Morgunblaðið - 03.03.2012, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 03.03.2012, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. MARS 2012 BAKSVIÐ Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Fyrsta skrefið í átaksverkefni til að efla byggðina á sunnanverðu Snæ- fellsnesi er að leggja áherslu á auð- lindir og tækifæri svæðisins, ýta undir bjartsýni og jákvæðni íbú- anna og virkja þá sjálfa til þátttöku í framfaraverkefnum. Verkefn- isstjórinn telur það vænlegt til ár- angurs og vísar meðal annars til vel heppnaðs verkefnis í Skotlandi. Atvinnuþróunarverkefnið nefnist „Sveitavegurinn“. „Mig langar með því að leggja áherslu á að við erum sveitabyggð og undirstrika sveit- arómantíkina. Vegurinn hér um sveitirnar er beinn og breiður og þaðan sést vel yfir alla byggðina, blómleg býli með kýr og kindur á beit. Þetta er meðal annars sérstaða okkar og við eigum að nýta hana,“ segir Margrét Björk Björnsdóttir atvinnuráðgjafi sem er hugmynda- smiðurinn að verkefninu og verk- efnisstjóri. Sjálf er hún búsett á í sveitinni. Verkefnið er tilraun til þriggja ára og á að vinna þannig að aðferða- fræðin geti nýst víðar. Það er kynnt fyrir íbúum nú í byrjun mánaðarins. Verkefnið tekur til Eyja- og Miklaholtshrepps sem er sjálfstætt sveitarfélag og Staðarsveitar og Breiðuvíkur sem eru í Snæfellsbæ. Svæðið afmarkast af Haffjarðará í suðri og Hellnum í vestri. Drifkraftur breytinga Átakið er hugsað eins og klasa- samstarf nema hvað það verður þverfaglegt vegna þess að tekið er fyrir tiltekið svæði þar sem margs- konar starfsemi fer fram. Mark- miðið er að efla fólkið sjálft til að styrkja byggðina. Þegar Margrét var í ferða- málafræði á Hólum skoðaði hún verkefni sem unnið var að á Hofsósi og gekk út á að efla fólk til að tak- ast á við uppbyggingu eftir áföll í atvinnulífinu. Henni gafst síðan kostur á því að kynna sér og vinna að byggðaverkefni í Skot- landi sem grundvallast á svipaðri hug- myndafræði. Mikil hnignun hafði orðið í Cairndow í Lock Fyn-firði á vesturströnd Skotlands. Þar hafði íbú- um fækkað og meðalaldur íbúa orðinn hár. Búið var að leggja niður grunnskólann, leikskólann og pósthúsið. Allt eru þetta kunn- ugleg einkenni hnignunar í sveitum á Ís- landi. Brugðist var við með því að efla samfélags- andann og hvetja fólk til dáða. Mar- grét segir að það hafi gengið vel. Þegar fólk hafi far- ið að ræða saman um tækifæri svæðisins hafi komið í ljós að margir voru með svipaðar hugmyndir um uppbyggingu sem þeir gátu unnið saman að. Þeir sáu möguleika til atvinnu- sköpunar í firðinum og þar var meðal annars farið í fiskeldi sem hefur svo vafið upp á sig. Í kringum það varð til matvæla- vinnsla, verslanir og veitingastaðir. Þegar Margrét var þarna á árinu 2007 hafði mjög fjölgað í sveitinni og leikskóli tekinn til starfa. Vanda- málið var hins vegar að ekki var til húsnæði fyrir fólkið sem þangað vildi flytja og var verið að skipu- leggja íbúðahverfi. Margrét telur að skoska verk- efnið sé gott dæmi um það hvernig jákvæðni, bjartsýni og hvatning getur smitað út frá sér og orðið drifkraftur breyt- inga í litlum byggðarlögum. „Ég veit ekki hvort við fáum svona kraftaverk en ef við náum upp sömu stemningu getur fólkið hér gert ýmislegt. Því er þetta verkefni undir heimamönnum kom- ið,“ segir Margrét Björk. Hún segir að ýmis tækifæri séu á sunnanverðu Snæfellsnesi. Svæðið sé þægilegt til búsetu og fallegt. Ungt fólk sem þar hafi alist upp langi að snúa heim. Eftir samdrátt í landbúnaði og fækkun bænda- býla síðustu áratugi hefur ferðaþjón- usta verið vaxt- arbroddur í atvinnulífinu. Margrét telur að enn séu möguleikar, til dæmis á að nýta náttúruna betur til vöruþróunar af ýmsu tagi. „Þjóð- garðurinn Snæfellsjökull gefur okk- ur líka tækifæri sem ekki allir hafa.“ Efla byggðina með jákvæðni  Boltanum er varpað til íbúanna sjálfra í atvinnuþróunarverkefninu Sveitaveginum á Snæfellsnesi  Getum gert kraftaverk ef stemmningin næst upp, segir Margrét Björk Björnsdóttir verkefnisstjóri Ljósmynd/www.mats.is Sveitavegur Beinn og greiður vegur liggur um Staðarsveit. Fjölsótt ferðamannaleið allt árið og telja heimamenn ýmis tækifæri felast í því. Margrét Björk Björnsdóttir, verkefnisstjóri „Sveitaveg- arins“, er á heimavelli og þekk- ir auk þess vel það tilfinn- ingarót sem fylgir því að taka ákvarðanir um að flytja í burtu. Hún er fædd og alin upp á sunnanverðu Snæfellsnesi. Er gift fjögurra barna móðir og býr í Böðvarsholti í Staðarsveit. Margrét tekur dæmi af sjálfri sér í grein- argerð um atvinnuþró- unarverkefnið Sveitaveginn á Snæ- fellsnesi. Árið 2000 þurftu þau hjónin að taka stóra ákvörðun í lífi sínu, um það hvort þau ættu að flytja með fjölskylduna burt úr sveitinni sinni eða ráðast í einhverja nýsköpun og upp- byggingu á staðnum. Fjöl- skyldan flutti burt. „Það var mjög erfið ákvörðun sem tekin var heima við eldhús- borðið eftir miklar tilfinn- ingasveiflur og heilabrot – en byggði samt algerlega á þröngri sýn á það hvaða mögu- leika þessi fjölskylda hefði til atvinnu og uppbyggingar miðað við þá staðhætti, mannvirki, landrými, vélakost og mannafla sem hún hafði á að skipa á sinni bújörð.“ Hún segir að ekki hafi verið hugsað út fyrir túnfótinn, hvort möguleikar væru til uppbygg- ingar með öðrum eða að nýta ein- hver önnur tækifæri á svæðinu. Ekki hafi heldur verið hugsað um hvaða áhrif það hefði á sam- félagið að þessi fjölskylda flytti burt, enda nógu erfitt að taka svo stóra ákvörðun fyrir sjálfan sig og sína fjölskyldu, segir Margrét og bætir því við að þá hefði verið dýrmætt að búa við virkari um- ræðu um möguleika og tækifæri og þéttara stuðningsnet til að vinna að uppbyggingu. Þau fluttu aftur heim eftir sjö ár og Margrét gat nýtt þá mennt- un og þekkingu sem hún hafði aflað sér í „útlegðinni“ og nú langar hana til að láta samfélagið njóta góðs af. helgi@mbl.is Ekki var hugsað út fyrir túnfótinn Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Verkefnisstjóri Margrét Björk Björnsdóttir stýrir atvinnuþróun- arverkefni á Snæfellsnesi. Allt á einum stað! Þín ánægja er okkar markmið vodafone.is Vertu í stöðugu sambandi við vinina í gegnum Facebook, Twitter og aðra samfélagsmiðla með Lumia 800. Kynntu þér málið í næstu verslun okkar eða á vodafone.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.