Morgunblaðið - 04.05.2012, Side 32

Morgunblaðið - 04.05.2012, Side 32
32 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. MAÍ 2012 ✝ Einar Þór Þór-hallsson fædd- ist í Reykjavík 25. janúar 1958. Hann lést á sjúkrahúsi í Istanbul í Tyrk- landi 26. apríl 2012. Foreldrar Einars voru Guðríður Ingibjörg Ein- arsdóttir, f. 28. mars 1919, d. 1. apríl 2010 og Þór- hallur Ágúst Þorláksson, f. 10. janúar 1920, d. 14. apríl 2009. Systkini Einars eru Örn Þór- hallsson, f. 1947, giftur Erlu Magnúsdóttur, f. 1947, þau eiga þrjár dætur. Þórunn Þórhalls- dóttir, f. 1949, gift Jóni Hjaltalín Ólafssyni, f. 1949, þau eiga tvær dætur. Sigríður Þórhallsdóttir, f. 1953, gift Jóni Kristjáni Árna- syni, f. 1953, þau eiga þrjú börn. Hálfsystir Einars Þórs er Hörn Harðardóttir, f. 1938, sambýlis- maður Matthías Jakobsson. Hún á þrjú börn. Einar bjó sín barndóms- og unglingsár í Laugarneshverf- inu, gekk í Laugarnesskóla og síðar í Laugarlækjarskóla. leiðslufyrirtæki. Íspakk samein- aðist Valdimari Gíslasyni ehf. árið 1998 undir nafninu VGÍ ehf. Einar tók þátt í kaupum á Steinari stálhúsgagnagerð og sameiningu við Bíró og samruna þessara fyrirtækja og GKS á árinu 1992. Árið 2003 stofnaði Einar Þór hugbúnaðar- og inn- flutningsfyrirtækið Kerf- islausnir ehf. sem sérhæfði sig í kerfum fyrir banka, stórmark- aði og fyrirtæki. Árið 2011 stofnaði Einar Þór ásamt við- skiptafélaga sínum innflutn- ingsfyrirtækið Sanitas sem er á drykkjar- og heilsuvörumark- aði. Einar Þór sat í stjórn hand- knattleiksdeildar Stjörnunnar í Garðabæ 2000-2002. Hann sat í stjórn Fjárfestingasjóðs Félags ísl. stórkaupmanna 2005-2007, í stjórn H.F. Verðbréfa 2004- 2007, í stjórn Gagnavörslunnar frá 2009, í stjórn EC Software frá 2009 og í stjórn Skeljungs 2009-2011. 19. desember 2011 var Einar Þór skipaður aðalræðismaður Tyrklands á Íslandi. Hann var í ferð á vegum utanríkisráðu- neytis Tyrklands þegar hann veiktist alvarlega og lést á The American Hospital í Istanbúl. Útför Einars Þórs verður gerð frá Hallgrímskirkju í dag, 4. maí 2012 og hefst athöfnin kl. 15. Hann lauk stúd- entsprófi frá Mennskólanum við Sund árið 1980. Einar lék hand- knattleik með Ár- manni á sínum yngri árum. Hann kvæntist eftirlif- andi eiginkonu sinni, Andreu Þ. Rafnar, f. 10.9. 1960, þann 25. júlí 1981. Foreldrar hennar eru Halldór S. Rafnar, f. 1923, d. 2010 og Þorbjörg J. Rafnar, f. 1926. Börn Einars og Andreu eru Sunna Björg, f. 21.apríl 1988, í sambúð með Gunnari Rögnvaldssyni, f. 23. nóvember 1983 og Stefán Arnar, f. 27. jan- úar 1990, unnusta hans er Erna Leifsdóttir, f. 29. mars 1993. Einar og Andrea fluttu til Gautaborgar 1981 og luku bæði B.Sc. prófi í viðskiptafræði frá Gautaborgarháskóla 1985. Ein- ar stofnaði innflutningsfyr- irtækið Íspakk ehf. árið 1987 sem sérhæfði sig í innflutningi á umbúðum og umbúðalausnum fyrir matvælaiðnað og fram- Einar Þór, elsku bróðir minn, kvaddi þennan heim í Istanbúl í Tyrklandi. Heil heimsálfa skildi okkur að þessa síðustu örlagaríku daga. Okkur sem máttum vart nokkurn tíma af honum sjá. Hann var svo heillandi persónuleiki að jafnvel læknarnir á sjúkrahúsinu í Istanbúl, sem fengu þó aðeins að kynnast honum í örfáar klukku- stundir, voru harmi slegnir þegar þeir urðu að játa sig sigraða. Einari voru góðar gjafir gefnar við fæðingu og góðar voru líka þær gjafir sem hann gaf sam- ferðafólki sínu á alltof stuttri ævi. Getur 9 ára stelpa fengið stærri gjöf en lítinn bróður eins og Ein- ar? Hann hraðaði sér í þennan heim og varð yndið okkar eldri systkinanna frá fyrstu stund. Mörgum hverfur seint úr minni bústið sveinbarnið, skagandi upp úr bleikrauða burðarrúminu sem hafði farið Siggu systur hans svo vel. Að því kom að Einar fór á stjá, orkubolti með einbeittan vilja og þá varð mikill annatími hjá stórusystur. Sérkennilegt, kraftmikið göngulagið einkenndi hann frá fyrstu tíð. Ég minnist þess vart að hafa nokkru sinni gengið samsíða honum, heldur hljóp ég alltaf við fót á eftir honum. Barnapíustörfin fólust ekki í því að stytta Einari stundirnar, þær voru stuttar fyr- ir, alltaf mikið að gera og fyrr en varði kominn háttatími. „Kära barn har många navn.“ Litli-Kút- ur festist við hann og er enn notað í innsta hring. En Litli-Kútur var ekki lítill, hann var stór á allan hátt, hafði stærsta hjarta í heimi, var stór í sinni, tryggur, bóngóður og óendanlega örlátur. Hann, sem var yngstur, var stoð okkar allra og stytta. Jón, maðurinn minn, hefur oft minnt mig á ummæli mín um Ein- ar bróður þegar við vorum að byrja að skjóta okkur saman: „Bíddu þangað til þú sérð hann litla bróður minn!“ Ég veit alveg hvað mér gekk til. Það var úti- lokað annað en að tilvonandi kær- astinn minn heillaðist af Einari. Hann var mitt sterkasta útspil. Um 16 ára aldur var Einar orð- inn einn eftir í kotinu. Þá þegar hafði neðri hæðin verið samkomu- staður félaga hans og vina árum saman. En þrátt fyrir fjör fór ekk- ert úr böndunum hjá Einari enda húslegur alla tíð og snyrti- mennskan honum í blóð borin. Árið 1981 skrifaði Einar mér til Svíþjóðar að hann og unnusta hans, Andrea, ætluðu að gifta sig þá um sumarið. Það mátti ekki tæpara standa að við næðum að sjá hana þar sem hún gekk inn kirkjugólfið sem geislandi brúður. Það varð okkur ekki minna gleði- efni að fá unga parið út til okkar um haustið til framhaldsnáms í Gautaborg. Dætur okkar tvær biðu onkel Einars og tant Andreu með mikilli eftirvæntingu, barna- vinanna sem áttu eftir að eiga í þeim hvert bein. Á skömmum tíma hafa foreldr- ar okkar báðir kvatt þennan heim og nú fylgir Einar þeim, svo alltof, alltof snemma. Öll fóru þau í apríl. Apríl er grimmastur mánaða, seg- ir T.S. Elliot. Hjartað er fullt af sorg. En það er líka fullt af þakk- læti fyrir allt það sem þau gáfu okkur.Blessuð sé minning þeirra. Ögn finnst mér tómlegt, það er eftir þig. Við þennan skilnað hljóðnar kringum mig. Sem himinblíða „hýran af þér skein“. Í háttum þínum var ei uppgerð nein. (Eiríkur Einarsson frá Hæli.) Þórunn Þórhallsdóttir. Það er með miklum trega sem ég kveð þig í dag, kæri vinur. Hugur minn reikar óneitanlega til veiðiferða okkar. Víða leituðum við fanga en þó aðallega þar sem hjartað sló, á Þingvöllum. Þar beið okkar urriðinn og þar urðu til magnaðar veiðisögur og ævintýri. Veiðiferðirnar og sögurnar mun ég varðveita í huga mér um ókomna tíð. Hvers virði er allt heimsins prjál ef það er enginn hér sem stendur kyrr er aðrir hverfa á braut? Sem vill þér jafnan vel og deilir með þér gleði og sorg, þá áttu minna en ekki neitt ef þú átt engan vin. Hvers virði er að eignast allt í heimi hér en skorta það eitt sem enginn getur keypt? Hversu ríkur sem þú telst og hversu fullar hendur fjár, þá áttu minna en ekki neitt ef þú átt engan vin. Það er komin vetrartíð með veður köld og stríð. Ég stend við gluggann, myrkrið streymir inní huga minn. Þá finn ég hlýja hönd sál mín lifnar við, eins og jurt sem stóð í skugga en hefur aftur litið ljós. Mín vetrarsól. (Ólafur Haukur Símonarson) Þinn vinur og bróðir, Örn. Skyndilegt fráfall Einars Þórs er okkur sem reiðarslag. Það er óskiljanlegt og við trúum því vart að honum hafi þegar verið fund- inn næturstaður, langt um aldur fram. Það gætir tómleika í hjört- um okkar og minningar streyma fram. Við hófum ung að halda heimili í Hátúni og Einar Þór var strax frá upphafi, þá á tíunda ári, tíður gestur á heimilinu og tekið sem einum af fjölskyldunni. Vinmarg- ur var þessi ungi drengur og með í för voru oft og tíðum hans kátu fé- lagar. Á menntaskólaárunum bættist hin unga snót Andrea í hópinn. Henni tókum við opnum örmum og hún fangaði strax hug okkar allra. Frá þessum tíma eig- um við góðar minningar – fyrir það erum við þakklát. Eftir námsár Einars Þórs og Andreu í Svíþjóð hélt vinskapur og samvera okkar áfram að þróast og við fylgdumst með þeim vaxa og dafna í leik og starfi, verða að stórri og fallegri fjöl- skyldu og þar er okkar kæri Marco ekki undanskilinn. Í far- teskinu eigum við ljúfar minning- ar með Einari Þór, Andreu, Sunnu og Stebba, allt frá Þing- vallarparadísinni til orlofsferða á Mallorka – fyrir það erum við þakklát. Einar Þór sinnti fjölskyldu sinni, Andreu og börnum af mik- illi alúð og var í góðu sambandi við frændfólk sitt og vini. Glettni og stríðni er okkur ofarlega í huga er við hugsum til hans. Þá var Einar Þór góðhjartaður maður, skarp- greindur, framsýnn og duglegur. Hann ól með sér stóra drauma og með elju og dugnaði lét hann þá rætast. Það er sárt að horfa á eftir dýr- mætum vini, bróður og mági, sem skilur við á besta aldri. Það er með miklum trega sem við kveðj- um Einar Þór – ljúfar minningar munu hlýja okkur um hjartaræt- ur um ókomin ár. Elsku Andrea, Sunna og Stebbi, missir ykkar er mikill. Megi minningin um þann góða mann sem Einar Þór hafði að geyma, styrkja og hugga ykkur og alla fjölskylduna í sorginni. Erla Magnúsdóttir. „Það þarf bara að drífa í þessu og klára málið.“ Þessi setning segir mjög margt um lífshlaup Einars. Hann var aldrei að tví- nóna við hlutina, gekk bara í mál- in og kláraði þau. Ef það vantaði verkefni þá voru þau leituð uppi, því það þurfti alltaf að vera nóg fyrir stafni. Ekkert hangs eða óþarfa tímaeyðsla. Tíminn var dýrmætur og það varð að nýta hann í botn. Einar lifði hratt, hugsaði hratt og talaði hratt og það af eldmóði og festu. Það var ekkert hálfkák í einu eða neinu. Línurnar voru alveg skýrar. Stefnan var bein. Einar kom mjög miklu í verk á þeim 54 árum sem hann lifði. Í raun miklu meira en flestir ná að framkvæma þrátt fyrir langa ævi. Í Söknuði, endurminningum Vil- hjálms Vilhjálmssonar tónlistar- manns, er texti sem á hér vel við: „Lífið er svo sérkennilegt og skrítið. Sumir verða 100 ára en lulla bara í gegnum lífið og upplifa sáralítið. Svo eru hinir sem deyja ungir en lifa hratt, sjá mikið og af- kasta miklu.“ Fyrstu kynni mín af Einari Þór voru þegar hann var 8 ára snáði á heimili Siggu minnar á Laugarás- veginum í pössun hjá Siggu. Ein- ar var mjög fjörugur og fyrirferð- armikill sem drengur svo það var jafnan nóg að gera í pössunarhlut- verkinu. Með árunum varð ald- ursmunur okkar ekki marktækur og í kjölfarið urðum við Einar ekki aðeins mágar heldur einnig góðir vinir og félagar. Einar var góður fjölskyldufaðir og lagði einnig mikla rækt við systkini sín og foreldra á meðan þau lifðu. Heimili þeirra Einars og Andreu hefur ætíð verið sá staður sem fjölskyldan hefur átt sínar gleðistundir saman, enda þau hjón miklir gestgjafar. Einar var mikill unnandi ítalskrar menningar bæði í tónlist og matargerð. Hann var ágætis kokkur eins og hann sannaði fyrir okkur í vel heppnaðri Ítalíuferð sem við nokkur vinahjón fórum í saman árið 2010. Þar eldaði hann ógleymanlegt ítalskt Spaghetti Bolognese af stakri snilld við dynjandi undirleik ítalskrar klassískrar tónlistar. Þessi ítalski matur var hans uppáhaldsréttur frá því hann var ungur drengur enda vafðist honum ekki tunga um tönn þegar við tveir borðuðum saman á veitingahúsi í London ár- ið 1970 þegar kom að því að velja aðalréttinn. Spagetti Bolognese skyldi það vera. Einar átti mjög viðburðaríkt líf. Ótrúleg eljusemi og dugnaður einkenndi hann við uppbyggingu þeirra fyrirtækja sem hann stofn- aði og rak með frábærum árangri. Nýlega voru ákveðin tímamót í lífi Einars þar sem hann tók við ræð- ismannsstöðu fyrir Tyrkland á Ís- landi. Hann var staddur í Tyrk- landi í embættiserindum fyrir nokkrum dögum þegar hann hringdi í Siggu systur sína og átti við hana langt samtal. Þegar sam- talinu lauk hafði Sigga það á orði að Einar hefði verið svo einstak- lega glaður, einlægur og bjart- sýnn. Hann var með ýmislegt á prjónunum og spennandi tímar framundan. Þetta var síðasta samtal þeirra systkina. Einar veiktist skyndilega nokkrum dög- um síðar og lést síðan á sjúkra- húsi í Tyrklandi. Missirinn er mikill og hans verður sárt saknað. Blessuð sé minning Einars Þórs. Elsku Andrea, Stefán og Sunna. Guð blessi ykkur og gefi ykkur styrk á þessum erfiðu tím- um. Jón Kristján Árnason. Elsku Einar Þór, það streyma ótalmargar minningar fram þessa dagana. Ég byrja og enda hvern dag hugsandi til þín, vonandi að þetta sé allt saman vondur draumur. Minningar um þig frá æskuár- um mínum eru mér hugleiknar, en það voru ófá skiptin sem þú komst til okkar í Hátúnið, ávallt kátur í bragði og iðulega eitthvað að stríða okkur frænkum þínum. Stundum varst þú fenginn til að passa okkur Ingu systur á meðan mamma og pabbi voru erlendis. Það fannst okkur systrum reynd- ar alveg óþarft þegar við urðum eldri. Þú varst mikill vinur okkar og hafðir skoðanir á flestu því sem við tókum okkur fyrir hendur, ég gleymi því t.d. aldrei hvað þú hafðir sterkar skoðanir á því þeg- ar ég fór að mála mig. Þá kom það líka fyrir að þú kvartaðir undan því að ég væri að stelast í að nota rakvélina þína. Takk fyrir að vera okkur alltaf svona góður og um- hyggjusamur. Missir okkar er mikill. Megi okkur öllum veitast styrkur til að takast á við þessa miklu sorg. Hugur minn og fjölskyldu minnar er hjá Andreu, Stebba og Sunnu. Hvíl í friði, elsku frændi. Hrefna Björk Arnardóttir. Góðar minningar þurfa engar umbúðir, engan sérstakan tíma né tilefni, en þær ná yfir svið sem aldrei verður stigið á aftur og núna aldrei framar. En hvar sem er og hvenær sem er geta þær ylj- að manni um hjartarætur, jafnvel á þungbærum degi sem þessum. Undanfarna daga hef ég sótt allar þær minningar sem ég á um minn kæra frænda, sem nú er lát- inn langt fyrir aldur fram. Við vorum bræðrabörn og hann árinu eldri en ég. Minningar um öll að- fangadagskvöldin, gamlárs- kvöldin og afmælisboðin. Góðar minningar um heimsóknir með föður mínum, en mjög kært var á milli þeirra. Svo líða árin, fjöl- skyldur stækka, hefðirnar breyt- ast og samverustundum fækkar, en alltaf halda hin strerku bönd vináttu og frændsemi. Í dag þegar við kveðjum Einar Þór standa eftir minningar um glaðan, gjafmildan og kærleiks- ríkan dreng. Dreng sem varð að atorkumiklum, farsælum manni og átti gott líf með fjölskyldu sinni. Hvíldu í friði, kæri frændi, og megi Guð styrkja Andreu, börnin þín og fjölskyldu. Anna Dagný Halldórsdóttir. Níu ára snáði er að vonum spenntur þegar stóra frænka eignast nýjan kærasta. Óskar þess samt að hann verði nú aðeins kumpánlegri en sláninn sem hún var með síðast. Og þarna birtist unnustinn með ástarglampa í aug- um, síðhærður og einkar hlýr í viðmóti. Svo jókst hróður hans um helming þegar hann rúntaði með kærustuna og litla frænda á rauð- plussklædda Oldsmobile föður hans, með Elton John í tækinu og lauk upp ævintýraveröldinni á Laugarásvegi 15, heimili foreldra sinna. Það voru híbýli sem maður hafði einungis séð í sjónvarpinu á sunnudagskvöldum frá búgarði einum í Texas. Billjarðborðið í kjallaranum, risastór málverkin í gullslegnum römmum, veggfestar byssur úr fornum styrjöldum, dýrindis munir frá fjarlægum heimsálfum. Maður þurfti ekkert að ómaka sig við að fara til út- landa, það var svo miklu styttra að fara á Laugarásveginn. Hann réð mig eitt sinn til sín í sumarvinnu. Þetta var á þeim ár- um þegar maður var nokkuð reglulega í ástarsorg. Þá sátum við tveir saman í lítilli skrifstofu- kompu á miðjum Langholtsvegi, hann kappsfullur að senda tilboð með faxi í umbúðaöskjur út um allar trissur, ég að selja svarta ruslapoka með tregablandinni röddu í gegnum síma. Og þegar maður náði, eftir töluverðar for- tölur og eftirgangsmuni, að landa stórum sölusamningum við sjopp- ur og söluturna, sem voru að drukkna í sorpi, þá skein andlitið á Einari eins og sól í heiði, hann gnísti tönnum og kjálkarnir byrj- uðu að titra eins og skjálftamæl- ar. Þetta voru gleðiskjálftar keppnismannsins, mestu viður- kenningarsvipbrigði sem nokkur maður gat fengið frá Einari Þór- hallssyni. Svo föðmuðumst við. Í dagslok troðfyllti maður skottið á gamla Citroën-garminum af köss- um með svörtum ruslapokum, svo franski vagninn með glussafjöðr- uninni seig virðulega að aftan, og keyrði löturhægt út af lagernum, með Einar í baksýnisspeglinum, vígreifan og veifandi. Fimmtán árum síðar bað ég hann bróður- lega um að taka sæti í stjórn lítils og nýstofnaðs fjármálafyrirtækis sem ég setti á laggirnar. Það var greiðasemi af hans hálfu að verða við þeirri bón, eins og svo margt annað. Mér var það mikils virði að hafa farsælan og jarðbundinn við- skiptamann um borð. Fátækleg orð hrökkva skammt til að heiðra minningu þessa ljúf- lings. Háleitara væri að tileinka sér, þó ekki væri nema brot af því örlæti sem hann auðsýndi öðrum. Síðar meir, þegar litið verður yfir farinn veg, þá mun sól Einars Þórs skína skært í mistri minn- inganna. Hún verður meðal skær- ustu sóla. Ég vildi óska að ég hefði endurgoldið meira af hlýhug hans. Þau viðskipti verða ekki gerð upp núna. Höfuðstóllinn hans, gæskan og bróðurþelið, sit- ur eftir í hjörtum okkar allra sem vorum svo lánsöm að bindast elskulegum Einari Þór Þórhalls- syni fjölskyldu- og vinaböndum. Halldór Friðrik Þorsteinsson. Einar frændi er látinn. Hann var þó ekki frændi minn heldur var hann kvæntur Andreu, móð- ursystur minni. Andrea og Einar. Hjá mér hafa þessi orð alltaf hljómað eins og eitt orð. Nú er hinsvegar enginn Einar nema í minningunni góðu. Einar var einstaklega góður maður. Ég minnist bíltúranna í barnæskunni með Einari út í sjoppu eða ísbúð og alltaf var Audi-inn svo vel þrifinn. Einar var nefnilega snyrtimenni fram í fingurgóma, alltaf vel til hafður. Einar reyndist mér alltaf vel. Þau hjónin héldu fyrir mig ferm- ingarveislu á Bárugötunni sumar- ið 1991 þegar ég bjó erlendis. Fal- legur íslenskur sumardagur eins og þeir gerast bestir. Honum mun ég aldrei gleyma. Einar réð mig í mitt fyrsta sumarstarf sem að- stoðarmaður á lager í fyrirtækinu Íspakk, fyrirtækinu sem hann stofnaði og byggði upp með myndarbrag og röggsemi eins og hans var von og vísa. Óþrjótandi dugnaður Einars ætti að vera öll- um fyrirmynd. Eldmóður og drif- kraftur sem átti engan sinn líka. Allir í fjölskyldunni vita að Ein- ar gerði það albesta Spaghettí Bo- lognese sem um getur. Alla sunnudaga var boðið upp á þenn- an sígilda rétt á heimili Einars. Sú ást og alúð sem hann lagði í mat- seldina skilaði sér óaðfinnanlega til bragðlaukanna. Eftir fjölmarg- ar tilraunir þá hefur mér því mið- ur aldrei tekist jafn vel til og hon- um. Einar var mikill húmoristi og var alla jafnan kátur og stutt í hláturinn. Við áttum okkar sögur sem við gátum alltaf hlegið að. Ég meina, hver þekkir ekki hina sænsku jaså och just nu eða der grosße grillmeister? Þá vorum við báðir MS-ingar, eitthvað sem við vorum ákaflega stoltir af, en mig grunar að við höfum tekið menntaskólagönguna álíka alvar- lega. Ánægjulegustu minningar mínar með Einari eru þó árlegar veiðiferðir okkar ásamt pabba og Einar Þór Þórhallsson HINSTA KVEÐJA Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Elsku hjartans Einar minn. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (Vald. Briem) Þín systir, Sigríður (Sigga).

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.