Morgunblaðið - 04.05.2012, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 04.05.2012, Qupperneq 20
20 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. MAÍ 2012 Elísabet II. Bretadrottning kannar heiðursvörð við athöfn fyrir utan Windsor-kastala í gær. Drottningin varð 86 ára 21. apríl en venja er að haldið sé upp á afmæli hennar í júní. Bretar minnast nú einnig þess að í ár eru sex áratugir liðnir frá því að Elísabet varð drottning. Á hátíð- inni í júní verður meðal annars viðhafnarsýning báta í Tempsá og tónleikar fyrir utan Bucking- ham-höll með Paul McCartney og Elton John. Mikið um dýrðir í tilefni af afmæli drottningar Reuters Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Fjölmiðlar í Frakklandi sögðu í gær að hvorugur forsetaframbjóðend- anna tveggja hefði borið sigur úr býtum í sjónvarpskappræðum þeirra í fyrrakvöld. Báðir frambjóðendurn- ir skutu föstum skotum og margir fréttaskýrendur sögðu að François Hollande, forsetaefni sósíalista, hefði komið á óvart með harðfylgi og óvæginni gagnrýni á Nicolas Sar- kozy forseta. Hollande hefur verið með talsvert forskot í skoðanakönnunum síðustu mánuði og margir stuðningsmenn Sarkozys höfðu litið á kappræðurnar sem síðasta tækifæri forsetans til að snúa vörn í sókn og koma „rothöggi“ á keppinautinn. Fréttaskýrendur sögðu að það hefði ekki tekist. Leiðarahöfundar franskra dag- blaða töldu að kappræðurnar myndu ekki hafa mikil áhrif á fylgi fram- bjóðendanna. Fyrir kappræðurnar höfðu skoðanakannanir bent til þess að Hollande fengi um 53-54% fylgi í síðari umferð forsetakosninganna á sunnudag. Sarkozy vonaðist til þess að geta sannfært kjósendur um að Hollande hefði ekki næga pólitíska reynslu til að stjórna landinu og loforð hans um að minnka fjárlagahallann sam- ræmdust ekki áformum hans um aukin ríkisútgjöld. Óvægnustu kappræðurnar Fyrir kappræðurnar hafði Hol- lande verið mildari í framgöngu en forsetinn í kosningabaráttunni og lofað því að stuðla að þjóðareiningu en hann sýndi á sér nýja hlið í kapp- ræðunum, einkum þegar á leið. Sarkozy sakaði Hollande nokkrum sinnum um lygar, sagði hann „hroka- fullan“ og „óhæfan“ til að stjórna landinu og lýsti honum sem „róg- bera“. Hollande var í vörn í byrjun kapp- ræðnanna en blés til gagnsóknar, hæddist að forsetanum og sakaði hann meðal annars um að hafa lagt efnahag landsins í rúst og neita að axla ábyrgð á mistökum sínum. Hol- lande lýsti Sarkozy sem sjálfumglöð- um forseta, sagði hann hugsa meira um eigin hag á meðan efnahags- kreppa léki frönsku þjóðina grátt. Þýska fréttaritið Spiegel sagði að þetta hefðu verið hörðustu og óvægnustu sjónvarpskappræður í sögu forsetakosninga í Frakklandi. „Sarkozy gat ekki lengur leynt megnustu óbeit sinni á Hollande og Hollande leyndi ekki ímugust sinni á Sarkozy,“ sagði fréttaskýrandi Spiegel. Nicolas Sarkozy spáði því í gær- morgun að mjög mjótt yrði á munum í síðari umferðinni og að þetta yrðu tvísýnustu forsetakosningar í sögu Frakklands. Hollande sagði að „nokkrar óþekktar stærðir“ gætu ráðið úrslit- um, meðal annars kjörsóknin og framganga frambjóðendanna á síð- ustu dögum kosningabaráttunnar. Báðir frambjóðendurnir biðluðu til stuðningsmanna Marine Le Pen, forsetaefnis Þjóðfylkingarinnar, sem fékk sex milljónir atkvæða í fyrri umferðinni. Le Pen sagði í gær að baráttunni væri í raun lokið því Sar- kozy hefði „beðið ósigur fyrir löngu“. Áætlað er að um 17,8 milljónir manna hafi fylgst með kappræðun- um sem stóðu í tvær klukkustundir og 50 mínútur. Kom ekki „rothöggi“ á Hollande  Sarkozy spáir tvísýnustu forsetakosningum í sögu Frakklands eftir mjög harða og óvægna rimmu forsetaframbjóðendanna tveggja í sjónvarpi  Hvorugur þeirra fór með sigur af hólmi í kappræðunum AFP Kappræður Hollande (t.v.) og Sarkozy skutu föstum skotum. Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Bandarískir embættismenn sögðu í gær að þeir hefðu hafið viðræður við kínverska and- ófsmanninn Chen Guangcheng vegna þess að hann vildi nú komast frá Kína með fjölskyldu sinni. Chen kvaðst óttast um öryggi sitt og fjölskyldu sinnar. Chen, sem er blindur, sjálfmenntaður lög- fræðingur, flúði úr stofufangelsi 22. apríl í Shandong-héraði þótt hann hefði verið í strangri gæslu tuga varða. Hann dvaldi í sex daga í sendiráði Bandaríkjanna í Peking þar til í fyrradag þegar hann féllst á að fara þaðan á sjúkrahús eftir að samkomulag náðist milli Bandaríkjamanna og Kínverja um að honum yrði veitt frelsi. Talsmaður bandaríska utanríkisráðuneytis- ins sagði að bandarískir embættismenn hefðu rætt tvisvar við Chen í síma um kosti hans í stöðunni eftir að honum snerist hugur. Gary Locke, sendiherra Bandaríkjanna í Peking, neitaði því að Bandaríkjamenn hefðu þrýst Chen til að fara frá sendiráðinu. Hótuðu að berja hana til dauða Chen sagði í viðtölum í gær við AFP og fleiri fréttastofur að hann hefði í fyrstu ekki viljað óska eftir hæli í öðru landi en honum snerist hugur eftir að hann var fluttur á sjúkrahúsið. „Ég vil fara til annars lands. Ég vil að Banda- ríkjamenn hjálpi mér og fjölskyldu minni,“ hafði AFP eftir Chen. Andófsmaðurinn sagði í viðtali við CNN- sjónvarpið að hann óttaðist um öryggi sitt og fjölskyldu sinnar. Eftir flótta hans úr stofu- fangelsi hefðu lögreglumenn bundið eiginkonu hans á höndum og fótum niður í stól í tvo daga og hótað að berja hana til dauða. Chen sagði í viðtali við breska ríkisútvarpið að hann hefði ekki getað hitt bandaríska emb- ættismenn í gær og kvaðst telja að kínversk yfirvöld hefðu komið í veg fyrir það. Talsmaður mannréttindasamtakanna Hum- an Rights Watch sagði þau hafa efasemdir um að kínversk stjórnvöld myndu standa við lof- orð sín um að veita Chen frelsi. Standi þau ekki við samkomulagið gæti það orðið vopn í höndum andstæðinga Baracks Obama í for- setakosningunum í Bandaríkjunum. Chen er einkum þekktur fyrir að afhjúpa mannréttindabrot embættismanna í Shandong sem þvinguðu þúsundir kvenna til að fara í ófrjósemisaðgerð eða í fóstureyðingu seint á meðgöngu til að tryggja að lög um eitt barn á fjölskyldu væru virt. Chen Guangcheng vill nú fara í útlegð frá Kína Reuters Flúði Chen Guangcheng ræðir við eiginkonu sína (2. frá hægri) á sjúkrahúsi í Peking.  Andófsmaðurinn kveðst óttast um öryggi sitt og fjölskyldu sinnar  Eiginkonu hans hótað lífláti  Mannréttindasamtök efast um að stjórnvöld í Kína standi við samkomulag um að veita Chen frelsi Mannréttinda- samtök sökuðu í gær stjórnvöld í Aserbaídsjan um að bæla niður gagnrýni og tak- marka frelsi fjöl- miðla í aðdrag- anda Evróvisjón sem fram fer í Bakú, höfuðborg landsins, síðar í mánuðinum. Amnesty International og Human Rights Watch hvöttu EBU, samtök evrópskra sjónvarpsstöðva, til að mótmæla mannréttindabrotum stjórnvalda í Aserbaídsjan og gagn- rýndu samtökin fyrir að leiða kúgun- ina hjá sér. Mannréttindasamtökin segja að algengt sé að blaðamenn í Aserbaíd- sjan verði fyrir „áreitni, hótunum og árásum“ yfirvalda. Amnesty Inter- national segir að nú séu átján sam- viskufangar í fangelsum í Aserbaíd- sjan, fjórtán pólitískir andófsmenn sem hnepptir voru í fangelsi fyrir mótmæli, tveir blaðamenn og tveir baráttumenn fyrir mannréttindum. Stjórn Aserbaídsjans neitar þess- um ásökunum, segir þær runnar undan rifjum afla sem vilji grafa undan henni með ófrægingar- herferð. Kúgun í Aserbaídsjan mótmælt Evróvisjón mót- mælt í Bakú.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.