Morgunblaðið - 03.03.2012, Blaðsíða 43
MENNING 43
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. MARS 2012
Eftir langan aðdragandaauglýsinga og umfjöll-unar var loks komið aðþví að sjá kvikmyndina
Svartur á leik. Myndin, sem var
frumsýnd í vikunni sem leið, er
byggð á samnefndri skáldsögu Stef-
áns Mána sem kom út árið 2004.
Um er að ræða fyrstu kvikmynd
leikstjórans Óskars Þórs Axels-
sonar í fullri lengd. Myndin segir
frá Stebba „psycho“ (Þorvaldur
Davíð Kristjánsson), afvelta ungum
manni sem leiðist út í harðan heim
eiturlyfja og ofbeldis eftir að hafa
gengið berserksgangi sökum ölæðis
í miðbæ Reykjavíkur. Heimur sem í
fyrstu virðist vera vin í eyðimörk
óreglumannsins verður brátt að
helvíti á jörðu og umvafinn skugga-
legum persónum á borð við Bruno
(Damon Younger) og Tóta (Jóhann-
es Haukur Jóhannesson) sekkur
Stebbi æ dýpra í kviksyndi undir-
heimanna. Persónusköpun í mynd-
inni er ágæt og þá sérstaklega í til-
viki aðalpersónunnar, Stebba.
Áhugaverður persónuleikinn er
margræður og sveiflast á milli þess
að líka við gróft lífernið og vilja
draga sig í hlé, jafnvel alla leið
heim til Ólafsvíkur. Þorvaldur Dav-
íð skilar hlutverkinu einstaklega vel
frá sér og er mjög sannfærandi í
túlkun sinni á þeim öflum sem berj-
ast innra með manneskju í slíkum
aðstæðum. Það vill oft gerast að
frammistaða leikara í glæpamynd-
um verði yfirdrifin en svo er ekki í
tilviki Þorvaldar og hinn óöruggi
Stebbi situr svolítið eftir í huga
undirritaðs að áhorfi loknu. Jó-
hannes Haukur og Damon Younger
eru einnig mjög sannfærandi í hlut-
verkum sínum, það sama má segja
um Maríu Birtu, Vigni Rafn Val-
þórsson og Egil Einarsson. Það er
gaman að sjá hvað Jóhannes Hauk-
ur getur túlkað ólíkar persónur en
sá Haukur sem birtist okkur í
Svörtum á leik er ekki beint sá
sami og birtist okkur svo eft-
irminnilega í hlutverki Guffa í
Bjarnfreðarsyni. Öll þau viðurnefni
sem troðið var á margar persónur
myndarinnar urðu þó svolítið
þreytt og hefði mátt sleppa. Út-
færslan á kynningu persónanna í
byrjun er óvenjuleg og end-
urspeglar þann frumleika sem finna
má framsetningu myndarinnar.
Óskar Thór er greinilega óhræddur
við að beita fremur óhefðbundnum
aðferðum við kvikmyndagerð sína.
Framandleikaáhrifum er óspart
beitt og áhorfandinn verður nokkuð
meðvitaður um stöðu sína sem
áhorfandi. Óskar á hrós skilið fyrir
að fara fremur óhefðbundnar leiðir
og eru þær margar hverjar mjög
skemmtilegar auk þess sem mynd-
fléttan skilar sér ágætlega. Á stöku
stað hefði þó mátt leyfa óspjallaðri
myndinni að njóta sín í stað þess að
skeyta saman nokkrum fram-
andlegum atriðum á stuttum tíma.
Fyrstu persónu sögumannsröddin
sem heyra má í myndinni kemur
vel út.
Ágætur maður sagði eitt sinn að
sögumannsrödd væri einungis ódýr
aðferð handritshöfundarins til að
koma sögunni á framfærir og slíkt
ætti einungis heima á sviði bók-
mennta en ekki kvikmynda; því er
ég ósammála. Vel útfærð sögu-
mannsrödd, líkt og þá sem finna
má í Svartur á leik, þarf ekki að
vera ódýr og getur verið skemmti-
leg útfærsla sem á heima í kvik-
myndum jafnt og í bókmenntum.
Íslensk tónlist nýtur sín vel í mynd-
inni og gaman að heyra í böndum á
borð við Singapore Sling og Ens-
ími. Fyrri hluti myndarinnar gefur
það örlítið í skyn að sá undirheimur
sem finna má hér á landi sé bara
nokkuð skemmtilegur og arðbær.
Ég heyrði óvart á tal tveggja
þykkbrjósta manna með sterabólur
sem við hlið mér stóðu í poppröð-
inni í hléinu. „Góð mynd, maður,“
sagði annar þeirra. „Já, maður,
þessi Stebbi þyrfti bara að massa
sig aðeins upp til að verða jafn
nettur og Tóti,“ svaraði hinn í fúl-
ustu alvöru. Í síðari hluta myndar
kom svo raunsær og vel útfærður
viðbjóður undirheimanna í ljós. Ég
rak augun í sömu menn að mynd
lokinni. Það er óhætt að segja að
uppþandir brjóstkassar þeirra hafi
lekið niður líkt og sú spilaborg sem
Stebbi „psycho“ og félagar hans
lifðu og hrærðust í.
Spilaborgir íslenskra undirheima
Svartir „Heimur sem í fyrstu virðist vera vin í eyðimörk óreglumannsins
verður brátt að helvíti á jörðu,“ segir Davíð Már m.a. um Svartur á leik.
Smárabíó, Laugarásbíó,
Háskólabíó, Borgarbíó,
Bíó Paradís
Svartur á leik
bbbbn
Leikstjórn: Óskar Þór Axelsson. Hand-
rit: Óskar Þór Axelsson og Stefán
Máni. Aðalhlutverk: Þorvaldur Davíð
Kristjánsson, Jóhannes Haukur
Jóhannesson, Damon Younger, María
Birta, Vignir Rafn Valþórsson og Egill
Einarsson. 104 mín. Ísland, 2012.
DAVÍÐ MÁR
STEFÁNSSON
KVIKMYNDIR
SÝND MEÐ ÍSLENSKUM TEXTA
”EIN BESTA MYND ÁRSINS –
PUNKTUR.”
Jake Hamilton, Fox Tv
”TVEIRÞUMLAR UPP”Ebert presents at the movies
Fox tv- Denver
Peter Hammond,
Back Stage
Peter Travert -
Rolling Stones
”ALGJÖR GLEÐIFRÁ BYRJUN TIL ENDA” ”UNAÐSLEGA GLETTIN– HITTIR BEINT Í MARK”
“BRÁÐSKEMMTILEG OG
SPRENGHLÆGINLEG – ALGJÖR
DEMANTUR”
“FRÁBÆR FYRIR ALLA”
Ben Lyons, E!
FRÁBÆR ÆVINTÝRAMYND FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA
MÖGNUÐ ÞRÍVÍDD
Toppmyndin á Íslandi og vinsælasta
myndin í heiminum í dag
Myndin sem hefur setið
síðustu 3 vikur á toppnum
í Bretlandi og notið
gríðarlega vinsælda í USA.
Ein besta
draugamynd
síðari ára
FRÁBÆRAR
FRÁ DISNEY
empire
Time
Movieline
blurb.com
Frá höfundi Death at a Funeral.Frábær
gamanmynd
með
sótsvörtum
húmor
FRÁBÆR ÆVINTÝRAMYND
FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA
VANESSA HUDGENS, MICHAEL CAINE OG DWAYNE „THE
ROCK“ JOHNSON TRYGGJA ÓSTÖÐVANDI BÍÓSKEMMTUN
MÖGNUÐ ÞRÍVÍDD
Toppmyndin á Íslandi
og vinsælasta myndin
í heiminum í dag
ÓSKARS-
VERÐLAUN5
ÁLFABAKKA
10
10
10
7
7
7
12
12
12
12
12
VIP
EGILSHÖLL
12
16
16
16
16
16
L
L
L
L
L
L
L
L
16
16
16
L
L
L
L
AKUREYRI
7
SELFOSS
10
7
12
16
16
L
L
L
KRINGLUNNI
KEFLAVÍK
12
16
16
SVARTUR Á LEIK kl. 8 2D
THE WOMAN IN BLACK kl. 10:20 2D
A FEW BEST MEN kl. 8 - 10:10 2D
MERKTAR MEÐ GRÆNU OG APPELSÍNUGULU Í BÍÓAUGLÝSINGUM
SAMBÍÓA KR. 1000 Á GRÆNT OG KR. 750 Á APPELSÍNUGULT
Time
Movieline
Myndin sem hefur setið síðustu 3
vikur á toppnum í Bretlandi og notið
gríðarlega vinsælda í USA.
Ein besta draugamynd síðari ára
THE WOMAN IN BLACK kl. 8 - 10:20 2D
FRÍÐA OG DÝRIÐ ísl tal í 3D kl. 2 3D
HUGO með ísl texta í 2D kl. 3:50 2D
JOURNEY 2: THE MYSTERIOUS ISLAND kl. 6 3D
PRÚÐULEIKARARNIR enskt tal ísl texti kl. 2 2D
FJÖRFISKARNIR kl. 3:40 2D
WAR HORSE kl. 5:30 2D
A FEW BEST MEN kl. 8 - 10:20 2D
A FEW BEST MEN kl. 8 - 10:20 2D
BEAUTY & THE BEAST (FRÍÐA OG DÝRIÐ) ísl. Tali kl. 2 - 4 - 6 2D
PUSS IN BOOTS M/ ísl. Tali kl. 2 2D
THE HELP kl. 5 2D
CONTRABAND kl. 8 2D
MISSION IMPOSSIBLE 4 kl. 10:20 2D
PROJECT X FORSÝNING kl. 8 2D
THE WOMAN IN BLACK kl. 8 - 10:10 2D
JOURNEY 2 kl. 1:30 - 3:40 - 5:50 - 8 - 10:10 3D
STÍGVÉLAÐI KÖTTURINN m/ísl tali kl. 1 2D
HUGO kl. 3:10 - 5:20 2D
HAYWIRE kl. 5:50 - 8 - 10:10 2D
FRÍÐA OG DÝRIÐ m/ísl tali kl. 1:20 - 3:20 3D
FJÖRFISKARNIR m/ísl tali kl. 1:20 - 3:30 2D
PRÚÐULEIKARARNIR m/ens tali kl. 5:40 2D
A FEW BEST MEN kl. 10:10 2D
THE WOMAN IN BLACK kl. 5:50 - 8 - 10:10 2D
WOMAN IN BLACK VIP 1:30 - 3:40 - 5:50 - 8 - 10:10 2D
PROJECT X Forsýning kl. 10:10 2D
JOURNEY 2 3D kl. 1:30 - 3:40 - 5:50 3D
JOURNEY 2 kl. 1:30 - 3:40 - 5:50 - 8 2D
A FEW BEST MEN kl. 8 - 10:10 2D
BEAUTY & THE BEAST - 3D M/ ísl. Tali kl. 2 - 4 - 6 3D
HUGO Með texta kl. 2 - 5:30 - 8 - 10:30 2D
CONTRABAND kl. 8 - 10:20 2D
STÍGVÉLAÐI KÖTTURINN M/ ísl. Tali kl. 1:30 - 3:40 2D
THE WOMAN IN BLACK kl. 5:50 - 8 - 10:10 2D
JOURNEY 2 3D kl. 1:30 - 3:40 - 5:50 - 8 3D
EXTREMELY LOUD AND INCREDIBLY CLOSE kl. 8 2D
A FEW BEST MEN kl. 10:10 2D
SHAME kl. 10:40 2D
BEAUTY & THE BEAST - 3D M/ ísl. Tali kl. 1:30 - 3:40 3D
THE HELP kl. 5 2D
PRÚÐULEIKARARNIR kl. 2 2D
FORSÝNINGAR UM HELGINA!!
FRÁBÆR MYND FRÁ ÞEIM SEM FÆRÐU OKKUR HANGOVER