun ríkið ekki fá skatttekjur við út- greiðslur. Það þýðir að skatttekjur ríkisins í framtíðinni verða lægri. Lægri skattgreiðslur þýða að ann- aðhvort þurfa útgjöld ríkisins, t.a.m. til mennta- og heilbrigðiskerfis, að vera lægri eða skattar í framtíðinni hærri. Því munu skattgreiðendur framtíðarinnar á endanum bera kostnaðinn, með minni þjónustu hins opinbera eða hærri sköttum. Skatt- tekjur ríkisins lækka strax árið eftir að skattur er tekinn fyrir fram því á hverju ári eru verulegar fjárhæðir teknar út úr séreignarsjóðunum. Því má gera ráð fyrir að strax á næsta ári aukist halli ríkissjóðs, að öðru óbreyttu, en við því þarf að bregðast við með frekari niðurskurði, hækkun skatta eða frekari lántökum. Lítill munur er, fyrir skattgreiðendur, á fyrir fram innheimtum skött- um og lántökum rík- issjóðs. Lántökur leiða til þess að í framtíðinni þarf að greiða vexti og afborganir. Fjármunir sem fara í vexti og afborganir leiða til þess að annað hvort þurfa útgjöld ríkisins að verða lægri eða skattar hærri fram- tíðinni. Í umræðu um niðurfellingu verð- tryggðra skulda er mikilvægt að halda því til haga að einhver þarf að greiða kostnaðinn við hana. Skatt- greiðendur framtíðarinnar munu bera kostnaðinn við allar aðgerðir sem eru fjármagnaðar með því að flýta innheimtu skatta. Án þess að svara því hér má velta fyrir sér hvort ekki sé nú þegar búið að senda of mikið af reikningum til framtíð- arskattgreiðenda? Skattgreiðendur bera kostnað af skattlagningu séreignasjóða Eftir Marinó Örn Tryggvason Marinó Örn Tryggvason » Fjallað hefur verið um að skattleggja séreignasjóði til þess að fjármagna niðurfellingu skulda. Sýnt er fram á að skattgreiðendur bera þann kostnað. Höfundur er viðskiptafræðingur. Í Morgunblaðinu þann 24. febrúar síð- astliðinn birtist grein eftir Gest Ólafsson þar sem hann fjallar um nýja bygging- arreglugerð og áhrif hennar á hönnun og byggingu hagkvæmra íbúða fyrir venjulega Íslendinga. Í kjölfar greinarinnar velti ég fyrir mér hvernig hinn venjulegi Ís- lendingur sé. Hinn venjulegi Íslendingur getur birst okkur í hinum ýmsu myndum. Ríkur, fátækur, lítill eða stór, fatl- aður eða ófatlaður og allt þar á milli og eru landsmenn yfirhöfuð allir Ís- lendingar? Eitt er víst að við búum í samfélagi mannlegs margbreytileika þar sem þarfir landsmanna eru af- skaplega mismunandi. Sem betur fer erum við jafn misjöfn og við er- um mörg. Í nýrri byggingarreglugerð sem var undirrituð fyrir skemmstu er það markmið að tryggja aðgengi fyr- ir alla. Í því felst að fólki sé ekki mis- munað um aðgengi og almenna notk- un á mannvirkjum á grundvelli fötlunar, skerðingar eða veikinda. Um leið er gert ráð fyrir að fatlað fólk geti komist inn og út úr mann- virkjum á öruggan hátt, líka þegar hætta steðjar að svo sem við elds- voða. Reglugerðin hefur verið gagn- rýnd fyrir að koma í veg fyrir hönn- un minni íbúða. Í nýrri reglugerð er hins vegar ákveðinn sveigjanleiki fyrir hendi sem gerir það að verkum að möguleiki er á því að hanna og byggja heldur smærri íbúðir en áð- ur, þrátt fyrir að einstaka rýmum sé ætlað að vera stærri en áður. Algild hönnun er nýtt hugtak í byggingarreglugerð sem gerir okk- ur kleift að hugsa út fyrir rammann og mæta mismunandi þörfum lands- manna. Með algildri hönnun er með- al annars tekið tillit til eftirtalinna hópa einstaklinga: Einstaklinga með lestrarörðugleika, þroskahamlanir, astma og/eða ofnæmi, heyrnarskertra, blindra og sjónskertra, göngu- og handskertra og hjólastólanotenda. Fötlun setur vissu- lega mörgum skorður við að sinna sjálfsögð- um þáttum daglegs lífs, svo sem við að sinna at- vinnu, námi og fé- lagslífi. Á árum áður var algengara að fatlað fólk byggi við vissa ein- angrun vegna sinnar fötlunar, sem stafaði oft af hindr- unum í samfélaginu og erfiðleikum við að komast á milli staða. Um- hverfið gerði hreinlega ekki ráð fyrir fötluðu fólki. Sé miðað við sömu hlutföll og á Norðurlöndum má gera ráð fyrir að um 60.000 manns hér á landi eigi við einhvers konar fötlun að stríða, væga eða alvarlega. Öll getum við lent í því einhvern tímann yfir ævina að hlutir sem áður þóttu sjálfsagðir reynast okkur meiri hindrun en áð- ur. Við veikjumst, slösumst kannski og öll eldumst við. Því er mikilvægt að tillit sé tekið til mismunandi hópa fötlunar og mannlegs margbreyti- leika þegar kemur að mann- virkjagerð. Gott aðgengi kemur sér vel fyrir alla og er ein af lykilforsendum þess að allir geti tekið virkan þátt í sam- félaginu, hvort sem um er að ræða fatlað fólk, ófatlað, fólk með barna- vagna, þungaðar konur eða eldri borgara. Bætt aðgengi að mann- virkjum gerir það að verkum að lík- amlegt ásigkomulag muni síður setja hömlur á daglegt líf og búsetu fólks. Það hlýtur því að vera þjóð- hagslega hagkvæmt að manngert umhverfi sé aðgengilegt öllum þar sem það eykur líkur á virkni og sjálf- stæði fólks. Með því að lög um mannvirki og byggingarreglugerð tryggi aðgengi fyrir alla með algilda hönnun að leið- arljósi er tekið tillit til ólíkra hópa og mismunandi þarfa fólks í samfélag- inu. Í fyrsta sinn er komið út plagg sem tryggir það að manngert um- hverfi í samfélaginu okkar sé að- gengilegt öllum. Nýrri bygging- arreglugerð ber að fagna þar sem hún boðar bætt aðgengi fyrir alla og verður það ekki metið til fjár. Aðgengi fyrir alla eða bara „venjulega Íslendinga“ Eftir S. Hafdísi Runólfsdóttur » Gott aðgengi kemur sér vel fyrir alla og er ein af lykilforsendum þess að allir geti tekið virkan þátt í samfélag- inu. S. Hafdís Runólfsdóttir Höfundur er ferlimálafulltrúi Ör- yrkjabandalags Íslands. Ríkisstjórn Sjálf- stæðisflokks og Sam- fylkingar fór frá í kjöl- far meintrar bús- áhaldabyltingar í janúar 2009 og við tók minnihlutastjórn Sam- fylkingar og vinstri grænna undir forystu Jóhönnu Sigurðar- dóttur. Stjórn sem Framsóknarflokkurinn varði falli, en það voru mistök þar sem aldrei var hlustað á þá. Sjaldan launar kálfur ofeldið. Í kosningunum vorið 2009 fengu Samfylking og Vinstrihreyfingin - grænt framboð hreinan meirihluta og VG sigurvegarar kosninganna. Þar sem kosið var í reiðikasti, fólk vildi eitthvað annað þótt enginn gæti bent á hvað þetta eitthvað annað væri. En heldur er nú skrautfjöðrum stjórn- arflokkanna að fækka. Ekki er að sjá að stefnuskrá VG sé Steingrími J. Sigfússyni heilög kýr enda löngu bú- inn að fórna henni á altari Samfylk- ingar. Eins hefur Steingrímur margí- trekað að hann geri allt til að hindra að Sjálfstæðisflokkur og Framsókn- arflokkur nái völdum. Ekki var beðið boðana með að sækja um aðild að Evrópusamband- inu sem var skilyrði fyrir stjórnar- samstarfi vinstri flokkanna, af hálfu Samfylkingar sem jafnan sér Sam- bandið í rósrauðum bjarma með stjörnur í augum. Eitt af því sem einkennt hefur þessa ríkisstjórn er tíð ráðherra- skipti. Síðast var þeim Jóni Bjarna- syni og Árna Páli Árnasyni fórnað. Jóni fyrir að standa á stefnu síns flokks gegn Evrópusambandinu og Árna Páli fyrir að vilja verja sem best hagsmuni Íslands í Icesave- málaferlunum. Það sem mest er haldið á lofti að náist við inngöngu: Matvælaverð lækki. Atvinnuleysi minnki. Evran og upptaka hennar skapi stöðugleika. Ekki hægt að af- nema verðtryggingu nema með upp- töku evru. Matvælaverð kann að lækka, en gæti ekki skeð að flutt yrði inn svo og svo mikið að erfðabreyttum matvæl- um? Viljum við það? Þá gætu vörur sem eru framleiddar ut- an Evrópusambandsins í Bandaríkjunum og As- íu hækkað þar sem þær standa til hliðar. At- vinnuleysi hefur gegn- um árin verið viðvarandi vandamál innan Sam- bandsins þar sem þjóð- ríkin hafa ekki náð að beisla það. Evran hefur síður en svo reynst traustur og stöðugur gjaldmiðill, enda hygg ég að efnahagsstjórn innan Sam- bandsins sé nú ekki alveg gallalaus frekar en hér á Fróni. Það er firra sem stenst engan veginn að innganga og upptaka evru sé forsenda þess að hægt sé að afnema verðtryggingu. Þegar Evrópusambandsandstæð- ingar hafa uppi varnaðarorð telja að- ildarsinnar það jafnan hræðsluáróð- ur, en hvar eru rök þeirra fyrir því? Nær öll sín verk miðar ríkisstjórnin við að auðvelda inngöngu í Sam- bandið, enda linnulaus áróður og að- lögun í gangi, nú síðast stofnun þess- arar dæmalausu Evrópustofu. Tökum stjórnlagaráð, sem Sam- fylking barðist fyrir að koma á kopp- inn enda ekki hægt að ganga í Evr- ópusambandið nema breyta stjórnarskrá. En það er nú svo með Samfylkingu að ef þeir vilja koma sín- um gæluverkefnum fram, liggur svo mikið á að helst þarf alls staðar að keyra yfir á rauðu. Nei: Okkur er best borgið utan Evrópusambandsins, enda ekki útséð hvort það og evran lifa eða deyja, Þótt Össur og félagar sjái það ekki. Rósrauði bjarminn er svo skær. Það er lítil björgun að stökkva um borð í hriplekan björgunarbát sem enginn veit hvort nær landi. Við þurfum að stórefla mat- vælaframleiðslu hér heima og megum ekki fórna sjálfstæði okkar fyrir Evr- ópusambandsdraumóra. „Rósrauði bjarminn“ Eftir Gunnar Thorsteinson Gunnar Thorsteinson » Samfylkingin sér jafnan Sambandið í rósrauðum bjarma með stjörnur í augum. Höfundur er fyrrverandi bóndi og framsóknarmaður. Ármúla 21 • 108 Reykjavík • Sími 533 4040 • kjoreign@kjoreign.is • www.kjoreign.is Dan V.S. Wiium hdl., lögg. fasteignasali gsm 896 4013 Dan V. S. Wiium Ólafur Guðmundsson hdl., lögg. fasteignasali. s. 896 4013 sölustjóri s. 896 4090 jöreign ehf Til sölu Grensásvegur - Hornhús Vandað og vel staðsett 1.440 fm atvinnuhúsnæði. Um að ræða heila húseign á 4 hæðum með lyftu. Eignin skiptist í fjölmörg skrifstofuherbergi, opin vinnurými, kaffistofur, snyrtingar og skjalageymslur. Þrír inngangar eru í húsið. Tilbúið til afhendingar strax. Næg bílastæði, 8 í bílageymslu og 26 á steyptum palli við húsið. Samtals 33 bílastæði fylgja þessari eign. Húsið hefur mikið auglýsingagildi. Nánari upplýsingar veitir Dan Wiium s. 896 4013.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.