Morgunblaðið - 03.03.2012, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 03.03.2012, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. MARS 2012 Vasklausir dagar um helgina 21% af öllum vörum! Nýjar vörur! var 31.900.- nú 25.201.- var 19.900.- nú 15.721.- var 2990.- nú 2362.-Eldri púðar frá 1295.- án vsk 1023.- Nýir púðar! Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Eftir að kínverskt félag, China Nat- ional Bluestar, keypti móðurfélag Járnblendiverksmiðjunnar á Grund- artanga, Elkem í Noregi, á síðasta ári komust Hvalfjarðargöngin að hluta til í kínverska eigu. Elkem á Íslandi á 16% hlut í Eignarhalds- félaginu Speli hf., sem aftur á félag- ið Spöl hf. að öllu leyti, hinn eig- inlega rekstraraðila Hvalfjarðarganga. Aðrir helstu eig- endur eignarhaldsfélagsins eru Faxaflóahafnir með 23,4% hlut, rík- ið á 16% eftir að hafa tekið yfir hlut Sementsverksmiðjunnar á Akra- nesi, Vegagerðin á 10% og Hval- fjarðarsveit tæp 10%. Þannig hefur eignarhaldið að mestu verið óbreytt frá því að göngin voru tekin í notk- un árið 1998. Járnblendiverksmiðjan var þá í meirihlutaeigu ríkisins og hluturinn í Speli hefur fylgt verksmiðjunni síðan, óháð eigendabreytingum á verksmiðjunni eða móðurfélagi þess í Noregi. Gísli Gíslason, stjórnarformaður Spalar, segir engar breytingar hafa orðið á félaginu þó að kínverskir fjárfestar hafi eignast Elkem á síð- asta ári. Spölur á og rekur Hval- fjarðargöngin en skilar þeim til rík- isins þegar þau hafa greitt sig upp að fullu. Að sögn Gísla gæti það gerst árin 2018 eða 2019 og þá yrði veggjaldið fellt niður. Engar áætl- anir eru uppi um að tvöfalda göngin en Gísli segist ekki hafa breytt þeirri skoðun sinni að stækkun ganganna ætti að vera inni í sam- gönguáætlun. „Ekki nema að menn hafi þá trú að umferð muni ekki aukast,“ segir Gísli en 4,7% sam- dráttur varð í umferð um göngin milli áranna 2010 og 2011. Aðalfundur Spalar fer fram 8. mars nk. þar sem ársreikningur fyr- ir tímabilið 1. október 2010 til 31. desember 2011 verður lagður fram. Rekstrarárið var áður október til september en verður framvegis almanaksárið. Á þessu 15 mánaða tímabili varð rekstrarhagnaður upp á 281 milljón króna. Á tímabilinu fóru 2.270.173 ökutæki um göngin, sem jafngildir um 5.000 ökutækjum dag hvern. Á ársfundi verður tillaga um alls 49 milljóna kr. arðgreiðslu. Kínverjar eiga í göngunum  Elkem á Grundartanga á 16% hlut í Speli, sem á og rekur Hvalfjarðargöngin  Aðaleigandi Elkem í Noregi er kínverska félagið China National Bluestar Morgunblaðið/Sverrir Baldur Guðlaugsson, fyrrverandi ráðuneytisstjóri, hefur falið lög- mannsstofunni LEX að senda kæru til Mannréttindadómstóls Evrópu. Kæran verður send á næstunni. Það er mat LEX að með dómi Hæstaréttar hinn 17. febrúar síð- astliðinn, þar sem Baldur var sak- felldur fyrir innherjasvik, hafi í veigamiklum atriðum verið brotinn réttur á Baldri í skilningi ákvæða Mannréttindasáttmála Evrópu. Í tilkynningu LEX eru eftirtalin atriði talin upp. Í fyrsta lagi er tal- ið að brotið hafi verið gegn rétti Baldurs til að þurfa ekki að sæta endurtekinni málsmeðferð vegna refsiverðrar háttsemi. Fjármálaeft- irlitið (FME) rannsakaði mál Bald- urs og tilkynnti honum um lok þess í maí 2009 á grundvelli þess að hann hefði ekki búið yfir inn- herjaupplýsingum. Málið var svo tekið aftur upp án þess að laga- heimild stæði til þess. Í öðru lagi að réttur Baldurs til réttlátrar málsmeðferðar sam- kvæmt 6. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu hafi ekki verið virtur þar sem hann var sakfelldur fyrir ann- að en hann var ákærður fyrir. Í þriðja lagi er talið að réttur Baldurs til rétt- látrar máls- meðferðar sam- kvæmt fyrr- nefndri grein Mannréttinda- sáttmálans hafi ekki verið virtur þar sem Hæsti- réttur tók ekki afstöðu til ýmissa veigamikilla at- riða í vörn Baldurs. M.a. að hvorki Landsbankinn né FME töldu að þær upplýsingar sem Baldur var dæmdur fyrir að búa yfir hafi verið innherjaupplýsingar. Í fjórða lagi er talið að réttur Baldurs til réttlátrar máls- meðferðar skv. 6. gr. sáttmálans hafi ekki verið virtur þar sem sönnunarbyrði í málinu hafi í raun verið snúið við. Í fimmta lagi er talið að réttur Baldurs til réttlátrar málsmeð- ferðar skv. sömu grein hafi ekki verið virtur þar sem verulegur vafi leiki á því að mál hans hafi í raun notið óvilhallrar meðferðar fyrir dómi. gudni@mbl.is Kærir til Mann- réttindadómstóls  Mál Baldurs Guðlaugssonar kært Baldur Guðlaugsson Guðni Einarsson gudni@mbl.is Morgunblaðið hefur heimildir fyrir því að fyrrverandi bankamenn hafi komist að því við yfirheyrslu hjá sér- stökum saksóknara að lögreglan hafði ekki einungis hlerað síma held- ur einnig fundarstað þar sem þeir hittust löngu eftir efnahagshrunið. Upptökur spilaðar Mennirnir voru háttsettir hjá ein- um föllnu bankanna fyrir hrun. Við yfirheyrslu hjá sérstökum saksókn- ara voru spilaðar upptökur úr síma til að hressa upp á minni þeirra sem verið var að yfirheyra. Svo var spurt út í tiltekinn fund mannanna sem haldinn var á skrifstofu í miðborg- inni löngu áður en yfirheyrslan fór fram. Þegar kom í ljós að viðkom- andi mundi ekki efni fundarins í smáatriðum var spiluð hljóðritun af fundinum til að hressa upp á minnið. Það kom þeim á óvart að lögreglan skyldi ekki einungis hafa hlerað síma heldur einnig fundarstaðinn. Mennirnir brugðu sér á annan stað í húsinu til að fá sér kaffi og svo virtist sem upptökutækið hefði ekki náð þangað því sérstaklega var spurt hvers vegna þeir hefðu flutt sig um set og hvað þar hefði verið rætt, samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins. Beita öllum leyfðum úrræðum „Við notum öll þau úrræði sem lög um meðferð sakamála bjóða upp á og notum það sem við teljum við eiga hverju sinni,“ sagði Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari. Hann kvaðst ekki geta svarað til um einstök mál. Aðspurður á hvaða forsendu óskað væri hlustunar kvaðst Ólafur Þór ekki vilja tjá sig um efni kröfugerða sem gerðar væru í þessu skyni, en sagði að beiting slíkra úrræða væri ávallt borin undir dómara. Í skriflegu svari innanríkisráð- herra við fyrirspurn Gunnars Braga Sveinssonar alþingismanns um hler- anir, sem útbýtt var á Alþingi 15. júní í fyrra, kom fram að embætti lögreglustjórans á höfuðborgar- svæðinu sæi um framkvæmd sím- hlerana á landsvísu. Ólafur var spurður hvort lögregl- an á höfuðborgarsvæðinu hlustaði fyrir embætti hans. Hann kvaðst ekki geta tjáð sig neitt um starfs- aðferðir lögreglu því ekki væri gert ráð fyrir því að saksóknari gerði slíkt samkvæmt 18. grein laga um með- ferð sakamála. Brynjar Níelsson, hrl. og formað- ur Lögmannafélags Íslands, sagði það vera þekkt við rannsókn fíkni- efnamála að lögreglan hleraði hús- næði og síma. Hann kvaðst ekki hafa heyrt af símhlerunum vegna meintra efnahagsbrota fyrr en embætti sér- staks saksóknara hóf rannsóknir sín- ar. Nýtt í efnahagsbrotum Brynjar benti á skilyrði laga um meðferð sakamála fyrir því að beita hlerunum. Hann sagði að áður fyrr hefði símahlerunum ekki verið beitt við rannsókn meintra efnahagsbrota því þau hefðu ekki náð lagaskilyrði um átta ára refsiramma. Brynjar taldi að sérstakur saksóknari hefði væntanlega rökstutt beiðnir um hlustun á grundvelli sérstakra al- mannahagsmuna. „Þetta er algjörlega nýtt rann- sóknarúrræði við efnahagsbrot sem sérstakur saksóknari beitir og að dómstólar skyldu heimila það er mjög sérstakt,“ sagði Brynjar. Hann kvaðst hafa heyrt af hlerun húsnæð- is vegna efnahagsbrota en ekki hafa fengið neina staðfestingu á slíku. Fundur fyrrverandi bankamanna hleraður  Sérstakur saksóknari beitir þeim úrræðum sem lög leyfa Morgunblaðið/Brynjar Gauti Hlustun Lög leyfa hlustun, t.d. símtala eða funda, í þágu rannsóknar saka- mála að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Myndin er sviðsett. Ákvæði laga um hlustun » Kveðið er á um símahlustun og önnur sambærileg úrræði í XI. kafla laga um meðferð sakamála (88/2008). Þar er einnig kveðið á um skilyrði fyr- ir því að beita megi hlustun eða sambærilegum úrræðum. » Þau eru m.a. „að rannsókn beinist að broti sem varðað getur að lögum átta ára fang- elsi ellegar að ríkir almanna- hagsmunir eða einkahags- munir krefjist þess“. Einkahlutafélagið Apogee, sem er í eigu Jóhannesar Jónssonar og við- skiptafélaga, hef- ur selt 50% hlut sinn í hlutafélag- inu SMS í Fær- eyjum. Kaupendur eru Gullak Madsen, sem á nú 37% hlut í félaginu, og hlutafélagið N.J. Mortensen, sem á 13%. SMS á og rekur tíu verslanir í Færeyjum og er nokkrar þeirra að finna í samnefndri verslunarmiðstöð, sem þó er ekki í eigu félagsins, að sögn Jóhannesar. Fimm af versl- ununum tíu eru Bónusverslanir en SMS er að auki eigandi nokkurra veitingastaða. Jóhannes vildi ekki gefa upp sölu- verð hlutarins í samtali við Morgun- blaðið í gær en sagði ástæðu sölunnar þá að áhugi hans og félaga hans lægi nú annars staðar. holmfridur@mbl.is Jóhannes selur hlut sinn í SMS Jóhannes Jónsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.