Morgunblaðið - 04.05.2012, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 04.05.2012, Qupperneq 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. MAÍ 2012 www.golfkortid.is Einstaklingskort 9.000 kr. Fjölskyldukort 14.000 kr. golfvöllur - eitt kort31 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir, vidskipti@mbl.is Menning Pétur Blöndal menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. BAKSVIÐ Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is „Það er ekkert óeðlilegt að sveitar- félag geri leigusamning á jörð við leigutaka til fjörutíu ára. En það verður að kveða skýrt á í samningi hvað gerist eftir þessi fjörutíu ár varðandi uppbygginguna á staðnum og til hvers hann er að taka landið á leigu,“ segir Óskar Páll Óskarsson lögfræðingur hjá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu. Á ríkisjörðum getur verið lífstíðarábúð Svo gæti farið að jörðin Gríms- staðir á Fjöllum verði leigð Huang Nubo til fjörutíu ára. Verið er að skoða hvort sveitarfélög á Norður- og Austurlandi kaupi ríflega 70% hlut í jörðinni og leigi hana til félags í eigu Huangs. „Á ríkisjörðum getur verið lífstíðarábúð ábúenda. Fjöru- tíu ára leigutími er mjög eðlilegur miðað við að leigutakinn ætlar að byggja staðinn upp,“ segir Óskar. Í lögum um frístundabyggð og leigu lóða undir frístundahús kemur fram að óheimilt er að gera tíma- bundinn leigusamning um lóð undir frístundahús til skemmri tíma en 20 ára. Að loknum þeim tíma er ávallt hægt að semja um áframhaldandi leigu. Óskar segir að leigusamn- ingar varðandi frístundalóðir séu oft gerðir til 40 til 50 ára. Annað gildi um leigu á hlunnindum eins og laxveiðiám. Þær séu yfirleitt leigðar til skamms tíma vegna ákvæða í 8. gr. jarðalaga um að taka hlunnindi ekki frá jörðum. Sérstakt samkomulag Huang hyggur á mikla uppbygg- ingu á Grímsstöðum. Þar sem hann gerir leigusamning gilda ábúðarlög ekki í hans tilfelli. Því þarf að taka skýrt fram í leigusamningnum hvert framhaldið verður eftir fjöru- tíu ár, hvort leigan verður fram- lengd eða jarðareigandinn kaupi það sem Huang hefur byggt upp á staðnum. Bergur Elías Ágústsson bæjar- stjóri Norðurþings segir að gert verði sérstakt samkomulag í leigu- samningnum um svæðið, um um- gengnina um landið og hvernig því verður skilað í lok leigutímans. „Verkefnið skiptist í tvo hluta; annars vegar þessar fjár- festingar og veitingu ívilnana sem viðkemur okkur ekki í sjálfu sér. Hins vegar sjálfa uppbygginguna, leiguna og landið og það verður á milli okkar og félags Hu- angs.“ Ekki óeðlilegt að semja til 40 ára  Ábúðarlög gilda ekki í tilfelli Grímsstaða og Huangs Ljósmynd/Birkir Fanndal Grímsstaðir á Fjöllum Það skýrist væntanlega á næstu dögum hvort Huang Nubo leigir jörðina til fjörutíu ára. Egill Ólafsson egol@mbl.is „Ég lýsti því yfir á fundinum að þetta væri alvarlegasta milliríkja- deila sem við hefðum átt í síðan við lok þorskastríð- anna,“ sagði Ein- ar K. Guðfinns- son, fyrrverandi sjávarútvegsráð- herra, sem ræddi makríldeiluna á fundi með fulltrú- um úr sjávarút- vegsnefnd Evr- ópusambandsins. Nefndin átti í gær fund með atvinnuveganefnd Alþingis. Á fund- inum voru aðallega tvö mál til um- ræðu, endurskoðun sjávarútvegs- stefnu ESB og makríldeilan. Einar sagði að það hefði komið greinilega fram á fundinum að það væri ágreiningur í nefndinni um grundvallaratriði í sambandi við endurskoðun sjávarútvegsstefnu ESB. Ennfremur kom fram að vinnu nefndarinnar muni ekki ljúka fyrr en í lok þessa árs og þá ætti málið eftir að fara inn í þingið. Mikil óvissa „Mér fannst þetta athyglisvert vegna þess að menn hafa verið að segja öðrum þræði að viðræður okk- ar við Evrópusambandið um sjávar- útvegsmál séu á einhvern hátt háðar þessari endurskoðun fiskveiðilög- gjafarinnar. Það er að mínu mati í al- gjörri óvissu hvenær þeirri vinnu lýkur,“ sagði Einar. Á fundinum kom makríldeilan einnig til umræðu. Engin lausn er í sjónmáli í deilunni, en ESB og Nor- egur standa saman og hafna alger- lega sjónarmiðum Íslands og Fær- eyja í málinu. „Ég sagði á fundinum að ástæða fyrir þessari deilu við Evrópusam- bandið og Noreg um makrílinn væri í því fólgin að þeir tækju til sín með freklegum hætti 90% af því sem talið væri ráðlegt aflamark. Þetta væri uppspretta ágreinings en ekki að við værum með einhverjum hætti að ganga illa um auðlindina.“ Alvarlegasta deilan frá lokum þorskastríða Einar K. Guðfinnsson Vegagerðin og verktakafyrirtækið Suðurverk skrifuðu í gær undir samning um að fyrirtækið leggi Vestfjarðaveg á milli Eiðis og Þver- ár. Að sögn Guðmundar Ólafssonar, verkefnastjóra hjá Suðurverki, hefj- ast framkvæmdir líklega á næstu vikum og munu um 20-25 manns starfa við þær í sumar. Hann gerir ráð fyrir að unnið verði við fram- kvæmdina mestan hluta ársins og að starfsmönnum við hana fjölgi nokkuð næsta sumar þegar hafist verði handa við brúarsmíðar yfir Mjóafjörð og Kjálkafjörð. Hann segir að nú sé verið að bíða eftir pramma sem notaður verði til að fylla upp í firðina fyrir brúar- smíðarnar. Pramminn hafi verið í leigu hjá Ístaki í Noregi en varð- skipið Þór sé að draga hann til landsins. Guðmundur segir að gert sé ráð fyrir að notuð verði allt að ein og hálf milljón rúmmetra af efni í uppfyllingar. Suðurverk átti næstlægsta til- boðið í verkið og hljóðaði það upp á tæpa 2,5 milljarða króna. Í frétt á vefsíðu Vegagerðarinnar kemur fram að heildarkostnaðurinn við verkið verði líklega um þrír millj- arðar. Verkinu á að vera lokið að fullu 1. september árið 2015. kjartan@mbl.is Yfir 20 manns vinna við Vestfjarðaveg í sumar Ljósmynd/Landhelgisgæslan Dráttur Varðskipið Þór dregur pramma Suðurverks frá Noregi.  Þór kemur með pramma frá Noregi „Í rauninni hef ég ekki for- sendur til að meta málið því ég hef ekki séð samninginn. Ég bíð eins og aðrir eftir að sjá hvernig hann er,“ segir Ögmundur Jón- asson innanríkisráðherra um áætlanir sveitarfélaga á Norður- landi um að kaupa Grímsstaði á Fjöllum og leigja kínverska fjár- festinum Huang Nubo. Ögmundur hafnaði að veita fyrirtæki Huang undanþágu frá banni við erlendum fjárfest- ingum. „Mér hefur fundist skorta á að Íslendingar tækju upp umræðu um eignarhald á landi og kosti þess og galla að afnotaréttur yfir íslensku landi og öræfum sé færður út úr okkar samfélagi. Ég játa að ég hef miklar efa- semdir um að það sé hyggilegt.“ helgi@mbl.is Hefur ekki séð samning INNANRÍKISRÁÐHERRA Ögmundur Jónasson Ríkissjóður gekk í gær frá samning- um um útgáfu skuldabréfa að fjárhæð 1 milljarði Bandaríkjadala, sem jafn- gildir um 124 milljörðum króna. Skuldabréfin bera fasta vexti og eru gefin út til 10 ára á ávöxtunarkröfunni 6,0%. Fjárfestar sýndu útgáfunni mikinn áhuga og nam eftirspurn um 4 milljörðum Bandaríkjadala, segir í frétt frá fjármálaráðuneytinu. Fjárfestahópurinn samanstendur aðallega af fagfjárfestum frá Banda- ríkjunum og Evrópu. Skuldabréfaút- gáfan kom í framhaldi kynningarher- ferðar í Bandaríkjunum og Evrópu. Umsjón var í höndum Deutsche Bank, J.P. Morgan og UBS Invest- ment Bank. „Þessi aðgerð markar heilmikil tímamót fyrir Ísland og er afar já- kvæð fyrir íslenskt efnahagslíf,“ er haft eftir Oddnýju Harðardóttur fjár- málaráðherra í fréttatilkynningu. „Við erum með þessu að fylgja eftir vel heppnaðri skuldabréfaútgáfu frá því í fyrra á bréfum sem gefin voru út til skemmri tíma. Viðbrögð fjárfesta eru mjög ánægjuleg, eftirspurn er tvisvar sinnum meiri en í síðustu skuldabréfaútgáfu og fjöldi þátttak- enda í útboðinu er einnig tvöfalt meiri en þá. Þetta er fyllilega í samræmi við stefnumörkun okkar í lánamálum rík- isins þar sem markmiðin eru meðal annars þau að tryggja aðgengi að er- lendum lánsfjármörkuðum til lengri tíma og að stórum og fjölbreyttum hópi fjárfesta.“ Skuldabréfaútgáfa fyrir 124 milljarða

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.