Morgunblaðið - 04.05.2012, Side 33

Morgunblaðið - 04.05.2012, Side 33
MINNINGAR 33 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. MAÍ 2012 fleirum í Eystri Rangá. Þar naut Einar sín vel og var ætíð hrókur alls fagnaðar. Hann var árrisull með eindæmum, alltaf fyrstur á fætur og kominn út á bakkann á slaginu. Keppnisskapið hljóp með hann um alla sveitina að elta þann silfraða, en svona var Einar, alltaf iðinn, alltaf að. Einar skilur eftir sig skarð í veiðihópnum sem aldr- ei verður fyllt. Þegar fréttirnar komu um að Einar væri allur þá setti ég Sergio Mendes á fóninn. Mas que Nada hljómaði í græjunum á meðan hugsanir mínar leituðu til góðs vinar. Í kjölfarið fylgdi Dionne Warwick með sínum einstaka hætti. Einari hefði líkað það, le grande finale. Með miklum söknuði kveð ég hann Einar frænda. Elsku Andr- ea, Stefán og Sunna, ykkar er þó missirinn mestur. Guð styrki ykk- ur og hlúi að ykkur. Minningin um Einar verður með okkur um alla tíð. Þórhallur Eggert Þorsteinsson. Einar Þórhallsson var tryggur og traustur vinur og „frændi“ með stórt og fallegt hjarta. Hann var einstaklega góður maður og ljúfur sem, í blíðu og stríðu, reyndist okkur fjölskyldunni allt- af vel. Við munum sakna góð- mennskunnar, húmorsins og gestrisninnar. Við munum sakna matarboðanna, gamlárskvöld- anna, veiðitúranna og allra sam- verustundanna sem við vorum svo lánsöm að eiga með svo hjarta- hlýjum manni. „Hver á þá að skjóta upp flugeldum með okkur á gamlárskvöld?“ spurði einn sona okkar þegar við sögðum honum að Einar væri allur. Fátt var um svör enda missir sem þessi ekki útskýrður á augabragði. Einar var stór partur af fjöl- skyldu okkar. Við munum sakna hans sárt. Elsku Andrea, Stefán og Sunna. Hugur okkar og bænir eru hjá ykkur. Megi Guð fylgja ykkur í gegnum erfiða tíma. Bergljót Þorsteinsdóttir, Magnús Stephensen, Kristófer, Ólafur Flóki og Hrafn. Sönn vinátta lifir innra með manni þó að leiðir skilji. Einar var þeim mannkostum búinn að vera sannur vinur vina sinna og skilur eftir sig spor sem ekki mást út. Leiðir okkar Einars lágu saman í Laugarnesskóla þegar ég var tíu og hann ellefu ára og á milli okkar mynduðust vináttubönd sem verða aldrei rofin. Laugarnesið var leikvöllur okkar á yngri árum þar sem við áttum margar ógleymanlegar stundir saman. Einar var mikill keppnismaður, lagði sig allan fram án þess að hafa rangt við og því var auðvelt að unna honum þess að hafa bet- ur. Hann var lipur í handknattleik og verðugur andstæðingur í nán- ast öllum íþróttagreinum en mér tókst aldrei að vinna hann í billj- ard þar sem hann hafði mikla yf- irburði yfir okkur félögunum. Það var mjög gaman að vinna hann, hlusta á tuðið í honum og nudda honum upp úr tapinu en hann svaraði rækilega fyrir sig þegar leikar snerust honum í hag. Á sumrin vorum við oft við veiðar á Þingvöllum en Einar var mikill veiðiáhugamaður og góður veiði- félagi. Í stórkostlegu umhverfi á Þingvöllum undum við hag okkar vel og ræddum mikið um lífið og tilveruna og lögðum á ráðin um framtíðina. Síðar vorum við sam- ferða í háskólanámi í Svíþjóð þar sem við bjuggum nálægt hvor öðrum, skrifuðum lokaritgerð saman og útskrifuðumst sem rekstrarhagfræðingar frá háskól- anum í Gautaborg. Nokkrum ár- um eftir að námi lauk fjárfestum við saman í fyrirtæki og unnum þar hlið við hlið. Sýndum ráðdeild sem Einari var í blóð borin og í þeim viðskiptaferðum sem við fór- um í deildum við yfirleitt herbergi í sparnaðarskyni. Einar átti það til að tala upp úr svefni og undir morgun þar sem við sváfum sam- an í hjónarúmi í Köln í Þýskalandi þá velti hann sér yfir á mína hlið og muldraði í eyra mitt nafn eig- inkonu sinnar: Andrea. Mér brá við og vakti Einar, hann var smá- stund að átta sig á því hvar hann var staddur en svo hlógum við dátt að þessari uppákomu. Við áttum vísan stuðning og trúnað hvors annars, samglöddumst hvor öðrum, deildum sorgum og gleði saman og létum okkur hag hvors annars og okkar nánustu varða. Einar og Andrea áttu þátt í að leiða mig og Helgu eiginkonu mína saman og kann ég þeim bestu þakkir fyrir. Saman ferðuð- umst við um Ísland með börnum og eiginkonum okkar þar sem við nutum útivistar og góðra sam- verustunda. Einar var mikill unn- andi klassískrar tónlistar og vor- um við hjónin með fasta miða í Sinfóníunni þar sem við áttum margar góðar stundir saman. Sorgin yfir ótímabæru fráfalli Einars er mikil og það er svo margt sem við áttum ósagt og ógert saman. Minningarnar leita til æskuára okkar og það er erfitt að trúa því að við eigum ekki eftir að njóta návistar við Einar fram- ar. Missir Andreu, Sunnu og Stef- áns er mikill og einnig systkina Einars sem ég kynntist vel og votta ég þeim innilega samúð mína. Rafn Benedikt Rafnsson. Okkur setti hljóð þegar við fréttum að Einar Þór, litli bróð- irinn, væri látinn. Sum okkar eru búin að þekkja hann frá því að hann fæddist en öll frá því að hann var smástrákur við Laug- arásveginn. Vinir okkar, Sigga systir Einars og Kristján voru jú ekki gömul þegar þau byrjuðu að skjóta sig saman og þá gjarnan að passa Einar litla bróður. Við nut- um þess að aðstoða við þessa pössun og skemmtum okkur gjarnan vel um leið. Einar var ótrúlega líkur föður sínum Þórhalli og því meira eftir því sem hann eltist. Stundum er talað um að vera „eins og snýttur úr nös“ sem má með sanni segja að Einar hafi verið. Sama röddin, skapið og karakterinn. Öndvegis- menn í alla staði og þeirra beggja saknað og nokkuð ljóst að það birtir yfir þeim stað þar sem þeir dvelja saman núna. Okkar innilegustu og hlýjustu samúðarkveðjur til ykkar, Andr- ea, Sunna og Stefán ásamt systk- inum Einars og fjölskyldum þeirra. Megi minningin um góðan dreng lifa í okkar huga. Saumaklúbbur Siggu og Krist- jáns, Ragnheiður, Bjarni, Hildur, Guðjón, Svava, Þorsteinn, María og Guðmundur. Besti vinur minn er látinn án nokkurs fyrirvara. Ég er beygður og dapur og spyr um tilgang og ástæður. Svörin fást ekki og ég verð að sætta mig við orðinn hlut. Einari kynntist ég 1976 þegar hann bankaði á dyrnar hjá mér kvöld eitt eftir að við höfðum lent saman í 1. bekk í MS. Hann vildi gera mig að félaga sínum með það fyrir augum að við gætum stutt hvor annan í því námi sem fram- undan var. Ég þáði boðið enda hafði ég fylgst með honum á grunnskólaárum í Laugalækjar- skóla og kunni deili á drengnum. Hann var eldri en ég og hafði þar að auki bíl til umráða sem átti eft- ir að koma sér vel. Það eina sem ég þurfti að gera var að skokka yf- ir á Laugarásveginn rétt fyrir kl. 8 á morgnana þar sem heitur Fi- atinn beið eftir mér. Mér var svo ekið til baka á sama stað eftir að skóla lauk. Síðan eru liðin 36 ár og margs er að minnast. Einar kynntist konuefni sínu Andreu Rafnar haustið 1976 og þau giftu sig árið 1981. Ég hafði þann heiður að aka þeim nýgiftum í glæsibifreið föð- ur Einars og upplifði svo að sitja í aftursæti sömu bifreiðar 3 árum síðar við brúðkaup okkar Eddu. Einar og Andrea héldu til náms í Gautaborg og sneru þaðan 1985. Andrea og Edda urðu upp frá því mjög nánar vinkonur sem efldi enn vináttutengsl okkar Einars. Við nutum fjölda samverustunda með þeim hjónum í tæpa 3 áratugi enda hafa þau verið okkar nán- ustu vinir. Við fórum í fjölda utan- landsferða allt frá árinu 1987 en hæst bar þó ferð okkar til Ítalíu árið 2010. Þá má einnig nefna margar heimsóknir í sælureit fjöl- skyldu Einars á Þingvöllum svo ekki sé minnst á fjölda matar- boða, nú síðast í mars. Skarð Einars verður ekki fyllt en maður reynir að hughreysta sjálfan sig í þeirri sorg sem maður upplifir. Henni verður ekki lýst í rituðu máli. Einar var mér sem bróðir og ég hef um árabil um- gengist fjölskyldu hans og for- eldra sem slíkur. Systkini Einars hafa öll sýnt mér mikla vináttu frá upphafi sem og foreldrar hans, þau Bubba og Þórhallur, meðan þau lifðu. Einar var ákaflega vandaður maður í gjörðum sínum. Hann kunni að fara með fé á þann hátt sem fæstir kunna, enda efnaðist hann smám saman á eigin aðferð- um en ekki í gegnum happdrætti eða spákaupmennsku. Hann vildi sínu fólki aðeins hið besta og bjó börnum sínum vel í haginn. Missir þeirra er mjög mikill sem og And- reu og votta ég þeim mína dýpstu samúð. Heiðarleiki Einars var hans aðalsmerki í viðskiptum og því náði hann árangri umfram flesta á því sviði. Hann var stund- um þungur í skapi en slíkt varði aldrei lengi og ef Liverpool sigr- aði í ensku deildinni þá lék Einar á als oddi. Stórt skarð er höggvið í vina- hóp okkar sem haldið hefur golf- mótið „Masters Private“ síðan 1980. Þar er keppt um „Græna jakkann“ og hefur Einar sigrað oftar en einu sinni þó svo að golfið væri ekki hans aðaláhugamál. Það verður þungur róður fyrir okkur félagana að hefja leikinn án Ein- ars í ár. Að leiðarlokum kveð ég félaga minn með djúpum söknuði og þakka honum vináttuna sl. 36 ár. Hún var mér gersemi. Hvíl í friði, kæri vin. Sigurður K. Kolbeinsson. Á margan og fjölbreyttan hátt fléttast vináttu- og tryggðabönd milli manna. Það var árið 1998 að fyrirtækin Valdimar Gíslason ehf. og Íspakk ehf. sameinuðust, en Íspakk ehf. var stofnað af og í eigu Einar Þ. Þórhallssonar, en Valdimar Gíslason ehf. í eigu minnar fjölskyldu. Það er ekki sjálfgefið að sameining fyrirtækja gangi eftir, hvað þá að tvær fjöl- skyldur, sem lítt þekktust fyrir, sameinist um rekstur fyrirtækis. Við slíka sameiningu og samvinnu reynir á mannkosti manna. Einar Þórhallsson hafði þá mannkosti til að bera að þessi sameining tókst með miklum ágætum og var hann frá upphafi framkvæmdastjóri hins sameinaða fyrirtækis. Við stofnun Kerfislausna ehf. árið 2003 og uppbyggingu þess fyrir- tækis sem þessar tvær fjölskyld- ur stóðu að, nutu hæfileikar Ein- ars sín vel. Hann var harðduglegur, fullur af sannfær- ingarkrafti og hreif aðra með sér, en umfram allt var hann heiðaleg- ur, góður félagi og samstarfsmað- ur. Við Einar rifjuðum það oft upp eftir að fyrirtæki okkar höfðu ver- ið seld, á árunum 2006 og 2007, hvað það kom oft fyrir við úrlausn ákvörðunarefna er vörðuðu rekst- urinn og ákveðið hafði verið að menn „svæfu á málinu“, hversu líkar skoðanir hvor okkar um sig hafði mótað sér á lausn mála. Við höfðum ótrúlega líkar skoðanir og samstarf okkar gekk með miklum ágætum, samvinna sem mótaðist af gagnkvæmri virðingu sem þró- aðist upp í vináttu. Nú þegar Einar er fallinn frá, langt fyrir aldur fram, er mér efst í huga þakklæti til hans og fjöl- skyldu hans fyrir það góða sam- starf sem við höfum átt og þau vináttubönd sem hafa tengt okkur saman. Ég mun sakna þess að njóta ekki framar samverustunda með Einari og hafa ekki lengur tækifæri til þess „að hugsa upp- hátt“ með honum um hin ýmsu mál er við áttum sameiginleg. Hans skarð verður ekki fyllt. En söknuðurinn er mestur hjá And- reu, Sunnu og Stefáni og fjöl- skyldu Einars allri. Við Valla biðj- um góðan Guð að styrkja þau öll í þeirra miklu sorg. Genginn er góður drengur. Blessuð sé minn- ing Einars Þ. Þórhallssonar. Valdimar Valdimarsson. SJÁ SÍÐU 34 ✝ Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir og afi, KJARTAN ÓLAFSSON, Hlaðhamri, lést á sjúkrahúsinu Hvammstanga þriðju- daginn 24. apríl. Jarðarförin fer fram frá Prestbakkakirkju Hrútafirði laugardaginn 5. maí kl. 14.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Hollvinasamtök Heilbrigðisstofnunarinnar á Hvammstanga. Jóhannes Kjartansson, Sveinbjörg Guðmundsdóttir, Jón Kjartansson, Gyða Eyjólfsdóttir, Sigurður Kjartansson, Olivia Weaving og barnabörn. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUNNHILDUR ABBA MAGNÚSDÓTTIR frá Sauðárkróki, sem lést á Hrafnistu í Reykjavík laugardaginn 28. apríl, verður jarðsungin frá Sauðárkrókskirkju laugardaginn 5. maí kl. 14.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir. Þeim sem vilja minnast hinnar látnu er bent á Minningarsjóð Sigurlaugar Gunnarsdóttur frá Ási (Heilbrigðisstofnun Sauðárkróks). Hildur Svafarsdóttir, Jón Þór Ólafsson, Ólöf Svafarsdóttir Wessman, Wilhelm Wessman, Svavar Ásbjörnsson, Linda Wessman, Knútur Rúnarsson, Róbert Wessman, Ýr Jensdóttir, Gunnhildur Wessman, Arnar Haraldsson, Arnþór Jónsson, Alda Jónsdóttir, Ómar Andri Jónsson, Arna Ragnarsdóttir og langömmubörn. ✝ Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og lang- afi, SIGURGEIR ANGANTÝSSON frá Sauðárkróki, lést á gjörgæsludeild Landspítalans, Hring- braut miðvikudaginn 2. maí. Útförin fer fram frá Sauðárkrókskirkju laugar- daginn 12. maí kl. 13.30. Jarðsett verður á Hofsósi. Við, fjölskyldan hans Muna, viljum koma á framfæri innilegu þakklæti til starfsfólks nýrnadeildar og gjörgæsludeildar Landspítalans við Hringbraut. Umhyggju ykkar og baráttu munum við aldrei gleyma. Friðrika J. Sigurgeirsdóttir, Þorvaldur Guðmundsson, Vanda Sigurgeirsdóttir, Jakob Frímann Þorsteinsson, Andri Sigurgeirsson, Aníta S. Ásmundsdóttir, Ívar, Inga, Brynja, Rakel, Muni, Dísa og Gunnar. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, JAKOBÍNA ÞÓRA PÁLMADÓTTIR, Garðabraut 6, Akranesi, lést laugardaginn 28. apríl. Útförin fer fram frá Akraneskirkju þriðju- daginn 8. maí kl. 14.00. Jón Helgi Guðmundsson, Atik Fauziah Hadad, Guðný Guðmundsdóttir, Alfreð Viggó Sigurjónsson, Jórunn Petra Guðmundsdóttir, Jóhann H. Hafsteinsson, Helga Guðmundsdóttir og ömmubörn. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGURBJÖRG STEFÁNSDÓTTIR, Kirkjuvegi 1, áður Greniteigi 4, Keflavík, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja þriðjudaginn 17. apríl. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Halldór Ármannsson, Stefanía Haraldsdóttir, Sæunn Ásta Sigurbjörnsdóttir, Ársæll Ármannsson, Kristrún Níelsdóttir, Lilja Ármannsdóttir, Sigurður Garðarsson, Valur Rúnar Ármannsson, Katrín Benediktsdóttir, Helgi G. Steinarsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær sonur okkar, bróðir, unnusti og frændi, GARÐAR SKAGFJÖRÐ BJÖRGVINSSON, lést á heimili sínu í faðmi fjölskyldunnar sunnudaginn 22. apríl. Útförin hefur farið fram. Þeim sem vilja minnast hans er bent á minningarsjóð Barnaspítala Hringsins. Björgvin Magnús Garðarsson, Sigríður Einarsdóttir, Rósa Skagfjörð Ingólfsdóttir, Andrea Eygló Sigurðardóttir, Ingólfur P. Heimisson, Sigrún Rós Sigurðardóttir, Anna Sjöfn Skagfjörð R. Magnús Halldór Pálsson, Guðjón Karl Guðjónsson, Elín Ósk Björgvinsdóttir, Baldvin Heiðar Björgvinsson, Aron Freyr Guðjónsson. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og bróðir, GUÐBJARTUR RAFN EINARSSON skipstjóri og útgerðarmaður, Löngulínu 2 B, Garðabæ, andaðist á krabbameinsdeild Landspítalans við Hringbraut miðvikudaginn 2. maí. Útför fer fram frá Bústaðakirkju fimmtudaginn 10. maí kl. 11.00. Anna Sigurbrandsdóttir, Sigrún Lilja Guðbjartsdóttir, Ingi Jóhann Guðmundsson, Ragnhildur Inga Guðbjartsdóttir, Steinar Ingi Matthíasson, barnabörn, Guðrún Einarsdóttir, Sigurður Einarsson, Stefán Einarsson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.